Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2010, Blaðsíða 24
rautt fyrir kinnhest Jussi Jaaskelainen,
hinn finnski markvörður Bolton, fékk að líta rauða spjaldið í
leik gegn Birmingham á sunnudag. Roger Johnson, varnar-
maður Birmingham, gerði harða atlögu að boltanum, sem var
fullkomlega gagnslaust þar sem Jaaskelainen var með báðar
hendur á boltanum. Þegar þeir stóðu upp virtist sem Johnson
ætlaði að biðjast afsökunar en í þann mund sló Jaaskelainen
hann utan undir. Dómarinn Kevin Friend sýndi honum um-
svifalaust reisupassann.
Balotelli í árekstri Mario Balotelli, ítalska
ungstirnið sem Manchester City keypti á dögunum af Inter Milan
fyrir 25 milljónir punda, lenti í bílslysi á sunnudaginn. Hann keyrði
Audi A8-bifreið sína á götum Manchester og lenti í árekstri við ann-
an bíl. Sjúkrabílar mættu á staðinn og hlúðu að Balotello og hinum
ökumanninum, en þeir sluppu báðir við meiðsli. Balotelli skoraði í
sínum fyrsta leik fyrir félagið á móti rúmenska liðinu FC Timisoara í
Evrópudeildinni. Hann þykir gríðarlega efnilegur, en hefur ítrekað
komið sér í vandræði og orðið uppvís að agabrotum.
24 sport uMSJón: helgi hrafn guðmundsson helgihrafn@dv.is 30. ágúst 2010 mánudagur
Gareth Bale var keyptur til Totten-
ham Hotspur í maí 2007 skömmu
fyrir 18 ára afmælisdag sinn á 5
milljónir punda til að byrja með
en sú upphæð gat, og hefur síðan
þá, hækkað í tíu milljónir punda.
Í apríl árið áður hafði hann spil-
að sinn fyrsta leik fyrir Southamp-
ton aðeins 16 ára gamall. Þrátt fyr-
ir ungan aldur varð Bale fljótlega
einn eftirsóttasti ungi leikmaður
Bretlandseyja og fjölmörg stór-
lið báru í hann víurnar. Hann gat
bæði leikið sem vinstri bakvörð-
ur og sem vinstri vængmaður og
töluðu menn um hann sem hinn
nýja Ryan Giggs enda báðir velsk-
ir.
mynstur tekur að myndast
Þáverandi stjóri Tottenham, Ju-
ande Ramos, hafði talsverða trú
á pilti og lék hann sinn fyrsta úr-
valsdeildarleik gegn Manchest-
er United 26. ágúst 2007. Aðeins
nokkrum dögum síðar hafði hann
skorað sitt fyrsta mark fyrir liðið í
3-3 jafntefli gegn Fulham. Fram-
tíðin virtist björt.
Gengi Tottenham var hins
vegar ekki jafn skínandi og fljót-
lega fóru enskir sparkspekingar,
áhangendur Tottenham og fjöl-
miðlar að taka eftir undarlegu
mynstri hjá félaginu. Í hvert skipti
sem Bale ýmist byrjaði inni á vell-
inum, eða kom við sögu í leikjum
liðsins, vann Tottenham aldrei!
Bale-bölvunin
Það leið ekki á löngu áður en fyr-
irsögnin „Bale-bölvunin“ fæddist
hjá ensku blöðunum. Staðreyndin
var nefnilega sú að þetta mynstur
varð að reglu og Tottenham vann
ekki einn einasta leik í ensku úr-
valsdeildinni þar sem Bale kom
við sögu í tvö ár eftir að hann lék
sinn fyrsta deildarleik með lið-
inu. Bale lék á þessu tveggja ára
tímabili 24 deildarleiki með Tott-
enham án þess að hrósa sigri og
hefur enginn leikmaður í sögu
ensku úrvalsdeildarinnar leikið
jafn marga leiki án þess að vinna.
Vafasamt met.
Fyrsti sigur Bale í deildarleik
kom gegn Burnley þann 26. sept-
ember 2009. Þá kom hann inn á
sem varamaður á 85. mínútu und-
ir stjórn hins nýja þjálfara Harrys
Redknapp.
Þetta sigurlausa tímabil reyndi
mjög á Bale. Honum var úthúðað í
fjölmiðlum sem algjörum mistök-
um og meiðsl settu strik í reikn-
inginn. Spekingar töluðu um að ef
Tottenham ætti að eiga einhvern
möguleika á Evrópusæti, hvað
þá sómasamlegu sæti í deildinni,
yrði Bale að horfa á leiki liðsins af
bekknum eða úr stúkunni. Bale
hafði á þessum tíma sínum hjá
Tottenham verið að mestu nýttur
í vinstri bakvarðarstöðunni. Hann
átti fína spretti og Ramos sjálf-
ur sagði hann einu sólarglætuna
í leik liðsins oft og tíðum þegar
gengi liðsins var sem verst undir
hans stjórn. Í bikarkeppnum var
hins vegar allt annað uppi á ten-
ingnum. Bale var orðinn bölvaða
undrabarnið frá Wales hjá Totten-
ham í deildinni.
lykilmaður á vængnum
Síðan kom tímabilið 2009/2010.
Harry Redknapp hafði mótað
liðið eftir sínu höfði og fann nýtt
hlutverk fyrir Bale þegar líða tók
á tímabilið. Hann færði hann úr
hinni bölvuðu bakvarðarstöðu
og upp á vinstri kantinn þar sem
hann blómstraði, sérstaklega á
seinni hluta tímabilsins. Þegar
tímabilinu lauk hafði hann skor-
að þrjú mikilvæg mörk og gefið
fimm stoðsendingar í 23 leikjum.
Stjörnuleikur hans á loksprett-
inum átti hvað stærstan þátt í að
tryggja Tottenham 4. sæti deildar-
innar í fyrra enda var hann kjör-
inn leikmaður mánaðarins í apríl.
Það sást augljóslega á honum að
sjálfstraustið var komið í lag og á
þessu tímabili hefur hann byrjað
á sömu nótum og hann endaði
það síðasta. Hann leikur eins og
sá leikmaður sem margir töldu að
hann gæti orðið þegar hann var að
stíga sín fyrstu spor sem atvinnu-
maður hjá Southampton og hef-
ur skorað tvö mörk í fyrstu tveim-
ur leikjum Tottenham í deildinni.
Í dag er hann algjör lykilmaður í
liði Tottenham og mun reynast
liðinu vel í baráttunni í Meistara-
deild Evrópu þar sem liðið leikur
nú í fyrsta sinn.
sigurður mikael jónsson
blaðamaður skrifar: mikael@dv.is
Bale lék á þessu tveggja ára
tímabili 24 deildarleiki
með Tottenham án þess
að hrósa sigri og hefur
enginn leikmaður í sögu
ensku úrvalsdeildar-
innar leikið jafn marga
leiki án þess að vinna.
Saga velska kantmannsins gareths Bale hjá Tottenham hefur verið lyginni líkust. Hann var fenginn til
félagsins sem undrabarn með banvænan vinstri fót frá Southampton sem miklar vonir voru bundnar
við. Þær vonir breyttust í örvæntingu þegar hann setti vafasamt met í ensku úrvalsdeildinni. Nú er hann
lykilmaður í liði harrys redknapp og virkar óstöðvandi.
upprisa bale
sigurvegari Gareth Bale fór frá
því að vera bölvun á Tottenham í
deildinni í að vera lykilmaður.
mynd reuters
efnilegur Bale vakti mikla athygli ungur að árum þegar hann byrjaði hjá
Southampton. Lék 40 leiki fyrir liðið og skoraði 5 mörk. mynd reuters