Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2010, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2010, Blaðsíða 2
2 fréttir 25. október 2010 mánudagur Þrjár konur sitja saman við lítið borð á veitingastaðnum Maður lifandi og ræða málin á meðan þær bíða eft- ir þeirri fjórðu. Skömmu síðar kemur hún askvaðandi íklædd rauðri kápu og með sítt dökkt hárið flaksandi. All- ar eru þær ólíkar, koma hver úr sinni áttinni og eru á misjöfnum aldri, en eitt eiga þær sameiginlegt, brennandi áhuga á baráttunni fyrir jafnrétti. Þær eru allar femínistar. Þær þekkjast ekki en eru hér sam- ankomnar til þess að ræða stöðu kvenna í tilefni af kvennafrídeginum. Spjallið kemst fljótt á flug, enda skoð- anaglaðar konur, svo ekki sé meira sagt. Þetta eru þær Hlín Agnarsdótt- ir, leikstjóri og leikskáld, Hildur Fjóla Antonsdóttir, sem starfar á Rann- sóknastofu í kvenna- og kynjafræð- um og við Alþjóðlegan jafnréttisskóla við Háskóla Íslands, Auður Alfífa Ket- ilsdóttir, ritstjóri Stúdentablaðsins, og Þóranna Jónsdóttir, sem starfar hjá Auði Capital. Hver á eftir annarri kynna þær sig og aðkomu sína að jafn- réttismálum. Þótti Bríetur öfgakenndar Hlín: „Ég var rauðsokka og tók þátt í því að stofna Kvennalistann á sínum tíma þegar hann bauð sig fyrst fram í borgarstjórn. En ég var á móti því að fara í framboð til alþingiskosninga þegar þær gerðu það. Það var ferlega íhaldssamt af mér.“ Hlín hlær og bætir við: „Mér fannst að við ættum að byrja á því að gera vel í borginni og sjá svo til.“ Þóranna grípur orðið: „Þessi hóf- semi kvenna.“ Hlín: „Við eigum ekki að taka okkur of mikið pláss. En ég hef verið viðriðin þessa baráttu lengi og í mínum huga er það svo kristaltært að konur eru þern- ur karla. Aftur og aftur eru þær fengn- ar til þess að koma inn og hreinsa upp eftir þá skítinn.“ Hildur Fjóla: „Ég er með meistara- gráðu í kynja- og þróunarfræðum. Ég starfaði fyrir UNIFEM í Barbados og í New York þar sem ég vann að því að efla stöðu kvenna og draga úr kyn- bundnu ofbeldi. Ég var líka í Bríetun- um og tók þátt í stofnun Femínistafé- lagsins.“ Auður Alfífa: „Ég er reyndar alltaf kölluð Fífa. En ég er yngst af ykkur hér í þessum hópi. Ég var svona late-teen þegar Bríeturnar voru á fullu og fór frá því að þykja þær öfgakenndar og hall- ærislegar yfir það að þykja þær klárar og töff. Ég fór síðan í kynjafræði. Ég bjó líka alltaf að því að eiga ömmu sem var sjálfstæð og sterk kona sem lét afa til dæmis bíða eftir sér í Reykjavík á með- an hún fór sjálf í nám til New York áður en þau giftust og mömmu sem er mik- ill femínisti. Ég tók síðan þátt í stofn- un Femínistafélagsins. Ég var líka með femíniskan spjallþátt á NFS sem hét Óþekkt með Kristínu Tómasdóttur.“ Stefndi ekki í kvennastarf Þóranna: „Ég veit ekki hvað ég á að segja um fyrri hluta ævi minnar. Jú, ég hef alltaf verið umvafin sterkum kon- um. Mamma mín er langskólageng- in, önnur amma mín rak fyrirtæki og hin amma mín starfaði í karlabransa og komst áfram á hörkunni. Í mínum huga var það aldrei spurning að fara í nám. Ég fór í lyfjafræði en komst fljót- lega að því að viðskiptafræðin heillaði mig meira. Þegar út í viðskiptalífið kom áttaði mig á því að þar eru karlar við völd. Ég tók svo þátt í að byggja upp verkefnið Auður í krafti kvenna og þegar ég var fengin í þetta þá man ég að ég hugsaði með mér að ég væri nú ekki komin til þess að sinna einhverju kvennaverk- efni. En mig langaði í starf við Háskól- ann í Reykjavík og þáði starfið og hugs- aði með mér að ég myndi svo finna út úr þessu kvennaverkefni seinna. Ég var hins vegar fljót að átta mig á mikilvægi þessa verkefnis og hvað það getur skil- að miklum verðmætum að virkja kon- ur í atvinnusköpun. Rannsóknir hafa sýnt að þegar kon- ur og karlar eru í stjórnum fyrirtækja ganga þau betur. Rannsóknir sýndu líka að þegar ein kona kemur inn í stjórn sem er annars skipuð körlum breytist lítið. Hún kemur gjarnan inn með nýja sýn á hlutina og metnað um að auka fagmennsku stjórnarinnar en þar sem konur eru síður hluti af óform- legu tengslaneti karlanna þá hefur að- koma hennar takmarkað vægi.“ Ótti skapar samtryggingu Þóranna: „Það hefur einnig verið sýnt fram á það að karlar gera það sem ætlast er til af þeim án þess að spyrja spurninga, þeir fylgja hefðum og venj- um, á meðan konur spyrja oftar af hverju gerum við þetta svona og er þetta besta leiðin? Þessar spurningar ógna gjarnan stöðu karla. Þeir óttast ef til vill að það komi á daginn að þeir séu ekki endilega þeir hæfustu til verksins eins og þeir vilja vera láta og hafa kom- ist upp með. Þessi ótti skapar sam- tryggingu þeirra á milli, það er að þeir sammælist um að gæta hvers annnars. Í dag starfa ég hjá Auði Capital. Okkar fannst mikilvægt að það væri til fjármálastofnun sem tileinkaði sér kvenlægari gildi en þau sem hafa verið ríkjandi í fjármálageiranum og leggj- um áherslu á óháða stöðu, áhættu- meðvitund, gagnsæi og langtímaár- angur.“ Hlín: „Ef það hefði verið pláss fyrir kvenleg gildi á atvinnumarkaði hefði hrunið aldrei orðið eins harkalegt. En þess í stað kemur alltaf að því að konur reka sig á vegg. Fyrr en seinna gera þær það. Meira að segja núna eftir hrunið þegar ég hélt að eitthvað myndi breyt- ast hefur ekki skapast svigrúm fyrir konur.“ Þóranna: „Nei. Það er nefnilega merkilegt að þær konur sem hafa komist áfram í atvinnulífinu eða pólitíkinni hafa ekki gert það af því að þeirra kvenlegu gildi voru metin. Ef þær hafa viljað komast áfram hafa þær þurft að laga sig að karlaheiminum og taka upp karllægari gildi. Litlir strákar með ofvaxið sjálfsálit Hlín: „Það er ótrúlegt hvernig karl- ar í jakkafötum stjórna heiminum og hvað karlar í ákveðnum aldurshópi fá mikið fyrirfram traust. Það er bor- in svo mikil virðing fyrir þeim. Ung- um körlum í jakkafötum er treyst fyrir heiminum. Þeir taka reynslulausir við stjórnartaumum alls staðar þar sem völdin eru, þar sem fjármagnið er. Það er bara svo einfalt að þeir sem stýra fjármagninu hafa völdin í höndum sér. Þetta á við út um allan heim. En þeir vita ekkert hvað þeir eru að gera. Alveg eins og við sáum hér í hrun- inu. Litlir strákar með ofvaxið sjálfs- álit stýrðu bönkunum í hrun. Það er þessi oftrú á stráka í jakkafötum. Meira að segja þeir sem eldri voru treystu þeim. Töldu þá vera snillinga. Það gleyptu allir við þessu. Við héld- um öll að þeir væru snillingar. Þeir héldu það sjálfir. Hvenær heyrið þið talað um konu sem snilling? Aldrei. Konur geta verið duglegar og þær geta kannski verið klárar en þær eru aldrei snillingar.“ Fífa: „Þetta hefur til dæmis sýnt sig varðandi orðræðuna inni í grunn- skólum. Þar er talað um að stelpur sem fá góðar einkunnir séu duglegar og strákar með góðar einkunnir séu klárir. Þeir eru jafnvel að fela það að þeir læri að heima því snillingar eiga ekki að þurfa að hafa fyrir því að fá góðar einkunnir.“ Vonaðist eftir byltingu Hildur Fjóla: „Ég var úti þegar hrunið varð. Ég missti af því. Ég missti reyndar líka af mesta góðærinu. Þannig að ég er enn að reyna að átta mig á breyttu samfélagi. En ég skil alls ekki af hverju valdakerfið hefur breyst svona lítið eftir hrunið. Nú er síaukin krafa um meira lýðræði og talað um persónu- kjör í því samhengi en ég get ekki séð hvernig persónukjör leysir átaka- menninguna sem virðist ráða ríkjum í pólitík. Nær væri að líta til Kvennalist- ans sem gerði mjög svo áhugaverða lýðræðistilraun með breyttu flokks- skipulagi þar sem markmið málefna- hópa var að ræða sig niður á niður- stöðu, í stað þess að kjósa um hana, og einnig var valdastöðum róterað. Mér finnst að það ætti að skoða þessa leið betur í samhengi við kröfu samtímans um aukið lýðræði, meiri valdadreif- ingu og þroskaða samræðupólitík.“ Fífa: „Ég trúði því svo innilega að eitthvað myndi breytast við hrunið og hér yrðu valdatilfærslur. Það var kannski naívt en ég sá fyrir mér að það yrði hreinsað til í kerfinu af því að kerf- ið sjálft er karllægt. Hér ríkir ákveð- ið valdakerfi og það þarf að uppræta það. Á meðan það er til staðar er al- veg sama hvað einhverjir einstakling- ar reyna að gera. Þeir komast ekkert áfram því kerfið ver sig alltaf. Ég von- aði að ráðamenn myndu fara öðruvísi með það vald sitt, að þeir áttuðu sig á því að þeir hefðu þessi völd í umboði fólksins, og yrðu auðmjúkir gagnvart því. Ég vonaði að það yrði einhvers konar hugarfarsleg bylting.“ Þóranna: „Svona breytingar taka tíma. Það tekur meira en tvö ár að breyta hugsunarhætti fólks, jafnvel þótt það hafi orðið fyrir gríðarlegu áfalli. Viðhorfsbreyting krefst þess að við köfum djúpt og veltum við stein- um. Enn sem komið er erum við í björgunarstarfseminni. Við erum ekki komin þangað. En við skulum komast þangað.“ Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fer verst með konur Hlín: „En þið sjáið hvað er að gerast. Enn á ný voru konur fengnar til þess að koma inn og þrífa skítinn upp eft- ir strákana en að þær fengju einhver völd ... Ekki séns. Og núna þegar það á að skera niður og spara í heilbrigðis- geiranum færist þetta hefðbundna umönnunarstarf inn á heimilið. Og hver sér um það? Guess what. Konan.“ Hildur Fjóla: „Nú hef ég lesið mým- argar greinar og beinlínis séð áhrifin Við fengum fjóra femínista í smá spjall um stöðu kvenna í tilefni af kvennafrídegin- um. Umræðurnar tóku á ýmsu og spönn- uðu allt frá litlum strákum með ofvaxið sjálfsálit, útlitsóhróðri um konur sem hægt er að kalla búrku vestrænna kvenna, slæmum áhrifum Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins á stöðu kvenna og að ástæðunni fyrir kynbundnu ofbeldi og launamun. „Konur eru þernur Karla“ ingiBjörg dögg kjArtAnSdÓttir blaðamaður skrifar: ingibjorg@dv.is Litlir strákar með ofvaxið sjálfsá- lit stýrðu bönkunum í hrun. Það er þessi oftrú á stráka í jakkafötum. Á meðan þetta er svona verð- ur alltaf launamunur til staðar og sömuleiðis kynferðislegt ofbeldi. Okkur finnst eðlilegt að konur séu lægra settar en karlar. Hildur Fjóla Antonsdóttir SegiraðaðkomaAlþjóðagjald- eyrissjóðsinshafialltafslæm áhrifástöðukvenna.Niður- skurðurinnbitniverstáþeim. Hlín Agnarsdóttir Segiraðlitlirstrákar meðofvaxiðsjálfsálithafistýrtbönkunum ánþessaðvitanokkuðhvaðþeirvoruað gera.Samfélagiðhafitilhneigingutilað hafaoftrúáungumkörlumíjakkafötum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.