Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2010, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2010, Blaðsíða 7
mánudagur 6. september 2010 fréttir 7 Tveir samvinnu- og framsóknar- menn í Skagafirði, Gunnar Oddsson í Flatatungu, 76 ára, og Sigtryggur Jón Björnsson í Varmahlíð, 72 ára, saka Guðmund Steingrímsson alþingis- mann um að grafa undan Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins. Gunnar og Sigryggur sendu Guð- mundi Steingrímssyni bréf þann 15. ágúst sem DV hefur undir höndum. Gunnar kannast við að hafa sent Guðmundi Steingrímssyni bréfið og kveðst hafa sent honum bréf áður. „Ég aðhylltist stefnu Framsóknar- flokksins eitt sinn. Fyrir okkur er þetta háborin alvara,“ segir hann. DV hefur heimildir fyrir því að bréf Gunnars og Sigtryggs hafi bor- ist öllum þingmönnum flokksins þótt það sé stílað á Guðmund. Bréfritarar þeir sömu og í Bjarnamálinu Sigtryggur Jón og Gunnar eru þeir sömu og rituðu bréf haustið 2008 sem hafði að geyma árásir á Val- gerði Sverrisdóttur, einkum vegna af- stöðu hennar til Evrópusambands- ins. Bjarni Harðarson, þáverandi þingmaður Framsóknarflokksins, vildi lauma bréfinu til fjölmiðla án þess að nafn sendanda kæmi fram. Svo óhönduglega tókst til að bréf- ið var sent í hans nafni til fjölmiðla. Bjarni sá þann kost vænstan eftir að upp komst um athæfið að segja af sér þingmennsku enda hafði hann með þessu reynt að vega að Valgerði Sverrisdóttur, samherja sínum í þing- flokknum, með ósæmilegum hætti. Það má telja kaldhæðni örlaganna að bréfritararnir, sem tala svo hart gegn ESB-sinnum í Fram- sóknarflokknum, hófu með bréfi sínu atburðarás sem kostaði einn helsta ESB-andstæðing flokksins þing- sætið. Ætlar að svara bréfinu „Ég er afar ósammála mörgu sem fram kemur í bréf- inu sem ég fékk frá Sigtryggi og Gunnari upp úr miðjum ágúst- mánuði,“ segir Guð- mundur Steingrímsson í samtali við DV og kveðst ætla að svara bréfinu von bráðar. „Auk þess eru þarna stað- reyndavillur sem þarf að leiðrétta.“ Bréfritarar byrja á því að lýsa yfir undrun á yfirlýsingu Guðmundar að loknum borgarstjórnarkosningunum í vor, en þar segja þeir að Guðmund- ur hafi kennt formanni Framsókn- arflokksins um fylgistap flokksins í Reykjavík. „Svona mega menn, í þinni stöðu, ekki haga sér. Var það ekki Sigmundur, sem vann þingsæti í Reykjavík í síðustu alþingiskosning- um? Nei, það er fráleitt að hann hafi valdið þessu fylgistapi. En er á öðru von, þar sem flokksmenn í Reykjavík hafa troðið skóinn hver niður af öðr- um í áraraðir? Eiginhagsmunir virð- ast þar oft hafa ráðið meiru en mál- efnið eða þjóðarhagur. Eða hvernig var Óskari Bergssyni bolað frá?“ Þungar ásakanir í garð Halldórs Þessu næst fara Gunnar og Sigtrygg- ur orðum um að þeir hafi lengst af aðhyllst stefnu Framsóknarflokks- ins. „Það fór ekki, að okkar mati, að gæta alvarlegra feilspora fyrr en Hall- dór Ásgrímsson fór á bak við föður þinn og samdi við fimm þingmenn flokksins, þá Finn Ingólfsson, Ingi- björgu Pálmadóttur, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Jón Kristjánsson og Valgerði Sverrisdóttur, um að sitja hjá við atkvæðagreiðslu á alþingi, um EES-samning- inn 12. janúar 1993. Það varð honum þungt áfall og var aðal- ástæða þess að hann hvarf af vett- vangi stjórn- málanna,“ segja bréfritarar og eiga vitanlega við Steingrím Her- mannsson, fyrrverandi forsætisráð- herra og formann Framsóknarflokks- ins, en hann lést snemma á þessu ári. Gunnar og Sigtryggur eru þess fullvissir að Halldór Ásgrímsson hafi með þessu klofið Framsóknarflokk- inn í herðar niður. Hann hafi ekki borið sitt barr síðan og muni ekki gera það fyrr en þjóðleg gildi flokks- ins verði aftur hafin til vegs og virð- ingar innan hans. „Halldór greiddi svo götu Steingríms inn í Seðlabank- ann, að okkar mati ekki hans vegna heldur sín vegna. Hann vildi losna við hann af akri stjórnmálanna til að rýma fyrir skoðunum sínum varð- andi einkavæðingu og auðvelda róð- ur sinn að Evrópusambandinu. Þó vissi Halldór mæta vel að hann var að ganga gegn skoðunum mikils meiri- hluta framsóknarmanna.“ Bréfritarar eru þess fullvissir að áhugi Halldórs Ásgrímssonar og Davíðs Oddssonar á einkavæðingu hafi stórskaðað Framsóknarflokk- inn. Það, ásamt róðri hans að Evr- ópusambandinu, hafi reytt fylgið af flokknum. „Halldór Ásgrímsson notaði EES-málið til þess að kljúfa þingflokk Framsóknarflokksins. Áfram hélt hann að gera ágreining innan flokksins í æ fleiri málum í þeim tilgangi einum að veikja vin- sælan formann (Steingrím Her- mannsson, föður Guðmundar, innsk. blaðamanns) og ná sjálfur hans valdasessi. Þar var leikinn ljótur leikur og ódrengilegur.“ Rekur óvinafagnað Að þessu sögðu lýsa Gunnar og Sigtryggur þeirri skoðun sinni að Guðmundur Steingrímsson sé ekki hótinu betri en Halldór. „Við sem þessar línur ritum, verðum því miður að tjá þér að næsta ljóst er að þú virðist ætla að beita sömu vinnubrögðum gagnvart formanni flokksins og Halldór beitti gegn föð- ur þínum. Þú ert aðeins á öðru ár- inu í Framsóknarflokknum. Fram að þeim tíma varstu í félagi hægri krata, sem kallar sig Samfylkingu. Við hljótum því að spyrja: hvaða er- indi áttir þú í Framsóknarflokkinn? Fram að þessu hefur þú ekki sýnt af þér annað erindi en að reka óvina- fagnað.“ Bréfritarar lýsa andúð á þeirri hagstjórn sem þeir telja að AGS vinni eftir og sé jafnframt ær og kýr Evrópusambandsins og saka Guðmund um að styðja Jóhönnu- stjórnina í stórum málum. „Meðan þú berð blak af þessari ríkisstjórn og styður hana í Evrópubröltinu ertu einhvers staðar órafjarri stefnu Framsóknarflokksins eins og hún er og var í stjórnartíð föður þíns. Manngildi ofar auðgildi,“ segja Gunnar og Sigtryggur í lok bréfsins. Tveir framsóknarmenn í Skagafirði saka Guðmund Steingrímsson, þingmann Framsóknarflokksins, um þjónkun við ríkisstjórnina í ESB-málinu. Bréf, sem þeir sendu Guðmundi nýlega, var einnig komið í hendur annarra þingmanna Framsóknarflokksins. Í bréfinu, sem DV hefur undir höndum, er Halldór Ásgríms- son sakaður um að hafa beitt bolabrögð- um til að ná völdum í flokknum og er Guð- mundur átalinn fyrir að beita sams konar vinnubrögðum gegn formanni sínum. FRAMSÓKNARMENN HJÓLA Í GUÐMUND jóHann HaukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Stríðsyfirlýsing úr Skagafirði gegn ESB-sinnum „Þú(GuðmundurSteingrímsson)gagnrýnirforustuflokksinsfyrirofharða andstöðugegnJóhönnustjórninni,þústuddirhanaíumsóknumaðildaðESB. ÞúásamtBirkiogSivhélstreyndarlífiístjórninniíþaðsinniðogberðábyrgð áumsókninni.[Þið]báruðþáfyrirykkurhreinósannindiumaðskilyrðum Framsóknarværifullnægt.Umsóknineðabeiðninumaðildarviðræðurerþrjár fjórarlínurogskilyrðalaus.OgnúþegarlagterfyrirAlþingiaðdragaumsókn- inatilbakablaðrarþúumaðþúviljirsjáhvaðverðuríboðiísamningunum.Þú virðistekkiennáttaþigáþeirristaðreynd,sem70prósentþjóðarinnarerljós, aðÖssureríaðlögunarviðræðumogaðeinsertilumræðuhvehrattviðgetum uppfylltkröfurESBogþvíberitafarlaustaðdragaumsókninatilbaka. Okkurrekurekkiminnitilaðnokkurríkisstjórnhafisetiðílandinu,semjafn skefjalausthefurníðstálýðræðinuoghagsmunumþjóðarinnar.Ítvíganghefur húnætlaðaðnauðgahundraðamilljarðagreiðslumuppáþjóðina,aðkröfum BretaogHollendinga,semengarlagastoðirerufyrir.Eftiraðþjóðinkvaðupp sinndóm,fyrirtilstuðlanForsetaÍslands,meðjafnafgerandihættiogþarkom framhefðuallirmennmeðóbrjálaðasiðgæðisvitundsagtafsér.“ (Kafli úr bréfi Sigtryggs Björnssonar og Gunnars Oddssonar il Guðmundar Steingrímssonar.) stríðsyfirlýsing Þú ásamt Birki og Siv hélst reyndar lífi í stjórninni í það sinnið og berð ábyrgð á um- sókninni. [Þið] báruð þá fyrir ykkur hrein ósannindi um að skilyrðum Framsóknar væri fullnægt. Lýst sem hægrikrata Guðmundur Steingrímssonfærþaðóþvegiðí bréfinusemdreifthefurveriðtilallra þingmannaFramsóknarflokksins. Reyndi að klekkja á ESB-sinnum Bjarni Harðarsonreyndiaðkoma bréfitilfjölmiðlaþarsem vegiðvaraðValgerði Sverrisdóttur.Tilraunin kostaðiBjarnaþingsæti. Bréfritararvoruþeirsömu ogsækjanúaðGuðmundi Steingrímssyni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.