Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2010, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2010, Blaðsíða 15
umsögn sem hægt sé að sjá áður en þeim er hlaðið niður. „Mörg þess- ara forrita eru búin til með það að markmiði að græða peninga – til dæmis Farmville og Mafia Wars. Þau eru ókeypis í sjálfu sér en þú færð forskot ef þú borgar peninga,“ segir Friðrik. Hann segir að Face- book sé ekkert annað en markað- ur í augum auglýsenda og fram- leiðenda hugbúnaðar. „Margir sjá tækifæri til að hafa af fólki peninga Lengri kvörtunarfrestur Þegar fólk kaupir tölvur eða aðra hluti í gegnum fyrirtæki er réttarstaðan ekki sú sama og þegar fólk festir persónulega kaup á vörunni. Á þetta getur reynt ef varan bilar eða reynist göllluð. Frá þessu er greint á heimasíðu Neytendasamtakanna. „Þegar einstakl- ingur kaupir vöru til einkanota falla kaupin undir lög um neytendakaup. Sam- kvæmt þeim er kvörtunarfrestur vegna galla á vöru aldrei styttri en 2 ár og í sumum tilvikum er kvörtunarfresturinn 5 ár þegar vörunni er ætlaður verulega lengri líftími, eins og á til dæmis við um þvottavélar og ísskápa. Ekki er hægt að semja um styttri kvörtunarfrest þar sem lögin eru ófrávíkjanleg,“ segir á ns.is. afsaLa sér dýrmætum rétti Þegar fólk kaupir vörur í gegnum fyrirtæki gilda lög um lausafjárkaup en ekki lög um neyt- endakaup. „Samkvæmt þeim er kvörtunarfrestur kaupanda umsemjanlegur og oftast er sá tími ekki lengri en eitt ár. Kaupi einstaklingur vöru í gegnum fyrirtæki er hann eðli málins samkvæmt skilgreindur sem fyrirtæki og nýtur því ekki þeirrar neytendaverndar sem neytendum er veittur. Kaupi fólk vör- ur til einkanota í gegnum fyrirtæki getur það afsalað sér dýrmætum rétti,“ segir á ns.is en Neytendasamtökin hvetja fólk til að gaumgæfa þá ákvörðun sína vel að kaupa hluti á borð við tölvur í gegnum fyrirtæki. Ekki skíða- hjálmar „Neytendastofa vekur athygli á að hjálmar sem 1. bekkingar í grunn- skólum landsins fengu að gjöf frá Kiwanishreyfingunni á Íslandi síðastliðið vor eru ekki ætlaðir til notkunar á skíðum og skíðabrett- um. Á umbúðum og hjálmi eru merkingar sem gefa það til kynna en hjálmana má hins vegar ein- göngu nota á reiðhjólum, hjóla- skautum og hjólabrettum,“ segir á heimasíðu Neytendastofu. Stofan hvetur foreldra og forráðamenn barna til að gæta þess að hjálm- arnir séu ekki notaðir á skíðum og skíðabrettum. Ofurdrykkir gagnrýndir: „Á fölskum forsendum“ „Nú er hægt að fá sérstakan engi- ferdrykk á Íslandi sem virkar vel á ýmsa kvilla hjá fólki og má þar helst nefna gigt, astma, mígreni, tíða- verki, flensu og hálsbólgu, sykur- fíkn, bólgur, sogæðakerfið og ýmis húðvandamál. Þar að auki eykur drykkurinn brennslu samkvæmt auglýsingu. Nýlega var einnig opnuð ný ísbúð þar sem hægt er að fá jóg- úrtís sem getur lækkað kólesteról, styrkt ónæmiskerfið og stuðlað að heilbrigðum meltingarvegi. Í ann- arri ísbúð á höfuðborgarsvæðinu má einnig finna mjólkurhristing sem er góður fyrir sjónina. Allt eru þetta heilsufullyrðingar sem ekki eiga við rök að styðjast og eru þar að auki óleyfilegar. Af hverju er þetta látið viðgangast?“ spyr Ingibjörg Gunn- arsdóttir í aðsendri grein í Morgun- blaðinu. Ingibjörg bendir á að ný reglu- gerð kveði á um að fullyrðingar um heilsu þurfi að vera studdar vísinda- legum rannsóknum sem sýni fram á þá virkni sem fullyrt er um hverju sinni. Raunar þurfi allar heilsufull- yrðingar að vera á sérstökum lista Evrópusambandsins yfir leyfðar fullyrðingar. Hún segist fullyrða að ofangreindar fullyrðingar séu ekki á þeim lista. „Hver ætlar að stöðva þessa vitleysu? Hvað er búið að selja mikið af þessum engiferdrykk á fölskum forsendum og hvert eiga menn að leita ef kólesterólið lækk- ar ekki þrátt fyrir að borðaður sé jógúrtís?“ spyr hún enn fremur og bendir á að Heilbrigðiseftirlitið eigi að sinna eftirliti um merkingu mat- væla og þar með heilsufullyrðingum á umbúðum matvæla sem og aug- lýsingu og kynningu á matvörum. Hún hefur krafið Matvælastofnun um svör á því hver beri ábyrgð á því að reglugerðinni sé ekki fylgt eftir en segir að fátt hafi verið um svör. mánudagur 25. október 2010 neytendur 15 Passaðu þig á Facebook Erfitt að sjá Friðrik segir að helst megi þekkja fölsk skilaboð frá vinum á tungumálinu – þau séu á ensku. Dagblaðið Wall Street Journal upp- lýsti í síðustu viku að aðstandendur 10 vinsælustu leikjanna á Facebook hefðu deilt viðkvæmum persónu- upplýsingum til þekktra auglýsinga- fyrirtækja, án samþykkis þeirra sem spila leikina. Á meðal leikja þar sem reglur um persónuupplýsingar hafa verið brotnar eru Farmville, Texas hold'em og FrontierVille. Blaðið ljóstraði upp um öryggis- brotin í síðustu viku en reglur Fac- ebook kveða á um að þeir sem eigi forritin megi ekki deila upplýsingum um notendur til þriðja aðila. Upp- ljóstrunin hefur vakið upp spurn- ingar um hvort Facebook geti staðið við þær öryggiskröfur sem þeir gefa sig út fyrir að fylgja. Upplýsingarnar nota fyrirtækin til þess að senda aug- lýsingar á þá hópa fólks sem þykja sniðnir að þeim vörum sem verið er að auglýsa. Stjórnendur Facebook brugðust við á þann hátt að loka öllum leikjum sem brotið hafa regl- urnar en jafnvel þeir sem hafa all- ar sínar persónuupplýsingar lokað- ar fyrir öðrum en vinum hafa orðið fyrir barðinu á eigendum Farmville og hinna leikjanna þar sem reglurn- ar voru brotnar. Þess má geta að um 59 milljón Facebook-notendur nota Farmville. Viðkvæði þeirra sem eiga húg- búnaðarfyrirtækin sem framleiða þessa vinælu leiki er að þeir hafi ým- ist ekki vitað af því að upplýsingarn- ar um notendurna væru áframsend- ar og að það hefði verið gert. Önnur tjáðu sig ekki um málið. baldur@dv.is Tíu vinsælusTu lEikirnir sEndu upplýsingar áfram: Brutu öryggisregLur farmville svindlaði Í mörgum vinsæl- ustu leikjunum voru reglurnar brotnar. á einn eða annan hátt, hvort sem það felst í því að fólk borgi peninga fyrir leiki, komist í upplýsingar um heimabankann þinn eða kredit- kortanúmer eða sendi þér auglýs- ingar,“ segir hann. Spurður hvort hann geti nefnt vafasöm forrit segir Friðrik að „What do your eyes say about you“ og „Dislike button“ séu dæmi um við- bætur sem geri ekki það sem þau segist gera. Þrjú heilræði friðriks Ekki stendur á svörum þegar Friðrik er beðinn um að veita fólki góð ráð til að koma í veg fyrir smit. „Ef Nonni frændi fer skyndilega að senda þér „Funny home video“, þá skaltu hafa varann á, benda honum á að eitt- hvað sé að tölvunni hans og hvetja hann til að kaupa vírusvarnaforrit til að hreinsa tölvuna,“ segir hann. „Annars hef ég þrjár almennar leiðbeiningar,“ segir hann og hefur upptalninguna: „Í fyrsta lagi: Ekki gera ráð fyrir því að skeyti sem þér berst frá vinum þínum séu endilega frá þeim komin. Í öðru lagi: Ekki smella á linka sem þér eru sendir af handahófi. Og í þriðja lagi: Ekki keyra inn hvaða forrit á Facebook sem er og ekki hleypa hvaða forriti sem er í prófílinn þinn þar sem hægt er að skoða upplýsingar um þig. Inni á milli eru vafasöm forrit,“ segir hann að lokum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.