Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2010, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2010, Blaðsíða 6
6 fréttir 6. september 2010 mánudagur Kristján L. Möller, þingmaður Sam- fylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, lætur nú af embætti samgönguráð- herra eftir að hafa setið á ráðherra- stóli í þrjú ár og þrjá mánuði. Á þing- flokksfundi Samfylkingarinnar og síðar flokksstjórnarfundi fór Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, þess á leit við Kristján að hann héldi áfram störfum við stór og mikilsverð sam- gönguverkefni sem þegar sér fyrir endann á. „Ég er auðvitað ákaflega ánægð- ur með beiðni forsætisráðherra því þetta eru verkefni sem ég hefði viljað fá tækifæri til þess að ljúka og hefði þurft tvo til tvo og hálfan mánuð til þess í viðbót.“ Kristján segir að fyrst og fremst sé um að ræða viðræður við lífeyrissjóð- ina um fjármögnun mikilvægra vega- framkvæmda. „Þetta eru stórar vega- framkvæmdir sem kosta allt að 35 milljarða króna, bæði á höfuðborgar- svæðinu og annars staðar á landinu. Forsætisráðherra bað mig sem sagt um þetta og ég þarf að ræða þetta við hana. Ef þetta snýst um þá viðræðu- áætlun sem ég hef stýrt við lífeyris- sjóðina mun ég gera það með glöðu geði. Þetta er mikilvægt atvinnumál og framkvæmdir sem um eitt þúsund manns munu vinna við næstu tvö til þrjú árin. Þetta er 35 milljarða króna pakki. Þetta yrði bara viðbót við mikl- ar samgöngubætur á undanförnum árum.“ Tvenn jarðgöng Mjög styttist í að bæði Bolungarvík- ur- og Héðinsfjarðargöng verði tek- in formlega í notkun. Bolungarvík- urgöngin verða vígð 25. september og Héðinsfjarðargöngin 2. októ ber. Ætla má að Héðinsfjarðargöngin séu Kristjáni mikið hjartans mál sem Siglfirðingi og baráttumanni fyrir gerð ganganna árum saman. En hann verður ekki sá ráðherra sem klippir á borða og tekur göng- in formlega í notkun. „Það hefði verið ánægjulegt að gera það bæði þar og í Bolungarvík. En það skipt- ir ekki máli hver klippir á borðann. Það skiptir máli að verkinu er að ljúka og ég er ákaflega stoltur af því að göngin verða opnuð á þessum tíma. Borðaklippingin er ekki aðal- atriðið. 17 kílómetrar – 17 milljarðar Framkvæmdir við Héðinsfjarðar- göng hófust árið 2006 og kostnaður við gerð þeirra verður nálægt 12 millj- örðum króna. Göngin milli Ólafs- fjarðar og Héðinsfjarðar eru tvíbreið, rétt um 7 kílómetrar að lengd. Það- an er ekin 600 metra vegalengd um botn Héðinsfjarðar og inn í göngin til Siglufjarðar sem eru 3,7 kílómetrar að lengd. Heildarvegalengdin er því um 12 kílómetrar og kostnaður því um einn milljarður króna fyrir hvern kíló- metra. Um 100 manns hafa unnið við lokafrágang ganganna í sumar. Áætl- að er að taka göngin formlega í notk- un 2. október næstkomandi eins og áður segir. Bolungarvíkurgöng eru 5,1 kíló- metri að lengd og er áætlaður kostn- aður við gerð þeirra liðlega 5 millj- arðar króna. Göngin leysa af hólmi Óshlíðarveg sem þykir hættulegur sökum snjóflóðahættu og hruns. Ós- hlíðarvegur hefur verið Vegagerðinni dýr um langt skeið og gerðar hafa ver- ið á honum margvíslegar endurbætur til að auka öryggi vegfarenda. Bolung- arvíkurgöngin verða tekin í notkun efir þrjár vikur. Það hefði verið ánægjulegt að gera það bæði þar og í Bolungarvík. En það skiptir ekki máli hver klippir á borðann. Þúsund manns við framkvæmdir Forsætisráðherra vill að Kristján L. Möller ljúki stórum samgönguverkefnum á næstu mánuðum. Þau felast meðal annars í því að ljúka samningum við lífeyrissjóðina um 35 milljarða króna fjármögnun á samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu og lands- byggðinnni. Meðal annars eru Norðfjarðargöng á dagskrá. jóhann hauKsson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is samgöngur í innanríkisráðuneyti For- sætisráðherrahefurbeðiðKristjánL.Möller aðsinnaáframundirbúningisamgönguverk- efnasemkostasamtals35milljarðakróna. Mynd róberT reynisson héðinsfjarðargöng Tæpurmánuður erþangaðtilklipptverðuráborðannog umferðhleyptáHéðinsfjarðargöngin. „Þaðhefðiveriðánægjulegtaðklippaá borðann,“segirKristjánL.Möller. Mynd Vegagerðin LAGERSALA www.xena.is Mikið úrval af skóm á alla fjölskylduna Frábær verð no1 st. 36-41 verð kr. 8995.- no2 st. 36-41 verð kr. 8995.- no3 st. 36-41 verð kr. 8995.- no4 st. 36-46 verð kr. 8995.- Opið virka daga 12-18 laugardag 12-16 kirkjan lögð í einelti Fjölmiðlar hafa kynt undir úrsögn- um úr þjóðkirkjunni að mati sókn- arprests Neskirkju. Séra Örn Bárður Jónsson segir fjölmiðla hafa lagt kirkjuna í einelti og vill sjálfur fá að segja sig úr fjölmiðlum. Guðsþjón- ustu í Neskirkju var útvarpað á Rás 1 í gær en þar sagði Örn kirkjuna vera að mörgu leyti ráðalausa og þurfa að horfast í augu við sjálfa sig. Hann sagði fjölmiðla þurfa að kasta af sér yfirlæti og sjálfsöryggi í skjóli þess að þeir hefðu vald sem erfitt væri að gagnrýna. Einn með allar réttar Einn heppinn einstaklingur var með allar tölur réttar í lottóútdrættinum á laugardag. Fyrir að hafa fimm tölur réttar fær viðkomandi fimm milljónir króna en vinningsmiðinn var keyptur í Bjarnabúð í Biskupstungum. Þá var einn með bónusvinninginn en fyrir það fær hann rúmlega tvö hundr- uð og átján þúsund krónur í vasann. Miðinn með bónusvinningnum var keyptur hjá Olís á Húsavík. Brunakerfi fór af stað vegna bilunar Sextíu ára afmæli Þjóðleikhúss- ins gekk ekki áfallalaust fyrir sig á sunnudag. Eldvarnarúðar hússins fóru í gang vegna bilunar. Slökkvilið og lögregla voru boðuð á vettvang en fljótlega varð ljóst að enginn eldur var í húsinu. Bilunin er rakin til þess að of mikill þrýstingur var á kerfinu og því fór það í gang. Slökkt var á úðurunum og er ekki talið að miklar vatnsskemmdir hafi orðið á húsinu að því er fram kom á vef Rík- isútvarpsins. Það gæti tekið þó nokkurn tíma að ákveða hvort leyfi verði veitt til skrá- setningar á herþotuflota hollenska fyrirtækisins ECA hér á landi, að mati Ögmundar Jónassonar innanríkis- ráðherra. Ögmundur sagði í sam- tali við fréttastofu Ríkisútvarpsins að komast þyrfti að því hvers konar fyr- irtæki ECA er og á hvaða grundvelli það starfar. Eins og frægt er orðið var það síðasta embættisverk Kristj- áns Möller, fráfarandi samgöngu- ráðherra, að senda Flugmálastjórn bréf þess efnis að hefja undirbúning á starfsemi fyrirtækisins ECA í Kefla- vík. Hollenska fyrirtækið ECA fullyrti á heimasíðu sinni að íslensk stjórn- völd hefðu veitt fyrirtækinu starfs- leyfi hér á landi, að því er fram kom á vef Ríkisútvarpsins. Þar sagði Ögmundur málið blöndu af misskilningi og bráðræði. ECA hefði ekki átt að setja slíka til- kynningu inn á heimasíðu sína að hans mati því málið væri ekki frá- gengið. Hann sagði að skoða yrði hvort það samræmdist utanríkis- stefnu Íslands að ECA hefði bæki- stöð á Íslandi. Utanríkisstefnan eigi að vera friðsamleg. Einnig þyrftu menn að kynna sér fyrirtækið til þess að komast að því hvað það ætlar að gera hér á landi. Talið er að 200 störf geti skapast á Suðurnesjum ef ECA fær að hefja starfsemi hér. Atvinnu- leysi hér á landi er hvað mest á Suð- urnesjunum en Ögmundur taldi rétt að taka hliðsjón af fleiru en bara at- vinnuhagsmunum. Ögmundur segir tímafrekt að skoða leyfi fyrir ECA: Misskilningurogbráðræði skoðar eCa Ögmundursegistþurfaað kynnasérECAtilþessaðvitahvaðþað ætlaraðgerahérálandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.