Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2010, Blaðsíða 8
8 fréttir 30. ágúst 2010 mánudagur
Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem
sitja í nefnd sjávarútvegsráðherra
um endurskoðun kvótakerfisins er
hlynntur svokallaðri samningaleið.
Hún felur í sér að kvótakerfið verð-
ur áram við lýði en girt verði fyrir að
séreignarréttur myndist á óveiddum
fiski í sjó.
Nefndin, sem starfar á vegum
Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráð-
herra, er þessa dagana að fínpússa
texta skýrslu sinnar til ráðherra. Ráð-
gert er að nefndin haldi sinn síðasta
fund á fimmtudag.
„Við erum til í að skoða nán-
ar samningaleiðina svonefndu. Við
höfum ekki hafnað henni,“ segir Ad-
ólf Guðmundsson, formaður Lands-
sambands íslenskra útvegsmanna,
en hann á sæti í nefndinni. „Stjórn-
arfundur LÍÚ verður haldinn á
þriðjudag og þar skýrist endanleg af-
staða útgerðarmanna. Hitt er þó ljóst
að við höfnum algerlega tilboðsleið-
inni svonefndu, en hún er aðeins út-
færsla á fyrningarleiðinni og innköll-
un kvótans,“ segir Adólf.
Blekkingarleikur?
„Landssamband íslenskra útvegs-
manna á mun fleiri fulltrúa í nefnd-
inni en nokkurn hefði grunað. Hags-
munaþræðirnir liggja víða. Menn
geta til dæmis ímyndað sér hver sé
framtíð skipstjóra sem hafnar tillög-
um útgerðarinnar sem brauðfæðir
hann og fjölskylduna. Skoðið bara
ferilinn hjá sumum fulltrúanna,“ seg-
ir Finnbogi Vikar, fulltrúi Hreyfingar-
innar í nefndinni.
„Í nefndinni er þó einnig fólk sem
vinnur af fullum heilindum að far-
sælli lausn fyrir þjóðfélagið, jafnvel
þó sum þeirra vaði reyk varðandi
þessar tvær leiðir, samningaleið-
ina og tilboðsleið- ina.
Margir hafa
ekki áttað sig
á að það er
bara búið
að skipta
um nöfn
á um-
búð-
unum
en inni-
haldið er
það sama.
Skipt er um
nöfn
á þessum leiðum til að rugla fólk í
ríminu. LÍÚ-klíkan berst fyrir samn-
ingaleiðinni og lætur í veðri vaka að
um grundvallarbreytingu sé að ræða.
Stjórnarflokkarnir munu í skjóli
þessara nýju nafngifta hafna inn-
köllunarleiðinni án þess að telja sig
hafa hafnað fyrningarleiðinni. Til-
boðsleiðin felur í sér innköllun kvóta
og fyrningu en sú leið á nánast eng-
an stuðning innan nefndarinnar nú,“
segir Finnbogi Vikar.
Árni andvígur
Árni Bjarnason, forseti Farmanna-
og fiskimannasambandsins, á sæti í
nefndinni. Hann er einnig andvígur
fyrningarleiðinni. „Það er með ólík-
indum að menn skuli halda áfram að
tala um fyrningu kvótans því sú leið á
nánast engan stuðning innan nefnd-
arinnar. Við erum ekkert allt of sátt-
ir en af tvennu illu er potta- eða
samningaleiðin skárri en tilboðs-
leiðin sem byggist á fyrningu kvót-
ans. Við höfum lengi viljað reyna
sættir um kvótakerfið með því að
sníða helstu ágallana af því. Menn
ættu að geta haft veiðiheimildir og
fénýtt þær án þess að leigja kvóta frá
sér. Það hefur einnig farið illa í fólk
þegar einstakir útgerðarmenn
hafa horfið úr greininni og
skilið eftir sig millj-
arða skuldir.“
Árni telur að
ávallt blasi við
að fleiri vilji
nýta auðlind-
ina en kom-
ist að henni.
„Veiðarnar eru
takmarkaðar
og því þarf
að takmarka
veiðigetu og
sókn. Væri
ekki einkenni-
legt ef allir
sem hafa öku-
réttindi mættu
gerast leigubíl-
stjórar.“
Þjóðareign – allir nema LÍÚ
Eftir því sem DV kemst næst vilja all-
ir nefndarmenn, að fulltrúum LÍÚ
frátöldum, setja inn ákvæði í stjórn-
arskrá lýðveldisins um þjóðareign á
náttúruauðlindum. Þannig er fast-
lega búist við að nefndin leggi til við
Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra
að hann fari þess á leit við stjórn-
laganefnd, sem nú undirbýr stjórn-
lagaþing, að tekin verði upp slík
ákvæði í stjórnarskrána.
Þetta fer að sínu leyti saman við
hugmyndir sem svonefnd samn-
ingaleið byggist á. Nær öruggt er því
á þessari stundu að nefndin leggi til
að kvótakerfið verði endurskoðað
og sett um það ný lög sem taki mið
af samningaleiðinni og þeim hug-
myndum sem þar er að finna um
auðlindastefnu.
„Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á
því að allir stjórnarliðar og stuðn-
ingsmenn ríkisstjórnarinnar í báð-
um flokkum taki því þegjandi þegar
uppvíst verður um svikin við áform-
in í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar-
innar að innleysa eða fyrna kvót-
ann. Hættan eykst þar með á því að
útvegsmenn fái kvótann til einka-
eignar, á bilinu 600 til 1.000 millj-
arða króna samkvæmt núverandi
markaðsvirði kvótans,“ segir Finn-
bogi Vikar.
Stuðningur við að innleysa kvóta eða fyrna hann er sáralítill í nefnd Jóns Bjarnasonar
sjávarútvegsráðherra en hún heldur sinn síðasta fund í þessari viku. Flestir hallast að
svonefndri samningaleið og að reynt verði að tryggja þjóðareign á auðlindum sjávar í
stjórnarskrá. Nefndarmaður, sem heldur fast við fyrningarleiðina, telur að niðurstaða
um lítið breytt kvótakerfi geti hæglega valdið ólgu innan beggja stjórnarflokkanna.
Fyrningarleiðin
búin að vera
Jóhann hauksson
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Stjórnar-flokkarnir
munu í skjóli þess-
ara nýju nafngifta
hafna innköllun-
arleiðinni án þess
að telja sig hafa
hafnað fyrningar-
leiðinni.
horft til samningaleið-
ar AdólfGuðmundsson
formaðurLÍÚsegirað
útgerðarmennhafiekki
hafnaðsamnningaleið.
Gegn ofureflinu
FinnbogiVikar
segirnýnöfná
mismunandi
leiðumvera
blekkingarleik
semstjórnarliðar
ætliaðhaldaað
kjósendum.
Enginn stuðningur Fyrningarleiðinnýturlítilsstuðningsogerbúinaðveraaðmati
ÁrnaBjarnasonar.
Deilt í aldarfjórðung ÓvísterhvortniðurstaðanefndarJónsBjarnasonarleiðitil
meirifriðarumsjávarútveginn.
baugur krefst
lánanna
Fyrrverandi starfsmönnum Baugs
sem fengu lán til hlutabréfakaupa í
félaginu mun berast krafa um end-
urgreiðslu þessara lána. Þau voru
tekin í þeirri trú að hlutabréf myndu
hækka í verði, en í kjölfar hrunsins
urðu þau nánast verðlaus. Á meðal
lántakenda er Jón Ásgeir Jóhannes-
son, en hann fékk lán frá félaginu
ásamt um 40 öðrum í september
árið 2007. Endurgreiðslurnar gætu
kollvarpað einhverjum skuldunaut-
um Baugs fjárhagslega, og því gæti
eitthvað orðið um málshöfðanir.
Slapp ómeiddur
eftir veltu
Fólksbíl var ekið útaf veginum í
Arnkötludal á fimmta tímanum á
sunnudag. Fór bíllinn eina velta en
ökumaður bílsins var einn í honum
og slapp með minniháttar meiðsl.
Hann var fluttur á heilsugæslustöð-
ina á Hólmavík en bílinn var óöku-
fær eftir veltuna og fluttur í burtu
með kranabíl. Vegurinn í Arnkötlu-
dal var tekinn til notkunar á síðasta
ári og liggur yfir Þröskulda.
Skógræktarfélag
Íslands 80 ára
Skógræktarfélag Íslands fagnaði
áttatíu ára afmæli sínu síðastlið-
inn sunnudag. Skógræktarfélagið
var stofnað á Alþingishátíðinni
27. júní árið 1930 í Stekkjagjá á
Þingvöllum. Formaður félags-
ins sagði í kvöldfréttum Ríkis-
sjónvarpsins á sunnudag áhuga
Íslendinga á skógrækt hafa aukist
í kreppunni en félagið stuðlar að
ræktun skóga á um tuttugu þús-
und hekturum vítt og breitt um
landið.
valdníðsla sérstaks
saksóknara
Sigurður Einarsson, fyrrverandi
stjórnarformaður Kaupþings sakar
Ólaf Þ. Hauksson um valdníðslu og
ofbeldi í viðtali sem birtist við hann
í Fréttablaðinu á laugardaginn. Þá
segir hann handtökuskipunina hafa
komið sér á óvart, og að kæra Fjár-
málaeftirlitsins sé ævintýraleg og
um ástæðulaust offors sé að ræða.
Hann segir enn fremur í viðtalinu að
það sé ekki hans að biðjast afsök-
unar á sínum þætti í hruninu, enda
hafi hann ekki haft formlegt umboð
þjóðarinnar. „Það er annarra að
biðjast afsökunar á því.“ sagði Sig-
urður í viðtalinu.