Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2010, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2010, Blaðsíða 21
Guðrún G. Bergmann FRAMKVÆMDASTJÓRI, LEIÐBEINANDI OG RITHÖFUNDUR Guðrún fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk prófum frá VÍ 1968, hefur sótt ótal sjálfsræktar- námskeið, stutt hagnýt viðskipta- námskeið og lauk prófum í ferða- málafræðum frá HÍ. Guðrún stundaði skrifstofustörf, sá um uppeldi sona þeirra hjóna og starfaði við fyrirtæki þeirra, Karna- bæ. Þau hjónin stofnuðu Stjörnu- spekimiðstöðina 1985 með Gunn- laugi Guðmundssyni stjörnu- spekingi. Guðrún hóf rekstur verslunarinnar Betra líf 1989 og starfrækti hana í samvinnu við Snæ- fríði Jensdóttur til 1994 er Snæfríð- ur og dóttir hennar keyptu hennar hlut. Þá stofnaði Guðrún bókaútgáf- una Leiðarljós ehf. með eiginmanni sínum og starfrækti hana til 2003. Guðrún og fjölskylda hennar fluttu að Brekkubæ að Hellnum en þar hófu þau hjónin, ásamt öðrum, til- raun með uppbyggingu á vistvænu og andlegu samfélagi, Snæfellsás- samfélaginu, auk þess sem rekin var á staðnum Mannræktarmiðstöð. Samfélagsbúar byggðu sín eigin hús þar 1997 og í júní það ár fluttu Guð- rún og maður hennar í hús sitt, Sól- brekku. Á sama tíma hófst rekstur á gistiheimili á Brekkubæ, sem síðan varð Hótel Hellnar. Guðrún og mað- ur hennar, ásamt Guðríði Hannes- dóttur og manni hennar, Jóhanni Þóroddssyni, starfræktu Gistiheim- ilið Brekkubæ til 2004 en þá tóku þau hjónin við rekstrinum og eftir að Guðlaugur féll frá sá Guðrún ein um reksturinn til 2010. Gistiheimilið Brekkubær er fyrsta umhverfisvott- aða ferðaþjónustufyrirtæki landsins. Það hlaut umhverfisverðlaun Ferða- málaráðs Íslands árið 2000. Þá stofn- aði Guðrún ferðaskrifstofu á Helln- um og starfrækti hana sem deild innan Leiðarljóss um skeið. Guðrún sat í stjórn Ferðamála- samtaka Snæfellsness, Ferða- málasamtaka Vesturlands og Upplýsinga- og kynningarmið- stöðvar Vesturlands, átti sæti í um- hverfisnefnd SAF, samtaka ferða- þjónustunnar, var formaður í atvinnu- og ferðamálanefnd Snæ- fellsbæjar 1998–2000, átti sæti í stýri- hópi Staðar dagskrár 21 í Snæfellsbæ og var varamaður í stjórn Framfara- félags Snæfellsbæjar, sunnandeild. Hún sat í ritstjórn Veiðifrétta um skeið, fréttabréfs SVFR, sá um útgáfu fréttabréfs Snæfellsássamfélagsins og sat í ritstjórn Snæfellsbæjarfrétta, auk þess sem hún var ritstjóri tíma- ritsins Lífið sjálft. Hún hefur ritað handbækur og eina skáldsögu. Verk eftir hana, s.s. Víkingakortin og Lát- um steinana tala, hafa verið þýdd á norsku, ensku og þýsku. Einnig hef- ur hún þýtt nokkurn fjölda bóka og vinnur að þýðingum og skriftum. Nýjasta bók Guðrúnar: Konur geta breytt heiminum, kom út í fyrra og er væntanleg í þýskri þýðingu á næsta ári. Fjölskylda Guðrún giftist 1.1. 1986 Guðlaugi Bergmann, f. 20.10. 1938, d. 27.12. 2004, framkvæmdastjóra. Þau end- urnýjuðu heit sín hjá indjánum 19.5. 1994 og hjá séra Rögnvaldi Finn- bogasyni við Maríulindina á Helln- um 10.7. 1994. Guðlaugur er son- ur Daníels Magnúsar Bergmann og Guðríður Guðlaugsdóttur sem bæði eru látin. Synir Guðrúnar og Guðlaugs eru Guðjón Bergmann, f. 24.12. 1972, jógakennari og rithöfundur í Austin í Texas í Bandaríkjunum, kvæntur Jóhönnu Bóel Bergmann Hearn og eru börn þeirra Daníel Logi, f. 3.12. 2002, og Hanna Laufey, f. 27.6. 2008; Guðlaugur Bergmann, f. 17.11. 1979, viðskiptafræðingur í Reykjavík. Bræður Guðrúnar eru Guðni Guðjónsson, f. 29.6. 1953, húsa- smíðameistari í Reykjavík, kvæntur Hrafnhildi Steingrímsdóttur og eiga þau fjögur börn og þrjú barnabörn; Hermann Guðjónsson, f. 20.6. 1961, húsasmiður í Reykjavík, kvæntur Guðnýju Ólafsdóttur og eiga þau þrjú börn og fjögur barnabörn. Foreldrar Guðrúnar eru Guðjón Hermann Hannesson, f. 8.8. 1932, bifvélavirkjameistari á Patreksfirði, og Laufey Torfadóttir, f. 13.7. 1931, d. 27.2. 2009, var skrifstofumaður í Reykjavík. 30 ÁRA „„ Sebastian Kania Helgalandi 5, Mosfellsbæ „„ Hrefna Huld Jóhannesdóttir Grandavegi 9, Reykjavík „„ Gunnar Rafn Pálsson Langagerði 27, Reykjavík „„ Egill Anton Gústafsson Vífilsgötu 18, Reykjavík „„ Hildur Brynjólfsdóttir Þorláksgeisla 12, Reykjavík „„ Katrín Guðmundsdóttir Hamradal 13, Reykjanesbæ „„ Snorri Guðmundsson Laufrima 22, Reykjavík „„ Ágúst Bogason Eskihlíð 33, Reykjavík „„ Halla Sif Ólafsdóttir Spóahólum 4, Reykjavík „„ Ágúst Már Ágústsson Bugðuleiru 3, Höfn í Hornafirði „„ Kristín Guðrún Lúðvíksdóttir Reynimel 61, Reykjavík 40 ÁRA „„ Francisca Mwansa Trönuhjalla 19, Kópa- vogi „„ Oliver Keller Skagabraut 11, Garði „„ Jennifer Lynn Rhemann Brekkugötu 27a, Akureyri „„ Ásta Stefánsdóttir Spóarima 23, Selfossi „„ Víðir Gauti Arnarson Urðarvegi 72, Ísafirði „„ Finnur Víkingsson Fannagili 10, Akureyri „„ Hjörtur Blöndal Ólafsgeisla 115, Reykjavík „„ Guðmundur I. Guðmundsson Stórahjalla 11, Kópavogi „„ Hrafnhildur Hrund Helgadóttir Jöklafold 4, Reykjavík 50 ÁRA „„ Ari Stefánsson Safamýri 15, Reykjavík „„ Jón Óttar Elíasson Holtagötu 24, Súðavík „„ Björk Jóhannsdóttir Þórðargötu 12, Borgarnesi „„ Arna Geirsdóttir Víðigrund, Mosfellsbæ „„ Ágústa Harðardóttir Sævargörðum 9, Seltjarnarnesi „„ Ástbjörg Guðrún Haraldsdóttir Kvista- bergi 5, Hafnarfirði „„ Vilhjálmur Ólafsson Norðurtúni 4, Álfta- nesi „„ Guðný Guðmundsdóttir Lyngheiði 17, Hveragerð 60 ÁRA „„ Benedikt Björnsson Bjarman Túnbrekku 4, Kópavogi „„ Erlendur Tryggvason Kristnibraut 12, Reykjavík „„ Ragnar Hinriksson Kleifarseli 1, Reykjavík „„ Halldóra Jensdóttir Stífluseli 7, Reykjavík „„ Ingólfur Sigurjónsson Lyngheiði 14, Kópavogi „„ Stefanía Guðjónsdóttir Reykjum, Sauð- árkróki „„ Margrét Ann Rader Ránargötu 44, Reykjavík „„ Sigurborg Bragadóttir Húsalind 7, Kópavogi 70 ÁRA „„ Guðbjörg Guðmundsdóttir Sólgarði, Akureyri „„ Rannveig Aðalsteinsdóttir Stekkjarkinn 11, Hafnarfirði „„ Halldóra Ásmundsdóttir Hólakoti, Flúðum 75 ÁRA „„ Jónasína Þórey Guðnadóttir Asparfelli 8, Reykjavík „„ Hallgerður Ásta Þórðardóttir Sóleyjarima 15, Reykjavík „„ María Atladóttir Markarflöt 4, Garðabæ „„ Sigríður Gunnlaugsdóttir Lautasmára 1, Kópavogi 80 ÁRA „„ Ester Jónsdóttir Árlundi, Selfossi „„ Ragnheiður Jóna Jónasdóttir Hlíðarhús- um 3, Reykjavík „„ Sigríður Davíðsdóttir Frostafold 3, Reykjavík „„ Þóra Erla Hallgrímsdóttir Akraseli 13, Reykjavík 85 ÁRA „„ Knútur V. Berndsen Flúðabakka 4, Blönduósi 90 ÁRA „„ Margrét Guðmundsdóttir Þingholtsstræti 8, Reykjavík „„ Ólafur Þórðarson Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi 30 ÁRA „„ Lidia Koziol Rafstöðvarvegi 29, Reykjavík „„ Lýður Óskar Haraldsson Iðufelli 4, Reykjavík „„ Hjálmar Jónsson Stóragerði 1b, Vestmanna- eyjum „„ Jón Helgi Sigurðsson Þórufelli 2, Reykjavík „„ Sigrún Sigurðardóttir Ártúni 1, Garði „„ Elías Hilmarsson Gilhaga 1, Selfossi „„ Einar Þorbergur Tryggvaon Gnoðarvogi 58, Reykjavík „„ Bragi Viðarsson Heiðarenda 6a, Reykjanesbæ „„ Margrét María Grétarsdóttir Sundlaugavegi 37, Reykjavík 40 ÁRA „„ Shaun David Oliver Naustabúð 21, Hellissandi „„ Birgir Eiríksson Ránargötu 7, Akureyri „„ Elísabet Stefánsdóttir Starengi 82, Reykjavík „„ Þórey Sigríður Ingvarsdóttir Steinsstaðaflöt 19, Akranesi „„ Sigurður Grétar Sigurðsson Skagabraut 30, Garði „„ Sigríður Anna Garðarsdóttir Hvammsgerði 8, Reykjavík „„ Margrét Ingibergsdóttir Hlíðarvegi 24, Kópavogi 50 ÁRA „„ Rósa Pranee Pin-Ngam Ásabraut 8, Sand- gerði „„ Guðrún Jóhannsdóttir Furugrund 4, Akranesi „„ Þórhallur Tryggvason Baughúsum 33, Reykjavík 60 ÁRA „„ Ásta Traustadóttir Blönduhlíð 22, Reykjavík „„ Jóna Hróbjartsdóttir Nónvörðu 9, Reykja- nesbæ „„ Einar Ólafur Pálsson Borgarheiði 2v, Hvera- gerði „„ Rafn Alexander Ragnarsson Bakkavör 2, Seltjarnarnesi „„ Valgerður Gunnarsdóttir Schram Skerja- völlum 5, Kirkjubæjarklaustri „„ Sumarrós Guðjónsdóttir Smárahvammi 4, Egilsstöðum „„ Katrín Ólafsdóttir Stekkjarhvammi 42, Hafnarfirði „„ Selma Guðmundsdóttir Vesturgötu 36b, Reykjavík „„ Sesselja Steinarsdóttir Skólatúni 4, Álftanesi „„ Sigrún María Guðmundsdóttir Fiskakvísl 7, Reykjavík „„ Sigríður Guðmundsdóttir Melgerði 9, Kópavogi 70 ÁRA „„ Valgerður Valtýsdóttir Strikinu 10, Garðabæ „„ Jóhanna G. Sigurðardóttir Sóleyjarima 5, Reykjavík „„ Guðrún Sigurðardóttir Safamýri 52, Reykjavík „„ Ingibjörg Tómasdóttir Eyktarhæð 7, Garðabæ 75 ÁRA „„ Ester Zophoníasdóttir Sílatjörn 14, Selfossi „„ Birna Dýrfjörð Túngötu 2, Hofsós „„ Ásta Halldóra Ágústsdóttir Birkihvammi 5, Kópavogi „„ Birgir Dýrfjörð Stjörnugróf 29, Reykjavík „„ Kristján Friðrik Kristinsson Hlíðarvegi 46, Reykjanesbæ 80 ÁRA „„ Olga Steinunn Bjarnadóttir Iðufelli 8, Reykjavík 85 ÁRA „„ Sigurður Bergsteinsson Kleppsvegi 58, Reykjavík „„ Herdís María Jóhannsdóttir Hraunbrún 29, Hafnarfirði „„ Björn Jónsson Túngötu 18, Vestmannaeyjum TIL HAMINGJU HAMINGJU AFMÆLI 25. OKTÓBER Haraldur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp fyrstu árin. Hann var þriggja ára er faðir hans lést og ólst hann upp eftir það hjá móð- ur sinni, fyrst að Ási í Ásahreppi og síðan í Keflavík. Haraldur vann öll almenn verkamannastörf frá því á unglingsárunum og vann lengst af ýmis störf með mynd- listinni. Hann stundaði nám við Handíða- og myndlistaskólann 1950–52. Haraldur hefur teikn- að fjölda mynda í dagblöð, tíma- rit og bækur, m.a. Eddumyndirn- ar í Morgunblaðið frá 1963. Þá teiknaði hann fyrir Spegilinn um skeið, skopmyndir fyrir Þjóðvilj- ann og fyrir Dagblaðið. Hann hef- ur myndskreytt fjölda bóka, s.s. fjölda barnabóka og skólabækur sem hann fékk viðurkenningar fyr- ir á alþjóðlegri bókasýningu í Brat- islava 1973 og 1975. Þá gerði hann leikmynd fyrir Þrymskviðu Jóns Ásgeirssonar sem sett var á svið í Þjóðleikhúsinu 1974. Haraldur er félagi í FÍM en hann hefur tekið þátt í fjölda sam- sýninga hér á landi og erlendis. Fjölskylda Kona Haralds var Þóra Jónsdóttir, f. á Dalvík 10.1. 1944, d. 24.4. 2009, húsmóðir. Foreldrar hennar voru Jón Gunnlaugsson, vélstjóri á Dal- vík og á Siglufirði, og k.h., Ólafía Helgadóttir húsmóðir. Sonur Haralds og Þóru er Steinn Haraldsson, f. 9.9. 1979, veitingamaður í Reykjavík, og eru börn hans Máni og Diljá. Alsystkini Haralds eru Kristinn, f. 10.12. 1926, nú látinn, verkamað- ur og sjómaður í Reykjavík; Ólafía, f. 4.12. 1931, húsmóðir í Reykjavík. Hálfsystkini Haralds: Berg- ljót Stefánsdóttir, f. 14.5. 1938, d. 2000, var húsmóðir í Keflavík; Jón Stefánsson, f. 7.10. 1939, kennari í Keflavík. Foreldrar Haralds voru Guð- bergur Kristinsson, f. 27.4. 1904, d. 18.11. 1934, sjómaður í Reykjavík, og k.h., Steinunn Kristmundsdótt- ir, f. 5.8. 1904, d. 14.11. 1975, hús- móðir. Ætt Guðbergur var sonur Krist- ins, steinsmiðs í Reykjavík Ás- grímssonar, af Húsafellsætt séra Snorra Björnssonar á Húsa- felli. Móðir Kristins var Þórunn Guðmundsdóttir frá Þórisstöðum í Grímsnesi. Móðir Guðbergs var Ólafía Sig- ríður Jónsdóttir, b. á Bala í Gríms- nesi Oddssonar og Guðbjargar Halldórsdóttur á Galtalæk í Bisk- upstungum. Steinunn var alsystir Steins Steinarrs skálds. Steinunn var dóttir Kristmundar, b. á Lauga- landi við Djúp Guðmundssonar, b. í Bessatungu í Saurbæ Guðmunds- sonar, b. í Hvítadal Jónssonar. Móðir Guðmundar í Bessatungu var Þórunn Ormsdóttir, ættföður Ormsættar Sigurðssonar. Móðir Kristmundar var Kristín Eggerts- dóttir, b. í Sauðhúsum í Laxárdal Jónssonar. Móðir Steinunnar var Etelríð- ur Pálsdóttir, formanns við Djúp Andréssonar, járnsmiðs á Ísafirði Magnússonar, b. í Hvítadal, bróð- ur Sólveigar, móður Páls Jónssonar, skálds og prests í Viðvík, afa Matthí- asar yfirlæknis, föður Louisu list- málara. Móðir Páls formanns var Ingiríður Benediktsdóttir frá Merki- gili. Móðir Ingiríðar var Rannveig Jósefsdóttir, b. í Hvammi, bróður Kristjáns, langafa Sigurjóns á Laxa- mýri, föður Jóhanns skálds. Jósef var sonur Jósefs í Ytra-Tjarnarkoti, bróður Jónasar, afa Jónasar Hall- grímssonar skálds. Móðir Magnús- ar var Steinunn Þórarinsdóttir pr., Sigfússonar, bróður Sigfúsar, ætt- föður Bergmannsættarinnar. Haraldur Guðbergsson MYNDLISTARMAÐUR TIL HAMINGJU AFMÆLI 26. OKTÓBER MÁNUDAGUR 25. október 2010 UMSJÓN: KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON kjartan@dv.is ÆTTFRÆÐI 21 60 ÁRA Á MÁNUDAG 80 ÁRA Á ÞRIÐJUDAG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.