Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2010, Blaðsíða 24
Gylfi lék seinni hálfleikinn í
jafntefli Gylfi Sigurðsson, landsliðsmaður í knatt-
spyrnu, lék seinni hálfleikinn í viðureign Borussia Dortmund
og Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Liðsfélagar Gylfa
í Hoffenheim komust yfir með marki Demba Ba í fyrri hálfleik
en heimamenn frá Dortmund jöfnuðu leikinn í uppbótartíma.
Heimavöllur Dortmund, Signa-Iduna Park, er einn sá magnaðasti
sem hægt er að spila á í Evrópu en hann tekur tæplega níutíu
þúsund manns og er stemningin þar jafnan ólýsanleg.
aZ-strákarnir komu báðir við söGu
Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson komu báðir inn
á sem varamenn í sigri AZ Alkmaar á Willem II í hollensku úrvals-
deildinni í gær. Jóhann Berg kom inn á eftir klukkustundar leik og
Kolbeini var hent í framlínuna fimm mínútum síðar. AZ vann leikinn
3–0 og var Jóhann Berg óheppinn að bæta ekki við marki fyrir AZ.
Báðir eru þeir hluti af íslenska U21 árs landsliðinu sem vann sér sæti
á Evrópumótinu í Danmörku að ári en einnig eru þeir fastamenn í
A-landsliði Íslands.
molar
Ein kEppni Enn
hjá Armstrong
n Sjöfaldi Tour de France-meistar-
inn Lance Armstrong mun taka þátt
í einni keppni
til viðbótar utan
Bandaríkjanna.
Armstrong mun
keppa í Ástralíu-
hjólreiðunum á
næsta ári en þær
fara fram í Adela-
ide. Hinn þrjátíu
og níu ára gamli
Lance Armstrong sagði eftir Frakk-
landshjólreiðarnar í ár að hann ætl-
aði ekki að keppa meira utan Banda-
ríkjanna en á heimasíðu Ástralanna
stendur að Armstrong muni mæta til
leiks í sína síðustu keppni á alþjóða-
vettvangi. Armstrong vann Tour de
France sjö ár í röð frá 1999–2005 en
endaði 23. í sumar.
rAngErs sigrAði
ErkifjEndurnA
n Bæði Glasgow Rangers og Glasgow
Celtic voru búin að vinna alla sína
leiki þegar liðin mættust í fyrsta ná-
grannaslagnum í
skosku úrvals-
deildinni í gær.
Það voru Rang-
ers-menn sem
héldu sigurgöng-
unni áfram en
þeir lögðu Celt-
ic-menn á þeirra
heimavelli, 3–1.
Celtic komst yfir þegar Gary Hooper
skoraði fyrir heimamenn eftir hálf-
tíma leik. Það voru þó þeir Kenny
Miller, sem skoraði tvívegis, og
Kyle Lafferty sem tryggðu Rangers
þýðingarmikinn sigur. Stemning-
in var að vanda engu lík þegar liðin
mættust og völlurinn að sjálfsögðu
pakkfullur.
CArrAghEr rAunsær
n Jamie Carragher, varnarmað-
ur Liverpool, hefur litla trú á því að
Liverpool vinni ensku úrvalsdeild-
ina á meðan
hann er ennþá
að spila. Liver-
pool komst hvað
næst því á þar
síðasta tímabili
þegar liðið varð
í öðru sæti á eft-
ir Manchester
United. „Ég verð
að hafa trú á því að nýju eigend-
urnir muni snúa þessu við á næstu
tveimur árum og vonandi mun
Liverpool geta unnið titilinn, en ég
er nógu raunsær til að vita að það
verður mjög erfitt. En ef liðið vinnur
ekki titil á meðan ég er ennþá leik-
maður, þá verð ég bara ánægður ef
nýju eigendunum tekst að láta það
gerast stuttu eftir að ég hætti,“ segir
Carragher.
ÓtrúlEgur sigur psV
n Byrjun tímabilsins hjá hollenska
knattspyrnustórveldinu Feyenoord
fór svo sannarlega úr öskunni í eld-
inn á sunnu-
dag. Feye noord
tapaði fyrir
PSV Eindhoven
10-0 á útivelli,
hvorki meira
né minna. Fóru
heimamenn með
Feyen oord eins
og litla krakka
sem áttu engin svör við spila-
mennsku PSV. Feyenoord missti
mann af velli á 34. mínútu í stöð-
unni 1–0 en með því er varla hægt að
réttlæta 10–0 tap. Feyenoord er sem
stendur í 16. sæti hollensku úrvals-
deildarinnar af átján liðum. Feyen-
oord er eitt þeirra liða í Hollandi sem
hefur aldrei fallið niður um deild.
24 sport UmSJón: tóMAs þór þórðArson tomas@dv.is 25. október 2010 mánudagur
Upprisa Ferrari í Formúlu 1 full-
komnaðist endanlega í Suður-Kór-
eu í gærmorgun þegar Fernando
Alonso varð fyrstur til að vinna á
þessari nýju braut. Lewis Hamilton
á McLaren varð annar en liðsfélagi
Alonso, Felipe Massa, þriðji. Eng-
inn hefur hlotið fleiri stig en Alonso í
síðustu átta keppnum og er hann nú
að uppskera eins og hann hefur sáð.
Hann er orðinn efstur í stigakeppni
ökumanna þegar aðeins tvö mót eru
eftir. Hann þurfti þó að fá heppnina
með sér í lið því báðir bílar Red Bull
heltust úr lestinni og þá hefði Ham-
ilton einnig getað stungið af með
sigurinn. Alonso er því með titilinn
í höndum sér, ellefu stigum á und-
an Mark Webber en allt getur gerst í
Formúlu 1.
Áttum heppnina skilda
Það voru miklar sviptingar á hinni
nýju braut í Suður-Kóreu vegna mik-
illar rigningar. Keppnin hófst tíu
mínútum of seint og eftir fjóra hringi
var gert hálftíma hlé þar sem menn
sáu ekki út úr hjálmunum. Snemma
í keppninni féll Mark Webber á Red
Bull úr leik þegar hann keyrði of
langt upp á hjálparkant og snérist út
úr brautinni. Sigur Sebastian Vettel á
Red Bull var því aldrei í hættu þar til
vélin hjá honum bilaði aðeins nokkr-
um hringjum frá marki. Því gat Fern-
ando Alonso rúllað fyrstur í mark en
meira að segja Lewis Hamilton var
kominn fram úr honum að klúðraði
því. Heppnin svo sannarlega með
Alonso í liði.
„Við áttum heppnina skilda,“ sagði
hæstánægður Fernando Alonso eftir
keppnina. „Það er frábært að vinna á
þennan hátt. Þetta var virkilega erf-
ið keppni vegna aðstæðna,“ sagði
Alonso sem vissi vel hvers vegna
hann hafði unnið keppnina. „Auðvit-
að hjálpaði þessi heppni okkur mikið
í stigakeppninni en heppnin sannar
bara að Formúla 1 snýst ekki einung-
is um stærðfræði. Það var einfaldlega
afrek að halda sér á þessari blautu
braut, sérstaklega þar sem enginn
okkar hafði keyrt hér áður. Við erum
núna í góðri stöðu og ég auðvitað
sérstaklega. Titillinn er samt langt frá
því að vera í hendi,“ sagði Alonso.
nánast fullkomin keppni
„Ég var fyrstur alla keppnina, réði
henni algjörlega og var bara að
passa dekkin. Það er ekkert meira
sem ég hefði getað gert,“ sagði sár-
svekktur Sebastian Vettel sem hóf
keppni á ráspól og var fyrstur allt
til þar vélin í bílnum hans sprakk. Á
fyrri hluta keppnistímabilsins vann
Vettel marga ráspóla en tókst aldrei
að hafa sigur, var hann oftast kom-
inn niður í annað eða þriðja sæti
eftir fyrstu beygju. Hann hefur lagað
það á seinni hluta móts en heppn-
in lék svo sannarlega ekki við hann
í Suður-Kóreu. Hann er nú tuttugu
og fimm stigum á eftir Fernando
Alonso.
„Heilt yfir var nánast allt fullkomið
hjá okkur í dag sem og í tímatökunni.
Sem betur fer eru ennþá fimmtíu stig
eftir í keppninni um heimsmeistara-
titilinn. Lífið hefði orðið auðveldara
ef við hefðum unnið og vélin ekki bil-
að. En svona er lífið stundum,“ sagði
spekingslegur Vettel.
Eigum góðan möguleika
Lewis Hamilton hefur verið afskap-
lega óheppinn að undanförnu en
með óláni Red Bull í Suður-Kóreu
og öðru sætinu hjá sér sjálfum er
heimsmeistarinn frá því 2008 kom-
inn í bullandi baráttu um sinn annan
heimsmeistaratitil. Hann þarf þó að
vinna upp tuttugu og eitt stig á Fern-
ando Alonso en með nýja stigakerf-
inu þar sem 25 stig eru gefin fyrir sig-
ur er allt hægt. Hann vonast því eftir
góðum keppnum í Brasilíu og Abu
Dahbi þar sem síðustu tvö mótin fara
fram.
„Þetta var klárlega áhugaverðasta
keppnin í ár. Hún var mjög erfið, vá!“
sagði Hamilton við breska ríkissjón-
varpið eftir keppnina. „Það var mjög
skrýtið að sjá báða Red Bull-bílana
falla úr leik. Fernando keyrði samt
alveg rosalega vel en þessi braut
hentaði klárlega Ferrari-bílnum að-
eins betur en okkur. Nú eru tvær
keppnir eftir þar sem við virkilega
verðum að standa okkur eins vel og
við getum. Það er ekkert ómögulegt
og við eigum góðan möguleika á að
vinna eitthvað,“ sagði Lewis Hamilt-
on bjartsýnn.
Ökumaður Lið stig
1. Fernando Alonso Ferrari 231
2. mark Webber Red Bull 220
3. Lewis Hamilton mcLaren 210
4. Sebastian Vettel Red Bull 206
5. Jenson Button mcLaren 189
6. Felipe massa Ferrari 143
7. Robert Kubica Renault 124
8. nico Rosberg mercedes 121
9. m. Schumacher mercedes 66
10. R. Barrichello Williams 47
ökumEnn
Lið stig
1. Red Bull 426
2. mcLaren 399
3. Ferrari 374
4. mercedes 187
5. Renault 143
6. Force India 68
7. Williams 65
8. Sauber 44
9. Toro Rosso 11
10. Hispania 0
11. Lotus 0
bílAsmiðir
Stigakeppni ökumanna í Formúlu 1 breyttist eftir keppnina í Suður-Kóreu. Fernando
Alonso vann keppnina á meðan báðir bílar Red Bull féllu úr leik. Alonso leiðir keppn-
ina um heimsmeistaratitilinn þegar tvö mót eru eftir en með þriðja sæti Felipe Massa
í Suður-Kóreu er Ferrari einnig komið í baráttuna um silfrið í stigakeppni bílasmiða.
með titilinn
í höndum sér
tóMAs þór þórðArson
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
Klúður Webber keyrði of langt upp á
kant og snéri sér út af brautinni og úr
efsta sætinu.
Ekki gleyma mér Lewis Hamilton er
ekki langt frá Alonso og gæti vel stolið
titlinum í síðustu tveimur keppnunum.
Myndir rEutErs
Á toppnum Fernando Alonso
hefur gengið gríðarlega vel í síðustu
keppnum og er kominn með heims-
meistaratitilinn í sínar hendur.