Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2010, Blaðsíða 16
16 erlent 6. september 2010 mánudagur Breska olíufyrirtækið BP segir að olíulekinn á Mexíkóflóa muni alls kosta 8 milljarða Bandaríkjadala, um 900 milljarða íslenskra króna, en kostnaðurinn hefur aukist um þrjú hundruð milljarða króna á ein- um mánuði. Fyrirtækið gaf út að það hefði þegar greitt 399 milljón- ir Bandaríkjadala í bætur til þeirra sem urðu fyrir skakkaföllum vegna lekans. Í síðustu viku tók opinber bandarísk nefnd við afgreiðslu þess- ara bóta en kröfuhafar bætast við á hverjum degi vegna þessa versta umhverfislyss í manna minnum í Mexíkóflóa. BP segir að vel gangi að loka borholunni en fyrirtækið áætlar að hún verði endanlega innsigluð í lok mánaðar. Það mun gefa verkfræð- ingum færi á að fjarlægja varnar- búnaðinn á borholunni, sem varð valdur að slysinu þegar hann brást með skelfilegum afleiðingum. Nýj- um varnarbúnaði verður komið fyr- ir í stað hans. BP heldur því statt og stöðugt fram að engin olía hafi flætt úr bor- holunni síðan í júlí. Rætt er um að fyrirtækið hafi ekki bolmagn til þess að greiða allan kostnað vegna olíulekans, jafnvel þótt það sé eitt stærsta fyrirtæki heims, ef Banda- ríkjastjórn bannar því að finna nýjar borholur í flóanum. Barack Obama hefur krafist þess að olíufélagið BP gefi fyrirheit um að það muni greiða allan kostnað sem hlýst af olíuhreinsuninni á Mexíkó- flóa. „Almenningur á kröfu á því að BP lýsi því afdráttarlaust yfir að það ætli að greiða allan kostnað og bæta fyrir skaðann,“ sagði talsmað- ur Hvíta hússins. Breska olíufyrirtækið BP: Olíulekinn kostar 900 milljarða Baikalvatn í Síberíu er elsta og dýpsta stöðuvatn heims. Það er vatnsmesta ferskvatnsstöðuvatn jarðar. Sagan segir að nokkrir lestarvagnar, hlaðnir skíragulli, hafi fallið ofan í vatnið fyr- ir næstum því hundrað árum. Í síð- ustu viku rannsökuðu menn hyldýpi vatnsins og eru hugsanlega komnir á spor gullfarmsins, sem Nikulás II, síð- asti keisari Rússneska keisaradæm- isins, kom undan áður en bolsévik- ar með Vladimír Lenín í fararbroddi náðu völdum. Goðsagnakenndur gullfarmur Þegar Bair Tsyernov stýrði Mir-kaf- bátnum sínum ofurvarlega á botn- inum sá hann hvar gull glitraði, á fjögur til sjö hundruð metra dýpi í Baikalvatni. Tsyernov, fræðimaður hjá Verndarsjóði Baikalvatns, og tveir samferðamenn hans í kafbátnum komu fyrst auga á stálbita sem þeim fannst líkjast járnbrautarteinum. Því næst römbuðu þeir á gullstangir í djúpinu. Rannsóknarteymið fann gullið í síðustu viku. Notast hefur verið við tvo Mir-kafbáta, sem venjulega eru notaðir í Atlantshafinu, undanfarin tvö ár við rannsóknir í þessu hyldjúpa síberíska stöðuvatni. Þetta eru sömu smákafbátarnir og notaður voru þeg- ar fyrstu ljósmyndirnar af flaki Titan- ic á botni Norður-Atlantshafsins voru teknar árið 1985. Rannsókninni í Baikalvatni átti að ljúka í haust. En nú hefur áætlunum verið breytt þar sem menn eru komn- ir á spor goðsagnakennds gullfarms sem hefur verið týndur í 90 ár og var sagður upprunninn úr fjárhirslum Nikulásar II, síðasta keisara Rúss- lands. Gullið í Kazan Rússneskt fræðifólk og blaðamenn telja að það sem Bair Tsyernov sá glitra í djúpinu gæti verið hluti gull- farmsins sem Aleksandr Kolchak aðmíráll tók með sér og hefur verið týndur síðan í ringulreið rússnesku borgarastyrjaldarinnar, sem geis- aði eftir októberbyltingu bolsévika 1917. Árið 1919 leiddi Kolchak hvítl- iða, andstæðinga bolsévika, yfir Úr- alfjöllin. Kolchak og hermenn hans náðu völdum í Kazan, borg austur af Moskvu, og hrifsuðu þar til sín meiri- hlutann af gullforða Rússlands. Nikulás II keisari hafði flutt 500 tonn af gulli frá höfuðborg sinni, St. Pétursborg, til Kazan af ótta við að Þjóðverjar stælu þeim í fyrri heims- styrjöldinni. Gullið, sem var 650 millj- óna rúblna virði, fyllti fimm þúsund kassa. Hvítliðar þurftu 40 lestarvagna til að flytja gullið. Lestarvagnar á ísilögðu vatni Þrátt fyrir að vel hafi gengið í Kazan fjaraði hratt undan hvítliðum. Þrátt fyrir að Kolchak, herforingi í flota keis- arans, hvetti menn til að sigrast á bol- sévikunum reyndist hann sjálfur hinn mesti vargur og kom upp grimmi- legri herforingjastjórn á hernumd- um svæðum hvítliða. Eftir að Rauði herinn hafði gert atlögu að hvítliðum féll hann í hendur Sovétmanna og var tekinn af lífi fyrir framan aftökusveit. Tékkóslóvakískar hersveitir, sem höfðu barist við Rauða herinn við hlið Kolcaks, afhentu bolsévikum gull að andvirði 410 milljóna rúblna til stjórnvalda í Moskvu. Í staðinn fengu Rannsóknarteymi sem kannar hyldýpi Ba- ikalvatns í Síberíu, dýpsta stöðuvatns verald- ar, með smákafbátum hefur fundið gullstang- ir á botninum. Það gæti verið hluti gullfarms sem Nikulás II, síðasti keisari Rússneska keisaradæmisins, kom undan, rétt áður en bolsévikar steyptu honum af stóli. Kafbátur rambar á gullfarm Keisarans heLGi hrafn Guðmundsson blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is mir Smákafbátarnireruþeirsömuog notaðirvoruárið1985þegarflakTitanic fannstáhafsbotni. hyldjúpt vatn Baikalvatn íSíberíuerelstaogdýpsta stöðuvatnheims.Dýptþess ermestum1.600metrar. olíulekinn mikli Lekinnúrborholu BPhefurvaldið geysilegumbúsifjum íMexíkóflóa. 99 vandarhögg Refsing Sakineh Mohammad Ashti- ani, 43 ára, sem var dæmd til dauða eftir að hafa verið ákærð fyrir fram- hjáhald, hefur verið þyngd eftir að mál hennar komst í heimsfréttirnar. Sonur Sakineh hefur barist fyrir að fá hana lausa úr haldi og hefur mál hennar vakið mikil viðbrögð víðs vegar um heiminn. Eftir að mynd, sem sögð er vera af henni og sýn- ir hana með óhulið andlit, birtist í fjölmiðlum var ákveðið að bæta 99 vandarhöggum við dauðadóminn. fjölmargir látast í aurskriðu Miklar rigningar að undanförnu urðu til þess að 28 létu lífið í miklum aurskriðum í Gvatemala á sunnu- dag. Nokkrar skriður féllu við sama veginn og tók fyrsta skriðan með sér strætisvagn þar sem 18 létust. Fjögur börn og tveir fullorðnir létust annars staðar í aurskriðum og er 60 manns enn saknað. Forsteti Gvatemala, Al- varo Colom, hefur lýst yfir neyðar- ástandi í landinu. Páfi hittir fórnar- lömb Það gæti farið svo að Benedikt XVI Páfi eigi fund með fórnalömbum kynferðisofbeldis af hálfu kaþólskra presta í heimsókn sinni til Bret- lands síðar í mánuðinum. Vincent Nichols, kardináli og erkibiskup af Westminster, sagði í samtali við The Guardian að páfi hefði í heim- sóknum sínum til ýmissa landa að undanförnu hitt fórnarlömb presta og rætt við þau í einrúmi. „Þetta eru erfið og viðkvæm mál sem þarf að eiga við á réttan hátt, það fer ekki mikið fyrir þessum fundum og þannig á það að vera,“ sagði Vincent Nichols.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.