Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2010, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2010, Page 12
12 fréttir 20. október 2010 miðvikudagur „Leikreglurnar eru þannig að hér getur enginn keppt við kvótagreif- ana,“ segir Snjólfur Gíslason sem gerir út krókabátinn Dalakoll frá Breiðdalsvík. Hann vísar til þeirrar reglu að heimamenn geti fengið úthlutað byggðakvóta leggi þeir til eigin kvóta á móti. „Við eigum engan kvóta og þann kvóta yrðum við þá að kaupa af kvótaeigendum. Til þess að ná í 20 tonn af byggðakvótanum hér á Breiðdalsvík hefði ég orðið að sýna fram á 40 tonna kvótaeign. Hér er fyrir löngu búið að hafa af okkur all- an kvóta og því getum við ekki gert neitt annað en að binda vonir við strandveiðarnar og hugmyndir Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra um að auka kvótann eitthvað. Fegin myndum við leigja eitthvað af hon- um frá ríkinu stæði það til boða. Ef við fengjum leigðan kvóta af ríkinu mætti koma því svo fyrir að við yrð- um gjaldgengir gagnvart byggða- kvótanum,“ segir Snjólfur og bætir við að þeir sem geti leigt frá sér kvóta þurfi ekki á honum að halda. Hákarlar og hornsíli Svo vill til að útgerðarfélagið Nóna ehf. frá Hornafirði hefur haslað sér völl á Breiðdalsvík og landar afla þar. Nóna gat boðið fram kvóta á móti byggðakvóta Breiðdalsvíkur en skylt er að landa honum í viðkom- andi byggðarlagi. „Þetta hefur lítið að segja. Aflanum er landað hér en hann er fluttur til Hornafjarðar eða eitthvert annað. Fyrir mér lítur þetta þannig út að þeir sterku ná einnig til sín byggðakvótanum í krafti kvóta- eignar sinnar. Ég og fleiri höfðum ekkert annað en strandveiðarnar í sumar. Það væri eitthvað sem líkt- ist jafnræði ef við fengjum að leigja kvóta af ríkinu og gætum keppt á þeim grundvelli um byggðakvótann. Ég er ekkert endilega að hugsa um mig heldur strákana sem enn reyna að halda velli í útgerð hérna. Ég er ekkert að sakast við sjómenn hjá bát- um á vegum Nónu á Hornafirði sem náði byggðakvóta okkar til sín. Þetta eru bara leikreglurnar sem endur- spegla vald stórútgerðanna. Þær fengu því framgengt að menn yrðu að koma með kvóta á móti úthlutun byggðakvóta. Var ekki með því ver- ið að dæma kvótalausar útgerðir úr leik?“ Keppum ekki við sægreifana Samkvæmt reglugerð sjávarútvegs- ráðuneytisins er fiskiskipum skylt að landa til vinnslu innan viðkom- andi byggðarlaga afla sem nemur tvöföldu magni þess kvóta sem þau fá úthlutað af byggðakvóta. Afla sem boðinn er upp á fiskmarkaði telst ekki hafa verið landað til vinnslu. Samkvæmt frásögn Snjólfs er ákvæð- um um vinnslu afla á staðnum ekki fylgt. „Þegar svo er upplýst að búið sé að afskrifa um 2,6 milljarða af skuld- um Nónu fellur manni allur ketill í eld. Við getum ekki keppt við þetta og ástandið grefur enn undan byggðar- lögunum. Ef til vill verðum við næst að kaupa vatnið sem við drekkum.“ Ráðherrann átti stærri hlut Landsbankinn tekur fram í yfirlýs- ingu vegna umfjöllunar, meðal ann- ars í DV, um Skinney-Þinganes og afskriftir Nónu, að farið hafi verið í einu og öllu eftir settum verklags- reglum. Nóna er nær algerlega í eigu Skinneyjar-Þinganess á Hornafirði. Landsbankinn upplýsir að skuld- ir Nónu hafi verið afskrifaðar í jan- úar síðastliðnum og færðar niður til móts við eignir félagsins. Í árs- skýrslunni segja eigendur félags- ins að vonir séu til þess að það geti haldið velli: „Samið hefur verið við lánastofnanir um endurfjármögn- un á hluta af skuldum félagsins en stjórnendur þess eiga enn í samn- ingaviðræðum við lánastofnanir um endurfjármögnun þess hluta skuld- anna sem ósamið er um. Samhliða viðræðum um endurfjármögnun vinna stjórnendur að endurskipu- lagningu og hagræðingu í rekstri félagsins. Ef stjórnendum félagsins tekst að ljúka samningum um end- urfjármögnun og hagræðingarað- gerðir skila þeim árangri sem von- ast er til, er það mat stjórnenda að hægt verði að reka félagið til fram- tíðar.“ Textinn er meðal annars frá feðgunum Ingólfi Ásgrímssyni og Aðalsteini, sem er framkvæmda- stjóri Nónu. Landsbankinn upplýsir jafnframt að eignarhlutur Halldórs Ásgríms- sonar, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins, sé 2,37 prósent. Í minnisblaði Sigurðar Þórðarson- ar, þáverandi ríkisendurskoðanda, til fjárlaganefndar Alþingis árið 2005 var hins vegar ekki annað að sjá en hlut- ur Halldórs hefði verið liðlega 1,3 pró- sent. Í minnisblaðinu lagði ríkisend- urskoðandi mat á hæfi Halldórs til afskipta af sölu á eignarhlut ríkisins í Búnaðarbankanum til S-hópsins svo- nefnda, en hann tengdist Skinney- Þinganesi í gegnum félagið Hesteyri hf. DV taldist til að hlutur Halldórs í afskriftum, sem komu félagi Skinn- eyjar-Þinganess til góða, hefði því ver- ið um 34 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum Landsbankans er hlut- ur Halldórs í afskriftum hjá félagi í eigu Skinneyjar-Þinganess því um 62 milljónir króna og var því um vanmat DV að ræða í úttekt blaðsins fyrir síð- ustu helgi. Afskrifa til að vernda störf og lífsafkomu Í yfirlýsingu Landsbankans vegna málsins segir orðrétt: „Að gefnu til- efni er rétt að taka fram að Lands- bankinn fór í einu og öllu að verk- lagsreglum þegar skuldir Nónu ehf. voru afskrifaðar í janúar 2010. Skuld- ir fyrirtækisins voru færðar niður í 100 prósent af eignavirði til sam- ræmis við þágildandi reglur bankans og eigendur lögðu félaginu til nýtt fé samhliða þeirri niðurfærslu. Í dag heimila reglur bankans niðurfærslu skulda í 90 prósent af eignavirði sam- hliða 10 prósent framlagi eigenda. Öllum fyrirtækjum með greiðslugetu stendur sú leið til boða.“ Landsbankinn leggur áherslu á að í meðförum bankans njóti öll fé- lög jafnræðis. „Það þýðir að fyrir- tækjum er hvorki ívilnað né refsað þó einhver eigandi þeirra kunni til dæmis að hafa starfað í stjórnmálum um lengri eða skemmri tíma. Þess ber að geta að margnefndur eignar- hlutur fyrrverandi forsætisráðherra í móðurfélagi Nónu ehf., Skinney- Þinganess hf., er 2,37 prósent. Engar skuldir þess félags hafa verið afskrif- aðar og slíkt stendur ekki til. Einnig er rétt að nefna að afskriftir á skuld- um Nónu ehf. hafa engin áhrif á nið- urskrift skulda annarra viðskiptavina og sérstaklega ekki einstaklinga. Með þessari leið og endurskipulagningu á skuldastöðu Nónu ehf. telur bankinn sig hámarka endurheimtur sínar af lánum til fyrirtækisins. Landsbankinn hefur lagt áherslu á að endurskipuleggja skuldir lífvæn- legra fyrirtækja í samræmi við vilja yfirvalda og hefur í því sambandi tal- ið mikilvægt að vernda störf og lífs- afkomu fólks. Með það fyrir augum var samningur um niðurskrift skulda Nónu ehf. gerður.“ jóHAnn HAuKsson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Nóna, dótturfélag Skinneyjar-Þinganess á Hornafirði, ræður yfir byggðakvóta heimamanna á Breiðdalsvík. Kvótalausir heimamenn treysta á strandveiðar og vonast til þess að kvótinn verði aukinn. Samkvæmt leik- reglunum þarf útgerð að leggja til kvóta frá sjálfri sér til þess að eiga möguleika á öðru eins af byggðakvóta. „Þetta dæmir okkur úr leik og tyllir undir stórútgerðirnar,“ segir snjólfur Gíslason. Landsbankinn hefur afskrifað 2,6 milljarða króna hjá Nónu. Byggð undir hæl kvótarisanna Þegar svo er upp-lýst að búið sé að afskrifa um 2,6 milljarða af skuldum Nónu fellur manni allur ketill í eld. Við getum ekki keppt við þetta og ástandið grefur enn undan byggðarlög- unum. Afskriftir SamkvæmtupplýsingumLandsbankansnemurhluturHalldórsÁsgríms- sonaríafskriftNónu,dótturfélagsSkinneyjar-Þinganess,um62milljónumkróna. samþjöppun á fárra höndum Meiraaðsegja byggðakvótiBreiðdalsvíkurkomstíhendurNónu eftiraðstórfyrirtækihöfðukomistyfirkvóta heimamanna.mynd siGtRyGGuR ARi jóHAnnsson Kvótalausir heimamenn DalakollurerkrókabáturáBreiðdalsvíksemháðurer heimildtilstrandveiða. snjólfur Gíslason „Þaðværieitthvað semlíktistjafnræðiefviðfengjumað leigjakvótaafríkinuoggætumkepptá þeimgrundvelliumbyggðakvótann.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.