Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2010, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2010, Síða 10
10 fréttir 6. september 2010 mánudagur „Það var margt sem benti til þess að hann hefði gert þetta. Svo var líka svo margt sem benti til þess að hann hefði ekki gert þetta, eins og til dæm- is það að hann leyfði mér að labba inn eftir að hann skutlaði mér heim og hann sendi mér samúðarskeyti á Facebook,“ segir Guðlaug Matthildur Rögnvaldsdóttir aðspurð hvort játn- ing Gunnars Rúnars Sigurþórssonar á morðinu á Hannesi Þór Helgasyni, unnusta hennar, hafi komið henni á óvart. Guðlaug Matthildur, eða Hild- ur eins og vinir hennar kalla hana, segist undanfarið hafa verið í ákveð- inni afneitun og ekki viljað trúa því að Gunnar Rúnar Sigurþórsson, fé- lagi hennar frá því í grunnskóla, hefði myrt Hannes. Gunnar Rúnar hefur játað á sig verknaðinn og sam- ræmist játning hans sönnunargögn- um lögreglunnar. Nánir vinir Hildar og fjölskylda telja að henni hafi verið byrluð ólyfjan þessa örlagaríku nótt, þar sem hún man ekkert frá því um hálf fjögur aðfaranótt 15. ágúst. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að Hannes var myrtur einhvern tímann á milli klukkan fimm og tíu að morgni sunnudagsins 15. ágúst. Gunnar Rúnar keyrði Hildi að henn- ar sögn heim til sín sama morgun, en þar vaknaði hún klukkan ellefu án þess að vita hvar hún væri. Hún seg- ir að Gunnar Rúnar hafi ekki hegð- að sér á neinn hátt öðruvísi en vana- lega. Hann hafi verið vinalegur þegar hann keyrði hana að heimili hennar og Hannesar og meðal annars boðið henni að fylgja henni inn í húsið. „Hann er bara mjög mikill einfari, saklaus og mjög almennilegur strák- ur, ég hefði aldrei trúað þessu upp á hann nema ég fengi að sjá það svart á hvítu,“ segir Hildur meðal annars þegar hún lýsir Gunnari Rúnari. Hannes góður við Gunnar Hildur segir að í raun hafi ekkert bent til þess áður en Hannes var myrtur að Gunnar Rúnar vildi hann feigan. Þeir voru að hennar sögn ágætis félagar, rétt eins og hún og Gunnar. „Þeir kunnu vel hvor við annan eftir minni bestu vitneskju, voru bara djammvinir og spjöll- uðu mikið saman. Það var ekkert athuga- vert við það í raun- inni. Hannes stakk oft upp á því að Gunni fengi að vera með okk- ur þegar við vorum að skemmta okkur, þá kom hann oft á sínum bíl heim til okkar og við fórum saman í leigu- bíl niður í bæ og svo gisti hann stund- um í gestaherberginu hjá okkur. Það voru alveg þrjú skipti sem ég man eftir sem hann gisti í húsinu hans Hannesar á heimilinu okkar. Það var ekkert mál með það, það er í raun ótrúlegt hvað hvítt breytist í svart eins og í þessu tilfelli.“ Þá segir Hildur að hún hafi aldrei orðið vör við neitt sem benti til þess að Gunnar Rúnar ætlaði að beita Hannes ofbeldi: „Aldrei. Við vorum á þjóðhátíð í Eyjum núna í sumar og Hannes og Gunnar áttu þar gott tal saman og ekkert virtist athuga- vert við það.“ Hún segir Hannes ávallt hafa verið til staðar fyrir Gunn- ar enda hafi hann verið góður við alla. „Hann vorkenndi Gunnari líka svolítið, fyrir það hvernig hann var. Hann er auðvitað mjög mikill einfari og okkur Hannesi fannst sjálfsagt að hann fengi að vera með okkur. Gunni var svo róleg týpa og almennilegur og bara rosalega saklaus strákur. Það var bara fínt að vera í návist hans.“ Grunar að hafa verið byrluð ólyfjan Hildur segir fjölmiðla- umfjöllun um mál- ið ekki hafa verið rétta þegar kem- ur að lýsingum á því hvernig hún hafi eytt hinni afdrifa- ríku aðfaranótt sunnudags- ins heima hjá Gunnari. Hún hafi ekki eytt nóttinni hjá hon- um en hafi hins vegar sofnað í bíln- um á leiðinni heim og endað heima hjá honum þennan morgun. Hildur seg- ir minnisleysið vekja ákveðnar grunsemd- ir hjá henni og vinkonum hennar. „Vinkonur mín- ar sem ég hef þekkt í fjölda ára eru allar á sama máli. Ég hef aldrei upplifað svona kvöld, út af því að frá tíu um kvöldið og til hálf þrjú um nóttina var ég búin að drekka tvö glös af áfengi. Ég kom niður í bæ þegar klukkan var að ganga þrjú og klukkan hálf fjögur man ég ekki eftir mér. Ég man ekki einu sinni gloppur úr þessu.“ Hannes keyrði Hildi niður í mið- bæ eftir að þau höfðu eytt kvöldinu á Fjölskyldudeginum í Vogum en hún segist hafa verið á báðum átt- um um það hvort hún ætti að fara niður í bæ eða heim með Hannesi. Niðri í bæ hitti hún svo Gunnar Rún- ar ásamt fleiri vinum og man hún vel eftir því enda hafði hún lítið drukk- ið allt kvöldið. Það var svo um hálf fjögur sem Hildur missti minnið: „Ég man tvær gloppur frá þessu kvöldi. Ég man að ég var inni á Hressó og ég man að ég var inni á Amsterdam. Ég man ekki meir. Ég man ekki hvern ég hitti. Ég man ekki hvað ég var að gera. Ég man ekki einu sinni hvað ég sagði.“ Fjölskylda og nánustu vin- ir sem þekkja vel til Hildar halda því fram að henni hafi verið byrl- uð ólyfjan. Vinkona Hild- ar staðfestir í samtali við DV að grunur leiki á því að slíkt hafi gerst. Þá tekur hún fram að erfitt sé að sanna slíkt þar sem þess kon- ar efni eyðist hratt úr blóð- inu, en að lög- reglan rannsaki málið. Keyrði Hildi heim fullur Hildur veit ekki á hvaða tímapunkti Gunnar Rúnar keyrði hana heim til sín, en segir ljóst að það hafi verið síðla nætur eða snemma morguns. „Ég reyndi að hringja í leigubíl rúm- lega fimm, ég sá það á símanum mín- um um morguninn.“ Því er óvíst hvort Gunnar hafi keyrt með hana heim til sín áður en hann fór heim til Hann- esar þar sem hann mun hafa myrt hann, eða hvort Hildur hafi ennþá legið í bílnum þegar glæpurinn var framinn. Hildur segir þó vera ljóst að Gunnar Rúnar hafi verið drukkinn þessa nótt, hann hafi farið á barinn þegar hún hitti hann niðri í miðbæ. Gunnar Rúnar hafi viðurkennt það fyrir henni daginn eftir að hann hafi keyrt hana heim fullur og ekki þorað að taka aukakrók að heimili hennar og Hannesar af ótta við að lögreglan myndi taka hann. Þá segir hún hann einnig hafa sagt að hann hafi orð- ið hræddur um hana um nóttina og viljað koma henni í burtu úr bæn- um. „Hann sagði við mig að hann hefði þurft að rökræða heillengi við mig til þess að fá mig með sér út í bíl. Svo hefði hann setið í bílnum sínum í tuttugu mínútur og ég hefði sofnað og hann sagðist hafa þurft að halda á mér inn heim til mömmu sinnar, út af því að ég hefði verið sofandi og ekki vaknað, þannig að ég bara, ég veit ekki neitt.“ Trúði þessu ekki Hildur vaknaði klukkan ellefu að morgni sunnudagsins 15. ágúst heima hjá Gunnari og vissi ekki hvar hún var, en var fljót að átta sig á því, þar sem hún hafði komið þangað áður þegar þau voru saman í grunn- skóla. Hún segir að Gunnar Rúnar hafi í kjölfarið skutlað henni heim. „Hann var bara mjög eðlilegur, al- veg eins og hann var venjulega, þeg- ar hann keyrði mig heim. Ég var með mestar áhyggjur af Hannesi, hversu fúll hann yrði yfir því að ég hefði ekki komið heim. Ég var að velta þessu fyr- ir mér á leiðinni og við Gunni rædd- um það. Mér fannst líka svo ein- kennilegt að Hannes svaraði mér ekki þegar ég hringdi. Klukkan var orðin svo margt og mér fannst það svo skrít- ið. Þannig að ég var svona að velta því fyrir mér hvort hann væri í sturtu eða hvað það var. Af því að hann svaraði manni alltaf.“ Þá segir Hildur að Gunnar hafi boðist til þess að labba með henni inn þegar þau voru komin að húsinu: „En ég afþakkaði og vildi tala við hann sjálf, og svo fór Gunni.“ Handtaka Gunnars Rúnars kom Hildi algjör- lega í opna skjöldu að hennar sögn: „Já, mér fannst það ekki vera séns, hann var búinn að vera með mér um nóttina, ég hitti mömmu hans um morguninn. En svo þegar kom í ljós að skófar hefði fundist og blóð á skónum hans og í bílnum hans, þá fór maður auð- vitað að fá efasemdir. En svo fór ég að hugsa: hann hefur bara slasað sig á fæti eða hann hefur verið að æfa ein- hverjar listir. Maður fór bara í afneit- un og maður vildi ekki að þetta væri Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem játað hefur á sig morðið á Hannesi Þór Helgasyni, sendi unnustu Hannesar samúðar- skeyti eftir að morðið var framið. Þetta segir Hildur, unnusta Hannesar, í ítarlegu viðtali við DV. Hún segist hafa verið í ákveðinni afneitun og ekki viljað trúa því að Gunnar, sem er æskuvinur hennar úr grunnskóla, hefði myrt unnusta hennar. Nánir vinir og fjölskylda Hildar telja næsta víst að henni hafi verið byrluð ólyfjan aðfaranótt sunnudagsins 15. ágúst. „HANN SENDI MÉR SAMÚÐARSKEYTI“ jón bjaRKi maGnúSSon blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is Hannes stakk oft upp á því að Gunni fengi að vera með okkur þegar við vorum að skemmta okkur, þá kom hann oft á sínum bíl heim til okkar og við fórum saman í leigubíl niður í bæ og svo gisti hann stundum í gesta- herberginu hjá okkur. Gunnar Rúnar „Hannerbaramjögmikill einfari,saklausogmjögalmennilegurstrákur, éghefðialdreitrúaðþessuuppáhannnema égfengiaðsjáþaðsvartáhvítu,“segirHildur meðalannarsþegarhúnlýsirGunnariRúnari. Heimili Hannesar  Hannes fannststunginntilbanaaðheim- ilisínuviðHáabergíHafnarfirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.