Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2010, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2010, Side 8
8 FRÉTTIR 6. september 2010 MÁNUDAGUR Vinnumiðlunarvefurinn atvinnu- leit.is breytti skilmálum sínum, þar sem kveðið er á um að ekki sé hægt að innskrá sig á vefinn nema not- endur greiði 1.990 krónur fyrir, eftir að DV hafði samband við forsvars- mann hans. Þetta var gert, þrátt fyr- ir að fyrr í símtali við blaðamann DV, hefði Friðfinnur Magnússon, fram- kvæmdastjóri JF Dreifingar, fullyrt að vefurinn væri ókeypis fyrir alla, en ástæða þess að nýir notendur væru krafðir um greiðslu væri einfald- lega sú að þeir hefðu ekki kunnað að breyta skilmálunum. Þeir hefðu hins vegar endurgreitt öllum sem hefðu gert athugasemdir við fyrirkomulag- ið. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnu- málastofnunar, segir að slíkir við- skiptahættir séu ólöglegir og varði fjársektum. Ólíkt hefðbundnum vinnumiðlunarfyrirtækjum gekk at- vinnuleit.is út á að atvinnurekendur auglýstu laus störf ókeypis á vefnum. Þeir sem voru í atvinnuleit þurftu hins vegar að greiða fyrir þjónustuna. Slíkt er bannað með lögum. Þegar DV hafði samband við Frið- finn, sem heldur úti vefnum sagði hann aðspurður að hann hefði fyrir löngu hætt að rukka fólk í atvinnu- leit fyrir að nota vefinn. Blaðamað- ur DV benti honum hins vegar á að við innskráningu á vefnum bærist notendum staðfestingartölvupóstur þar sem þeim væri tilkynnt að skrán- ing þeirra yrði ekki virk fyrr en búið væri að millifæra 1.990 krónur inn á bankareikning sem var gefinn upp í staðfestingapóstinum. Þá sagðist Friðfinnur ætla að láta kippa þessu út strax, þrátt fyrir að hafa kennt van- kunnáttu um fyrr í símtalinu. Nokkr- um mínútum síðar var það gert. Þrátt fyrir að um ólöglega við- skiptahætti sé að ræða, hefur JF Dreifing sent innheimtubréf á not- endur sem skráðu sig inn á vefinn. Friðfinnur staðhæfir þó að fyrirtæk- ið sé hætt að innheimta þessa reikn- inga. DV hefur hins vegar rætt við konu sem fékk nýlega ítrekun vegna tveggja reikninga upp á 1.990 krón- ur, þar sem skorað er á hana að borga áður en farið verði í frekari inn- heimtuaðgerðir. Vefurinn atvinnuleit.is sendi lögfræðihótanir á notendur: Breytti skilmálum í flýti Atvinnuleysi Á vefnum var fólk í atvinnuleit látið borga fyrir þjónustuna, þótt það bryti gegn lögum. „Staðan er þannig að við höfum ekki peninga til að reka þetta í óbreyttri mynd út árið. Ef fer sem horfir þurf- um við að hafa lokað í desember,“ segir Ingólfur V. Gíslason, verkefn- isstjóri Karla til ábyrgðar. Um er að ræða eina sérhæfða meðferðarúr- ræðið fyrir karla sem beita ofbeldi inni á heimilum hér á landi. Þrátt fyrir enga yfirbyggingu dug- ar fjárveiting félagsmálaráðuneyt- isins ekki til að halda starfseminni gangandi út árið. Upphæðin sem upp á vantar er að sögn Ingólfs um 800 þúsund krónur. Ráðherrar farnir Ingólfur skrifaði þremur ráðherr- um, Rögnu Árnadóttur dómsmála- ráðherra, Árna Páli Árnasyni félags- málaráðherra og Álfheiði Ingadóttur heilbrigðisráðherra, bréf vegna fjár- skortsins þar sem hann bað um fáein hundruð þúsunda króna til að geta haldið starfseminni gangandi út árið. „Nokkrum dögum eftir að ég skrifaði bréfið var ráðherrunum skipt út. Árni Páll er reyndar enn ráðherra en ekki yfir sama ráðuneyti. Ég veit að hann, ásamt Álfheiði, hafði sýnt þessu verk- efni áhuga og fylgst með því,“ segir Ingólfur. Karlar til ábyrgðar var sett á laggirnar sem tilraunaverkefni árið 1998. Vegna fjárskorts lagðist það af árið 2002 en var svo tekið upp á nýj- an leik árið 2006 og hefur starfsemin verið óslitin síðan. Ingólfur segist ekki vita hvort fjár- veitingin fyrir næsta ár verði skert en óttast að svo verði – í ljósi almenns niðurskurðar hjá hinu opinbera. Svigrúm til að draga úr útgjöldum sé ekkert þar sem allur peningurinn fer beint í meðferðina. Meðferðin sé ekkert auglýst en tveir sálfræðing- ar sinna henni. Ingólfur segir að að- sóknin hafi verið það góð að reynt hafi á þolmörk. „Frá árinu 2006 hafa um 200 manns sótt meðferðina en menn endast misjafnlega lengi. Ég held ég muni það rétt að á bilinu 22 til 25 séu núna í meðferð á einhverju stigi,“ segir hann. Erfitt yfir jólin Ingólfur segir afleitt, út frá meðferð- arsjónarmiði, ef meðferðin stendur mönnunum ekki til boða seinnipart nóvembermánaðar og í desember. Jólavertíðin sé oft afar erfið þeg- ar kemur að heimilisofbeldi og afar slæmt sé að þurfa að hætta í meðferð þegar byrjað sé að brjóta niður varnir og réttlætingu ofbeldismannanna fyr- ir ofbeldinu. „Það væri hörmulegt að þurfa að loka í nóvember,“ segir hann og bætir við að ef frekar verði skorið niður á næsta ári verði þeir í sömu sporum þegar á það ár líður. Ingólfur bendir á að í dómsmála- ráðuneytinu sé frumvarp í smíðum sem feli í sér innleiðingu á austur- rísku leiðinni svokölluðu. Í henni felst sú breyting að í stað þess að þolend- um heimilisofbeldis sé komið í skjól frá ofbeldismanninum sé gerandinn sjálfur fjarlægður af heimilinu. Ingólf- ur segist ekki hafa séð frumvarpið en spyr hvort ekki sé mikilvægt að þeir menn geti leitað sér hjálpar á meðan þeim er haldið frá heimilum sínum. Dregur verulega úr ofbeldi Hver tími hjá sálfræðingi, hvort sem um ræðir í einstaklings- eða hópmeð- ferð, kostar þann sem sækir með- ferðina 2.000 krónur, að sögn Ingólfs. Hann segir vart til greina koma að hækka gjaldið til að brúa það sem upp á vanti, þar sem mikil hækkun yrði væntanlega mörgum hár þröskuldur. Spurður hvort árangur Karla til ábyrgðar hafi verið mældur seg- ir Ingólfur að hann vildi gjarnan að peningur væri til fyrir slíku. Eftir fyrstu fjögur árin, árið 2002, hafi spurninga- listar verið sendir til þeirra sem sótt höfðu námskeiðið frá upphafi. Í ljós hafi komið að allir karlarnir sem sóttu meðferðina hafi verið ánægðir og tal- ið hana hjálpa sér. Því miður hafi að- eins 40 prósent eiginkvenna þeirra svarað en þær hafi einnig allar lýst yfir ánægju sinni með árangurinn. Of- beldinu hafi ýmist algjörlega linnt eða verulega hafi úr því dregið. Þá hafi félagsmálaráðuneytið met- ið úrræðið, meðal annars með hlið- sjón af spurningalistunum. Álit ráðu- neytisins á þeirri athugun hafi einnig verið afar jákvæð. Um 800 þúsund krónur vantar upp á að hægt sé að starfrækja meðferðarúrræði fyrir menn sem beita ofbeldi inni á heimilum. Að óbreyttu þarf að loka í nóvember með þeim afleiðingum að á þriðja tug ofbeldismanna fá enga aðstoð út árið. Ingólfur V. Gíslason, verkefnisstjóri Karla til ábyrgðar, óttast mjög afleiðingarnar ef hætta þarf starfseminni í aðdraganda jólanna. „HÖRMULEGT AÐ ÞURFA AÐ LOKA“ BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: baldur@dv.is Lítið vantar upp á Ingólfur V. Gíslason verkefnisstjóri vonast til að fá 800.000 krónur til að geta haft opið út árið. Lagafrumvarp um smálán Árni Páll Árnason, efnahags- og við- skiptaráðherra, segist ætla að komu böndum á smálánafyrirtæki. Þetta sagði Árni Páll í samtali við frétta- stofu Stöðvar 2 á sunnudag en þar sagðist hann hafa óskað eftir því við embættismenn í sínu ráðuneyti að lagafrumvarp um smálánastarfsemi yrði undirbúið sem hefði það mark- mið að starfsemi smálánafyrirtækja yrði gerð leyfisskyld og henni sett eðlileg takmörk. Mengunin mæld Ný stjórn Faxaflóahafna hefur ákveðið að marka umhverfisstefnu sem ekki hefur áður verið til. Meng- un í Reykjavíkurhöfn hefur ekki verið mæld reglulega en í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins á sunnudag sagði Hjálmar Sveinsson, stjórnarformaður Faxaflóahafna, að hafnaryfirvöld hefðu ákveðið að mæla mengunina reglulega eftir að sundmaður missti sjón eftir að hafa stungið sér til sunds í Reykjavíkur- höfn í sumar. Sóttu slasaðan ferðamann Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Hvolsvelli, Vík og Hellu fóru í umfangsmikla björg- unarferð á sunnudag til þess að ná í slasaðan erlendan ferðamann. Mað- urinn slasaðist á göngu á skriðjökli sem gengur niður af Sólheimajökli. Var hann á ferð með fimmtán öðr- um en þar á meðal voru íslenskir leiðsögumenn. Maðurinn var ófær um að ganga sökum meiðsla og þurfti því að bera hann af jöklinum. Tuttugu björgunarsveitarmenn tóku þátt í björguninni að því er fram kom á vef Ríkisútvarpsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.