Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2010, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR 6. september 2010 MÁNUDAGUR
Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is
Ný kynslóð
Rafskutlur
-frelsi og nýir möguleikar
Einfaldar í notkun og
hagkvæmar í rekstri
Andvígur
aðlögunarferli
Ögmundur Jónasson var gestur í
Silfri Egils á sunnudag en þar sagðist
hann vera andvígur því að viðræðu-
ferli við Evrópusambandið væri að
breytast í aðlögunarferli. Ögmundur
kom aftur inn í ríkisstjórn Samfylk-
ingar og Vinstri grænna í síðustu
viku og gegnir þar stöðu innanríkis-
ráðherra. Ögmundur sagði að hann
væri ekki fylgjandi þeirri tillögu að
hætta aðildarviðræðum við Evrópu-
sambandið.
Íhuga sýnatöku
Hreppsnefnd Grímsnes- og Grafn-
ingshrepps íhugar að láta fram-
kvæma sýnatöku á nokkrum þeim
stöðum þar sem starfsmenn frá Hol-
ræsa- og stífluþjónustunni losuðu
skólpvatn út á vatnsverndarsvæð-
ið við Þingvallavatn. Fréttavefur-
inn Sunnlenska greinir frá þessu en
þar segir sveitarstjórinn, Ingibjörg
Harðardóttir, að engin ákvörðun
hafi verið tekin um hvernig brugðist
verður við í þessu máli en sýnataka
sé í skoðun.
Gengisflöktið
skapar óvissu
Halldór H. Backman, lögmaður í
slitastjórn Landsbankans, segir end-
urheimtur eigna Landsbankans upp
í Icesave-skuldina geta orðið talsvert
meiri en annars ef ekki þyrfti að taka
tillit til gengisþróunar íslensku krón-
unnar. Á vef Ríkisútvarpsins var haft
eftir honum á sunnudag að krónan
væri ekki nógu burðugur gjaldmiðill í
uppgjör stóru bankanna vegna þeirra
fjárhæða sem um er að ræða. Halldór
sagði gengisflökt krónunnar skapa
óvissu sem gott væri að vera án.
Sóknarprestur Neskirkju sakar fjölmiðla um einelti:
„Það eru allir frekar æstir“
„Það eru allir frekar æstir og taka
kannski svolítið sterkt til orða,“ seg-
ir Þórhallur Heimisson, sóknarprest-
ur í Hafnarfjarðarprestakalli, um þá
fullyrðingu að fjölmiðlar hafi lagt
kirkjuna í einelti vegna umfjöllunar
um viðbrögð kirkjunnar í kjölfar mál-
efna sem snúa að Ólafi Skúlasyni. Örn
Bárður Jónsson, sóknarprestur í Nes-
kirkju, lét þessi ummæli falla á sunnu-
dag í guðsþjónustu sem var útvarpað
á Rás 1. „Viðbrögð yfirstjórnar kirkj-
unnar hafa því miður verið klaufaleg.
Auðvitað getur maður orðið reiður og
sagt þetta vera einelti en á móti kem-
ur að við getum fengið að tjá okkur úti
um allt,“ segir Þórhallur. Örn Bárður
sagði fjölmiðla hafa kynt undir því að
fólk segði sig úr kirkjunni en Þórhall-
ur segist ekki vera á þeirri línu. „En ég
skil alveg hvað hann er að fara. Mál-
ið er hins vegar mun flóknara en það,“
segir Þórhallur sem segir fjölmiðla
hafa greint reglulega frá því hversu
margir hafi sagt sig úr þjóðkirkjunni.
„Svo getur maður spurt sig: Af hverju
er verið að fjalla um það? Og það er af
því þessi mál hafa komið upp og yf-
irstjórnin hefur ekki staðið sig nægj-
anlega vel við að svara.“ Hann segir
það vera fullsterkt að segja þetta vera
einelti af hálfu fjölmiðla. „Ég held að
þetta sé frekar spurning um hvort
kemur á undan, hænan eða eggið.“
Ekki á sömu línu Þórhallur Heimisson segist ekki vera á sömu línu og sóknarprest-
urinn Örn Bárður Jónsson sem sakar fjölmiðla um einelti í garð kirkjunnar.
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi
forseti Íslands, vildi ekki tjá sig um
fundinn sem hún átti með Sigrúnu
Pálínu Ingvarsdóttur árið 1996 að
öðru leyti en því að hún væri ekki í
þöggunarliðinu og hefði aldrei ver-
ið það. Hún sagði jafnframt að hún
hefði tekið upplifun Sigrúnar mjög
nærri sér. „Af því að ég ber mikla
virðingu fyrir henni og hugsa hlýtt
til hennar. Ég hef alla tíð gert það.
Þetta er óendanlega dapurlegt,“
segir Vigdís.
Áfall
Sigrún Pálína lýsti fundi þeirra Vig-
dísar í Vikunni árið 2009. Frásögn
hennar af fundinum var endur-
birt á vef DV en þar sagði Sigrún
Pálína frá því að hún hefði feng-
ið áfall eftir þennan fund, meðal
annars vegna þess að Vigdís spurði
hvort hún hefði farið til geðlæknis
og hvort hún hefði ekki fengið lyf.
Blaðamaður DV spurði Sigrúnu
Pálínu hvort það gæti verið að Vig-
dís hefði verið að reyna að hugga
hana en hitt á viðkvæman blett eft-
ir allt sem á undan var gengið. Sig-
rún Pálína svaraði því svona: „Ég
fann enga samúð frá henni, enga
huggun. Ég er mjög næm á um-
hverfi mitt og ég get alveg fund-
ið það út hverjir standa með mér.
Hún bauð mér að koma á sinn
fund. Ég bað ekki um það. En hún
lét þau skilaboð ganga til mín að ef
ég vildi gæti hún hlýtt á mig. Í kjöl-
farið hitti ég hana á forsetaskrif-
stofunni og sagði henni mína sögu.
Hún hlustaði hljóð og spurði svo
hvort ég hefði hitt geðlækni. Í sjálfu
sér var það eðlileg spurning því ég
var niðurbrotin manneskja. En hún
spurði líka hvort ég hefði ekki feng-
ið lyf. Mér fannst það undarlegt. Ég
sagði henni líka að ég vildi vera ör-
ugg í öllum kirkjum landsins. Þá
sagði hún að Guð væri úti um allt,
ég þyrfti ekki kirkju til að vera í sam-
bandi við hann. Þetta voru mik-
il vonbrigði. Ég sé það líka þannig
að ef hún hefði trúað mér, ef hún
hefði tekið mig alvarlega, þá hefði
hún heldur ekki brugðist svona við
í Jónshúsi. Þá hefði hún verið glöð
að sjá mig. Hún hefði tekið utan um
mig og spurt hvernig mér liði.
Átti ekki að fara fyrir lögreglu
Sigrún Pálína segir að Vigdís hefði
átt að koma í veg fyrir að Ólafur
Skúlason drægi hana fyrir rann-
sóknarlögregluna vegna þessa
máls. „Alveg eins og Karl og Hjálm-
ar hefðu átt að gera. En í Jónshúsi
mætti ég fyrirlitningu. Henni var
greinilega misboðið að ég skyldi
voga mér að setjast við hlið henn-
ar. Þetta var kirkjukaffi eftir messu.
Ég hafði farið með móður minni að
sækja kaffi og með því þegar Vig-
dís gekk upp að manninum mín-
um og vini okkar, þakkaði þeim
fyrir fallegan söng og spurði hvort
hún mætti setjast hjá þeim. Ég kom
svo, settist niður og heilsaði: „Sæl,
Vigdís.“ Þá leit hún á mig með fyr-
irlitningu og rauk upp með þvílíku
offorsi að stóllinn hentist frá borð-
inu. Það var alveg greinilegt að hún
áttaði sig ekki á því að þessi maður
sem söng svona fallega í messunni
var maðurinn minn. En ég varð al-
veg ofsalega leið, ekki síst vegna
þess að ég var orðin svo þreytt á
svona viðbrögðum. Ég skildi ekki
af hverju fólk gat ekki séð í gegnum
þennan mann.“
Sigrún Pálína Ingvarsdóttir sagði að fundur með Vigdísi Finnbogadóttur hefði ver-
ið áfall. Hún hefði hvorki fengið samúð né huggun og síðar hefði Vigdís rokið upp frá
borðinu þegar hún sá hana. Vigdís tók þessa frásögn hennar nærri sér. Hún segist
alltaf hafa hugsað hlýlega til Sigrúnar Pálínu og borið virðingu fyrir henni.
„ÓENDANLEGA
DAPURLEGT“
INGIBJÖRG DÖGG KJARTANSDÓTTIR
blaðamaður skrifar: ingibjorg@dv.is
Ég ber mikla virðingu fyrir
henni og hugsa hlýtt
til hennar.
Vigdís Finnbogadóttir
Boðaði Sigrúnu Pálínu á
fund sinn. Vigdís tekur
upplifun Sigrúnar Pálínu
af fundinum nærri sér og
segist alltaf hafa hugsað
hlýlega til hennar.
Sigrún Pálína Ingvarsdóttir Segir
fundinn með Vigdísi hafa valdið sér
vonbrigðum því hún hafi hvorki
fengið huggun né samúð frá henni.