Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2010, Blaðsíða 6
6 fréttir 30. ágúst 2010 mánudagur
Bíða þess að
komast heim
Skúli Þór Helgason hefur reynt að fá dvalarleyfi fyrir dóttur sína hér á landi í eitt
ár. Málið strandar á því að hann þarf að framvísa skjölum sem sýna fram á hver hafi
forræði yfir barninu. Skúli Þór fór út til Dóminíska lýðveldisins í byrjun júlí til að ná
í fjölskyldu sína. Hann hélt þá að hann hefði framvísað öllu sem þörf var á.
Fjölskylda Skúla Þórs Helgasonar
bíður þess að geta flutt til Íslands frá
Dóminíska lýðveldinu. Skúli er giftur
Önu Jarilys sem hann kynntist úti fyr-
ir um þremur árum. Þau eiga saman
stúlkuna Liönu Sharitte. Hún fæddist
í desember árið 2008.
Umsókn foreldra Liönu um dval-
arleyfi hjá Útlendingastofnun hefur
verið til afgreiðslu í um ár. Skúli Þór
og Ana gengu í hjónaband úti í Dóm-
iníska lýðveldinu í ágúst í fyrra og leit-
uðu í kjölfarið til stofnunarinnar eftir
dvalarleyfi. Ástæða þess að Útlend-
ingastofnun hefur ekki afgreitt um-
sóknina er sú að ekki þykir sýnt fram á
með óyggjandi hætti að Ana og Skúli
hafi forsjá yfir barninu. Þau hafa samt
sem áður skilað inn fæðingarvottorði
sem undirritað var af lögbókanda,
embætti saksóknara og utanríkis-
ráðuneytinu í Dóminíska lýðveldinu.
Auk þess segist Skúli hafa farið í DNA-
rannsókn í sumar til að sýna fram á að
hann væri í raun faðir barnsins og að
gögn um hana hafi verið send heim til
Íslands.
Málið yrði afgreitt
Skúli Þór fór út til Dóminíska lýð-
veldisins í byrjun júlí þegar lög-
maður hans hafði sagt honum að
mál hans fengist afgreitt og að hann
hefði sent inn öll nauðsynleg gögn.
Enn hefur málið ekki fengist afgreitt
vegna þess að Útlendingastofnun
telur ekki sýnt fram á hver hafi forsjá
yfir barninu.
Skúli Þór og fjölskylda hafa ekki
fengið upplýsingar um hvar sé hægt
að fá slík vottorð. Sjálfur segist Skúli
Þór hafa átt nokkurn varasjóð sem
hann hafi varið til baráttunnar. Sá
sjóður sé nú nánast uppurinn og
sér Skúli Þór ekki fram á annað en
að snúa aftur til Íslands fáist ekki úr
því skorið von bráðar hvort Liana
fái dvalarleyfi eða ekki. Upphaflega
stóð til að Skúli sneri aftur til lands-
ins ásamt konu sinni og barni í byrj-
un ágúst. Hann hefur gist á hóteli í
Santo Domingo þar sem hann segir
hverja nótt kosta um sextíu Banda-
ríkjadali. „Ég veit ekki hvernig ég á
að snúa mér í þessu. Ætli ég verði
ekki að koma mér heim einn bráð-
lega því ég get ekki verið hérna enda-
laust. Mér var sagt að málið myndi
leysast fljótlega og að þessir pappírar
myndu duga. Það ætti að vera öllum
ljóst að forráðamenn barnsins eru
foreldrar þess,“ segir Skúli Þór.
Sjálfur segir Skúli Þór ekki sjá fyrir
sér að fjölskyldan geti sest að í Dóm-
iníska lýðveldinu af fjárhagsástæðum.
„Ég veit ekki hvað ég ætti að vinna við
hér,“ segir hann.
Starfar eftir alþjóðalögum
Samskipti íslenskra stjórnvalda við
Dóminíska lýðveldið fara í gegnum
franska sendiráðið í Santo Domingo,
höfuðborg landsins, og hefur Skúla
Þór verið bent á að leita ráða þar um
stofnana- og lagakerfi landsins. Það
hafði Skúli gert áður en ekki fengið
svör.
Útlendingastofnun starfar eftir al-
þjóðalögum sem innleidd hafa ver-
ið á Íslandi og ætlað er að koma í veg
fyrir ólöglegan flutning barna milli
ríkja. Því er ekki nægilegt að sýna að-
eins fram á fæðingarvottorð. Sé ekki
hægt að útvega slíkt vottorð í Dómin-
íska lýðveldinu verður að meta mál-
ið á þeim forsendum hjá Útlendinga-
stofnun. Foreldrarnir geta einnig sótt
um að fá frest á að skila inn nauðsyn-
legum gögnum til Útlendingastofn-
unar. Önnur leið fyrir Skúla gæti verið
að sækja um íslenskan ríkisborgara-
rétt fyrir barnið í ljósi þess að hann er
faðir þess.
Hreiðar Eiríksson, forstöðumaður
leyfisveitinga hjá Útlendingastofnun,
segist ekki geta tjáð sig um málefni til-
tekinna einstaklinga. „Á Útlendinga-
stofnun hvílir sú skylda að rannsaka
til hlítar hvort lög heimili útgáfu dval-
arleyfis fyrir útlending áður en slíkt
leyfi er veitt. Útlendingastofnun hefur
ekki lagaheimild til að veita útlendu
barni dvalarleyfi á Íslandi nema sýnt
hafi verið fram á það með ótvíræðum
hætti hvernig forsjá barnsins sé hátt-
að,“ segir hann.
RóbeRt HlynuR balduRSSon
blaðamaður skrifar: rhb@dv.is
Það ætti að vera öllum
ljóst að forráða-
menn barnsins eru
foreldrar þess.
eins og hálfs
árs gömul Ana
ogSkúliÞóráttu
Liönuídesember
árið2008.
orðin dæmi
sig sjálf
„Greinin gefur hvorki tilefni að formi
né efni til sérstakra viðbragða af
hálfu embættisins. Orð hans munu
á endanum dæma sig sjálf,“ segir
Ólafur Þ. Hauksson, sérstakur sak-
sóknari, um orð Sigurðar Einars-
sonar, fyrrverandi stjórnarformanns
Kaupþings, í löngu viðtali í Frétta-
blaðinu um helgina. Í viðtalinu
gagnrýndi Sigurður harkalega rann-
sókn saksóknara á meintum brotum
Kaupþings og kallaði eftir opinberri
rannsókn á störfum Ólafs. Sigurður
hafnaði öllum ásökunum á hendur
sér og Kaupþingi í viðtalinu.
Rannsaka Jón
sigurðsson
Hópur fræðimanna hyggst taka Jón
Sigurðsson forseta og framlag hans
til Íslandssögunnar til gaumgæfi-
legrar skoðunar á ráðstefnu um
næstu helgi. Það er Rannsókna-
og fræðasetur Háskóla Íslands á
Norðurlandi vestra sem stendur
fyrir málþinginu sem haldið verður
í Bjarmanesi á Skagaströnd undir
yfirskriftinni „Framtíð Jóns Sigurðs-
sonar – Karlar á stalli og ímynda-
sköpun“. Beint verður sjónum að
því með hvaða hætti minningin um
Jón forseta sem leiðtoga Íslendinga
í sjálfstæðisbaráttunni varð til og
mótaðist í íslensku samfélagi á fyrstu
áratugunum eftir andlát hans.
399 prósent skuldir
„Skuldir og skuldbindingar Reykja-
nesbæjar nema 399% af árstekjum.
Gangi tillögur um breytingar á sveit-
arstjórnarlögum eftir stefnir í óefni
en í þeim er gert ráð fyrir að hlutfall
skulda megi ekki verða hærra en
150% af árstekjum,“ segir Kristinn
Þór Jakobsson, bæjarfulltrúi Fram-
sóknarflokks, og kemur fram í bókun
sem hann lagði fram á bæjarstjórn-
arfundi í Reykjanesbæ í vikunni og
Víkurfréttir fjölluðu um. „Vonir um
tekjur af þeim verkefnum sem áttu
að koma inn hafa ekki ræst. Með
áframhaldandi rekstrarhalla stefnir í
óefni,“ segir bæjarfulltrúinn.
25 milljónum ríkari
Einn var með allar tölur réttar í lottói
kvöldsins og fær hann 25,6 milljónir
króna að launum en potturinn var
fjórfaldur. Vinningsmiðinn var seld-
ur í verslun N1 við Borgartún.
Sex voru með fjórar tölur rétt-
ar auk bónustölu og fá 62 þúsund
krónur hver.
Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem
grunaður er um að hafa orðið Hann-
esi Þór Helgasyni að bana 15. ágúst í
Hafnarfirði, er í gæsluvarðhaldi á Litla-
Hrauni. Á meðan bíður lögreglan eftir
bráðabirgðarniðurstöðum DNA-rann-
sóknar en lífsýni voru send til Svíþjóð-
ar. Niðurstöðurnar gætu legið fyrir í
vikunni. Ítarleg húsleit hefur verið gerð
á heimili Gunnars og hald lagt á muni
sem þar var að finna og tengjast hugs-
anlega rannsókninni. Lögreglan get-
ur ekki greint nánar frá þessum nýju
gögnum að öðru leyti en því að þau
eru afrakstur vettvangsvinnu tækni-
deildar lögreglunnar. Samkvæmt upp-
lýsingum frá lögreglu gerðu ný gögn í
málinu það að verkum að rökstuddur
grunur er fyrir hendi um að maðurinn
eigi aðild að dauða Hannesar.
Lögreglumennirnir sem rannsaka
málið munu ekki hafa yfirheyrt Gunn-
ar um helgina, en þeir fengu að hvíla
sig eftir mikla vinnu síðustu vikur. Lög-
regla vill að öðru leyti ekki gefa upp
neitt sem málinu tengist.
Lögreglan fór fram á fjögurra vikna
gæsluvarðhald yfir Gunnari og féllst
dómari í Héraðsdómi Reykjaness á þá
kröfu. Úrskurðurinn hefur verið kærð-
ur til Hæstaréttar.
Rannsóknin á manndrápinu í Hafnarfirði:
DNA-niðurstöðurvæntanlegar
Á vettvangi Lögreglanverst
fregnaafrannsóknmanndrápsinsí
Hafnarfirði.Beðiðereftirniðurstöð-
umDNA-rannsóknaríSvíþjóð.