Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2010, Blaðsíða 14
Dísilolía
Algengt verð verð á lítra 189,6 kr. verð á lítra 187,6 kr.
Skeifunni verð á lítra 192,4 kr. verð á lítra 190,4 kr.
Algengt verð verð á lítra 193,9 kr. verð á lítra 191,7 kr.
bensín
Dalvegi verð á lítra 192,3 kr. verð á lítra 190,3 kr.
Melabraut verð á lítra 192,4 kr. verð á lítra 190,4 kr.
Algengt verð verð á lítra 192,6 kr. verð á lítra 190,6 kr.
VArAð Við
innheiMtu
Kröfuhafi skal senda skuldara skrif-
lega viðvörun þar sem fram kemur
að verði skuld ekki greidd innan til-
tekins tíma megi hann vænta frekari
innheimtuaðgerða. Að öðrum kosti
er þeim sem rukkar óheimilt að
leggja kostnað á skuldir. Kostnaður
vegna þessarar innheimtuviðvörun-
ar getur numið allt að 900 krónum.
Frá þessu er greint á vefsíðu Neyt-
endasamtakanna en þar segir að
samtökunum hafi borist þó nokkrar
fyrirspurnir um innheimtukostn-
að. Á vefsíðunni er útskýrt í þaula
hvernig lögum um innheimtukostn-
að er háttað. Rétt er að hvetja neyt-
endur til að renna yfir þær greinar
ef þeim þykir freklega fram gengið í
kostnaði við innheimtu.
15 MínútnA leit
Að StArfSMAnni
n Lastið fær Húsasmiðjan. Við-
skiptavinur hefur snúið sér að Byko
eftir að hafa ítrekað fengið slaka
þjónustu. „Í Byko eru alltaf starfs-
menn boðnir og búnir að aðstoða og
gefa ráð. Ég gafst upp í
Húsasmiðjunni eftir að
hafa leitað að starfs-
manni í 15 mínútur.
Loks þegar ég fann
hann þá vissi hann
ekkert um parkett,“ sagði
viðskiptavinurinn.
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
góð þjónuStA í
borgArtúni
n Starfsmenn N1 í Borgartúni fá
lofið í dag fyrir góða þjónustu. „Þeir
eru alltaf í góðu skapi og
bjóða alltaf fram aðstoð sína.
Þeir bjóða alltaf góðan dag
og óska manni þess að mað-
ur eigi góðan dag þegar
maður fer. Persónuleg
og góð þjónusta,“ sagði
ánægður viðskipta-
vinur.
LOF&LAST
14 neyTendur UmSjóN: baldur guðmundsson baldur@dv.is 6. september 2010 mánudagur
nOTAðu AFSLáTTinn Það kostar
ekkert að fá afsláttarlykla hjá bensínstöðvunum. Það
sparar þér yfirleitt 3 til 4 krónur á hvern lítra. Sá sem
ekur 20.000 kílómetra á ári á bíl sem eyðir 10 lítrum á
hundraðið greiðir um 400 þúsund krónur fyrir bens-
ín. Þú getur lækkað kostnaðinn um 10 til 20 þúsund
krónur með því að nota afsláttarlykil. Þótt það sé hlut-
fallslega ekki mikill afsláttur munar marga um slíkar
upphæðir.e
L
d
S
n
e
y
T
i
Veldu ódýrasta netið
Verðmunur á dýrustu og ódýrustu
internettengingum er á bilinu 23 til
36 prósent, eftir því hve öflug tenging
er keypt. Netsamskipti bjóða ódýr-
ustu tenginguna miðað við miðlungs
10 GB tengingu. Á mánuði kostar
hún 3.720 krónur, samkvæmt reikni-
vél Póst- og fjarskiptastofnunar.
Dýrasta tengingin í þessum flokki
er Grunnáskrift hjá Símanum en hún
er 23 prósent dýrari. Síminn býður
þó einnig Leið 1, sem kostar um 300
krónum minna.
Þess má geta að ekki er tekið til-
lit til þess hve hraðvirkar tengingarn-
ar eru.
Tíu þúsund krónur á ári
Níu af hverjum tíu heimilum á Ís-
landi eru nettengd samkvæmt mæl-
ingum Hagstofunnar í fyrra. Því er
ljóst að flest heimili landsins borga í
hverjum mánuði fyrir internetteng-
ingu. Miðað við miðlungsnotkun (10
GB niðurhal á mánuði) er árskostn-
aðurinn minnst um 45 þúsund krón-
ur, ef þú verslar við Netsamskipti
eða Tal. Leið 1 og Grunnáskrift Sím-
ans auk tengingar Hringiðunnar eru
töluvert dýrari en munurinn á dýr-
ustu og ódýrustu tengingunni er eins
og áður segir um 10 þúsund krónur
á ársgrundvelli, eða um 800 krónur á
mánuði.
Hafa skal hugfast að í útreikning-
um reiknivélarinnar er ekki tekið til-
lit til pakkatilboða, svo sem þar sem
gefinn er afsláttur vegna þess að við-
komandi kaupir fleiri en eina teg-
und þjónustu. Þá er ekki tekið tillit
til sérkjara eða einstaklingsbundins
afsláttar en útreikningarnir byggjast
á aðferðafræði evrópska rannsókna-
fyrirtækisins Teligen. Í nettengingum
er til að mynda einungis tekið tillit til
ADSL-tenginga og erlends niðurhals.
DV hvetur neytendur til að skoða
nánar forsendur reikniaðferðanna á
reiknivel.is.
snerpa ódýrust við litla notkun
Þeir sem nota netið lítið (1 GB nið-
urhal innifalið) ættu að skipta við
Snerpu eða Símann, hvar tenging-
in kostar rétt liðlega 3.000 krónur á
mánuði. Munurinn á ódýrustu teng-
ingunni í þeim flokki (Snerpa)
og dýrustu (Netsam-
skipti og
Tal-10 GB) er um 26
prósent. Þó má nefna
að Tal býður einn-
ig 1 GB áskriftarleið á
um 3.200 krónur. Tek-
ið skal fram að greiða
þarf fyrir umfram net-
notkun – svo þeir sem
velja litlar tenging-
ar ættu að fylgjast vel
með notkun-
inni. Nið-
urhal á
ekki bara
við um
þegar fólk
sækir
sér kvik-
mynd-
ir, tónlist
eða ljós-
myndir af
vefnum. Erlent
niðurhal telur
líka þegar vefsíð-
ur á borð við Face-
book og Twitter eru
heimsóttar.
mestu munar
á öflugum
tengingum
Þeir sem nota net-
ið mikið og vilja
öflugar
Tölvupóstur 91%
Leita upplýsinga um vörur og þjónustu 86%
Lesa eða ná í dagblöð/tímarit 78%
Viðskipti í heimabanka 78%
Til að auka þekkingu sína 73%
Ná í upplýsingar á vefjum opinberra aðila 68%
Hlusta á útvarp/horfa á sjónvarp 65%
Spjallsíður eða spjallforrit 61%
Ferðatengd notkun 57%
Sækja eyðublöð frá opinberum aðilum 54%
Senda inn eyðublöð til opinberra aðila 54%
Hlaða inn eigin efni, t.d. texta eða myndum 47%
Spila eða hlaða niður tónlist, leikjum eða myndum 46%
Leita upplýsinga um framboð á menntun 45%
Leita upplýsinga varðandi heilsu eða heilbrigðismál 40%
Hlaða niður hugbúnaði 31%
Til að panta eða kaupa vörur eða þjónustu 29%
Símtöl eða fjarfundir 27%
Atvinnuleit/innsending atvinnuumsókna 19%
Til að selja vöru eða þjónustu 14%
Taka þátt í námskeiðum á netinu 11%
SVonA notuM Við netið
Þú getur sparað 10 til 20 þúsund krónur
á ári með því að velja ódýrustu netteng-
ingarnar í stað þeirra dýrustu. Verðmun-
urinn er á bilinu 23 til 46 prósent. Snerpa
býður ódýrustu tenginguna miðað við litla
notkun, Netsamskipti miðað við miðlungs
notkun en Hringiðan býður best miðað við
mjög mikla netnotkun.
Erlent niðurhal telur líka þeg-
ar vefsíður á borð við
Facebook og Twitter eru
heimsóttar.
baldur guðmundsson
blaðamaður skrifar: baldur@dv.is
n Á heimasíðu Hagstofunnar má
finna tölfræði um tölvu- og netnotk-
un Íslendinga. Þar kemur fram að 93
prósent Íslendinga nota netið og allir
(100 prósent) á aldrinum 16 til 34
ára. Það er þó líklega námundað við
heila tölu því eflaust leynist einhvers
staðar einhver á þessum aldri sem
notar ekki netið. Á aldrinum 35 til
44 ára nota 99 prósent Íslendinga
netið. Þá má geta þess að meira en
helmingur þeirra sem náð hafa 65 ára
aldri notar netið.
Allir á netinu
getur sparað aurinn
Á öflugum nettengingum getur munað um
19 þúsund krónum á ári, eftir því við hverja er skipt.