Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2010, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2010, Blaðsíða 3
mánudagur 6. september 2010 fréttir 3 Framtakssjóður Íslands hefur ekki slegið það út af borðinu að leggja fram tilboð í smásölurisann Haga þegar Arion banki selur félagið á næstunni. Þetta segir stjórnarfor- maður Framtakssjóðsins, Ágúst Einarsson. Hávær orðrómur hef- ur verið um að Framtakssjóðurinn ætli að leggja fram tilboð í Haga og að brottför Jóhannesar Jónssonar úr stjórn Haga tengist mögulegum áhuga sjóðsins á félaginu. Eins og komið hefur fram keypti Framtakssjóðurinn nýlega eignarhaldsfélag Landsbankans, Vestia, en inni í því eru meðal ann- ars Húsasmiðjan og Vodafone, sem áður voru bæði hluti af veldi Baugs. Fjárfesting sjóðsins í eins öflugu fyrirtæki og Högum væri ekki órökrétt fyrir slíkan sjóð, sem er í eigu nokkurra lífeyrissjóða. Ágúst segir hins vegar að eng- ar formlegar eða óformlegar þreif- ingar hafi átt sér stað á milli Fram- takssjóðsins og að salan á félaginu sé ennþá alfarið inni á borði hjá Arion banka. „Söluferlið á Högum hefur verið inni á borði hjá Arion banka og ég hef sagt að við mun- um skoða þessa fjárfestingu eins og aðrar,“ segir Ágúst en orð hans má túlka sem svo að þó að Fram- takssjóðurinn kunni að hafa áhuga á félaginu hafi engin skref verið tekin í þá átt að tryggja honum fé- lagið. Útilokar samstarf við útrásarvíkinga Ágúst segir jafnframt að hann hafi alltaf sagt að Framtakssjóður Ís- lands myndi ekki koma að sam- starfi við aðila sem tengdust ís- lensku útrásinni með stórfelldum hætti. „Ég hef líka sagt að við höf- um ekki áhuga á að eiga samstarf við aðila sem tengdust útrásinni með stórtækum hætti. Þetta er ég margbúinn að segja. En þetta er allt í höndunum á Arion banka og við höfum ekki rætt við þá. Boltinn er hjá þeim. En það kemur vel til greina að skoða þetta en við vitum ekki enn hvað verður.“ Með brottför Jóhannesar úr stjórn Haga felldi Arion banki úr gildi samning sem gerður var við hann í febrúar um að hann fengi forkaupsrétt að tíu prósentum hlutafjár í Högum við sölu á hluta- bréfum félagsins. Í fréttatilkynn- ingu frá Arion banka var brottför Jóhannesar meðal annars skýrð með því að um væri að ræða nauð- synlega sátt sem væri „forsenda“ fyrir söluferlinu á Högum. Þetta var meðal annars útskýrt með því að Jóhannes ætlaði sér að bjóða í félagið þegar það yrði selt. Hugsanlegt er því að líklegir kaupendur á Högum hafi komið þeim skilaboðum til Arion banka að þeir hefðu ekki áhuga á að vinna með Jóhannesi. Forkaups- réttur Jóhannesar, og áframhald- andi aðild hans að félaginu, hef- ur því hugsanlega fælt fjárfesta frá félaginu. „Við stefnum ekki að því með okkar starfsemi að endurreisa hér útrásarvíkinga. Það gerum við ekki. Nú er komin upp ný staða og nú er að sjá hvað bankinn gerir.“ Snýst allt um verð Ágúst segir að hann sé á þeirri skoð- un að það skipti miklu máli að Hag- ar lendi í góðum höndum þar sem fyrirtækið sé stórt og öflugt. „Þetta er stórt og öflugt fyrirtæki. Þarna vinna margir einstaklingar þannig að það skiptir miklu máli að þetta fyrirtæki fari í farsælar hendur. Við sýnum þessu áhuga eins og öðru, eða réttara sagt: Við útilokum ekk- ert.“ Ágúst segir að á endanum snú- ist það um verðið á félaginu hvort Framtakssjóðurinn reyni að kaupa það eða ekki. „Auðvitað snýst þetta allt um verð á endanum,“ segir hann en sem dæmi greiddi sjóðurinn 19,5 milljarða fyrir Vestia fyrir skömmu. Ljóst er að Arion banki þarf að fá um 50 milljarða króna fyrir Haga ef bankinn á ekki að tapa fjármunum á viðskiptunum en eignarhaldsfé- lagið 1998 ehf. sem keypti Haga út úr Baugi árið 2008 skuldar bankan- um um 50 milljarða króna. Arion banki hefur gefið það út að gefnar verði frekari upplýsingar um söluferli Haga á næstunni. Ágúst Einarsson, stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands, segir að líklegra sé en áður að sjóðurinn hafi áhuga á að fjárfesta í Högum þar sem Jóhannes Jónsson sé ekki lengur tengdur félaginu. Hann segir þó að engar formlegar eða óformlegar viðræður hafi átt sér stað við Arion banka um kaupin á félaginu. Ágúst segir bolt- ann vera hjá bankanum sem muni hefja söluferli Haga á næstunni. ÚTILOKAR SAMSTARF VIÐ ÚTRÁSARVÍKINGA ingi f. vilhJÁlmSSon fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Þarna vinna margir einstak- lingar þannig að það skiptir miklu máli að þetta fyrirtæki fari í farsælar hendur. Uppspretta umræðu BrottförJóhannesar JónssonaríBónusúrstóli stjórnarformannsHaga hefurleittafsérmikla umræðuogsögusagnir umvæntanlegakaup- endurfélagsins. hagar er gott fyrirtæki Ágúst segiraðhanntelji Hagaveragott fyrirtækiogaðmiklu máliskiptiaðfélagið lendiífarsælum höndum. HUNDRUÐ MILLJÓNA Í ARÐGREIÐSLUR árið 1966. Á lóðinni stendur til að byggja rúmlega helmingi stærra hús, sem verður um 786 fermetr- ar að stærð. Húsið verður tvílyft að hluta. Verðandi nágrannar þeirra Ingu Lindar og Árna voru ekki sátt- ir við áformin og lögðu fram kæru til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála í Garðabæ. Í júlí síð- astliðnum var kærunni vísað frá. Fjölmiðlar hafa einnig fjallað um fasteignakaup Friðriks Hall- björns og eiginkonu hans, Þor- bjargar Helgu Vigfúsdóttur borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Árið 2007 fjallaði tímaritið Sirkus um að hjónin hefðu keypt glæsilegt ein- býlishús við Bjarmaland í Fossvogi. Húsið er tæplega 282 fermetrar að stærð. Fasteignamat hússins fyrir árið 2011 er rúmlega 72 milljónir króna. 350 milljónir í vasann Eins og áður segir á Árni 53 pró- senta hlut í Vogabakka ehf., í gegn- um eignarhaldsfélagið Klappar- ás ehf. Árni á félagið Klapparás að fullu, en samkvæmt nýjasta árs- reikningi þess greiddi hann sér 350 milljónir króna í arð út úr félaginu í september á síðasta ári. Friðrik Hallbjörn tók sér einnig ríflegar arðgreiðslur út úr félagi sínu á síðasta ári. Samvæmt ársreikningi Vattarness ehf. frá því í júní á síð- asta ári tók hann sér 100 milljónir króna í arð út úr fyrirtækinu. Í árslok 2008 var eigið fé Vatt- arness 773 milljónir króna. Félag- ið skuldaði hins vegar 422 milljón- ir króna. Handbært fé félagsins var aftur á móti um 190 milljónir króna í lok árins 2008. Það orð fer af bæði Árna og Friðriki Hallbirni að þeir séu skynsamir og passa- samir fjárfestar og það kann að skýra hversu vel þeir standa fjárhagslega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.