Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2010, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2010, Side 24
Flestir sáttir við ÓlaF Í skoðanakönnun sem knattspyrnuvefsíðan Fótbolti.net gerði á meðal leikmanna Pepsi-deildarinnar kemur í ljós að flestir þeirra eru tiltölulega sáttir við landsliðsþjálfarann, Ólaf Jóhannesson, sem hefur setið undir harðri gagnrýni fyrir slakt gengi sitt með liðið. Fimmtíu og fimm prósent þeirra 212 leikmanna sem svöruðu könnuninni segjast mjög sáttir eða frekar sáttir við Ólaf en fjörutíu og fimm prósent segjast frekar- eða mjög ósáttir við störf hans. Könnunin var gerð fyrir leik landsliðsins gegn Portúgal, sem tapaðist 3-1. Nýliðaslagur á selFossi Fjórða umferð N1- deildar karla hefst á fimmtudagskvöldið með tveimur stórleikjum. Nýliðar deildarinnar í ár, Selfoss og Afturelding, mætast á Selfossi en heimamenn hafa náð í tvö stig í deildinni í ár en Afturelding er enn án stiga. Reykjavíkurrisarnir Fram og Valur mætast svo í Safamýri, Valur á botninum án stiga. Umferðin heldur svo áfram á föstudags- kvöldið þegar Akureyri og Haukar mætast fyrir norðan og lokaleik- urinn er svo viðureign HK og FH í Digranesinu á laugardaginn en sá leikur verður í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Molar Ræna hugsanlega n‘Zogbia n Liverpool-menn íhuga nú að stela vængmanninum Charles N‘Zogbia fyrir framan nefið á Birmingham sem talið er næsta öruggt að bjóði í hann níu milljónir punda í janúar. Búist er við því að Roy Hodgson – eða hver sá sem verður þjálfari Liverpool í janúar – fái fulla tösku fjár til þess að styrkja liðið. Birmingham-menn hafa fylgst með hverju fótmáli Frakkans á þessari leiktíð en frammistaða hans síðustu vikur hafa einnig vakið áhuga Liverpool og var njósnari frá liðinu á leik Wigan og Newcastle um helgina þar sem N‘Zogbia skoraði tvö mörk. MæliR Með hangeland n Og meira af leikmannamálum Liverpool. Fyrrverandi Anfield-goð- sögnin Jamie Redknapp heldur því fram að Liverpool ætli sér að landa norska miðverðinum Brede Hange- land frá Fulham þegar glugginn opnar í janúar. Redknapp, sem er sérfræðingur Sky-sjónvarpstöðvarinnar, segir að náið samband Roy Hodgson við Hangeland muni hjálpa til við samninga þar. Enn fremur segir Redknapp að Hangeland sé sá leik- maður sem liðið hefur sárvantað frá því Sami Hyypia fór til Þýskalands. „Ég er viss um að Mark Hughes bíður bara eftir símtali frá Hodgson,“ segir Jamie Redknapp. stRíðið helduR áfRaM n Það verður seint sagt að Tony Pulis, knattspyrnustjóri Stoke, og kollega hans hjá Arsenal, Arsene Wenger, séu bestu vinir. Orðastríð hefur verið í gangi þeirra á milli eftir að Wenger kallaði Stoke rug- by-lið. Segir Pulis nú að stimpillinn snillingur sem Wenger ber á sér sé algjört ofmat þar sem hann hafi ekki unnið titil í sex ár. „Ég er með spennandi og hæfileikaríka leikmenn eins og Etherington, Fuller og Tuncay Sanli. Ég er viss um að þeir væru ekki í Stoke ef við værum jafnslæmir og Wenger segir. Annars hef ég ekkert á móti erlendum knatt- spyrnustjórum, þeir eru gott fólk að undanskildum Arsene Wenger,“ segir Pulis. Magic seluR sinn hlut n Körfuboltahetjan Magic Johnson hefur selt sinn litla hlut í Los Angeles Lakers til dr. Ratrick Soon-Shiong með það í huga að eignast stærri hlut í öðru NBA- liði seinna meir. Johnson keypti 4,5 prósenta hlut í Lakers í júní árið 1994 fyrir 10 milljónir dollara en þá sagði hann ákvörðunina einungis viðskiptalegs eðlis, hún tengdist því ekkert að hann hefði spilað þar allan sinn feril. Síðan Johnson keypti hlut í Lakers hefur hlutur hans orðið mun verðmætari en liðið hefur unnið fimm NBA-titla síðan þá. 24 sport UmSJÓN: TóMAS þóR þóRðARSoN tomas@dv.is 20. október 2010 miðvikudagur Spútniklið Meistaradeildarinn- ar, FCK frá Danmörku, heimsæk- ir stórlið Barcelona í Meistara- deildinni í kvöld. Fyrirliði íslenska landsliðsins, Víkingurinn Sölvi Geir Ottesen, sem leikur með FCK, verður ekki með vegna meiðsla en hann er handarbrotinn. Hann von- ast þó til að ná seinni leiknum þeg- ar Börsungar koma í heimsókn á Parken. FCK hefur gengið mjög vel í fyrstu tveimur leikjum sínum og unnið bæði gríska liðið Panat- hinaikos og Rússana í Rubin Kaz- an, 1-0. Stórleikur er í A-riðli þar sem Tottenham heimsækir Evrópu- meistara Inter í Mílanó. Robbie Keane, leikmaður Tottenham, fór ungur að árum til Inter og hlakk- ar til að mæta gömlu félögunum. „Það er frábært fólk þarna svo þetta er eitthvað sem ég horfi glaður til baka á. Að fara þangað nítján ára gamall og spila með einu stærsta félagi í heimi er einn besti tíminn í lífi mínu og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma,“ segir Keane, en eini leikmaðurinn sem lék með honum er hinn síungi Argentínumaður, Ja- vier Zanetti. tomas@dv.is Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöldið: Danir heimsækja Katalóníu A-Riðill Inter - Tottenham Twente - Werder Bremen B-Riðill Lyon - Benfica Schalke - Haopel Tel Aviv C-Riðill man. United - Bursaspor Rangers - Valencia D-Riðill Barcelona - FCK Panathinaikos - Rubin Kazan leikiR kvöldsinsDANiR í HeiMSókN messi og félagar taka á móti FCK. MyND ReuTeRS Talið niður í kveðjusTund „Við byrjuðum að ræða um nýjan samning síðasta sumar. Um miðj- an ágúst hringir umboðsmaður hans í okkur og sagði að Rooney ætlaði ekki að skrifa undir nýjan samning,“ sagði Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester Un- ited, á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Bursaspor í Meistara- deildinni í gær. Snérist fundurinn eðlilega um framtíð Waynes Roon- ey hjá félaginu en nú er það orðið ljóst að sjö ára veru þessa 24 ára gamla framherja er að ljúka hjá Manchester United. Rooney hef- ur unnið allt á sínum ferli með United að undanskildum bikarn- um og hampað nær öllum ein- staklingsverðlaununum sem hægt er. Þó Real Madrid hafi um helg- ina sagst ekki ætla að gera tilboð í Rooney gæti það snögglega breyst vegna nýjustu tíðinda en Rooney myndi væntanlega smellpassa inn í stjörnufansinn í Madríd. Sagðist elska félagið „Ég veit hreinlega ekki hvað breytt- ist hjá honum. Við vorum í miklu áfalli vegna þessara tíðinda,“ sagði Ferguson í viðtali við Manchest- er United-sjónvarpsstöðina í gær. „Ég skil þetta alls ekki því fyrir að- eins mánuði sagðist Wayne elska félagið og sagðist ætla að klára ferilinn sinn hér. Við kölluðum strákinn síðan á fund og þar undirstrikaði hann við okk- ur að hann vildi fara. Ég tjáði honum þá að hann skyldi virða félagið engu að síður og ekki vera í neinu rugli. Hvort hann hef- ur sýnt félaginu virðingu verður fólk að dæma sjálft um,“ sagði Ferguson sem stóð við bak- ið á Rooney þegar upp komst um framhjáhald hans í sumar. „Við verðum að greiða götu hans, hann er það góð- ur Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, greindi frá því í gær að Wayne Rooney vildi fara frá félaginu. Batt hann þar með enda á margra vikna sögu- sagnir en Rooney yfirgefur félagið væntan- lega strax í janúar. Ferguson sagðist brugðið þar sem Rooney hefði svo oft sagst vilja vera allan ferilinn hjá Manchester United. TóMAS þóR þóRðARSoN blaðamaður skrifar: tomas@dv.is þyNgRA eN TáRuM TAki Ferguson las upphafið að endi Rooneys í gær. MyND ReuTeRS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.