Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2010, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2010, Blaðsíða 20
Sumt klikkar ekki Hvað Heitir lagið? „En hann getur kæft og hann getur svæft.“ svar: Gamli Grafreiturinn - Klassart Ævisaga guðrúnar Ögmunds Út er komin hjá Veröld ævisaga Guðrúnar Ögmundsdóttur, rituð af Höllu Gunnarsdóttur. Guðrún Ögmundsdóttir á að baki litríka og dramatíska ævi; Dóttir konu sem „fór heim án barns“ af fæðingardeildinni og ólst upp hjá kjörforeldrum, tók síðan sjálf barn í fóstur. Hún er holdgervingur ’68 kynslóðarinnar og fyrrverandi borgarfulltrúi og alþingismaður. Halla Gunnarsdóttir skrifar sögu Guðrúnar Ögmundsdóttur. Guðrún Ögmundsdóttir – Hjartað ræður för er 257 blaðsíður að lengd, auk sérstakra myndaarka. Helgi Hilmarsson braut bókina um og Dynamo hannaði kápuna. Bókin er prentuð í Odda. Leiðbeinandi útsöluverð er 6.490 krónur. 20 fókus 25. október 2010 mánudagur nýtt myndband frá Hjaltalín Hjaltalín hefur sent frá sér nýtt myndband við lagið Sweet Impress- ions en lagið kom út á plötunni Terminal í fyrra. Fyrir stuttu kom lagið út sem stafræn smáskífa og hlaut mikið lof, meðal annars hjá miðlum á borð við Guardian og Drowned in Sound. Myndband við Sweet Impressions má nú finna á nýrri heimasíðu Hjaltalín, hjalta- linmusic.com, en myndbandið var frumsýnt á heimasíðu Drowned in Sound í gær. Myndbandinu var leiksýrt af Árna Þór Jónssyni, oft nefndum Zúri gæinn, og framleitt af Republik í samvinnu við Hjaltalín. Um kvikmyndatöku sá Elli Cassata. Í aðalhlutverkum eru Gísli Örn Garð- arsson og Þrúður Vilhjálmsdóttir. Einnig bregður fyrir í myndbandinu Hilmari Guðjónssyni, mótorkross- gengi og dansandi drengjakór. Þór – leyndar- mál guðanna Út er komin hjá Veröld, Þór – Leyndarmál guðanna sem Friðrik Erlingsson skrásetti. Þór Óðinsson þeytist um heiminn frá morgni til kvölds að sinna skyldum sínum við guði og menn, í von um að faðir hans vígi hann endanlega inn í goð- heima. Gömlu guðirnir eru hins vegar fullir öfundar yfir vinsæld- um Þórs og reyna að losa sig við hann. Friðrik Erlingsson sló eftir- minnilega í gegn með margverð- launaðri sögu sinni Benajmín dúfu. Þór – Leyndarmál guðanna er 327 blaðsíður að lengd. CAOZ braut bókina um, Gunnar Karls- son hannaði kápuna og teiknaði myndir í bókina. Bókin er prent- uð í Odda. Leiðbeinandi útsölu- verð er 3.990 krónur. Pétur og úlfurinn í Hofi Miðvikudaginn 27. október kl. 17 flytur Sinfóníuhljómsveit Norður- lands ævintýrið um Pétur og úlfinn eftir Sergei Prokofieff í Hofi. Pétur og úlfurinn er eitt frægasta tónlistar- ævintýri fyrir börn sem samið hefur verið og fá verk hafa orðið eins til að efla skilning barna á klassískri tón- list og Pétur og úlfurinn. Verkið er sviðsett með leikbrúðum og sett upp í samstarfi við Brúðuheima í Borg- arnesi og Leikfélag Akureyrar. Leik- brúðustjórnandi er Bernd Ogrodnik, leikstjóri Jana María Guðmunds- dóttir og sögumaður er Guðmundur Ólafsson. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson. Það eru vissir leikir sem ein- faldlega klikka ekki þegar kem- ur að Nintendo. Zelda er gott dæmi, Mario er annað og Metroid á klárlega heima í þessum hópi. Í fyrstu gæti aðdá- endum leikjanna brugðið í brún þegar þeir spila Other M. Í stað þess að leikurinn gerist eingöngu sem fyrstu persónu skotleik- ur þar sem flakkað er á milli sólkerfa þá hefur áherslunum verið breytt. Að þessu sinni gerist leikurinn á einni og sömu geimstöðinni þar sem blandað er saman fyrstu og þriðju persónu skotleik. Wii-fjarstýringunni er snúið á hlið og þannig er spilaður bróðurparturinn af leiknum í þriðju persónu. Þegar henni er svo beint að skjánum breytist leikurinn í fyrstu per- sónu. Þetta tvennt þarf maður svo að ná að sameina listilega vel til þess að sigra fjölbreytta og erfiða andstæð- inga. Grafíkin í leiknum er flott og stýri- kerfið gengur mjög vel upp. En maður þarf að gefa þessu smátíma því í fyrstu virkar þetta ekki sannfærandi. Eins og vanalega í Metroid-leikjum er fjöldinn allur af krefjandi höfuðpaurum. Þeir eru miserfiðir en nokkrum sinnum þurfti ég að gæjast í „walkthrough“ til þess að skilja hvernig ætti að sigra þá. Eitt það skemmtilegasta í leiknum er að bæta búning Samus með því að finna hina og þessa hluti. Eftir því sem þú kemst svo lengra í leiknum bætast við vopn og alls kyns eiginleikar sem eru nauðsynlegir til þess að yfirstíga ólíkar þrautir. Mikið er lagt í sögu leiksins og geta myndbrotin á milli atriða oft orðið að- eins of flókin og löng. Þá mætti leikur- inn líka vera aðeins lengri. Mér fannst vanta aðeins meira „showdown“ í lok- in. En niðurstaðan er sú að Other M er virkilega vönduð vara og ætti ekki að svíkja neinn aðdánda Metroid. ÁSGEIR JÓNSSON blaðamaður dæmir tölvuleikir Metroid: other M Tegund: Hasarleikur Spilast á: Nintendo Wii Metroid: Other M Stendur fyrir sínu og rúmlega það. Kassie (Anis- ton) er einhleyp kona um fertugt sem bregður á það snilldarráð að halda „sæð- isgjafapartí“ til þess að verða ófrísk. Sjö árum seinna hittir hún aftur besta vin sinn, Wally (Bateman), en hvorugt þeirra veit (eða man) að fyrir sjö árum skipti hann sæði sæðisgjafans út fyrir sitt eigið. Leikstjórarnir Josh Gordon og Will Speck eiga að baki eina kvikmynd í fullri lengd, hina hressandi Blades of Glory frá 2007. Hugmyndin að myndinni er í grunninn áhugaverð og myndin á góða spretti. Handrit Allan Loeb er hins vegar óþægilega og óþarflega klisjukennt og verður söguþráður- inn fljótt hálf óeðlilegur og raun- ar ósmekklegur. Það er þó reynt að hylma yfir smekkleysuna með ein- staklega skemmtilegum leikarahóp, auk þess sem þetta er allt saman lát- ið gerast hjá ríku, myndarlegu fólki í New York. Jason Bateman og Jennifer An- iston eru viðkunnanleg í aðalhlut- verkunum og eru í rauninni að leika sömu persónur og þau hafa oft- ast gert. Bateman er hæglátur en komplexaður, með bestu vinkonu sína á heilanum en er fyr- ir löngu kominn á hið svo- kallaða vinasvæði í huga hennar. Jennifer Aniston hefur fyrir löngu sannað að hún hefur góða tilfinningu fyrir gamanleik, hefur gott skopskyn og tímasetning- ar. Það kemur því ekkert á óvart í leik hennar hér. Hún hefur hins vegar verið föst í sama karakter í bráð- um tvo áratugi. Vonum að það sama verði ekki sagt um Jason Bateman eftir 10 ár. Þau Patrick Wilson, Juliette Lewis og Jeff Goldblum fara með auka- hlutverk og eru öll bráðskemmti- leg, sérstaklega Goldblum. Hann er frábær gamanleikari og með hrein- um ólíkindum að maður með hans hæfileika sjáist ekki oftar í bíó. Hinn ungi Thomas Robinson stendur sig svo með prýði í hlutverki barnsins sem allt snýst um. The Switch er áhugaverð í upp- hafi, en þegar á líður verður hún frekar þvinguð og óeðlileg þó svo að sögusviðið og heillandi leikarahóp- ur leggi sitt af mörkum við að gera þessa mynd áhorfanlega. En þó hún sé stundum skemmtileg er myndin ekkert sérstaklega fyndin. Sem þyk- ir ekki kostur þegar gamanmyndir eru annars vegar. Húmorslaus í New York JÓN INGI StEfÁNSSON dæmir kvikMyndir Vesen Jason Bateman í hlutverki sínu. Viðkunnanleg Jason Bateman og Jennifer Aniston eru viðkunnanlegir gamanleikarar the switch Leikstjóri: Josh Gordon, Will Speck. Handrit: Allan Loeb eftir smásögu Jeffrey Eugenides. Leikarar: Jennifer Aniston, Jason Bateman, Patrick Wilson, Juliette Lewis, Jeff Goldblum, Thomas Robinson 101 mínúta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.