Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2010, Qupperneq 23
mér að hitta hann aftur svo ég hætti bara,“
segir hann og bætir við að á þessum tíma
hafi hann verið viss um að geta læknað sig
af samkynhneigðinni. „Ég reyndi að biðja
þetta í burtu og var á tímapunkti viss um að
mér hefði tekist að laga mig. Ég var svo viss
um að mér væri batnað að ég gifti mig,“ segir
hann og bætir við að 18 ára hafi hann skrifað
undir undirskriftarlista gegn því að samkyn-
hneigðir mættu ættleiða börn, svo sterk hafi
afneitunin verið.
Áfall fyrir barnsmóðurina
Eftir fimm ár slitnaði upp úr hjónabandinu
og þremur og hálfu ári síðar kom Davíð út
úr skápnum. „Það var eiginlega alveg óvart
og alls ekkert sem hafði verið í spilunum. Ég
hafði hitt strák af netinu en það samband
gekk ekki upp. Svo fór ég að hitta stelpu en í
síðasta skiptið sem við kysstumst fann ég að
ég gat ekki meira. Ég fékk nánast taugaáfall,
svitnaði og svaf ekkert í þrjá sólarhringa.
Einn daginn þegar við barnsmóðir mín fór-
um saman að versla skóladót fyrir dæturn-
ar spurði hún mig hvernig gengi með kær-
ustuna og ég sagði henni að það samband
væri búið. Hún fór eitthvað að spyrja mig og
ég svaraði einhverju samhengislausu og allt
í einu kom orðið „hommi“ út úr mér. Hún
kom til mín um kvöldið og við spjölluðum
betur saman,“ segir hann og bætir við að
fréttirnar hafi reynst mikið áfall fyrir hana.
„Hún tók þessu samt ótrúlega vel og á þrosk-
aðan hátt og hvatti mig til að sækja Samtök-
in 78. Ég ætlaði ekkert að segja fleirum en
ákvað eitt kvöldið að skella mér á skemmti-
stað fyrir samkynhneigða en þegar ég kom
þangað hitti ég alla vinnufélaga mína. Ég er
ekki vanur að drekka áfengi en þarna hafði
ég drukkið í mig kjark svo þegar einn vinnu-
félaganna spurði hvað ég væri að gera þarna
og hvort ég væri hommi svaraði ég bara ját-
andi. Svo þetta var fljótt að fréttast. Fyrstu
vikurnar var ég rosalega hræddur, vissi ekki
hvernig fólk myndi taka þessu og óttaðist
höfnun og ímyndaði mér allt það versta. Ég
kveið mikið fyrir að útskýra þetta fyrir börn-
unum mínum, foreldrum, vinum og söfnuð-
inum en ég hef verið í Krossinum frá árinu
2005,“ segir hann en bætir við að almennt
hafi fólk tekið fréttunum vel.
Fyrsta ástarsorgin
Davíð segir tímann eftir að hann kom út úr
skápnum hafi verið eins og að ganga í gegn-
um annað gelgjutímabil. „Þetta tímabil var
fullt af tilfinningum. Þarna var ég að upp-
lifa fyrstu ástarsorgina sem var virkilega sárt
og erfitt. Ég hafði ekki hugmynd um að ást-
inni fylgdi svona mikið af flóknum og óraun-
sæjum tilfinningum. Fólk beitir ekki beint
rökhyggjunni á þennan hluta lífsins,“ segir
hann og brosir. „Í dag líður mér vel. Í fyrsta
skiptið á ævinni upplifi ég mig sem eðlileg-
an einstakling sem passar nokkurn veginn
alls staðar inn. Ég get tekist á við lífið sem
ég sjálfur,“ segir hann en bætir við að eftir
þriggja daga vanlíðan og jafnvel smá snert
af taugaáfalli hafi hreinlega verið um tvennt
að velja – að koma út úr skápnum eða gefast
upp. „Ég hafði misst lífsviljann og veit ekki
hvað hefði gerst ef ég hefði ekki gert hreint
fyrir mínum dyrum, bæði hvað varðar sjálf-
an mig og fólkið í kringum mig. Mér fannst
ég vera að ljúga að sjálfum mér og öllum í
kringum mig. Allt í lífinu var orðið svo skakkt
og skekkt.“
Samfélagið opnara
Davíð segir að þegar hann hafi verið að vaxa úr
grasi hafi umræðan um samkynhneigð á meðal
krakka verið afar neikvæð. Hann segist ekki vita
hvernig umræðan sé í dag en miðað við við-
brögð dætranna telji hann að ástandið sé betra.
„Ég hafði kviðið mikið fyrir að segja stelpunum
mínum frá þessu en þegar ég tilkynnti þeim að
ég ætti kærasta fannst þeirri yngstu það skrýtið
en þeirri elstu fyndið. Miðbarnið sagði að það
væru margir karlar sem ættu kærasta og marg-
ar konur sem ættu kærustur og að það væri
bara flott. Hún var bara fimm ára. Ekki vissi ég
hvað samkynhneigð var þegar ég var fimm ára.
Samfélagið er orðið opnara og fólk fær frekar
að vera í friði eins og það er. Samt er einelti enn
til staðar og þess vegna tel ég þessa umræðu
svo mikilvæga. Ég vil vekja þessa umræðu svo
krakkar þegi ekki yfir kynhneigð sinni og upp-
lifi sjálfa sig sem neikvæð og að þau séu ekki
metin að eigin verðleikum.“
indiana@dv.is
miðvikudagur 20. október 2010 úttekt 23
Ég reyndi að biðja þetta í burtu og var á tímapunkti viss um að mér hefði tekist að laga mig. Ég var svo viss um að
mér væri batnað að ég gifti mig.
Stefán Svan fatahönnuður varð fyrir einelti í
æsku. Hann var kallaður hommi og stelpustrákur
og á unglingsárunum varð ofbeldið hrottafengnara.
Ég bjó úti á landi þar til ég var sjö ára en eineltið hófst eiginlega um leið og ég flutti í borgina,“ segir Stefán Svan Að-
alheiðarson, fatahönnuður og starfsmaður í
GK Reykjavík. Stefán Svan segist hafa geng-
ið í góðan skóla og að krakkarnir í bekkn-
um hafi komið vel fram við hann. „Það voru
frekar eldri krakkar sem lögðu mig í einelti.
Ég átti mikið af stelpuvinum og var kallaður
stelpustrákur. Svo þegar við eltumst fór ein-
eltið að verða hrottalegra og fór að beinast
að kynhneigð minni. Í gagnfræðaskóla átti
einn strákurinn til að veitast reglulega að
mér, bæði í skólanum og utan skólans,“ seg-
ir hann og bætir við að nokkrir þeirra sem
komu illa fram við hann í æsku hafi beðið
hann afsökunar á fullorðinsárum. „Kannski
bauð ég hættunni heim því ég var ekkert að
fela hvernig ég var og hagaði mér eins og ég
vildi þótt ég reyndi að láta lítið á mér bera. Í
seinni tíð hafa margir þessara krakka komið
til mín og sagst líða illa og ég skil það vel og
vorkenni þeim sem hafa svona lagað á sam-
viskunni. Það er frábært að geta beðist afsök-
unar en fólk verður að skilja að einelti getur
haft mjög alvarlegar afleiðingar. Það er ekki
bara hægt að afgreiða þetta sem bernskubrek
og saklausa stríðni.“
Hommi og stelpustrákur
Stefán segir fréttir af sjálfsvígum vegna ein-
eltis snerta hann djúpt. „Þetta er bara al-
veg hræðilegt. Þegar maður er barn á mað-
ur að fá að vera barn og á ekki að þurfa að
hafa áhyggjur af svona löguðu. Ég hef samt
líka samkennd með þeim krökkum sem
stunda einelti því oftast eru þetta krakkar
sem koma úr erfiðum aðstæðum sjálf og eru
að fá útrás fyrir eigin vanlíðan með þess-
ari hegðun,“ segir hann en bætir aðspurð-
ur við að þrátt fyrir eineltið og að vera upp-
nefndur „hommi“ og „stelpustrákur“ hafi
hann aldrei skynjað samkynhneigð sem nei-
kvæða. „Mér fannst aldrei neitt mál að vera
samkynhneigður, það var alltaf meira mál
fyrir aðra en mig. Annars hefði ég örugglega
dílað við þessa reynslu öðruvísi. Kannski
var ég sterkur karakter auk þess sem ég átti
rosalega góða að, bæði fjölskyldu og vini
sem tóku mér eins og ég var,“ segir hann en
bætir við að vissulega hafi eineltið haft sín
áhrif á sjálfsmyndina.
Niðrandi umræða
„Fyrir vikið var ég meira til baka og var
kannski síður að trana mér fram. Ég hef alveg
upplifað sjálfan mig sem annars flokks. Þess-
ir sjömenningar, sem urðu til þess að fjólu-
blái dagurinn er nú haldinn, koma frá landi
og fylki þar sem fordómar og mismunun er
mun meiri en hér. Við erum heppin að búa
hér. Samt er umræðan á Íslandi ekki komin
nógu langt á meðan við erum til dæmis að
ræða hjúskapar- og ættleiðingarlög samkyn-
hneigðra í Kastljósi þar sem aðilar hvor með
sitt sjónarmið ræða það hvort þú sért nógu
góð manneskja til að giftast og eiga börn.
Þessi umræða er bæði niðrandi og niðurlægj-
andi. Barneignir og hjónaband eiga að vera
sjálfsögð réttindi fyrir alla en á meðan þessi
umræða fer fram eru hlutirnir gerðir erfiðari
og flóknari.“ indiana@dv.is
Börn eiga að fá
að vera börn
Hræðilega sorglegt Stefán Svan segir fréttir af
sjálfsvígum vegna eineltis snerta hann djúpt. Á
myndinni er hann ásamt Aðalheiði vinkonu sinni.
Einelti vegna kynhneigðar
Tyler Clementi var 18 ára nemandi
við Rutgers-háskólann í New Jersey. Þann 22.
september skrifaði hann sína síðustu færslu á
Facebook-síðu sína: „Jumping off the gw bridge
sorry“. Lík hans hefur aldrei fundist en ökuskír-
teini hans og veski fundust á George Washing-
ton-brúnni. Clementi setti inn færsluna eftir að
hafa komist að því að herbergisfélagi hans á
vistinni hafði tekið ástarleik hans með öðrum
dreng upp á myndband og birt á netinu.
Seth Walsh, 13 ára, hafði verið fórnarlamb
grimmilegs eineltis um árabil og reyndi að
enda líf sitt með því að hengja sig. Hann lést á
sjúkrahúsi í Kaliforníu í byrjun október.
Justin Aaberg, 15 ára, í Minnesota tók líf
sitt í september. Mamma hans kom að honum
látnum í herbergi hans. Hún hefur sagt fjölmiðl-
um að hún hafi haldið að hann væri hamingju-
samur en hefur nú fengið að heyra af skelfilegu
einelti sem hannsætti um árabil. Þótt Aaberg hafi
komið úr skápum 13 ára vissi fjölskylda hans ekki
að hann væri hommi.
Raymond Chase, 19 ára samkynhneigður
listanemi í Monticello í New York, hengdi sig á
skólavistinni þann 1. október.
Asher Brown, 13 ára drengur frá Houston
í Texas, skaut sig í höfuðið heima hjá sér í sept-
ember. Foreldrar hans segja ástæðuna skelfilegt
einelti af hálfu fjögurra skólafélaga hans. „Asher
var strítt til dauða. Hann var lagður í einelti því
hann var lágvaxinn, trúaður og hafði ekki efni
á dýrum merkjafötum. Krakkarnir sökuðu hann
líka um að vera hommi,“ var haft eftir móður
hans.
Billy Lucas, 15 ára nemi við Greensburg-
menntaskólann í Indíana-ríki, hengdi sig í hlöðu
heima hjá ömmu sinni í september. Hann hafði
verið lagður í einelti vegna samkynhneigðar. Á
minningarsíðu hans viðurkenna skólafélagar
hans að allir hafi gert grín að honum. Hatrið
hefur náð á minningarsíðuna þar sem einhverjir
hafa skrifað móðgandi athugasemdir um
samkynhneigða.
Cody J. Barker var 17 ára þegar hann
framdi sjálfsmorð þann 13. september. Hann var
samkynhneigður.
Samkvæmt bandarískri rannsókn frá árinu
2009 eru samkynhneigðir krakkar í elstu
bekkjum grunnskóla mun líklegri til að reyna
sjálfsvíg en gagnkynhneigðir. Samkvæmt
niðurstöðunum höfðu 34% homma og lesbía
reynt að fyrirfara sér á móti 7% gagnkyn-
hneigðra. Í sömu rannsókn kom einnig í ljós að
samkynhneigðir krakkar eru mun líklegri til að
reykja, drekka áfengi og nota fíkniefni.