Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2010, Blaðsíða 16
16 erlent 25. október 2010 mánudagur Uppljóstrunarsíðan Wikileaks birti á föstudag tæplega 400 þúsund leyni- skjöl er varða stríðið í Írak. Er þetta stærsti upplýsingaleki hernaðargagna en áður hafði síðan meðal annars birt um 75 þúsund leyniskjöl um stríð- ið í Afganistan. Íslenskur talsmaður Wikileaks, Kristinn Hrafnsson, segir að fleiri skjöl verði birt á allra næstu dögum. Lekinn hefur vakið gífurlega athygli um allan heim og hefur verið á forsíðum helstu fréttamiðla beggja vegna Atlantshafsins. Viðbrögð stjórnvalda í Bandaríkjunum og Bret- landi hafa verið talsvert ólík en Bret- ar virðast vera eina ríkið sem ætlar að bregðast við lekanum á einhvern hátt. Hefur Nick Clegg, varaforsæt- isráðherra Bretlands, þegar sagt að ásakanir um pyntingar og manndráp á saklausum borgurum verði rann- sakaðar. Bandarísk yfirvöld hafa hins vegar foræmt lekann og segja birtingu leyniskjalanna stofna lífi bandarískra hermanna í hættu. Össur Skarphéð- insson, utanríkisráðherra Íslands, sagði í samtali við DV að gögnin stað- festu það sem hann hafði lengi grun- að, að mun meira mannfall hafi átt sér stað í Írak en áður var talið. Morð og pyntingar Meðal þess sem kemur fram í leyni- skjölunum eru grófar lýsingar á of- beldi, pyntingum og manndrápum á saklausum borgurum. Hafa bæði bandarískir og breskir hermenn gerst sekir um slíka glæpi en jafnframt hafa írakskar öryggissveitir farið mikinn og skilið eftir sig fjölmörg fórnarlömb. Voru ódæðisverk öryggissveitanna framin með fullri vitneskju banda- ríska hersins, sem brást þó aldrei við og hélt málinu leyndu. Voru konur og börn lamin og pyntuð á kerfisbund- in hátt alveg síðan innrásin í Írak átti sér stað árið 2003. Einnig kemur fram að hermálayfirvöld í Bandaríkjun- um héldu skrá yfir íröksk fórnarlömb stríðsins en til þessa hafa þau neit- að að slík skrá væri til. Komið hefur í ljós að fórnarlömb stríðsins eru mun fleiri en áður var talið en þar á meðal eru 15 þúsund óbreyttir borgarar sem hafa látið lífið – án þess að þau dauðs- föll hafi verið færð til bókar. Í skjölun- um, sem eru 391.831 að tölu, er gíf- urlegt magn upplýsinga og ljóst að upplýsingafulltrúar í Pentagon munu ekki sitja með hendur í skauti á næstu vikum. Julian Assange, ritstjóri Wiki- leaks, lét hafa eftir sér á blaðamanna- fundi um helgina að skjölin sýni fram á að það hafi verið „blóðbað á hverju horni. Við vonum að við getum leið- rétt á einhvern hátt þá árás sem gerð var á hendur sannleikanum fyrir þetta stríð, á meðan því stóð og hefur verið haldið áfram síðan stríðinu lauk formlega.“ Bandaríkjamenn fordæma birtinguna Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur fordæmt birt- ingu leyniskjalanna á Wikileaks. Gerði hún það í raun áður en gögn- in voru birt á þeim forsendum að birting gagnanna myndi stofna lífi bandarískra hermanna í Írak í hættu. Viðbrögð yfirvalda í Washington eru því þau sömu og þegar Wikileaks birti leynigögn um stríðið í Afganist- an þegar nöfn fjölmargra hermanna komu fram í skjölunum. Enginn her- maður hefur hins vegar látið lífið vefna birtingar leynigagna en í þetta sinn hefur Wikileaks samt sem áður reynt að útiloka nafnabirtingar. Talsmaður bandaríska hersins, Dave Lapan, sagði í viðtali við BBC að engar rannsóknir yrðu gerðar vegna ásakana um pyntingar og morð á saklausum borgurum. Sagði hann einnig að þegar kemur að íröksku ör- yggissveitunum væri stefna Banda- ríkjamanna að fylgjast með og til- kynna um glæpi ef þeir ættu sér stað. Samkvæmt skjölunum var ljóst að Bandaríkjamenn vissu af ofbeldi ör- yggissveitanna en ekkert var að gert. Nick Clegg hefur sagt að Bretar muni standa fyrir óháðri rannsókn á ásök- unum á hendur breskra hermanna sem eru sakaðir um að hafa stundað pyntingar eða óréttmæt manndráp. Mannfred Novak, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna um pynting- ar, hefur sagt að Barack Obama, for- seti Bandaríkjanna, verði að gera slíkt hið sama. „Það er skylda að rannsaka allar trúverðugar ábendingar um að pynting hafi átt sér stað, og þessar ábendingar eru meira en trúverðugar, síðan er það dómstóla að dæma.“ Ísland biðjist afsökunar Össur Skarphéðinsson sagðist ekki hafa kynnt sér leyniskjölin vel en sagði þau engu að síður sýna fram á að mannfall óbreyttra borgara hafi verið mun meira en áður hefur verið talið. „Þetta eru sláandi upplýsingar sem staðfesta það sem við sögðum sem börðumst hatrammlega gegn stuðningi Íslands við stríðið í Írak. Þetta staðfestir að sú ákvörðun var ein sú sorglegasta sem Íslendingar hafa tekið í utanríkismálum fyrr og síðar, að hafa á skjön við lög, bundið Ísland til stuðnings við þessa styrjöld. Sem betur fer er búið að hverfa af þeirri braut.“ Össur segist ekki búast við sérstökum viðbrögðum ríkisstjórn- arinnar við hinum nýju upplýsing- um en segir þó ákveðna vinnu hafa farið fram í utanríkisráðuneytinu við að safna saman gögnum um aðdrag- anda þeirrar ákvörðunar að lýsa yfir Uppljóstrunarsíðan Wikileaks birti tæplega 400 þúsund leyniskjöl um Íraks- stríðið á föstudag. Mannfall óbreyttra borgara er mun meira en áður var talið. Birgitta Jóns- dóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir að íslensk stjórnvöld eigi að biðjast afsökunar. Össur Skarphéð- insson utanríkis- ráðherra segir upp- lýsingarnar wvera sláandi. PYNTINGAR OG MORÐ Á SAKLAUSU FÓLKI BJörn teitsson blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is Utanríkisráðherra Össursegir stuðningÍslandsviðstríðiðíÍrakvera sorglegustuákvörðuníutanríkismálum Íslands,fyrrogsíðar. Vill að Ísland fari fram á rannsókn BirgittaJónsdóttirvillaðíslenskstjórn- völdkrefjistrannsóknarádauðsföllum óbreyttraborgarasemogpyntingum. Þetta staðfestir að sú ákvörðun var ein sú sorgleg- asta sem Íslendingar hafa tekið í utanríkismálum fyrr og síðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.