Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2010, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2010, Blaðsíða 19
Í nýlegum þætti af The Daily Show með Jon Stewart er fjallað um fréttaflutn- ing sjónvarps- stöðvarinnar Fox News. Sjónvarps- stöðin lýsti því yfir að stórhættu- legur stuðnings- maður hryðju- verkastarfsemi ýmiss konar væri einn þeirra sem stæði á bak við bygg- ingu moskunnar í grennd við svæð- ið þar sem Tvíburaturnarnir stóðu í New York. Það fylgdi hins vegar ekki fréttinni að þessi sami maður er einn helsti eigandi Fox News og sé allt hættulegt sem hann lætur pening í hlýtur það þá að gilda um stöðina sjálfa. Stew- art spurði að lokum tvo álitsgjafa um málið. Annar þeirra sagði að menn á Fox News væru það vitlaus- ir að þeir hefðu ekki haft hugmynd um þetta. Hinn sagði að þeir gætu ekki verið það vitlausir, sem hlyti að þýða að þeir væru það illa innrætt- ir að þeir vildu koma höggi á mús- líma, sama hvað, og létu því vera að geta þess hvaða viðskipti maðurinn annars stundaði. Sameiginleg niður- staða var að þeir hlytu að vera ann- aðhvort eða, aðrir möguleikar væru ekki í boði. Heimskan og illskan Allt leiðir þetta okkur, eins og allt hlýtur að gera, að Hruninu. Voru þeir sem sátu í ríkisstjórn jafnt sem í stjórn bankanna í góðærinu svo vitlausir að þeir höfðu ekki minnstu hugmynd um hvað þeir voru að gera eða voru þeir hluti af úthugsuðu plani um að rýja alþýðu Íslands inn að skinni? Fljótt á litið virðast aðr- ir möguleikar ekki koma til greina. Nýjasta fléttan er síðan ófarir Orku- veitunnar. Einn helsti kostur þess að búa á Íslandi er sá að hér er auð- velt að nálgast mikið magn af ódýru rafmagni. Samt tókst stofnuninni að skuldsetja sig svo svakalega með vondum viðskiptum að almenning- ur verður sem fyrri daginn að borga brúsann. Hver útrásarvíkingurinn sem og stjórnmálamaðurinn á fætur öðr- um hefur stigið fram og lýst yfir al- gerri vanþekkingu sinni á nánast öllu því sem gerðist á þeirra vakt. „Fyrirgef oss, því við vissum ekki hvað við gerðum,“ er viðkvæðið. En er hægt að fyrirgefa þeim sem fara með völdin og virðast ekki hafa hug- mynd um hvað þeir eru að gera, með þeim afleiðingum að öll þjóðin þarf að súpa seyðið af? Slík fyrirgefning er að minnsta kosti ekki sjálfsögð, og ekki er hægt að veita hana nema að undangenginni mikilli iðrun og yf- irbót. Þjóðin hefur einfaldlega ekki umboð til að fyrirgefa þeim sem ekki kunna að iðrast. En hver er niður- staðan? Voru þeir svona heimskir eða voru þetta svona vondir menn (og einstaka konur)? Ég vil trúa því að heimskan sé þrátt fyrir allt öflugra afl en illskan, því annað er nánast óhugsandi. Næstu 100 árin? Þetta er ef til vill kjarni málsins, en það má einnig orða þetta öðruvísi. Í nýlegu eintaki tímaritsins News- week er fjallað um rísandi efnahags- kerfi á borð við Mexíkó, Indland, Kína, Rússland og Indónesíu. Þrátt fyrir að hagvöxtur sé þar mikill eiga þau öll við vandamál að stríða. Fá- menn og forrík auðmannastétt hef- ur myndast þegar eigur ríkisins hafa verið seldar á gjafverði. Samband á milli stjórnmálamanna og auð- manna er náið og valin fjölskyldu- fyrirtæki fá hagstæð lán sem þau nýta til að byggja upp veldi í útlönd- um. Samkeppnishæfni þeirra eykst erlendis, en með þeim afleiðing- um að samkeppni er nánast útrýmt á heimamarkaði og skuldsetning ríkisins fer úr böndunum. Verðlag hækkar og vonlaust er fyrir nýja að- ila að koma inn á markað. Fjölskyldufyrirtækin láta sér- staklega til sín taka í fasteignakaup- um, byggingarfyrirtækjum og við orkuvinnslu. Millistéttirnar eru al- mennt þjóðernissinnaðar, og láta sér fátt um finnast á meðan hag- vöxtur helst og stóru fjölskyldufyr- irtækin eru innlend. En það kemur að skuldadögum. Blaðið endar greinina á því að segja að besta leiðin til þess að eiga við hringamyndun sé að brjóta auð- hringina upp eða setja á þá sam- keppnislög. Þetta er þrátt fyrir allt það sem Bandaríkin gerðu fyrir 100 árum. Því má við bæta að verði slíkt ekki gert nú er ólíklegt að hagkerfi heimsins eigi önnur 100 ár eftir. Það vitum við Íslendingar best. HALLBERA GUÐNÝ GÍSLADÓTTIR varð Íslandsmeistari í fótbolta með liði sínu, Val, á laugardaginn. Valsstúlkur hafa nú unnið Íslandsmeistaratitilinn fimm ár í röð. ALDREI ÞREYTT Á AÐ VINNA Stríðið gegn sannleikanum 1 EIÐUR SMÁRI ÆFIR EINNEiður Smári Guðjohnsen hefur æft upp á eigin spýtur fyrir leiktíðina með Stoke City. 2 KRÓKÓDÍLAMAÐURINN PAUL HOGAN FÆR AÐ SNÚA HEIM Paul Hogan fékk leyfi frá áströlskum yfirvöldum til þess að halda aftur til Bandaríkjanna. 3 SELJA BECKINGHAM-HÖLLINA Beckham-hjónin hafa auglýst stóreign sína til sölu. 4 FÓRNFÝSI OG ÞROSKI ÁLFHEIÐAR Meðal stjórnarliða eru margir þeirrar skoðunar að Álfheiður Ingadóttir hafi sýnt þroska með því að víkja. 5 MORÐVOPNIÐ ENN ÓFUNDIÐ Lögreglan leitaði enn að morð- vopninu sem notað var til að myrða Hannes Þór Helgason. 6 SAMBAND RÍKIS OG KIRKJU EKKI HEILAGT Fyrir Þórhalli Heimissyni sóknar- presti er samband ríkis og kirkju ekki heilagt. 7 MIT-HÁSKÓLI HANNAR VÉLMENNI TIL OLÍUHREINSUNAR Vísindamenn við MIT-háskólann í Boston hafa hannað vélmenni sem þrífur olíu af sjávaryfirborðinu. MEST LESIÐ á dv.is MYNDIN Hver er konan? „Ég er Skagastelpa sem býr í Reykjavík og spila fótbolta með Val.“ Hvar ertu uppalin? „Ég er uppalin á Akranesi.“ Hvað drífur þig áfram? „Að vilja alltaf gera betur.“ Hvar í heiminum myndi þig helst langa að búa, ef ekki á Íslandi? „Í Svíþjóð, því það er skemmtilegt land og þar eru góðar búðir.“ Hvaða bíómynd sástu síðast? „Það var stórmyndin The Human Centi- pede. Ég veit samt ekki hvort maður eigi að segja frá því, hún er mjög skrýtin.“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „Á Austurlandahraðlestinni, þangað fer ég þegar ég vil gera vel við mig.“ Bjóstu við því á laugardagsmorg- uninn að verða Íslandsmeistari um kvöldið? „Nei, ég get ekki sagt það. Þetta voru mjög óvænt úrslit og ég átti ekki von á því að þetta myndi spilast þannig að við myndum klára þetta.“ Hvernig var titlinum fagnað? „Það var partí um kvöldið. Það var sko búið að skipuleggja hitting hjá okkur, þannig að hann breyttist óvænt í partí.“ Kom eitthvað annað til greina en að verða Íslandsmeistari í ár? „Nei, að sjálfsögðu ekki. Við ætluðum að halda þessum titlum áfram á Hlíðarenda, það er alltaf markmiðið.“ Fimm í röð, er þetta alltaf jafn gaman? „Jú, og þetta verður bara skemmtilegra með hverju árinu. Þetta verður allavega aldrei þreytt.“ Og er þá bara stefnt á þann sjötta að ári? „Já, þetta hlýtur að vera orðið eitthvert met hjá okkur. Við ætlum auðvitað að halda áfram að verja titlana okkar.“ MAÐUR DAGSINS „Nei.“ PÁLMAR SIGURGEIRSSON 58 ÁRA DÓMVÖRÐUR Í HÉRAÐSDÓMI REYKJAVÍKUR „Já.“ DANÍEL PÁMASON 25 ÁRA LÖGMAÐUR „Já, já, hvers vegna ekki?“ ÁSGEIR ERLINGSSON 51 ÁRS PÓSTBERI „Hún er ekki verra en það sem nú er.“ GRÉTAR GUÐNI GUÐMUNDSSON 65 ÁRA SENDIBÍLSTJÓRI „Nei, ég get það ekki.“ MIKAEL PÉTUR MÁTÉ 17 ÁRA NEMI Í MR GETUR ÞÚ HUGSAÐ ÞÉR RÖGNU ÁRNADÓTTUR SEM NÆSTA FORSETA ÍSLANDS? DÓMSTÓLL GÖTUNNAR MÁNUDAGUR 6. september 2010 UMRÆÐA 19 Vondir menn eða vitlausir? Ég vil trúa því að heimskan sé þrátt fyrir allt öflugra afl en illskan. KJALLARI VALUR GUNNARSSON rithöfundur skrifar Biðröð Það er fátt vinsælla en að fá sér pylsu á Bæjarins bestu líkt og kom í ljós á sunnudaginn. Gífurlega löng röð myndaðist við pysluvagninn sem er afar vinsæll áningarstaður ferðamanna jafnt sem íbúa höfuðborgarsvæðisins sem vita fátt betra en að fá sér eina með öllu. MYND RÓBERT REYNISSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.