Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2010, Blaðsíða 12
„Ekki vil ég segja að manneskja sé
guðleg en Jónína lýsti af guðlegum
kærleika. Hún hefur aldrei verið fal-
legri en á þessum yndislega degi.
Hún ljómaði af hamingju og fegurð,“
segir Gunnar Þorsteinsson, for-
stöðumaður Krossins, en hann gekk
að eiga Jónínu Benediktsdóttur fyrir
framan fjölda fólks laugardaginn 28.
ágúst í Digraneskirkju. Gunnar seg-
ir brúðkaupið hafa verið ólýsanlegt.
„Þessi fjöldi manna sem var þarna
hefur ekki verið í viðlíka uppák-
omu.“ Gunnar segir að sér hafi liðið
ótrúlega vel á þessum fallega degi.
„Mér leið afskaplega vel og tel mig
hafa höndlað hamingjuna og ástina
til frambúðar.“
Sterkasti prestur í heimi Gunn-
ar Sigurjónsson gaf þau saman fyr-
ir framan fjölda gesta. Gunnar sá
um athöfnina ásamt Kevin White,
góðvini Gunnars Þorsteinssonar frá
Bandaríkjunum.
Brúðkaupsnóttin yndisleg
Gunnar segir veisluna hafa ver-
ið ótrúlega glæsilega og vildi fólk
hreinlega ekki fara heim í lok henn-
ar. Kirkjan og veislusalurinn voru
þétt setin en gestirnir komust þó all-
ir fyrir. Hin nýgiftu hjón fóru heim
þegar veislunni var lokið. „Við fór-
um heim á brúðkaupsnóttinni.
Þetta var langur, strangur og erfið-
ur dagur þannig að við fórum bara
heim. Brúðkaupsnóttin var yndis-
leg eins og best verður á kosið,“ segir
Gunnar.
Turtildúfurnar eyddu deginum
eftir brúðkaupið saman með vinum
og fjölskyldu. „Við tókum upp gjaf-
ir og hittum vini. Svo var samkoma í
Krossinum. Við borðuðum svo með
fjölskyldu okkar í kvöld.“ Gjafirnar
voru mjög glæsilegar og fallegar að
sögn Gunnars. „Ég myndi segja afar
vel að verki staðið hjá okkar stóra
vinahópi í því efni.“
Samband til eilífðar
„Þetta var einn besti dagur lífs
míns,“ segir Jónína Benediksdóttir
um brúðkaupsdaginn. „Þetta sam-
band mun verða til eilífðar. Ég elska
þennan mann og við höfum fundið
hvort annað,“ segir Jónína sem segir
það vera gaman að geta boðið vin-
um sínum í Krossinn og séu marg-
ir þeirra lausir við fordóma sem þeir
höfðu í garð safnaðarins fyrir brúð-
kaupið. „Guð er góður. Við erum
bleiku skýi,“ segir Jónína.
Eins og alþjóð veit giftu Gunnar
og Jónína sig í leyni í mars á þessu
ári og voru þau nú að endurnýja heit
sín fyrir framan fjölda gesta í Digra-
neskirkju.
Margir vinir
Margir góðir gestir samglöddust
með þeim, svo sem hjónin Jóhanna
Vilhjálmsdóttir og Geir Sveinsson,
Vilhjálmur Bjarnason, formaður fé-
lags fjárfesta, og góðvinkona þeirra
Þóra Guðmundsdóttir sem kennd er
við flugfélagið Atlanta.
Jónína þótti glæsileg og gestir
glöddust mikið yfir því hvað athöfn-
in var laus við formlegheit. Mikið
var sungið og sungu meðal annarra
Íris Lind Verudóttir og Páll Rósin-
kranz. Dætur Gunnars og gestir létu
til sín taka við sönginn en það var
Gunnar sem söng manna hæst og af
mikilli innlifun þar sem hann sat við
hlið eiginkonu sinnar.
Ræður hjónanna vöktu svo
mikla lukku að tár runnu niður
hvarma í mestu hláturrokunum.
Gunnar vildi þakka fjölmiðlum fyr-
ir að færa þau hjón svo náið saman
með fréttaflutningi af meintu sam-
bandi þeirra. Jónína sagðist jafn-
framt vonast eftir því að ganga jafn
vel í bæninni og Gunnari í detox-
inu.
12 fréttir 30. ágúst 2010 mánudagur
Gunnar í Krossinum og Jónína Benediktsdóttir giftu sig í Digra-
neskirkju á laugardaginn. Athöfnin þótti afar skemmtileg og
létt og sögðu gestir að þeir hefðu sjaldan farið í eins ánægjulegt
brúðkaup. Gunnar og Jónína eru á einu máli um að dagurinn
hafi verið sá fallegasti í lífi þeirra og eru afar hamingjusöm að
hafa fundið ástina.
Brúðkaupsnóttin var yndisleg eins
og best verður á kosið.
„LÝSTI AF GUÐLEGUM KÆRLEIKA“
BirGir olGeirSSon og
KriStJana GuðBrandSdóttir
blaðamenn skrifa: birgir@dv.is og kristjana@dv.is
leidd inn kirkjugólfið SkúliMagnússonleiðirJónínuinnkirkjugólfið.
Kossinn Hjóninkysstusteftirhjartnæmarræðurþeirrabeggjaviðfögnuðgesta.
Sumarveður og bjart yfir
AthöfninfórframíDigraneskirkju.
Heitræða Jónínu Jónínaóskaðisérþessaðhennigengijafnvelíbæninniog
Gunnariídetoxinu.
Presturinn gleymdi sér Gunnar
Sigurjónssonpresturgantastenda
gleymdihannsérviðsöngkórsins.