Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2010, Blaðsíða 25
Sölvi Snéri aftur í Sigurleik Lands-
liðsfyrirliðinn Sölvi Geir Ottesen kom inn á sem varamaður í 3–0
sigri FCK á Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Sölvi hefur
verið frá í nokkrar vikur vegna brotinnar handar en hann gat
hvorki leikið landsleikinn gegn Portúgal né útileikinn gegn Bar-
celona í Meistaradeildinni. Sölvi verður því væntanlega í byrjun-
arliðinu þegar Barcelona kemur í heimsókn á Parken eftir tæpar
tvær vikur en fjölmargir Íslendingar hafa keypt sér miða á leikinn
til þess að berja stjörnurnar í Barcelona augum.
Hk fyrSt til að leggja fH HK-ingar unnu á
laugardaginn frábæran sigur á FH í N1-deild karla í handbolta og
varð HK um leið fyrsta liðið til að leggja Hafnfirðingana sem hafa lit-
ið ógnvænlega vel út í byrjun tímabilsins. HK hafði sigur í skemmti-
legum leik, 35–32, þar sem markvörðurinn Björn Ingi Friðþjófsson
og skyttan Ólafur Bjarki Ragnarsson fóru á kostum í liði HK. Ólafur
Bjarki skoraði tólf mörk en Björn Ingi varði 25 skot í markinu, mörg
hver úr opnum færum. Ásbjörn Friðriksson var markahæstur FH
með níu mörk en HK tyllti sér á toppinn með sigrinum.
mánudagur 25. október 2010 Sport 25
Manchester United tókst loks að
vinna útisigur í ensku úrvalsdeild-
inni en hann kom á hinum geysi-
erfiða Brittania-leikvangi Stoke-
manna í gær. Javer „Chicharito“
Hernandez var hetja gestanna en
hann skoraði bæði mörk liðsins,
þar á meðal sigurmarkið á 86. mín-
útu. Hann hafði upphaflega komið
United yfir með glæsilegum skalla
með hnakkanum en Tuncay Sanli
jafnaði metin fyrir Stoke á 81. mín-
útu.
„Þetta var gott mark,“ sagði
„Litla baunin“ eins og hann er kall-
aður um fyrra markið. Ég stökk upp
og sá að boltinn var fyrir aftan mig.
Ég reyndi því að ná einhvern veg-
inn skalla á markið. Guði sé lof að
boltinn fór inn. Aðalatriðið er þó
að það var engin hetja í þessum
leik, þetta snýst allt um liðið,“ sagði
Hernandez.
Hernandez hefur farið ágætlega
af stað með Manchester United.
Hann hefur skorað fimm mörk í tíu
leikjum þar af fjögur í síðustu fimm
leikjum. Þrátt fyrir þessa staðreynd
átti hann afar erfitt með að hrósa
sjálfum sér í viðtali á MUTV-sjón-
varpstöðinni eftir leikinn.
„Þetta er allt liðsfélögum mín-
um að þakka. Þeir treysta mér.
Það er ótrúlegt tækifæri fyrir mig
að spila með stærsta liði í heimi,
Manchester United. Ég legg hart að
mér því ég vil vera hérna lengi og
vinna mikið af titlum,“ sagði Hern-
andez.
Sigurinn var svo sannarlega
mikilvægur fyrir Manchester Un-
ited til þess að halda í við topplið-
in. United er nú enn fimm stigum
á eftir Chelsea en þó loks komið á
blað á útivelli. Manchester United
er enn eina ósigraða liðið í ensku
úrvalsdeildinni. tomas@dv.is
Fyrsti útisigur Manchester United:
„Litla baunin“ til bjargar
Hetjan Javier Hernandez tryggði
Manchester United sigur á síðustu
stundu.
Það voru ekki liðnar nema tæplega
fimm mínútur af stórleik helgarinn-
ar í ensku úrvalsdeildinni þegar bak-
verðinum unga í liði City, Dedryck
Boyata, tókst að eyðileggja hann.
Boyata braut heimskulega á Marou-
ane Chamakh sem var að sleppa einn
að marki en Boyata átti aldrei mögu-
leika að ná boltanum. Rautt spjald
dæmt og heimamenn einum færri
í áttatíu og fimm mínútur. Arsenal
gekk á lagið og rúllaði City upp, 3–0,
þar sem Samir Nasri, Alexandre Song
og Nicklas Bendtner skoruðu mörk-
in. Með sigrinum komst Arsenal upp
í annað sæti deildarinnar á marka-
tölu og varð um leið fyrsta liðið til að
leggja City á Borgarleikvanginum í
Manchester. Þar hafa nú þegar Chel-
sea og Liverpool legið í valnum.
Spiluðum vel
„Þetta gat ekki verið neitt annað en
rautt. Ég var sloppinn í gegn og hann
tók mig bara niður,“ sagði Marouane
Chamakh eftir leikinn. „Mér fannst
við spila virkilega vel. Það hjálpaði
auðvitað til að vera einum fleiri, það
eru ekki mörg lið sem ráða við okk-
ur þegar þau vantar einn mann. Við
þurftum samt að klára leikinn því
City barðist fyrir sínu. Heilt yfir átt-
um við sigurinn fyllilega verðskuld-
aðan og okkur líður vel að sjá okkur í
öðru sætinu. Nú er bara stefnan að ná
Chelsea,“ sagði Chamakh.
Markvörðurinn Joe Hart gat lítið
gert í mörkunum sem Arsenal skor-
aði. Hann varði meira að segja víta-
spyrnu frá Cesc Fabregas í fyrri hálf-
leik. „Þetta var nú líklega rautt spjald
þó mér fyndist hann ekki alveg vera
að stefna að marki. Ég á samt eftir
að sjá þetta betur. Það er afskaplega
erfitt að vera einum færri gegn Ars-
enal, það færir boltann svo vel á milli.
Við viljum ekki tapa á heimavelli og
munum láta það koma sem sjaldnast
fyrir, helst aldrei,“ sagði Joe Hart.
Chelsea þakkaði fyrir
Með sigri Arsenal hélt Chelsea fimm
stiga forskotinu sem það náði á City
á laugardaginn þegar liðið lagði Úlf-
ana auðveldlega. United og Arsenal
jöfnuðu City að stigum með sigrum
sínum um helgina og er nú þriggja
liða pakki þarna ásamt Tottenham að
reyna elta Chelsea. Tottenham tókst
ekki að vinna Everton á heimavelli en
þar skildu liðin jöfn, 1–1.
tómaS þór þórðarSon
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
Dedryck Boyata var skúrkurinn hjá
Manchester City þegar hann lét reka sig
af velli eftir tæpar fimm mínútur í stór-
leik helgarinnar gegn Arsenal. Skytturn-
ar gengu á lagið og unnu léttan 3–0 sigur.
Arsenal varð því fyrsta liðið til að leggja
Manchester City á heimavelli og lyfti sér
um leið upp í annað sæti deildarinnar.
Auðvelt
hjá ArsenAl
Dugði ekki Joe Hart varði víti frá Cesc
Fabregas en hann þurfti samt að sækja
knöttinn þrisvar sinnum úr netinu.
mynD reuterS
Slæmt brot Dedryck Boyata
gerði Arsenal auðveldara fyrir
með því að láta reka sig út af
fyrir þessa tæklingu.
ÚrSlit
Enska úrvalsdEildin
tottenham - everton 1-1
0-1 Leighton Baines (17.), 1-1 Rafael van der Vaart (21.).
Birmingham - Blackpool 2-0
1-0 Liam Ridgewell (37.), 2-0 Nikola Zigic (57.).
Chelsea - Úlfarnir 2-0
1-0 Florent Malouda (23.), 2-0 Salomon Kalou (81.).
Sunderland - aston Villa 1-0
1-0 Richard Dunne (25. sm).
WBa - Fulham 2-1
0-1 Scott Carson (9. sm), 1-1 Youssuf Mulumbu (17.), 2-1 Marc-
Antoine Fortuné (40.).
Wigan - Bolton 1-1
1-0 Hugo Rodallega (59.), 1-1 Johan Elmander (66.).
West Ham - newcastle 1-2
1-0 Carlton Cole (12.), 1-1 Kevin Nolan (23.), 1-2 Andy Carroll (69.).
Stoke - man. united 1-2
0-1 Javier Hernández (27.), 1-1 Tuncay Sanli (81.), 1-2 Javier
Hernández (86.).
Liverpool - Blackburn 2-1
1-0 Sotirios Kyrgiakos (48.), 1-1 Jamie Carragher (51. sm), 2-1
Fernando Torres (53.).
man. City - arsenal 0-3
0-1 Samir Nasri (20.).
RAUTT: Dedryck Boyata, Man. City (5.), 0-2 Alexandre Song (66.),
3-0 Nicklas Bendtner (88).
staðan
Lið L u J t m St
1. Chelsea 9 7 1 1 25:2 22
2. Arsenal 9 5 2 2 21:10 17
3. Man. Utd 9 4 5 0 20:12 17
4. Man. City 9 5 2 2 12:8 17
5. Tottenham 9 4 3 2 11:8 15
6. WBA 9 4 3 2 13:15 15
7. Sunderland 9 2 6 1 8:7 12
8. Bolton 9 2 6 1 13:13 12
9. Newcastle 9 3 2 4 14:13 11
10. Aston Villa 9 3 2 4 9:13 11
11. Everton 9 2 4 3 9:8 10
12. Birmingham 9 2 4 3 10:12 10
13. Stoke City 9 3 1 5 10:13 10
14. Blackpool 9 3 1 5 13:20 10
15. Wigan 9 2 4 3 7:16 10
16. Fulham 9 1 6 2 10:11 9
17. Blackburn 9 2 3 4 8:10 9
18. Liverpool 9 2 3 4 9:14 9
19. Wolves 9 1 3 5 8:15 6
20. West Ham 9 1 3 5 7:17 6