Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2010, Blaðsíða 2
2 fréttir 6. september 2010 mánudagur
Viðskiptafélagarnir Árni Hauks-
son og Friðrik Hallbjörn Karlsson
greiddu sér samtals 450 milljón-
ir króna í arð á síðasta ári úr eign-
arhaldsfélögum sínum. Árni og
Friðrik Hallbjörn eru vafalaust í
hópi ríkustu Íslendinganna nú um
stundir. Þeir eiga og reka saman
eignarhaldsfélagið Vogabakka sem
stendur mjög vel fjárhagslega. Í lok
hrunársins 2008 nam eigið fé fé-
lagsins um 9 milljónum evra, sem
samsvarar um 1.360 milljónum
króna á núgildandi gengi. Sam-
kvæmt ársreikningi félagsins fyrir
árið 2008 var staða þess afskaplega
góð, þrátt fyrir að flestir aðrir fjár-
festar stæðu á brauðfótum á þeim
tíma. Skuldir félagsins voru aðeins
brot af eigin fé þess, eða um 660
þúsund evrur, sem samsvarar tæp-
um 100 milljónum króna.
Högnuðust á sölu
Húsasmiðjunnar
Þeir Árni og Friðrik Hallbjörn voru
um nokkurra ára skeið meirihluta-
eigendur í Húsasmiðjunni í gegn-
um eignarhaldsfélögin Múla og
Vogabakka. Árið 2005 seldu félag-
arnir hins vegar hlut sinn í Húsa-
smiðjunni til félags í eigu Baugs,
sem þá eignaðist Húsasmiðjuna að
fullu. Ekki er ljóst hve mikið Baugs-
menn borguðu fyrir Húsasmiðj-
una, en kaupverðið á sínum tíma
var trúnaðarmál. Hugsanlegt er
að kaupverðið hafi verið í kringum
þrjá milljarða, samkvæmt heimild-
um DV.
Bæði Árni og Friðrik Hallbjörn
gegndu lykilstörfum hjá Húsa-
smiðjunni í eigendatíð sinni. Árni
var forstjóri og Friðrik Hallbjörn
var framkvæmdastjóri verslun-
arsviðs. Þegar þeir seldu sig út úr
Húsasmiðjunni létu þeir báðir af
störfum hjá félaginu.
Stöndugt félag
Vogabakki er í eigu tveggja eign-
arhaldsfélaga, sem Árni og Frið-
rik Hallbjörn eiga. Vattarnes ehf.,
sem er í eigu Friðriks Hallbjörns,
á 47 prósenta hlut í Vogabakka og
Klapparás ehf., sem er í eigu Árna,
á 53 prósenta hlut í félaginu.
Tilgangur Vogabakka er að
halda utan um eignarhald á verð-
bréfum, ráðgjöf og tengda starf-
semi, eins og segir í ársreikningi fé-
lagsins. Jafnvel þó ekki sé annað að
sjá en að viðskiptafélagarnir standi
feiknavel fjárhagslega tapaði félag
þeirra samt sem áður háum fjár-
hæðum á hrunárinu 2008. Tap á
rekstri félagsins það ár nam 2 millj-
ónum evra, eða rúmlega 300 millj-
ónum króna á gengi dagsins í dag.
Handbært fé Vogabakka var 4,2
milljónir evra, eða um 636 milljón-
ir króna.
DV hefur heimildir fyrir því að
á árunum fyrir hrun hafi bank-
ar og fjárfestar oftsinnis leitað til
þeirra Árna og Friðriks Hallbjarn-
ar og boðið þeim að taka þátt í alls
konar fjárfestingum. Þeir hafi hins
vegar yfirleitt sagt þvert nei. Þannig
munu þeir ekki hafa átt jafn mikið
undir í bankahruninu og marg-
ir aðrir fjárfestar, sem stóðu uppi
nærri eignalausir eftir að bankarn-
ir féllu.
Það orð fer af bæði Árna og
Friðriki Hallbirni að þeir séu skyn-
samir og passasamir fjárfestar og
það kann að skýra hversu vel þeir
standa fjárhagslega. Á sínum tíma
var Árni enn fremur hluthafi í fjöl-
miðlarisanum 365 en seldi hlut
sinn í félaginu þar sem honum
leist ekki vel á rekstur þess. Vafa-
laust hefur það verið skynsam-
leg ákvörðun hjá Árna, enda hefur
staða 365 verið mjög erfið síðustu
ár. Hann sagði sig svo úr stjórn
fjölmiðlafyrirtækisins eftir að
Rauðsól, félag Jóns Ásgeirs Jó-
hannessonar, keypti fjölmiðla fyr-
irtækisins haustið 2008.
Ljóst er að Árni og Friðrik Hall-
björn héldu að sér höndum í fjár-
festingum árið 2008. Handbært fé
Vogabakka í ársbyrjun 2008, þegar
óveðursský voru tekin að hrannast
upp í efnahagslífinu, var litlu hærra
en það var í árslok, eftir að bank-
arnir hrundu.
Byggir risavillu
Árni er kvæntur fjölmiðlakonunni
Ingu Lind Karlsdóttur. Í ársbyrjun
2008 keyptu þau 357 fermetra ein-
býlishús á sjávarlóð á Arnarnesi.
Þau létu rífa húsið, sem var byggt
HUNDRUÐ MILLJÓNA
Í ARÐGREIÐSLUR
Árni Hauksson og Friðrik
Hallbjörn Karlsson greiddu
sér samtals 450 milljónir
króna í arð á síðasta ári. Árni
og Friðrik Hallbjörn eiga sam-
an eignarhaldsfélagið Voga-
bakka, en í lok hrunársins
2008 var eigið fé félagsins um
9 milljónir evra, miklu meira
en skuldir félagsins. Árni og
eiginkona hans, Inga Lind
Karlsdóttir, eru að byggja sér
tæplega 800 fermetra einbýlis-
hús á Arnarnesi.
vaLgeIr örn ragnarSSon
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
Árni Hauksson ErkvænturInguLindKarlsdóttursjónvarpskonu.Þauáformanúaðbyggjatæplega800fermetraeinbýlishúsí
óþökkíbúaínæstuhúsum.
Friðrik Hallbjörn
Karlsson Erkvæntur
ÞorbjörguHelguVigfús-
dótturborgarfulltrúa.