Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2010, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2010, Side 11
Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, tekur illa þeirri ályktun lands- fundar Ungra vinstri grænna fyrir helgi að hann hafi verið vanhæf- ur til setu í starfshópi um endur- skoðun fiskveiðistjórnunarkerf- isins vegna hagsmunatengsla. Hann óskaði síðastliðinn mánu- dag eftir fundi með Guðrúnu Ax- fjörð Elínar dóttur, formanni UVG, og stjórn félagsins. „Fundurinn var gagnlegur en breytir engu um ályktun okkar,“ segir Snærós Sindradóttir, varaformaður UVG. Landsfundur UVG var haldinn síðastliðinn föstudag og laugar- dag. Í umræddri ályktun lýsir landsfundurinn vonbrigðum með að þingflokkur VG hafi tilnefnt Björn Val Gíslason í starfshópinn. „Björn Valur er starfsmaður stór- útgerðarinnar Brims og því van- hæfur sökum hagsmunatengsla,“ segir í ályktuninni. „Það er eitt hið versta sem getur komið fyrir þingmenn að vera sak- aðir um óheiðarleg vinnubrögð. Ég hef unnið fyrir Brim, Sæberg á Ól- afsfirði og Þormóð ramma á starfs- ferli mínum svo nokkuð sé nefnt. Enginn atvinnurekandi á mig og ég á ekki annarra hagsmuna að gæta í þessu máli en allur almenning- ur. Af þeim sökum er ég ósáttur við ályktunina og hef óskað eftir fundi með formanni og stjórn Ungra vinstri grænna.“ Ungliðar deila á samningaleið Niðurstaða starfshóps sjávarút- vegsráðherra var að fara svokall- aða samningaleið. Fyrningarleiðin umdeilda, að ríkið innkalli kvót- ann og leigi hann út á markaði, naut ekki stuðnings innan starfs- hópsins. Aðeins fulltrúi Hreyfing- arinnar, Finnbogi Vikar, studdi þá leið. Landsfundur Ungra vinstri grænna lýsir því hins vegar í ályktun sinni fyrir helgi að samn- ingaleiðin sé andstæð stefnu VG. „Landsfundur lýsir því yfir að samningaleiðin sé algjörlega óásættanleg niðurstaða og gangi í berhögg við stefnu VG.“ Jafnframt segir í ályktuninni að það sé hlut- verk VG að bylta fiskveiðistjórn- unarkerfinu. „Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur álykt- að að fiskveiðistjórnunarkerfið í núverandi mynd sem komið var á undir forystu Sjálfstæðisflokks- ins þar sem framsal aflaheimilda er leyft sé mannréttindabrot. Það er hlutverk ríkisstjórnar Vinstri grænna að bylta fiskveiðistjórn- unarkerfinu og byggja upp nýtt og sanngjarnt kerfi með félagsleg sjónarmið að leiðarljósi.“ Við þetta má bæta að Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra, boðaði í ræðu á aðalfundi Landssambands smá- bátaeigenda fyrir helgi að ef þorsk- og ýsukvóti yrði aukinn yrði kvót- inn boðinn á leigumarkaði. Hann vísaði í þessu sambandi til bráða- birgðaákvæðis um úthlutun á skötuselskvóta en ákveðið var að ríkið gæti leigt út 2.000 tonn á þessu fiskveiðiári og því næsta án úthlutunar til kvótahafa. „Í fram- kvæmd þykir vel hafa tekist til og mun ég því leggja til að ráðherra hafi heimild til að úthluta ákveðnu magni af þorski, ýsu, ufsa, gull- karfa og íslenskri sumargotssíld til skipa sem hafa veiðileyfi. Út- gerðir munu þurfa að greiða tiltek- ið sanngjarnt gjald fyrir aflaheim- ildirnar sem renna mun í ríkissjóð eða til tiltekinna verkefna,“ sagði Jón í ræðunni. Augljós ágreiningur Andstaða Ungra vinstri grænna við samningaleiðina og útspil Jóns Bjarnasonar kemur Birni Val einnig á óvart, en innan starfs- hópsins um endurskoðun fisk- veðistjórnunarinnar studdi hann samningaleiðina. „Starfshópurinn sameinaðist nær allur um samn- ingaleiðina utan fulltrúa Hreyf- inarinnar enda töldum við leið- ina mun betri en aðrar leiðir. Það hefur farið fram hjá mér ef VG er farið að aðhyllast markaðslausnir við stjórn fiskveiða. Það hefur ekki verið á stefnuskrá VG að bjóða upp aflaheimildir. Ég held að ráðherr- ann hafi látið þetta frá sér fara án þess að hugsa málið til enda. Þetta gengur í berhögg við stefnu flokks- ins,“ segir Björn Valur. Af ræðu Jóns Bjarnasonar, álykt- un UVG og ummælum Björns Vals Gíslasonar má ljóst vera að um- talsverður ágreiningur ríkir innan VG um stefnu flokksins í sjávarút- vegsmálum. Ekki hefur verið litið svo á að niðurstaða starfshóps sjávarút- vegsráðherra sé bindandi varð- andi væntanlegar breytingar á fisk- veiðistjórnunarkerfinu. miðvikudagur 20. október 2010 fréttir 11 Ágreiningur er risinn milli Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra og Björns Vals Gíslasonar, þingmanns VG, um stefnu flokksins í sjávarútvegsmálum. Ung vinstri græn ályktuðu gegn Birni Val fyrir helgina og standa nær sjónarmiðum Jóns sem boðaði í síðustu viku auknar aflaheimildir og að þær yrðu boðnar upp af ríkinu á leigumarkaði. Björn Valur segir það nýtt ef VG aðhyllist markaðslausnir í fiskveiðistjórninni en hann styður svonefnda samningaleið. Væringar innan Vg um stjórn fiskVeiða JóhAnn hAUksson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Það hefur farið fram hjá mér ef VG er farið að aðhyllast markaðslausnir við stjórn fiskveiða,“ segir Björn Valur Gíslason. Ungliðar ráðast á þingmann Ung vinstrigrænmælagegnsamningaleið- innisemBjörnValurGíslasonstuddi ístarfshópisjávarútvegsráðherraum endurskoðunkvótakerfisins. Ráðherra veldur titringi JónBjarnason þykirhafatefltdjarft gegnríkjandikvótakerfi þegarhannboðaði auknarveiðiheimildir ogaðþæryrðuleigðar útafríkinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.