Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2010, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2010, Blaðsíða 22
22 úttekt 6. september 2010 mánudagur Þreyttir borða óhollari mat Vísindamenn við Harvard Medical School í Bos-ton hafa komist að því að svefnleysi hefur slæm áhrif á mataræði unglinga. Þeir unglingar sem sofa að meðaltali minna en átta tíma að nóttu eru líklegri til að leita í fitugan og kaloríuríkan mat en út- sofnir jafnaldrar þeirra en sagt var frá rannsókninni í tímaritinu Sleep. „Þeir unglingar sem tileinka sér slíkt munstur eiga á hættu að að- hyllast óheilbrigðan lífsstíl og þjást af offitu,“ segir Susan Redline, próf- essor við Harvard og aðstandandi rannsóknarinnar. „Fyrri rannsókn- ir hafa sýnt að þeir sem sofa of lítið eru líklegri til að verða feitari en aðr- ir. Samkvæmt okkar rannsókn eru ósofnir unglingar miklu líklegri til að velja óhollari kost þegar kemur að mat,“ útskýrir Redline en 18% ungl- inganna í rannsókninni sem áttu við offitu að stríða mældust sofa minna en hinir. Niðurstöðurnar útskýra ekki af hverju lítill svefn leiðir unglinga oft- ar að ísskápnum. Ein möguleg út- skýring snýr að hormónum sem stjórna matarlyst. Þeir sem fái ekki nægan svefn framleiði minna af þessum hormónum sem valdi því að þeir finni fyrir meira hungri í kal- oríuríkan mat. Útskýringarnar gæti einnig verið að finna í félagslegum og menningarlegum breytum. Red- line og félagar tóku tillit til aldurs, kynþáttar og menntunarstigs for- eldra en uppeldisaðferðir gætu til dæmis haft áhrif á niðurstöðuna. „Ef það eru ekki til neinar kartöfluflög- ur í húsinu borðar unglingurinn á heimilinu ekki kartöfluflögur,“ seg- ir Kristen Knutson, við háskólann í Chicago, sem kom ekki að rann- sókninni. „Svo gæti útskýringuna einfaldlega verið að finna í því að þeir sem vaka meira hafi meiri tíma til að borða,“ segir Redline sem seg- ir niðurstöðuna vonandi vekja ungl- inga og foreldra til umhugsunar og að það sé ekki nóg að sofa og hreyfa sig heldur verðum við líka að sofa nóg. Fullyrðing: ekki skera skorpuna af brauðinu. hún er full af vítamínum. Sannleikurinn: Í þýskri rannsókn frá árinu 2002 kom í ljós að bakstursferlið skapar sérstakt andoxunarefni í brauði sem berst gegn krabbameini. Skorpan er átta sinnum auðugri af efninu en restin af brauðinu. Hins vegar, samkvæmt Keri Glassman höfundi The O1 Diet, er mikilvægara að borða heilveitibrauð. „Skoðaðu innihaldslýsinguna og vertu viss um að kaupa 100% heilhveiti. Ef ekki eru líkur á að brauðið sé blandað hvítu hveiti og minna sé um trefjar.“ Fullyrðing: ef þú ferð út með blautt hár muntu kvefast. Sannleikurinn: „Þér verður kalt en ekk- ert annað en það,“ segir Jim Sears, barna- læknir við San Clemente-sjúkrahúsið í Kaliforníu og einn læknanna í sjónvarps- þættinum The Doctors. Sears vitnar í rann- sókn sem framkvæmd var af Common Cold Research Unit á Englandi þar sem hópur sjálf- boðaliða var smitaður af kvefvírusi. Helmingur þátttakenda hélt svo til í heitu herbergi á meðan hinn helmingurinn var baðaður og látinn standa blautur frammi á gangi í hálftíma, fékk svo að klæða sig en varð að vera í blaut- um sokkum í nokkra tíma í viðbót. Blauti hópurinn fékk ekki frekar kvef en hinn. „Það að verða kalt hefur ekki áhrif á ónæmiskerfi okkar.“ Fullyrðing: augun í þér geta fest ef þú gerir þig rangeygða/n. Sannleikurinn: „Það er ekkert hættulegt að leika sér að því að vera rangeygður,“ segir W. Walker Mot- ley, prófessor við University of Cincinnati College of Medicine, en bætir við að ef for- eldrar taki eftir að barn þeirra sé oft rangeygt skuli hafa sam- band við lækni. Fullyrðing: Það er best að borða við kvefi og fasta við hita. Sannleikurinn: Við kvefi og hita er best að borða, drekka og drekka svo meira. „Þegar við erum lasin verðum við að passa upp á að fá nægan vökva,“ segir Sears og bætir við að vatnið sé best. Fullyrðing: mag- inn er sjö ár að losa sig við tyggigúmmí. Sannleikurinn: „Líkt og flest ann- að sem börn gleypa ferðast tyggjó með vökva í gegnum líkamann á ör- fáum dögum,“ segir David Pollack, læknir við Children’s Hospital of Philadelphia Care Network, og bætir við: „Þótt tyggjó brotni ekki auðveldlega niður í meltingarkerfinu er það samt ekki hættulegt.“ Fullyrðing: Þú missir 75% af líkamshit- anum í gegnum höfuðið. Sannleikurinn: „Þetta spak- mæli var örugglega samið út frá höfði ungbarns, sem er mun stærra hlutfallslega miðað við lík- amann en höfuð fullorð- inna,“ segir Pollack. „Þess vegna er mikilvægt að passa upp á höfuð barna í köldu veðri. Líklegri tala fyrir fullorðna er í kringum 10%. Við missum hita frá öllum ber- um útlimum, líkt og fótum og höndum, svo það er jafn mikilvægt að fara í vett- linga og húfu.“ Fullyrðing: eitt epli á dag kemur heilsunni í lag. Sannleikurinn: Handfylli af bláberjum á dag væri áhrifaríkara. Bláber eru stútfull af næringarefnum og rík af andoxonarefnum og trefjum auk þess sem þau passa vel með öðrum mat líkt og morgunkorni og skyri. Hins vegar er best að borða sem fjölbreyttast úrval af ávöxtum og grænmeti til að koma í veg fyrir alls kyns sjúkdóma. Alls kyns mýtur tengdar heilsunni eru ansi lífseigar. Nú hafa amerískir vísindamenn komist að því að unglingar sem sofa minna leita frekar í óhollari mat. En hvað með fullyrðingar eins og að fiskát geri okkur gáfaðri eða að tyggjó sé eitur í maga? Sérfræðingar og læknar segja okkur hér sannleikann um tólf þrálífar mýtur sem snúa að heilsunni. 12 mýtur um heilsu: Sannleikur eða vitleysa?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.