Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2010, Blaðsíða 12
Áform um stöðutöku gegn krónunni 2006
Alþjóðlegar fjármálastofnanir og
matsfyrirtæki sýndu hröðum vexti
íslensku bankanna áhuga strax
árið 2004 og 2005. Margir voru tor-
tryggnir. Greiningardeildir og al-
mannatenglar bankanna reyndu að
halda uppi vörnum og koma upp-
lýsingum á framfæri líkt og ráðherr-
ar ríkisstjórnarinnar gerðu einnig
þegar nær dró bankahruninu.
Þann 15. janúar 2004 hélt Dav-
íð Oddsson, þáverandi forsætisráð-
herra, fund með Árna M. Mathie-
sen fjármálaráðherra, Halldóri
Ásgrímssyni utanríkisráðherra,
Valgerði Sverrisdóttur viðskipta-
ráðherra, seðlabankastjórum og
yfirmönnum Fjármálaeftirlitsins.
Á fundinum kynntu seðlabanka-
menn og fulltrúar FME áætlanir
um að efla viðbúnað stjórnvalda við
áföllum í fjármálakerfinu. Niður-
staða fundarins var að efnt skyldi til
formlegs samráðs allra viðkomandi
ráðuneyta, Seðlabankans og Fjár-
málaeftirlitsins. Í febrúar 2006 voru
kynnt drög að samkomulagi um
stofnun starfshóps um fjármálaleg-
an stöðugleika. Í greinargerð sam-
ráðshópsins frá 2004, sem undirbú-
ið hafði málið, sagði meðal annars
að alvarlegt áfall eins bankans gæti
haft alvarleg áhrif á fjármálakerf-
ið í heild. Lagt var til að FME fengi
auknar valdheimildir gagnvart ört
stækkandi bönkunum.
Þetta voru ekki ný sannindi og
umtalsverð reynsla og þekking var
fyrir hendi í nágrannalöndunum á
þessu sviði.
Slæleg vinnubrögð
Rannsóknarnefnd Alþingis ályktar
um samráðshópinn sem komið var
á fót 21. febrúar 2006 og gagnrýnir
bæði hann og stjórnvöld á marg-
víslegan hátt. Orðrétt segir í skýrsl-
unni: „Um sama leyti steðjaði mikill
vandi að íslenskum fjármálafyrir-
tækjum en lausafjárskortur gekk þá
mjög nærri þeim. Almennt hef-
ur tímabilið gengið undir nafninu
„mini-krísan“. Það vekur athygli að
samráðshópurinn skuli ekki hafa
hafist handa strax í upphafi við að
bregðast við þeim vanda sem þá
var fyrir hendi og benda á leiðir til
að koma í veg fyrir að slíkur vandi
myndi endurtaka sig. Þess í stað
fundaði hópurinn einungis tvisvar á
árinu 2006, fyrst 1. júní og því næst
30. nóvember það ár.“
Sannast sagna fær samráðs-
hópurinn herfilega einkunn hjá
rannsóknarnefnd Alþingis. Skipu-
lagsleysi, óöguð vinnubrögð, léleg
verkstjórn, dagskrá er ekki lögð fyr-
ir fundi og svo framvegis. Tryggvi
Pálsson, framkvæmdastjóri hjá
Seðlabankanum, bar fyrir rann-
sóknarnefndinni að stóru málin
sem kröfðust „hugrekkis“ hefðu
gjarnan verið skilin eftir. Skort hefði
á skýra verkaskiptingu og ábyrgð á
framkvæmd verkefna. „Þegar þessi
ummæli eru virt er vart hægt að
komast að annarri niðurstöðu en
að um óvönduð vinnubrögð hafi
verið að ræða í ljósi þess hversu
þýðingarmikil verkefni samráðs-
hópsins voru, enda fór það svo að
þegar fjármálaáfall dundi yfir var
samráðshópurinn langt frá því að
ljúka fyrstu drögum að tillögu að
viðbúnaðaráætlun,“ segir í ályktun
rannsóknarnefndarinnar um mál-
ið.
Höfðinu stungið í sandinn
Fram kemur að allir í starfshópn-
um hafi verið störfum hlaðnir
og lítt undir það búnir að semja
ígrundaða viðbúnaðaráætlun.
Enda höfðu menn engin svör
við því í norrænni viðlagaæfingu
Seðlabankans í september 2007
hvernig bregðast ætti við skyndi-
legri 500 milljarða króna fjárþörf
til að bjarga ímynduðu áfalli Kaup-
þings. Úr varð að Ísland dró sig út
úr æfingunni af ótta við afleiðing-
arnar ef það kvisaðist út hver við-
brögð ríkisins hefðu orðið við slíku
áfalli. „Að mati rannsóknarnefndar
Alþingis hefði verið gagnlegt fyrir
íslensk stjórnvöld að taka þátt í æf-
ingunni til enda, því haustið 2008
þurftu þau að glíma við svipaða
atburðarás. Mikilvægum spurn-
ingum var hins vegar enn ósvar-
að á þeim tíma í viðlagastarfi ís-
lenskra stjórnvalda. Telur nefndin
því að það hafi verið afar misráðið
af íslenskum stjórnvöldum að ljúka
ekki viðlagaæfingunni.“
Gengi krónunnar fellur
Í upphafi svonefndrar „mini-krísu“
voru ýmis neikvæð teikn á lofti eins
og greint er frá í skýrslu rannsóknar-
nefndar Alþingis. Erlend fjármála-
fyrirtæki og greiningardeildir þeirra
höfðu dregið upp neikvæða mynd
af íslensku bönkunum. Matsfyrir-
tæki höfðu gagnrýnt hversu lítið ís-
lensku bankarnir treystu á almenn
innlán. Matsfyrirtækið Fitch breytti
horfum fyrir íslenska ríkið úr stöð-
ugum í neikvæðar þann 21. febrúar
árið 2006. Skýrsla tveggja hagfræð-
inga hjá greiningardeild Danske
Bank, Íslenska Geysiskreppan (Ice-
land: The Geyser Crisis), var sem
sprengiefni inn í þetta andrúmsloft.
Ekki bætti úr skák að frá ársbyrjun
2006 til maíloka sama ár féll gengi
krónunnar um 20 til 25 prósent. Um
75 krónur voru greiddar fyrir evr-
una í ársbyrjun 2006. Fimm mánuð-
um síðar kostaði hún um 92 krónur.
Gagnrýnin skýrsla
Í skýrslu Lars Christensens og Cars-
tens Valgreens hjá Danske Bank
snemma árs 2006 var dregin upp
dökk mynd af framtíðarhorfum ís-
lenska efnahagslífsins. Ástand-
inu var jafnað við aðdraganda
kreppunnar í Taílandi árið 1997 og
Tyrklandi fimm árum síðar. Dönsku
sérfræðingarnir töldu að Íslenska
hagkerfið sýndi mörg einkenni of-
hitnunar og hætta væri á ferðum
hjá bönkunum. Greiðsluþol þeirra
kynni að minnka með hertri pen-
ingamálastefnu og gengisfall krón-
unnar gæti dregið mjög úr neyslu og
fjárfestingum. Á þessum tíma voru
stýrivextir að skríða yfir 10 prósenta
markið, launaskrið var mikið og
verðbólgan yfir 4 prósentum þrátt
fyrir sterka krónu. Lars og Carsten
spáðu því að þjóðarframleiðslan
gæti fallið um 5 til 10 prósent inn-
an tveggja ára og líklega færi verð-
bólgan yfir 10 prósent samfara falli
krónunnar. Á það var einnig bent að
lánakjör bankanna færu versnandi
og stór lán væru á gjalddaga næstu
þrjú misserin.
„Þetta reyndist því miður vera
vanmat,“ sagði Laars Christensen
í viðtali við DV í lok október 2008.
Verðbólgan var þá 15 prósent á Ís-
landi og bankakerfið hrunið.
Raunsæi – óraunsæi
„Sumt sem kemur fram í skýrslu
Danske Bank er dramatískara en
við höfum séð lengi,“ sagði Þórður
Friðjónsson, forstjóri Kauphallar
Íslands, á fjölmennum fundi hjá Fé-
lagi viðskiptafræðinga og hagfræð-
inga í byrjun apríl 2006, nokkrum
vikum eftir að danska skýrslan kom
út.
Hagfræðingarnir Edda Rós
Karlsdóttir og Björn R. Guð-
mundsson hjá greiningardeild
Landsbankans gagnrýndu skýrslu
Dananna harðlega í langri út-
tekt sem birt var á ensku á veg-
um bankans 22. mars 2006. Þótti
þeim sem dönsku hagfræðingarnir
gerðu allt of mikið úr óstöðugleik-
anum og líkunum á harðri lend-
ingu íslenska hagkerfisins. Fund-
ið var að því að ekki væri vitnað til
fyrirliggjandi íslenskra gagna frá
Seðlabankanum og FME. Meðal
annars vitnuðu Edda Rós og Björn
til opinberra ummæla Davíðs
Oddssonar, þáverandi formanns
bankastjórnar Seðlabankans, um
að bankarnir stæðu traustum fót-
um. Engin leið væri að tala um
kreppu hjá bönkum sem stæðu
svo traustum fótum og reyndust
svo ábyrgir í gerðum sínum, er þar
haft eftir Davíð.
Á vormánuðum kom út rándýr
skýrsla bandaríska hagfræðingsins
Fredricks Mishkins og Tryggva Þórs
Herbertssonar. Í skýrslunni fengu
bankarnir eins konar heilbrigðis-
og stöðugleikavottorð.
Segja má að eftir það hafi dottið
í dúnalognið á undan storminum
sem brast á haustið 2008.
Á sama tíma og lagt var á ráðin innan Landsbanka og Straums-Burðaráss um stórfellda stöðutöku gegn ís-
lensku krónunni 2006 hrikti í stoðum íslenska fjármálakerfisins. Erlend fjármála- og matsfyrirtæki gagnrýndu
bankana og töldu þá óstöðuga. Viðbúnaður stjórnvalda við áföllum var í skötulíki og undirbúningsvinna
unnin með hangandi hendi. Stöðutaka gegn krónunni á þessum tíma leiddi til 20 til 25 prósenta gengisfalls.
jóHann HaukSSon
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Áhrifamaður í fjármálaráðuneytinu BaldurGuðlaugsson,þáverandiráðuneyt-
isstjóriífjármálaráðuneytinu,varvaldamikillístarfshópnumumfjármálastöðug-
leikaendahandgenginnvaldamestumönnumríkisstjórnarinnar.Hópurinnhélt
aðeinstvofundiárið2006þegar„mini-krísan“reiðyfirbankana.
krónan eins
og korktappi
Landsbankamenn
höfðuþegar
árið2006miklar
áhyggjurafþví
aðrekaundiroki
óstöðugrarkrónu.
ÁRÁSIN LEIDDI TIL
GENGISHRUNS
Sannast sagna
fær samráðs-
hópurinn herfilega
einkunn hjá rann-
sóknarnefnd Alþingis.
Skipulagsleysi, óöguð
vinnubrögð, léleg verk-
stjórn...
12 fréttir 25. október 2010 mánudagur