Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2010, Blaðsíða 8
8 fréttir 25. október 2010 mánudagur
Leiðrétt
Í helgarblaði DV var sagt að
móðir Dagbjartar Tryggvadóttur,
konunnar sem lét lífið í bílslysi í
Tyrklandi, héti Rósa Haraldsdóttir
Kjeld. Það er rangt. Móðir hennar
heitir Rósa Harðardóttir. Beðist er
velvirðingar á mistökunum.
Skyttur komnar
í viðbragðstöðu
Á föstudaginn hefst rjúpnaveiði-
tímabilið. Fyrirkomulag veiðitíma-
bilsins er óbreytt frá því í fyrra en
veiðimönnum er heimilt að veiða
rjúpu á föstudögum, laugardögum
og sunnudögum innan þess tíma-
bilsins. Það stendur yfir til sunnu-
dagsins 5. desember næstkomandi
sem þýðir að rjúpnaveiðmenn fá
þetta árið 18 veiðidaga á rjúpunni.
Svandís Svavarsdóttir umhverfis-
ráðherra sendi frá sér tilkynningu
vegna rjúpnaveiða þar sem hún
hvetur veiðimenn til hófsamra veiða
og minnir á sölubann á rjúpu og
rjúpnaafurðum.
Afmælisgestir
voru sektaðir
Nærri sjötíu afmælisgestir Ríkis-
útvarpsins voru sektaðir á meðan
heimsókn þeirra stóð yfir á laugar-
daginn. Boðið var til hátíðar í Út-
varpshúsinu í tilefni af 80 ára afmæli
stofnunarinnar þar sem þúsund-
ir gesta litu inn, að sögn fréttastofu
RÚV. Á meðan sinnti umferðardeild
lögreglunnar hefðbundnu eftir-
liti fyrir utan þar sem hátt í 70 bílar
fengu sekt fyrir að leggja ólöglega
fyrir utan húsið. Hver sekt nem-
ur 5.000 krónum sem þýðir að hið
opinbera hlýtur hátt í 350 þús-
und krónur vegna þessara sektar-
greiðslna.
Sófinn brann
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæð-
inu var kallað að húsi í Hafnarfirði
um tvöleytið aðfaranótt sunnudags.
Kviknað hafði í sófa í húsinu og
hafði eldur borist í viðarklæðningu
í húsinu. Slökkviliðsmenn réðu nið-
urlögum eldsins, en íbúar hússins
höfðu þegar borið logandi sófann út
á götu. Slökkviliðsmennirnir reyk-
ræstu einnig húsið.
Fyrrverandi landsliðsþjálfari í handbolta fyrir dóm:
Landsbankinn gegn Þorbergi
Aðalmeðferð í máli Landsbankans
gegn Þorbergi Aðalsteinssyni, fyrr-
verandi landsliðsþjálfara og lands-
liðsmanns Íslands í handbolta, fer
fram í vikunni. Þorbergi var stefnt
af Landsbankanum vegna tuttugu
milljóna króna skuldar við bankann.
Skuldin er tilkomin vegna fjárfest-
inga og hlutabréfakaupa landsliðs-
mannsins en sjálfur hefur hann ekki
áhyggjur. Því lýsti Þorbergur í samtali
við DV. „Þetta er smámál en auðvit-
að óþægilegt því þarna eru ábyrgðir í
mínum eignum. Líkt og marga lang-
aði mig að verða ríkur en mér finnst
bankinn ganga óþarflega hart fram.
Ég óttast ekki að missa mínar eigur
þar sem upphæðirnar eru ekki svo
háar og ég trúi ekki öðru en bank-
inn vilji semja. Ég er bjartsýnn og
tel þetta ekki fara á versta veg,“ sagði
Þorbergur.
Ágreiningur er um upphæðir og
ábyrgðir skulda Þorbergs við Lands-
bankann. Hann er ekki fyrsti, og
hugsanlega ekki sá síðasti, lands-
liðsmaður Íslands í handbolta sem
stendur í stórræðum vegna skulda en
DV hefur þegar greint frá vandræð-
um landsliðsmannanna Kristjáns
Arasonar, Markúsar Mána Michael-
sonar og Þorgils Óttars Mathiesen.
Allir eiga þeir farsælan feril að baki
með landsliðinu.
Kristján, sem er eiginmaður
Þorgerðar Katrínar Gunnarsdótt-
ur, þingmanns og fyrrverandi vara-
formanns Sjálfstæðisflokksins, var
framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi
á árunum fyrir hrunið. Hann fékk
kúlulán frá Kaupþingi upp á rúman
milljarð sem notað var til að fjárfesta
í hlutabréfum í Kaupþingi.
trausti@dv.is Fyrir dóm Þorbergi var stefnt vegna tuttugu milljóna skuldar við Landsbankann.
Mikil öryggisgæsla vakti athygli
fundar gesta á ársfundi ASÍ sem fram
fór á föstudag. Nokkrir lífverðir fylgd-
ust grannt með framvindu fundarins
vegna mótmæla sem boðuð höfðu
verið. Aðspurður segir Gylfi Arn-
björnsson, formaður ASÍ, gæsluna
ekki vera pantaða af forystu verkalýðs-
samtakanna heldur forsvarsmönnum
Nordica-hótelsins og það hafi þeir lík-
lega gert til að gæta að eigin verðmæt-
um vegna mótmæla sem áttu sér stað
fyrir utan hótelið. Lífverðirnir voru
merktir hótelinu og fylgdust vel með
því sem gerðist.
„Af minni hálfu var engin þörf á ör-
yggisgæslu, segir Gylfi. „Fólk var mætt
til þess að láta okkur vita af kröfum
sínum og afstöðu. Markmið mótmæl-
anna var að minna á mikilvæg mál.
Það hefur rétt á því að láta rödd sína
heyrast og það virði ég.“ Gylfi segist líta
á mótmælin sem áminningu til for-
ystu ASÍ um að standa vel að komandi
kjarasamningum og berjast fyrir bætt-
um kjörum félagsmanna sinna og því
að standa vörð um félagsmenn sína.
Forystan ánægð þrátt fyrir
mótmæli
„Þetta er bara hið besta mál,“ segir Vil-
hjálmur Birgisson, formaður verka-
lýðsfélags Akraness, um mótmælin
sem fóru friðsamlega fram. „Ef fólk
er óánægt með forystuna þá á það að
láta vita af því með afgerandi hætti.“
Fyrir utan hótelið söfnuðust um 50
mótmælendur saman og börðu tunn-
ur í mótmælaskyni við forystu ASÍ,
sem þeir segja vinna fyrir fjármagnið
en ekki verkalýðinn. Vilhjálmur segir
djúpa gjá hafa myndast á milli forystu
ASÍ og almennra félagsmanna og að
sú gjá verði ekki brúuð nema skipt sé
um forystu.
Forysta ASÍ virðist hins vegar al-
mennt ánægð með störf Gylfa, en
hann var endurkjörinn forseti sam-
bandsins á fundinum með 72,9 pró-
senta hlut eða 183 atkvæðum. Guð-
rún J. Ólafsdóttir, sem gegnt hefur
trúnaðarstörfum fyrir VR, bauð sig
fram á móti Gylfa og hlaut hún 64 at-
kvæði. Guðrún hélt stutta kynningu
á framboði sínu og sagðist hún með-
al annars vilja beita sér fyrir afnámi
verðtryggingarinnar og sagði hana
til mikils vansa fyrir þjóðfélagið. Þar
er hún á öndverðum meiði við Gylfa
sem hefur talað með verðtrygging-
unni. Hann segir að afnám hennar
geti haft í för með sér slæmar hliðar-
verkanir fyrir heimilin í landinu.
Vill friðarfund í Viðey
Á ársfundinum voru samþykktar
ályktanir í átta málaflokkum. Álykt-
anirnar voru afrakstur vinnu tæplega
þrjú hundruð ársfundarfulltrúa sem
fór fram í málstofum með þjóðfund-
arformi. Meðal þeirra ályktana sem
samþykktar voru var ályktun í efna-
hags- og kjaramálum þar sem því var
beint til aðildarfélaga ASÍ að samein-
ast um samræmda launastefnu sem
feli í sér almennar launahækkanir og
jöfnun kjara. Gylfi segir undirbúning
vegna kjarasamninga í fullum gangi.
„Það var borin upp ágætis hugmynd
á ársfundinum. Að nota þá aðferða-
fræði sem Jóhanna Sigurðardóttir for-
sætisráðherra kynnti til leiks og kalla
saman lykilfólk, aðila vinnumarkað-
ar, ráðherra og þingnefndarmenn til
þess að koma að þessarri vinnu og ná
samkomulagi af heilindum. Við gæt-
um sest að vinnu í Viðey þar sem við
fengjum góðan vinnufrið og fengið að
slökkva á friðarsúlunni á meðan,“ seg-
ir hann í léttum tóni.
Um 50 manns mótmæltu forystu ASÍ fyrir utan Nordica Hótel meðan ársfundur samtakanna
stóð yfir. Inni á fundinum var öryggisgæsla og segir Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ,
hana ekki hafa verið á vegum samtakanna. Hann hafi meðtekið mótmælin sem áminningu
um að standa vel að baráttu fyrir kjörum félagsmanna sinna í komandi kjarasamningum.
Lífverðir á
fundi ASí
kristjAnA GuðbrAndsdóttir og
sólrún liljA rAGnArsdóttir
blaðamenn skrifa: kristjana@dv.is og solrun@dv.is
Við gætum sest að vinnu í Við-
ey þar sem við fengj-
um góðan vinnufrið og
fengið að slökkva á frið-
arsúlunni á meðan.
lífverðir fylgjast með Hjá Hilton var
allur varinn hafður á vegna mótmæla.