Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2010, Blaðsíða 26
Einar Bárðarson, útvarpsstjóri
Kanans, var að hefja MBA-nám í
Háskólanum í Reykjavík og situr
því sveittur við bækurnar þessa
dagana. „Þetta eintak kemur
bara einu sinni á öld en maður
er alltaf að reyna að betrumbæta
sjálfan sig,“ sagði hann hinn
hressasti með þessa breytingu.
Um það hvað drífi hann áfram
segir hann: „Áhuginn á því að
bæta sjálfan mig og gera eitthvað
skemmtilegt. Á seinni árum er
það líka velferð fjölskyldu minn-
ar.“ Enda líður honum alltaf best
við hliðina á konunni sinni.
Annars fagnaði Einar þeim
áfanga í vikunni að koma Kan-
anum yfir eins árs múrinn og
segir að besta tónlistin, fréttir
og skemmtilegasta fólkið sé það
sem einkenni Kanann. Aðspurð-
ur hver væri uppáhaldsútvarps-
þátturinn sem er ekki á Kanan-
um var hann ekki lengi að svara:
„Listapopp Gunnars Salvars-
sonar sem var á Rás 2 á laugar-
dögum á árunum 1984–1987.
Besti útvarpsmaðurinn af gamla
skólanum er Kvöldsögu-Jónas,
af milli skólanum er það Gulli
Helga og af nýjustu kynslóðinni
Ásgeir Páll Ágústsson. Svo er
Þorgeir Ástvaldsson helvíti góð-
ur líka. “
Fjölmiðladrottningin Ellý Ár-
manns leggur nú drög að bók
sem á að koma út fyrir jólin. Ellý
vill lítið gefa upp um bókina eins
og er. „Þetta er svolítið leyndar-
dómsfullt núna,“ segir hún móð
en þegar DV náði sambandi við
hana var hún úti að hjóla. Það
eina sem hún gefur upp er að
bókin er ekki skáldsaga. „Þessi
bók verður á andlegu nótunum.
Hún verður jákvæð og uppbyggj-
andi, kærleiksrík og frá hjartanu.
Eitthvað sem við þurfum á að
halda,“ segir hún.
Ellý vaknar snemma alla
morgna og spáir fyrir konum
á Facebook. Þessir morgnar
með Ellý eru orðnir mjög vin-
sælir þar sem hún rýnir í spilin.
Það eru þessar konur sem hjálpa
Ellý við skrifin. „Íslenskar kon-
ur eru að gera þetta með mér.
Ég er að gera þetta í samvinnu
við fjöldann allan af konum sem
ég eyði morgnunum með. Ég
spái fyrir þeim frítt á Facebook.
Það koma svona 100–200 konur
þarna inn,“ segir Ellý Ármanns-
dóttir.
tomas@dv.is
ELLÝ ÁRMANNS GEFUR ÚT BÓK FYRIR JÓLIN:
Konukvöld verður haldið í sund-
lauginni á Hofsósi á fimmtudag-
inn. Sundlaugin er hin glæsi-
legasta eins og við var að búast
af gjöf athafnakvennanna Lilju
Pálmadóttur og Steinunnar
Jónsdóttur. Á fimmtudaginn
verður mikið húllumhæ í laug-
inni en þá verður tískusýning,
veitingar og snyrtivörukynning-
ar og annað skemmtilegt í boði.
Sundlaugin er staðsett við sjáv-
arbakka Hofsóss og er útsýnið
yfir fjörðinn ekki af verri endan-
um. Konur á Norðurlandi ættu
ekki að láta sig vanta á þennan
atburð, þótt ekki væri nema til
að kíkja á íþróttafulltrúa Skaga-
fjarðar en það er gamla knatt-
spyrnukempan Sævar Péturs-
son, líklega betur þekktur sem
litli bróðir Lindu Pé.
KONUKVÖLD
Í SUNDLAUG
26 FÓLKIÐ 6. september 2010 MÁNUDAGUR
JÁKVÆÐ OG UPPBYGGJANDI BÓK
Mögnuð Ellý Ármanns
fer oftast sínar eigin
leiðir og gerir það vel.
MYND HEIÐA HELGADÓTTIR
STEFÁN HRAFN MAGNÚSSON:
HREINDÝRABÓNDI
Á SKÓLABEKK
Stefán Hrafn Magnússon hrein-
dýrabóndi er kominn til Íslands og
sestur aftur skólabekk eftir að hafa
stundað hreindýrarækt í Isortoq á
Suður-Grænlandi í um 25 ár. Stefán
er mikill ævintýramaður en ásamt
því að stunda hreindýrarækt starf-
ar hann einnig við ferðaþjónustu
á Grænlandi og hefur unnið við
málmleit í jörðu fyrir ástralskt stór-
fyrirtæki. Hann er ötull talsmaður
ísbjarna og vill sjá náttúrufriðland
á Hornströndum fyrir ísbirni sem
álpast til Íslands. Hann stundar nú
nám við háskólann á Bifröst og seg-
ir ástæðuna fyrir því að hann valdi
þann skóla frekar en einhvern ann-
an vera fyrst og fremst náttúrufeg-
urðina þar allt um kring. „Umhverf-
ið hér er mjög fagurt. Ég hef búið
í náttúrunni alla ævi og vil vera á
stað þar sem ég get stundað útivist.
Svo er ekki nema klukkutíma akst-
ur til Reykjavíkur ef maður vill fara
í stórbæ.“
Aðspurður hvernig honum lítist
á námið segir hann: „Ég er í frum-
greinadeildinni. Það er deild fyr-
ir fólk með reynslu en sem þarf að
fá smá smurningu til að geta far-
ið í frekara nám og það er einmitt
það sem ég var að leita að.“ Hann
segist stefna á áframhaldandi nám
og segir það tengjast því sem hann
hefur verið að gera á Grænlandi en
vill þó ekkert fara nánar út í það að
svo stöddu.
Þegar kemur að málefnum ís-
bjarnanna sem villast til Íslands
er Stefán Hrafn á þeirri skoðun að
þeim eigi að koma fyrir á Horn-
ströndum. „Lifandi ísbjörn er mun
meira virði en dauður. Það er hægt
að reisa þriggja metra háa girðingu
yfir eiði þarna og svo geta þeir étið
selina og refina. Það er hægt að
rukka fyrir aðgang að þeim og skapa
atvinnu í leiðinni. Ísbjörn sem hef-
ur nóg að éta fer ekki neitt og það er
ekki eins og það séu margir af þeim
sem villast hingað yfir.“
Hann gefur ekki mikið fyrir hug-
myndir Jóns Gnarr um að fá ísbjörn
í húsdýragarðinn: „ Ég set þum-
alinn niður við þeirri hugmynd. Ís-
björn á ekkert erindi í húsdýragarð,
þar myndi honum leiðast og hann
myndi vera óánægður. Og það vilj-
um við ekki.“
hanna@dv.is
Stefán á veiðum
Stefán á yfir 4.000
hreindýr.
EINAR Í MBA
-NÁM