Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2010, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2010, Síða 23
mánudagur 30. ágúst 2010 úttekt 23 an hafa eftir sér í viðtali eftir sambandsslitin. Á sama tíma nældi hún í samning hjá Casablanca Records. Eftir að hafa gefið út sína fyrstu plötu sleit hún sambandinu við Valderrama og tókst á við næsta verkefni, Disney-myndina Herbie: Fully Loaded. Á þessum tíma virtist pabbi henn- ar heillum horfinn og var farinn að hafa sam- band við slúðurblöðin að fyrra bragði til að gefa þeim upplognar sögur af Lindsay. Álagið sem leikkonan unga var undir lét á sér kræla og svo fór að Lohan var lögð inn á sjúkrahús vegna of- þreytu, nýrnasýkingar og astma. Seinna í febrú- ar þurfti hún að leita sér aftur læknisaðstoðar vegna verkja í brjóstkassa. Rífast með twitteR Dramatíkin með pabba hennar hélt áfram sam- hliða velgengni leikkonunnar. Þegar skilnaður foreldra hennar gekk loks í gegn á Michael að hafa hótað að drepa Dinu og börnin. Hann sótti um forræði yfir börnunum og krafðist hluta af þeim milljónum sem Lindsay hafði þénað. Mál- ið var tekið fyrir á meðan Michael var enn í fang- elsi og var hann leiddur inn í dómsal í járnum þar sem hann krafðist 3 milljóna Bandaríkja- dala á ári í bætur og lýsti yfir að bæði Dina og Lindsay ættu við andleg vandamál að stríða og að dómarinn ætti að skipa þeim í fíkniefna- og áfengispróf. Feðginin hafa síðan rifist í gegnum fjölmiðla og Twitter þar sem þau keppast um að kalla hvort annað ljótum nöfnum. LeiðinLegasta fóLk 2008 Slúðurblöðin hafa alltaf fjallað ítarlega um ásta- mál leikkonunnar sem hefur meðal annars ver- ið orðuð við leikarana Jude Law, Heath Ledger, Wilmer Valderrama, Calum Best, Aaron Carter, Talan Torriero og hjartaknúsarann Jared Leto, veitingastaðaeigandann Harry Morton, Criss Angel og Brody Jenner. Ekkert ástarsamband hennar hefur þó fengið jafn mikla umfjöllun og samband hennar við plötusnúðinn Samönthu Ronson. Þær stöllur voru saman í nokkra mán- uði en þrátt fyrir að hafa ekki falið samband sitt segist Lindsay ekki vera samkynhneigð. Fyrr- verandi kærasti leikkonunnar, snjóbrettakapp- inn Riley Giles, sagði slúðurblöðunum að Lind- say notaði kynlíf í stað eiturlyfja og að hún vildi halda endalaust áfram svo dögum skipti. Fjöl- skylda Ronsons hefur nú sótt um nálgunar- bann á stjörnuna. Lindsay sagði Ronson upp með Twitter eftir að hafa ásakað hana um fíkni- efnaneyslu og framhjáhald en Lindsay og Ron- son veittu slúðurblöðunum efnivið á hverjum degi um margra mánaða skeið. Stöllurnar fengu einnig þann vafasama heiður að sitja í 43. sæti á lista yfir leiðinlegasta fólkið árið 2008. inn og út úR meðfeRð Leikkonan fékk skilorðsbundinn dóm í ágúst 2007 fyrir akstur undir áhrifum og fyrir að hafa fíkniefni í fórum sínum. Myndir af Lindsay þar sem hún var að inni á salerni skemmtistaðs að taka kókaín í nefið á birtust á sama tíma í fjöl- miðlum. Myndunum hafði verið lekið af vin- konu leikkonunnar sem sagðist hafa birt mynd- irnar því hún hefði áhyggjur af vinkonu sinni. „Lindsay er alveg sama hvar hún tekur í nefið og hvort einhver sé að horfa. Þegar hún er dópuð, sem hún er nánast alltaf, verður öll athyglin að vera á henni. Ég vil sýna henni og öllum heim- inum hvernig hún er,“ sagði vinkonan. Leikkon- an fór í þriðja skiptið í meðferð þegar hún skráði sig inn í Cirque Lodge-meðferðarstofnunina í Utah. Þrátt fyrir það hélt pressan áfram að birta fréttir af henni en sagan segir að leikkonan hafi átt í ástarsamböndum við gifta rokkara og snjó- brettakappa sem einnig voru í meðferð. Líf stjörnunnar varð sífellt undarlegra og vinnan og leiklistin féllu algjörlega í skuggann af frægð og hneykslismálum. DæmD í þRiggja mánaða fangeLsi Lindsay var að lokum dregin fyrir dóm fyrir að brjóta skilorð. Á meðan á réttarhöldunum stóð skipaði dómarinn leikkonunni að ganga með öklaband svo hægt væri að mæla áfengis- og fíkniefnanotkun leikkonunnar. Þannig fékk hún leyfi til að fara til Texas í tökur. Leikkonan hafði reitt dómarann til reiði með því að mæta ekki í dómsal en samkvæmt lögfræðingi henn- ar var leikkonan föst í Cannes þar sem vegabréfi hennar hafði verið stolið á kvikmyndahátíðinni. Dómarinn gaf út handtökuskipun á Lohan sem átti að vera fangelsuð um leið og hún kæmi inn í landið en lögfræðingi hennar tókst að sannfæra dómarann um að slíkt væri óþarft og að leik- konan myndi láta sjá sig næst þegar réttur væri settur. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem leikkon- an þurfti að ganga með öklaband því hún sást einnig sporta slíku eftir að hún yfirgaf Promises- meðferðarstöðina í Malibu árið 2007. Í júní var Lindsay svo dæmd til 90 daga fangelsisvistar og 90 daga á meðferðarheimili og myndir af henni grátandi við dómsuppkvaðningu fóru eins og eldur í sinu um heimsbyggðina. feRiLLinn í fRjáLsu faLLi Ekkert virtist ætla að ganga upp hjá leikkonunni þegar hún fór í fangelsið og ferill hennar var í frjálsu falli. Síðustu kvikmyndir hennar, Georg- ia Rule og I Know Who Killed Me, féllu ekki í kramið hjá gagnrýnendum en Lindsay gat ekki tekið þátt í markaðs- og auglýsingaherferð á þeirri síðarnefndu þar sem hún var í meðferð. Í síðustu viku var Lindsay látin laus eftir að hafa setið inni í aðeins 13 daga af 90 daga fangelsis- dómi og hafa aðeins lokið 22 dögum af 90 daga meðferð. Sú staðreynd að stjörnunni var sleppt svo snemma úr fangelsi hefur vakið mikla reiði í Bandaríkjunum því málið þykir lykta af sér- meðferð þeirra frægu og ríku. Þeir sem gagn- rýna frelsunina segja 13 daga vist Lohan gera lítið úr bandaríska dómskerfinu. Þá hafa fréttir um sérmeðferð hennar inni í fangelsinu aukið á pirringinn en samkvæmt heimildum fjölmiðla fékk leikkonan eigin fangaklefa og fleiri heim- sóknartíma en tíðkast. Nú hefur Lindsey verið látin laus vegna góðrar hegðunar og plássleysis en tíminn einn verður að leiða í ljós hvort hún haldi sér fyrir utan rimlana í þetta skiptið. DyRnaR opnast að nýju Eftir allt sem á undan hefur gengið er leikkonan stórskuldug og nú hefur komið í ljós að trygging- ar hennar ná ekki yfir dvölina á meðferðarheim- ilinu. Lindsay verður að punga út jafnvirði lítilla 4,8 milljóna íslenskra króna fyrir vikuna. Sem betur fer, fyrir Lindsay, virðist sem fangelsisvist- in muni bjarga deyjandi ferli hennar. Síðan hef- ur hún ekki annað eftirspurn tímarita sem vilja fá hana í myndatöku en hún hefur nú þegar birst í Vouge, Complex og Maxim og næsta stóra kvik- myndahlutverk sem bíður Lindsay er að túlka kvenstjörnuna Lindu Lovelace, sem er frægust fyrir leik sinn í klámmyndinni Deep Throat. Lindsay Lohan stendur á tímamótum. Ef hún heldur rétt á spilunum gæti hún náð fyrri stöðu sem ein af vinsælustu leikkonum ungu kynslóð- arinnar. Flestir eru þeirrar skoðunar að til að það takist verði hún að stimpla sig inn sem fullorð- in leikkona en hingað til hefur henni ekki enn- þá tekist að negla hlutverk fullorðinnar persónu. Hvort henni tekst að sigrast á fíkn sinni hefur lík- lega enn meira um framtíð hennar að segja. indiana@dv.is Lindsay Lohan stendur á tímamótum 2. júlí 1986 n Lindsey Dee Lohan fæðist. 1989 n Lindsay birtist í auglýsingum í sjónvarpi og í tímaritum. 1990 n Pabbi hennar er dæmdur í fjögurra ára fangelsi en kemst út eftir mun skemmri tíma. 1996 n Lindsay nælir í hlutverk í vinsælum sjón- varpsþáttum sem kölluðust Another World. 1996 n Lindsay leikur tvíburasystur í The Parent Trap og fær Young Artists-verðlaun fyrir. 2003 n Eftir nokkrar myndir kemur stóri smellurinn Freaky Friday þar sem leikkonan leikur á móti Jamie Lee Curtis. 2004 n Lindsay er sú yngsta til að kynna MTV Movie Awards, þá 17 ára. 2004 n Platan Speak kemur út. Febrúar 2005 n Leikkonan lendir í bílslysi. október 2005 n Lindsay lendir í öðru bílslysi. Janúar 2006 n Tímaritið Vanity Fair birtir viðtal við Lohan þar sem hún viðurkennir að vera með átröskun. 2006 n Lindsay fær 7,5 milljónir Bandaríkjadala fyrir að leika í Just My Luck. Janúar 2007 n Lindsay fer í fyrsta skiptið í meðferð. Maí 2007 n Lohan er handtekin fyrir að keyra undir áhrifum. Lögreglan finnur kókaín í bíl hennar. Lindsay fer aftur í meðferð. Júní 2007 n Lohan er dregin fyrir rétt og ákærð fyrir að hafa verið drukkin þegar hún olli bílslysi árið 2005. Júlí 2007 n Lohan heldur upp á 45 daga edrú afmæli sitt með því að djamma á næturklúbbnum Pure í Las Vegas. Nokkrum dögum síðar er hún handtekin fyrir ölvun við akstur. Lindsay fer aftur í meðferð. Myndin I Know Who Killed Me fær arfaslaka dóma. Ágúst 2007 n Lohan er ákærð fyrir að hafa ráðist á ökumann og fyrir að keyra undir áhrifum. Hún er dæmd til að borga sekt, til að sitja 18 mánaða námskeið um áfengisneyslu og til að heimsækja líkhúsið og ræða við fórnarlömb ölvaðra bílstjóra. Lohan sendir út fréttatilkynn- ingu á MTV þar sem hún segist hafa misst stjórn á lífi sínu vegna fíknar sinnar. október 2007 n Lohan lýkur tveggja mánaða meðferð í Cirque Lodge Treatment Center í Utah. Hún sést með pabba sínum. desember 2007 n Myndir af leikkonunni birtast á TMZ þar sem hún sést skemmta sér á Ítalíu. 2008 n Lindsay hafnar boði Playboy sem bauð henni 700.000 dali, tæplega 90 milljónir króna, fyrir að sitja fyrir. 2009 n Lindsay stofnar eigin fatahönnunarfyrirtæki sem kallast 6125. október 2009 n Lohan mætir of seint í dómsal. 2010 n Playboy hækkar boðið upp í 900.000 dali, 115 milljónir króna. Leikkonan afþakkar aftur. apríl 2010 n Lohan missir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Other Side þar sem leikstjóranum þótti hún ekki nógu áreiðanleg. Júní 2010 n Dómari gefur út handtökuskipun á leikkon- una því hún mætti ekki í dómsal. Júlí 2010 n Lindsay er dæmd til 90 daga fangelsisvistar og í 90 daga meðferð. Ágúst 2010 n Leikkonan er látin laus eftir að hafa setið inni í 13 daga af fangelsisdómnum. Disney-stjarna Lohan varð fljótt skærasta barna- og unglingastjarna Hollywood og var þekkt fyrir hraustlegt útlit, rautt hár og freknur. Dæmd í fangelsi Lohan grætur við hlið lögfræð- ings síns eftir að hafa verið dæmd í þriggja mánaða fangelsi. Hún var látin laus eftir 13 daga. allt á uppleið Svo virðist sem fangelsisvistin hafi gert kraftaverk fyrir feril leikkonunnar sem var í frjálsu falli þegar henni var stungið inn í sumar. Í dag annar hún ekki eftirpurn með tilliti til viðtala og myndataka. í hnotskurn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.