Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2010, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2010, Blaðsíða 20
20 fókus 6. september 2010 mánudagur Leikhúshaustið byrjaði með „trukki“ að þessu sinni. Hófst í síðustu viku með heilli leiklistarhátíð: einum sjö sýning-um, þar af fimm útlendum, auk fyrir- lestra og pallborðsumræðna. Þetta var í þriðja skipti sem Lókal, leikhátíð þeirra Ragnheiðar Skúladóttur og Bjarna Jónssonar, var haldin – með bravúr. Ein athugasemd þó: Á nákvæm- lega sama tíma er verið að halda danshátíð, einnig úti um allan bæ. Mér er sama hvort þetta er slysni, klaufaskapur eða bara kæruleysi; svona lagað á auðvitað ekki að gerast; það er meira og minna sama fólkið sem hefur áhuga á því sem fram fer á svona hátíðum. Sjálfur missti ég alveg af danslistinni fyrir bragðið. Þeir sem að slíkum viðburðum standa verða að gjöra svo vel að stilla betur saman strengina í fram- tíðinni. Nú er hátíðin auðvitað um garð gengin og því kannski ekki til mikils að fræða lesendur DV um það sem þar var í boði. Þið, sem ekki sáuð sýningarnar, eruð hvort eð er búin að missa af þeim. Aðsókn hefði mátt vera mun betri, alltént á flestar þeirra sýninga sem ég mætti á, óneitanlega var það talsvert sama fólk- ið sem maður var að rekast þarna á: þetta hefð- bundna kúltúrlið og svo margt komið úr leik- skóla Ragnheiðar. Ég sá ekki mikið af leikurum þarna, merkilegt nokk. Yfirleitt var hér mjög vel að öllu staðið, hvað varðar skipulag, kynningu, miðasölu og þjónustu við áhorfendur, mun betur en í fyrri skiptin tvö; hátíðarhaldarar eru greinilega að slípast til. Kannski höfðu þau ekki nógu mikla peninga til að dæla í auglýsingahít- ina. En áreksturinn við danshátíðina hefur ef- laust haft sitt að segja. Finnskur Brecht En þá er það listin sjálf. Fyrsta sýningin sem ég sá var finnsk eða öllu heldur finnlands- sænsk: ungur leikhópur frá Helsinki bauð upp á líflegan og leikrænan kabarett upp úr Brecht. Ég hafði mjög gaman af honum. Ég er gamall „brechtian“, þó að ég hafi oft þóst sjá í gegn- um kallinn, telji mig vita hversu hættulegur og heillandi hann getur verið. Á sjöunda og átt- unda áratugnum, þegar ég var ungur leiklist- armaður, var hann orðin stofnun í norrænu og þýsku leikhúslífi, jafn dauður og aðrar stofnan- ir. En samt er alltaf eins og sé eitthvert líf í lík- inu, og það fannst mér ásannast hjá Finnun- um, hér og nú. Tildrög umræddrar sýningar voru þau að unga fólkið hafði beðið hina frægu Brecht- familíu, sem fer með réttindamál skáldsins, um leyfi til að leika sér svolítið með einn af „kennsluleikjum“ hans. Þau sögðust vilja „dekonstrúera“ hann og búa til „devised theatre“ úr honum með því að blanda saman „view-points“ og metóðum úr skóla Stanislavs- kýs og Tostonogovs – allt frasar sem upplýst leikhúsfólk á að þekkja; ef lesandinn gerir það ekki, hlýt ég bara að harma það. Nema hvað, Brecht-familían, sem er alræmd fyrir harð- svíraða varðstöðu um texta skáldsins, sagði að sjálfsögðu nei; þó að Brecht hafi sjálfur um- gengist texta annarra skálda af fullkomnu virð- ingarleysi, ef svo bar undir, gildir annað um hans eigin texta sem þau geta rukkað fyrir. Við þekkjum þetta: Ef komminn verður kapítal- isti, þá verður hann oft miklu meiri fantur en sá sem aldrei hefur verið annað en kapítalisti. En Finnarnir (reyndar undir forystu norskr- ar leikstýru) létu ekki segjast. Nei, þau bjuggu bara sinn eigin Brecht-kokteil sem var miklu brechtískari og bragðmeiri en nokkuð sem þau hefðu getað gert upp úr hinni gömlu og hund- fúlu predikun Brechts um óréttlæti kapítalism- ans – og gáfu Familíunni um leið langt nef á penan hátt. Þetta var virkilega flott hjá þeim: fín leikmynd, með lýsingu í gegnum útskor- ið nafn skáldsins, góð músík og leikhljóð sem oft spiluðu listilega saman við hreyfingar leik- enda; margt skemmtilega „kitschý“ og paród- ískt um alls kyns skríl – „menningu“ okkar tíðar, þar á meðal bráðgóð skopstæling á Júró- visjón. Ég er viss um að Brecht hefði verið að djöflast í þessu öllu saman, hefði hann verið enn á dögum meðal vor – ég er jafn viss um að hann hefði haft miklu meiri ánægju af þessum samsetningi en mörgu sem gert er í hans nafni af andakt og auðmýkt fyrir bókstafnum. Þýskt heimildaleikhús Á föstudagskvöld voru tvær sýningar: önnur þýsk í Borgarleikhúsi, hin samnorræn í húsi Listaháskólans. Sú fyrri, Black Tie, var á vegum þýsks leikhóps sem nefnir sig Rimini Proto- koll, sú eina sem var ekki norræn að uppruna. Á lókal.is lesum við að hún sé góður fulltrúi „heimildaleikhúss“ sem hafi verið í miklum uppgangi nú um skeið, einkum í Þýskalandi. Þarna sat einfaldleikinn í fyrirrúmi: ung stúlka, kóre sk að uppruna en ættleidd sem kornabarn af þýskum hjónum, stendur á sviðinu og rekur fyrir okkur viðleitni sína til að finna uppruna sinn. Hún segir líka stuttlega frá erfiðum sam- skiptum við fósturforeldrana og þeirri reynslu að vera Asíubarn í hvítu þjóðfélagi. Til að finna hinar kóresku rætur sínar hafði hún beitt ýms- um ráðum: farið til ættlandsins, en einnig sett sig í samband við fyrirtæki sem starfa á Net- inu og gefa sig út fyrir að kortleggja genetískan uppruna manna. Þar á meðal var Íslensk erfða- greining og var það nú ekki fallegt sem sagt var um hana, því miður. Húmbúkk og peninga- plokk – annað var ekki hægt að lesa úr orðum stúlkunnar sem annars talaði af mikilli stillingu og gætni um þetta allt saman. Það var ekki síst sá máti sem gerði flutning hennar jafn áhrifa- mikinn og raun bar vitni. Þarna var sem sagt mikill mannlegur harm- leikur að baki og ýmsir hvassir broddar í sögu stúlkunnar sem fékk fljótt almenna skírskot- un; við þurfum ekki að vera ættleidd upp úr skókassa í Seúl til þess að vilja tengjast upp- runa okkar, finna aftur Samhengið mikla sem við vitum að við tilheyrum en þekkjum svo lít- il til. Einhverjir heyrðust spyrja eftir sýning- una hvort þetta væri eiginlega „leiklist“, svona í þessum venjulega skilningi. En ég er ekki viss; það er svo margt iðkað á leiksviði nú á tímum sem fellur utan við hinar gömlu og traustu for- múlur: gjörningar, uppistönd, hefðbundin frá- sagnarmennska, gagnvirkur leikur … Ingmar Bergman orðaði það einhvern tímann svo að leikhúsið væri „fundur mannsins við mann- inn“ (människans möte med människan) og sé sú skilgreining góð og gildi, þá var þetta vissu- lega gott og gilt leikhús. Það sem kemur frá hjartanu, fer til hjartans, var einnig sagt ein- hvern tímann – hversu oft fer maður ekki í leik- hús þar sem ekkert kemur þaðan. Samnorrænn Dvergur Að þessu loknu var þotið niður í Listaháskóla, þar sem beið manns samnorræn blanda á veg- um dansks leikflokks, Teater Får, sem landi vor, Egill Heiðar Anton Pálsson, starfar með og leikstýrir. Efnið var sótt í sögu Svíans Pär Lager- kvists, Dverginn, klassíska stúdíu á eðli – eða eðlisleysi – illskunnar. Leikararnir voru af ýmsu þjóðerni (svona eins og hjá Pétri Brook), þrír Danir, einn Svíi, Norðmaður og Finni, muni ég það rétt. Mér fannst þeir nú bara í meðallagi góðir, flestir, og sumir varla það. Ég las bók- ina aftur áður en ég fór í leikhúsið og enn og aftur heillaðist ég af innsæi og snilligáfu þessa óviðjafnanlega skálds. Sýning Egils og félaga var kröftug og óhrjáleg; að því leyti passaði stíll hennar sjálfsagt ekkert illa við umfjöllunarefn- ið. Aðferðin var í rauninni mjög „plein“: leik- endur endursegja söguna með því að taka sér orð persóna í munn, frekar en að beinlínis leika þær, tala beint til áhorfenda, eftir því sem hent- ar. Framan af var sögunni fylgt býsna náið, en svo þegar þráðurinn gerist flóknari og drama- tískari, og mannlýsingarnar taka að dýpka, þá var hér farið öfugt að: allt einfaldað, flatt út og loks hespað af með látum. Hin trúarlega vídd sögunnar hvarf að mestu leyti, meðal annars vegna þess að ein mikilvægasta persóna sög- unnar, furstynjan, var að mestu þurrkuð út. En hún var svo sem ekki eina merkispersónan sem þannig fór. Saga Lagerkvists er svo þrauthugs- að og þaulunnið verk að þar má nánast engu kippa burt, ef byggingin öll á ekki að hrynja. Inn í allt þetta blönduðust svo ýmsar hug- leiðingar um illskuna og hið vonda sem leik- endur baunuðu á okkur inn á milli: um inn- tak syndafallssögunnar, hvers vegna Hitler hafi verið svona vondur (þar á meðal hin merkilega kenning um eina eistað), hvað einkenni „rétt- lát“ stríð (frá sankti Ágústínusi minnir mig) og fleira í þeim dúr Ég held ekki að maður hafi þurft próf í guðfræði eða heimspeki til að þykja flest af þessu bæði gamalkunnugt og marg- tuggið. Á einhverju stigi var eins og þátttak- endur hefðu hreinlega gefist upp, lent í blind- götu, ekki getað gert upp við sig hvað þeir væru að fara. Hafi átt að „dekonstrúera“ Lagerkvist í „póst-dramatískum“ anda, þá tókst það alveg örugglega ekki. En maður endurnýjaði kynnin af Lagerkvist og getur verið þakklátur fyrir það. Ég las hann talsvert á árum áður og það gladdi mig hversu vel hann eldist. Oft er það kostur- inn við misheppnaðar leikgerðir (og jafnvel sumar heppnaðar): að þær leiða mann aftur heim til skáldsins sjálfs – og þá er bara að þakka fyrir sig. Ekki alveg eins merkilegt Þá eru tveir gestaleikir eftir og um hvorugan langar mig mikið til að skrifa. Annar var sænsk- ur: tvær karlar að leika Afturgöngur Ibsens. Já, lesandi góður, ég veit það hljómar ekki vel og því miður, útkoman reyndist alveg jafn skelfileg og búast mátti við. Sem betur fer var þetta ekki mjög langt, enda að mestu hlaupið yfir annan þáttinn, heyrðist mér. Ungur maður, sem sat fyrir framan mig, stóð þó upp og læddist út, þegar hann var orðinn úrkula vonar um framhaldið. Ég gerði það að vísu ekki, þó að í útlöndum sitji ég sjald- an til loka undir svona fíflagangi. Leikmyndin var það eina sem eitthvert vit var í. Hin sýningin var sett upp í Hafnarfjarðar- leikhúsinu þar sem áhorfendur fengu að þessu sinni að sitja uppi undir rjáfri og horfa niður á leikrýmið. Það var nú bara skemmtilegt; ég hef áður dásamað þetta leikrými í Smiðjunni gömlu og get gert það enn. Verkið var hins vegar ekki eins skemmtilegt: eitthvað um sjúkt samband yngri manns og eldri konu, kynóra og aðra óra; manni skildist helst að hann hefði drepið kon- una til að komast yfir eigur hennar. En tæknin var sannarlega flott, mikið sjónarspil með varp- myndum og hrífandi músík. Á eftir voru boðað- ar umræður við listræna aðstandendur, en þá ákvað ég að forða mér og sýndist ég ekki vera einn um það. Danskt og dægilegt í Iðnó Það var svo ágætt að enda þessa miklu leik- húsviku í Iðnó – á öllu hefðbundnari og mann- eskjulegri nótum. Þar bauð Charlotte Böving í danska söngvaveislu ásamt píanóleikaranum Pálma Sigurhjartarsyni sem lék undir (og með) af mikilli fimi. Þetta var allt saman mjög danskt og dægilegt; textarnir vel valdir, enda meistari Piet Hein áberandi, og svo er Charlotte góður flytjandi, bæði á sunginn texta og talaðan. Frá- bært tækifæri til að kynnast og rifja upp kynni af dönskum söngljóðum, og ekki spillti að fá eitt af íslenskum ættum með í kaupbæti. Ein- hvern veginn grunar mig þó að það verði fremur eldra fólkið en hið yngra, sem sæki þennan ljúfa kabar ett; það sem kynntist dönsku sproki og dönskum litteratúr ungt og hefur til hans taugar sem ekki fyrnast. En vonandi dettur eitt og eitt ungmenni inn líka, og sér ljósið. Jón Viðar Jónsson LókaL Þetta er Lífið með CharLotte Böving leiklist Líflegt á Lókal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.