Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2010, Blaðsíða 3
mánudagur 30. ágúst 2010 fréttir 3
Kvartað yfir
lögreglunni
Dómsmálaráðuneytinu hafa bor-
ist ásakanir frá einstaklingum um
að lögregla hafi beitt þá harðræði
við mótmælaaðgerðir. Myndskeið,
sem um tíma hefur verið aðgengi-
legt á netinu, sýnir hvernig lög-
reglan yfirbugar unga konu sem
skvett hafði litaðri jógúrt eða skyri
á ráðherrabíl. Bíllinn stóð fyrir utan
Arnarhvol við Lindargötu þar sem
meðal annars fjármálaráðuneyt-
ið er til húsa. Atvikið átti sér stað í
ágúst í fyrra eftir því sem næst verð-
ur komist og hefur vakið hörð við-
brögð margra þeirra sem horft hafa
á umrætt myndskeið. Það sýnir
hvernig lögreglan, tveir sérsveitar-
menn eftir því sem DV kemst næst,
elta uppi konuna og fella hana
í götuna. Myndskeiðið er klippt
saman og að minnsta kosti á einum
stað má sjá hvernig lögregluþjónn
keyrir höfuð konunnar í götuna.
Ragna Árnadóttir, dómsmála-
og mannréttindaráðherra, seg-
ir að umrætt atvik hafi ekki komið
til skoðunar í ráðuneytinu og ekki
hafi verið óskað eftir slíkri athugun.
„Telji fólk á sér brotið af hálfu lög-
reglu, svo sem að það sé beitt harð-
ræði, þá á að beina slíkum málum
til ríkissaksóknara sem rannsakar
sérstaklega slík mál. Tekið er þá til
skoðunar hvort einstakir lögreglu-
menn hafi brotið af sér með refsi-
verðum hætti.“
Kvartanir borist til ráðherra
Ragna kveðst hafa fengið í hendur
ásakanir frá einstaklingum um að
lögregla beiti þá harðræði við mót-
mælaaðgerðir. Réttur til að mót-
mæla sé mjög ríkur en en á móti
komi skyldur borgara til að fara að
lögum og hlýða fyrirmælum lög-
reglu.
„Það er almenn stefna ráðu-
neytisins að það eigi að vera skýr
farvegur fyrir allar ásakanir á
hendur lögreglu. Lögregla hefur
ríkar valdheimildir gagnvart borg-
urunum og skiptir miklu að slíkum
heimildum sé beitt af hófsemi með
tilliti til aðstæðna hverju sinni.
Aldrei verði gengið lengra en nauð-
syn krefji. Skýr málsmeðferð gagn-
ast bæði þeim borgurum sem telja
á sér brotið – að mál þeirra sé tekið
til alvarlegrar skoðunar, og líka lög-
reglu, að geta hreinsað sig af ásök-
unum ef svo ber undir. Þar gegnir
ríkissaksóknari lykilhlutverki hvað
varðar refsiverð brot.“
Innri endurskoðun
Hjá lögreglustjóranum á höfuð-
borgarsvæðinu er starfrækt innri
endurskoðun. Það er eining sem
sett var á laggirnar við stofnun
embættisins, samkvæmt uppskrift
og tillögu ríkisendurskoðunar.
Ragna segir að hlutverk innri end-
urskoðunar sé að fara yfir alla þætti
í starfsemi embættisins, skoða
hvort menn fylgi lögum, reglum,
þar á meðal verklagsreglum í slík-
um úttektum. Það geri tillögur um
úrbætur og þá um öll atriði, þar á
meðal breytingar á reglum. „Innri
endurskoðun hefur skoðað fjöl-
margt, eins og til dæmis meðferð
haldlagðra muna, meðferð hald-
lagðra fjármuna, meðferð óskila-
muna, fangageymslur LRH, með-
ferð fíkniefna, fíkniefnasýna,
starfsemi umferðardeildar, starf-
semi tæknideildar og svo fram-
vegis. Markmiðið er að innri end-
urskoðun fari í gegnum alla þætti
starfsemi LRH á að minnsta kosti
þriggja ára fresti. Sumir þættir eru
hins vegar skoðaðir oftar, árlega að
minnsta kosti. Það eru þeir þætt-
ir þar sem áhættan er meiri á mis-
tökum eða mikli hagsmunir í húfi,“
segir Ragna.
Innan dómsmálaráðuneytins er
nú til skoðunar hvort setja eigi upp
innra eftirlit lögreglu á landsvísu,
eða innri endurskoðun. „Ég hef um
nokkra hríð velt þessu fyrir mér því
ég er þeirrar skoðunar að slíkt eft-
irlit sé einungis af hinu góða. Þetta
kynni að krefjast lagabreytinga. Til-
gangurinn er að setja á fót form-
legan farveg þar sem óháð deild
eða ráð fer yfir ýmis fleiri atvik en
þau sem beinlínis heyra undir rík-
issaksóknara. Ef ekki er til slíkur
formlegur farvegur er útlit fyrir að
ráðuneytið sjálft þurfi að rannsaka
eða kanna mál út frá eftirlitsskyldu
sinni og það tel ég ekki vera heppi-
lega leið,“ segir Ragna.
Einstaklingar hafa kvartað til dómsmálaráðuneytisins yfir
meintu harðræði lögreglunnar. Myndskeið, sem um tíma
hefur verið hægt að skoða á netinu, sýnir hvernig sérsveitar-
menn handsama unga konu og keyra höfuð hennar í götuna.
Dómsmálaráðherra segir að ekki hafi verið óskað eftir athug-
un á umræddu atviki.
jóhann hauKsson
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Tekið er þá til skoðunar hvort
einstakir lögreglumenn
hafi brotið af sér með
refsiverðum hætti.
harkalegar aðferðir Myndbandánet-
inuafhandtökumótmælandaþykirbera
vottumharðræðiafhálfulögreglunnar.
Ráðherra dómsmála og mann-
réttinda „Teljifólkásérbrotiðaf
hálfulögreglu,svosemaðþaðsé
beittharðræði,þááaðbeinaslíkum
málumtilríkissaksókna,segirRagnar
Árnadóttir.
loftKastalar bæjarstjórnar
Með velþóknun bæjarstjórnar
Þess má geta að einn helsti eigandi
VBS fjárfestingarbankans, sem nú er
til gjaldþrotameðferðar, var Spari-
sjóður Keflavíkur. Einn af forystu-
mönnum sjálfstæðismeirihlutans í
Reykjanesbæ til skamms tíma, Þor-
steinn Erlingsson, var árum saman
stjórnarformaður sparisjóðsins.
Ljóst má vera að bæjaryfirvöld
í Reykjanesbæ töldu sig hafa hag
af því að skipuleggja starfsemi og
byggð í landi Hjalla. Enda var það
gert með vilja og samþykki þeirra
fyrir liðlega fjórum árum. Vefsíða
Reykjanesbæjar greinir meðal ann-
ars frá því 22. maí árið 2006 að þá
um helgina hafi verið kynntar hug-
myndir að Iceland MotoPark í sam-
vinnu Toppsins, Reykjanesbæjar,
HOK, Clive Bowen, Lovejoy, WRS,
Eventual Design og Verkfræðistofu
Njarðvíkur.
„Um er að ræða fjölnota aksturs-
íþróttabraut sem er 4,2 km að lengd
en Reykjanesbær hefur þegar gefið
fyrirheit um 150 hektara land undir
akstursíþróttasvæði sem er áfanga-
skipt.
Svæðið sem um ræðir er ofan
við Seltjörn og er staðsett skáhallt á
móti svæðinu þar sem Stapahverfið
mun rísa.“ segir í kynningu Reykja-
nesbæjar. Jafnframt greinir frá því
að í kring um akstursbrautina eigi
að rísa verslunar- og þjónustusvæði.
svikamylla?
„Ekki er vitað til þess að fjármagn
hafi fengist til þess að hefja fram-
kvæmdir en Reykjanesbær mun á
næstunni fara yfir hugmyndir fyrir-
tækjanna og fara vandlega yfir fram-
tíðarhorfur þessa gríðarstóra verk-
efnis,“ segir á vef bæjarfélagsins sem
birtir jafnframt mynd af Árna Sigfús-
syni bæjarstjóra ásamt aðstandend-
um verkefnisins.
Athygli vekur að kynningin á
verkefninu var haldin réttri viku fyr-
ir sveitarstjórnarkosningarnar árið
2006 en meirihluti sjálfstæðismanna
í Reykjanesbæ hélt velli í þeim kosn-
ingum.
Tæpu ári síðar, í mars 2007, aug-
lýsti Reykjanesbær breytingar á að-
alskipulagi bæjarins í þágu fyrir-
hugaðra framkvæmda við Iceland
MotoPark.
Í tillögunni fólst að landinu yrði
breytt úr óbyggðu svæði í svæði til
sérstakra nota og til uppbyggingar á
verslunar- og þjónustuhverfi.
Búið var að koma upp Go kart-
braut á svæðinu og ökugerði með
útivistaraðstöðu. Þarna átti einnig
að vera hótel- og ráðstefnubygging
og ýmis önnur aðstaða sem tengist
akstursíþróttum.
Á miðju ári 2008 fengu bræðurn-
ir Vilhjálmur Þór og Eyjólfur Kristinn
einn milljarð króna að láni hjá VBS
gegn veðum í umræddu landi, sem
Böðvar Jónsson formaður bæjar-
ráðs Reykjanesbæjar efast nú um að
hafi verið nægjanleg fyrir VBS. Að-
eins örfáum mánuðum síðar, eða 4.
september 2008, hafði landið og rétt-
indin sem því fylgja verið seld VBS
á nauðungarsölu sökum vanskila
bræðranna við fjárfestingarbankann.
VBS fjárfestingarbankinn er auk þess
gjaldþrota og talið víst að hann hafi
ekki verið gjaldfær mánuðum saman
áður en hann var tekinn til skipta.
Ljóst má vera að bæjaryfirvöld í
Reykjanesbæ töldu sig
hafa hag af því að skipu-
leggja starfsemi og
byggð í landi Hjalla.
stór áform Verktakarurðugjaldþrota,
milljarðurertýndur,bankinnsemlán-
aðiergjaldþrotaogHjallalandiðsem
áttiaðnotaundirstórbrotnadrauma
umakstursíþróttir,hótelogverslanir
stendurónotað.Mynd RóbeRt ReynIsson