Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2010, Blaðsíða 14
Dísilolía
Algengt verð verð á lítra 192,6 kr. verð á lítra 190,6 kr.
Almennt verð verð á lítra 192,4 kr. verð á lítra 190,4 kr.
Algengt verð verð á lítra 193,9 kr. verð á lítra 191,7 kr.
bensín
Almennt verð verð á lítra 197,5 kr. verð á lítra 195,2 kr.
Almennt verð verð á lítra 192,4 kr. verð á lítra 190,4 kr.
Algengt verð verð á lítra 192,6 kr. verð á lítra 190,6 kr.
Í rétti gAgn-
vArt icelAnd
express
Neytendastofa hefur sent frá sér
ákvörðum um mál sem Neytenda-
samtökin beindu til hennar. Um
var að ræða erindi neytanda sem
beint var til samtakanna, varðandi
rétt neytandans gagnvart Iceland
Express. Um var að ræða pakkaferð
sem hafði hann pantað á vegum
félagsins og greitt fyrir, en henni
hafði verið aflýst í kjölfar eldgoss-
ins í Eyjafjallajökli. Hann hafði því
sóst eftir því að fá endurgreiðslu
ferðarinnar, en fengið þau svör
frá flugfélaginu að ferðin yrði ekki
endurgreidd, vegna þess að henni
hafi verið aflýst vegna óviðráðan-
legra aðstæðna. Honum var í stað
þess boðin ný ferð á 25.000 krón-
ur aukalega. Neytendastofa sagði
þetta ólöglegt athæfi hjá flugfélag-
inu, og beindi til þess ummælum
sínum þar að lútandi. Um var að
ræða samningsbrot því Iceland Ex-
press veitti ekki þjónustu sem greitt
hafði verið fyrir, og því bar því að
endurgreiða hana. Nánar á vef
Neytendasamtakanna, ns.is.
ÓhressAndi
verðlAg
n Lastið að þessu sinni fær Hress-
ingarskálinn, Austurstræti 20. Við-
skiptavinur ákvað að fá sér tíu dropa
ásamt öðrum, en brá heldur í brún
þegar reikninginn var afhentur og
fannst 470 krónur nokkuð hátt verð
fyrir kaffibolla. þess ber að geta að
ábót var innifalin í verðinu. Ekki
bætti úr skák þegar að afgreiðslu-
maðurinn rétti honum sælgæti og
bauð honum að fá sér.
Viðskiptavinurinn þáði
nammið með þökkum,
en komst síðan að því
að hann þurfti einnig
að borga fyrir það, í
kringum 400 krónur.
liðtækir stArfs-
menn Í BÓnus
n Lofið að þessu sinni fær starfs-
fólk Bónus í Mosfellsbæ. Ánægður
viðskiptavinur verslaði í búðinni, en
skildi óvart eftir tvo lítra af pepsí við
kassann. Afgreiðslumaðurinn brást
skjótt við og elti viðskiptavininn út á
bílastæði með pepsíflöskuna
og kom henni í hendur við-
skiptavinarins og hlaut fyrir
vikið ómælt þakklæti þess
síðarnefnda. Umrædd-
ur afgreiðslumaður á
því lof skilið fyrir góða
þjónustu og fyrir að
vera liðtækur starfs-
kraftur.
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
LOF&LAST
14 neyTendur UmSjóN: Símon örn reyniSSon simon@dv.is 30. ágúst 2010 mánudagur
neTverSLun Neytendasamtökin vilja brýna fyrir neytendum að fara
varlega í netviðskiptum. Á vefsíðu samtakanna segir að neytandi eigi ætíð
að skoða upplýsingar um fyrirtækið sem kaupa á vöru hjá; hvort símanúmer
og heimilisfang séu til staðar á síðu þess. Enn fremur þarf að sannreyna hvort
upplýsingar séu réttar. Ef um svik er að ræða, og vara sem greidd er fyrir með
korti hefur ekki fengist afhent, er hægt að senda skriflega athugasemd til við-
komandi kortafyrirtækis allt að 90 dögum frá því að varan átti að berast. Þá
leitar fyrirtækið eftir sönnun söluaðila fyrir sendingu vörunnar og ef sönnunin
fæst ekki verður salan bakfærð á kortinu.e
L
d
S
n
e
y
T
i
EndingarbEstu myndavélarnar
Samkvæmt tölfræði bila myndavélar framleiddar af Casio og Polaroid oftast, en Pana-
sonic og Fujifilm hafa lægstu bilanatíðnina. Canon er miðsvæðis hvað varðar bilana-
tíðni, en ekki er afgerandi munur á bilanatíðni á milli hágæða DSLR-myndavéla, sem
kosta meira en 60.000 krónur.
Samkvæmt tölfræðinni, sem kem-
ur frá vátryggingarfyrirtæki, bila að
meðaltali 10,7 prósent stafrænna
myndavéla innan tveggja ára. 15,6
prósent bila innan þriggja ára. Enn
fremur kemur fram, að almennt séu
dýrar myndavélar áreiðnalegri en
þær ódýrari. Ef skoðaðar eru ódýrar
myndavélar, þá kemur fram að Pana-
sonic-vélar hafa lægstu tíðni bilana.
í sama flokki bila flestar myndavél-
ar frá Polaroid og Casio. Ekki er hins
vegar afgerandi munur á bilanatíðni
DSLR-myndavéla eftir framleiðanda.
Vátryggingarhafi kynnir tölur
Tölurnar koma frá SquareTrade fyr-
irtækinu, en það er fyrirtæki sem
selur tryggingar fyrir ýmis raftæki.
SquareTrade hefur til að mynda
sent frá sér tölfræði um tíðni bilana
á iPhone-símum og á fartölvum eft-
ir framleiðendum. Í öllum tilvikum
í tölfræðinni hér er átt við stafrænar
myndavélar, en ekki var birt bilun-
artíðni annarra myndavéla. Verðlag
í könnuninni er án virðisaukaskatts
og sendingarkostnaðar, en einnig er
vert að nefna að hér er ekki endilega
um að ræða úrval myndavéla á ís-
lenskum markaði. Úrtakið í tölfræð-
inni er 60.000 myndavélar, jafnt skipt
eftir framleiðendum.
Hæst á ódýrum – lægst á dýrum
Í tölunum kemur fram að bilana-
tíðni ódýrari myndavéla, á verði frá
18 þúsund krónum og niður, er hærri
en í dýrari myndavélum. Svokall-
aðar „Point and Shoot“ myndavél-
ar bila meira en DSLR-myndavélar.
P&S-myndavélar eru litlar stafræn-
ar myndavélar sem almennir neyt-
endur nota, en DSLR eru myndavél-
ar fyrir atvinnumenn og mun dýrari.
Í tölfræðinni kemur fram að DSLR-
vélar hafa afgerandi lægri bilanatíðni
en P&S-myndavélar. Mikill munur er
á bilanatíðni á milli framleiðenda í
flokki dýrra og ódýrra P&S-mynda-
véla, en ekki er teljanlegur munur á
DSLR-myndavélum.
Afgerandi munur
á framleiðendum
Sjá má á meðfylgjandi grafi að bil-
anatíðni P&S-myndavéla frá Casio
er 245 prósentum hærri en bilana-
tíðni sambærilegra myndavéla frá
Panasonic. Þegar skoðaðar eru dýr-
ari P&S-myndavélar sést að bilana-
tíðnin er hæst hjá Canon, en Casio
er ekki talið með í dýrari saman-
burðinum. Bilanatíðni dýrari Canon-
véla er um 326 prósentum meiri en
á dýrari Panasonic-vélum. Af þessu
má ráða að Panasonic sé áreiðna-
legasti framleiðandi P&S-mynda-
véla. Þegar komið var yfir 60.000
krónur var nánast eingöngu um að
ræða DSLR-myndavélar. Samkvæmt
SquareTrade er ekki teljanlegur
Símon örn reyniSSon
blaðamaður skrifar: simon@dv.is
BilAnAtÍðni myndAvélA á verðBilinu 36-60 þúsund
0,00%
1,00%
2,00%
3,00%
4,00%
5,00%
6,00%
7,00%
Panasonic Nikon Sony Olympus Canon