Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2010, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2010, Blaðsíða 11
mánudagur 6. september 2010 fréttir 11 svona nálægt sér. Þetta er bara ömur- legt. Maður er náttúrulega feginn að það séu komin málalok en þetta var bara það versta sem gat komið fyrir mig. Ég er samt að öllu leyti mjög feg- in því að þetta sé búið.“ Youtube-myndbandið Eins og fram hefur komið í fjölmiðl- um játaði Gunnar Rúnar ást sína á Hildi í Youtube-myndbandi sem varð vinsælt í netheimum. Þá hefur morð- ið á Hannesi verið rannsakað sem ástríðuglæpur. Hildur segir að í kjöl- far birtingar myndbandsins hafi hún gert Gunnari grein fyrir því hvar hún stæði: „Ég gerði honum alveg fulla grein fyrir því þegar hann gerði þetta myndband að þetta væri ekki endur- goldið. Ég væri hamingjusöm í mínu sambandi og ég var ekki að fela það fyrir neinum hvað ég var hamingju- söm í mínu sambandi.“ Þá segir Hildur að hún hafi ekki talað við Gunnar lengi á eftir. „Seinna baðst hann afsökunar og það var allt í lagi. Þetta var bara Gunni og ég fann til með honum. Svo byrjaði ég að tala við hann aftur og þá byrjaði hann að vera með okkur á djamminu og gisti heima hjá okkur og svona.“ Hún seg- ir að Gunnar hafi aldrei nokkru sinni eftir það talað við hana um að hann bæri ennþá tilfinningar í hennar garð: „Aldrei, eftir þetta myndband. En ég heyrði það tveimur dögum eftir að Hannes dó að Gunnar hefði talað þannig við bróður vinkonu minnar. Ég hafði ekki hugmynd um það fyrr en eftir að Hannes var dáinn, þá fékk ég að vita það.“ „Búið að rústa lífi mínu“ Hildur segist ekki hafa verið í neinu sambandi við Gunnar Rúnar eftir ódæðið. Hann hafi þó hringt í hana fyrir um það bil tveimur vikum og sagt við hana að hann væri búinn að fá bílinn sinn úr rannsókn. Þá hafi hann spurt hvort þau gætu hist á næstu dögum og spjallað. „Ég var al- veg í rusli þegar hann hringdi, ég vissi ekkert, var ennþá í losti og sagði hon- um að vera í bandi eftir helgi. Hann var tekinn daginn eftir í gæsluvarð- hald.“ Eins og fram hefur komið eru Hildur og Gunnar Rúnar æskuvinir frá því í grunnskóla en Hildur talaði ekkert við hann frá því í tíunda bekk og þar til fyrir tveimur árum þegar þau byrjuðu að tala saman aftur. „Við höfum bara verið djammfélagar og erum búin að vera það síðustu ár, og ég hef ekkert verið að hitta hann fyr- ir utan djammið,“ segir Hildur þegar hún er spurð út í hvers eðlis vinátta þeirra hafi verið. Hildur og Hannes höfðu verið saman í eitt og hálft ár og höfðu þau búið saman mestallan tímann. „Við vorum búin að plana ýmislegt sem tengdist framtíð okkar saman. Við vorum virkilega ástfangin og mjög hamingjusöm. Ég get ekki lýst því hvað það er mikill tómleiki í lífi mínu. Hann var mér allt. Í dag er enginn við hliðina á mér, það vantar meira en helminginn af mér.“ Hildur segir tilfinningarnar sem hún hefur undanfarið upplifað í raun vera ólýsanlegar: „Ég er búin að fara stanslaust upp og niður. Ef ég er ekki grenjandi, þá er ég ákaflega dofin og annars er það bara þvílík reiði. Þetta blandast allt saman í einn hræri- graut og alveg rosalega mikið af því. Ég eiginlega get ekki lýst þessu. Þetta er bara gjörsamlega búið að rústa lífi mínu og ég veit ekki hvað ég á að gera. Þetta er í rauninni mjög óraunveru- legt. Ég er ekki komin niður á jörðina með þetta.“ „HANN SENDI MÉR SAMÚÐARSKEYTI“ Leitað að morðvopni Kafarar ríkislögreglustjóra hafa undanfarið leitað að morðvopninu við smábátahöfnina í Hafnarfirði. Hildur og Hannes „Við vorum búin að plana ýmislegt sem tengdist fram- tíð okkar saman. Við vorum virkilega ástfangin og mjög hamingjusöm,“ segir Hildur meðal annars. framhald á næstu síðu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.