Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2010, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2010, Blaðsíða 32
n Sigmundur Ernir Rúnarsson, þing- maður Samfylkingarinnar, er kom- inn aftur heim eftir tveggja vikna ferð til Indlands. Eins og DV greindi frá var tilgangur ferðarinnar að fagna afmæli Þóris Guðmundsson- ar, sviðsstjóra alþjóðasviðs Rauða krossins, en hann varð fimmtugur fyrir skemmstu. Með þeim í för var einnig Guðjón Arngrímsson, upp- lýsingafulltrúi Icelandair. Sigmundur segir á bloggsíðu sinni að ferð- in hafi verið stórkost- leg en hann muni nú demba sér á fullu út í þingstörfin. „Mín bíður spennandi kjördæmavika heima í héraði, en að henni lokinni hefst allur þungi fjárlaga- vinnunnar sem ég ætla að setja mitt mark á.“ Kominn heim frá indlandi Framkvæmdastjóri Já stendur með Agli Gillz Einarssyni: „Bæði góður og gáfaður“ n Fræðimaðurinn Illugi Jökulsson lýsir undarlegri reynslu eiginkonu sinnar, Guðrúnar Gísladóttur leik- konu, fyrir helgi. Illugi segir frá því í bloggfærslu að hún hafi farið í ap- ótek sem er svo sem ekki í frásög- ur færandi nema fyrir þær sakir að áður en röðin kom að henni komu tveir óárennilegir ógæfumenn inn í verslunina. Dró hún sig í hlé og fór á bak við hillu með snyrtivörum. Illugi segir að skömmu síðar hafi komið þar afgreiðslukona askvaðandi sem hafi haldið að eiginkonan væri að stela í apótek- inu. Þegar afgreiðslu- konan hafi áttað sig á því að svo væri ekki segir Illugi hana hafa sagt: „Fyr- irgefðu, ég hélt þú værir Pólverji að stela.“ Góður, gáfaður og alveg helmassaður! DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. veðrið í dag Kl. 15 ...og næstu daga sólarupprás 08:49 sólsetur 17:34 Áskriftarsíminn er 512 70 80 Fréttaskot 512 70 70 hélt að frúin væri pólverji REykJAvík „Við völdum Egil vegna þess að hann hefur haft jákvæð skilaboð fram að færa, höfðar til ungs fólks og hann hefur mikinn áhuga á því að hvetja Íslendinga til heilsuræktar,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, fram- kvæmdastjóri Já.is. Frétt DV í síð- ustu viku þess efnis að hinn 76 ára Hafsteinn Snæland hefði tekið nafn sitt úr símaskránni vakti athygli. Hafsteinn sagðist ekki geta hugsað sér að koma fram í bók sem Egill er höfundur að. Egill svaraði fréttinni á heimasíðu sinni þar sem hann sagði meðal annars: „Ég er að velta því fyr- ir mér hvort ég eigi að setja hann á 10 mismunandi staði og feitletra nafnið hans eða setja mynd af rassgati fyr- ir aftan nafnið hans. Finnst líklegt að ég setji rassgat fyrir aftan nafnið hans.“ Sigríði Margréti finnst það leitt ef einhverjir af viðskiptavinum fyr- irtækisins eru ósáttir við Egil. „Það er ekkert sem afsakar dónaskap í nafni Já en mér finnst oft ómaklega að Agli vegið í umræðunni og mér persónulega líkar það ekki þegar fólk telur sig geta dæmt einstaklinga sem það þekkir ekki einungis vegna þess hvernig fjölmiðlar fjalla um þá. Ég þekki Egil og hann er bæði góð- ur og gáfaður, hann hefði ekki lok- ið háskólanámi og skrifað metsölu- bók nema það væri talsvert í hann spunnið. Egill vill vel, hann þarf bara að passa það hvernig hann orðar hlutina stundum.“ kristjana@dv.is Hefur trú á Agli „...mér finnst oft ómaklega að Agli vegið í umræðunni,“ segir Sigríður. Smelltu á Líkar þetta á Facebook og þú gætir dottið í lukkupottinn.Vertu með! -leikur FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ FRÁBÆRIR VINNINGAR: Apple iPad og iPod nano, miðar á tónleika og fleira og fleira... http://facebook/www.dv.is 3-5 4/2 8-10 6/5 3-5 4/-1 3-5 7/5 3-5 2/-1 3-5 5/2 8-10 5/4 3-5 2/-2 8-10 4/4 3-5 3/-1 8-10 6/3 3-5 2/-1 12-14 2/0 3-5 3/1 9/5 5/3 6/0 -2/0 12/3 12/5 10/7 24/20 21/17 9/5 5/2 7/1 -1/-3 12/4 12/4 7/4 26/21 20/17 7/2 -1/-6 -2/-5 2/0 11/5 8/5 6/2 24/21 17/15 7/5 1/-4 -1/1 4/2 4/1 8/4 6/4 23/19 21/18 Þri Mið Fim Fös vindur í m/s hiti á bilinu Stykkishólmur vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu Þri Mið Fim Fös vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu Höfn Reykjavík Egilsstaðir Ísafjörður Vestmannaeyjar Patreksfjörður Kirkjubæjarkl. Akureyri Selfoss Sauðárkrókur Þingvellir Húsavík Keflavík 0-3 5/3 5-8 6/5 8-10 3/3 0-3 3/3 0-3 3/0 0-3 1/0 5-8 4/2 0-3 5/3 8-10 7/5 3-5 6/0 3-5 9/7 3-5 5/0 0-3 5/2 3-5 7/5 8-10 4/2 5-8 3/1 8-10 4/2 5-8 3/1 5-8 2/0 0-3 0/-2 5-8 3/2 8-10 2/0 0-3 2/0 3-5 1/0 5-8 1/0 5-8 1/0 0-3 0/-3 0-3 3/1 3-5 3/2 8-10 5/5 3-5 2/0 3-5 6/5 3-5 -1/-2 3-5 3/2 8-10 4/3 0-3 2/0 0-3 2/1 3-5 3/0 0-3 3/0 3-5 1/0 0-3 0/-4 0-3 -2/-2 Mán Þri Mið Fim hiti á bilinu Kaupmannahöfn hiti á bilinu Osló hiti á bilinu Stokkhólmur hiti á bilinu Helsinki hiti á bilinu London hiti á bilinu París hiti á bilinu Berlín hiti á bilinu Tenerife hiti á bilinu Alicante veðrið úti í heimi í dag og næstu daga -1 -4 -4 -3 -3 1 0 3 3 5 2 4 13 10 15 25 13 13 18 10 6 5 5 5 10 10 Hitakort Litirnir í kortinu tákna hitafarið á landinu (sjá kvarða) Alvöru hauststormur ALMENNT Það eru mjög skörp skil að sigla upp að landinu úr suðvestri nálægt eða eftir hádegi. Því verður kominn suðaustan- og austan- stormur um eða eftir hádegi víða sunnan- og vestanlands. Hægari verður vindurinn á Norður- og Austurlandi þó þar muni heldur bæta í vind í dag. HöfuðboRGARSvæðIð Nú í morgunsárið verða víðast 8–13 m/s en um hádegi á ég von á 13–18 m/s og um miðjan dag 15–20 m/s, aðeins mis- munandi eftir hverfum. Dálítil rigning eða slydda verður með morgninum en töluverð rigning þegar líður á daginn. Semsagt SLAGvIðRI. Hitinn í borginni verður frá frostmarki nú í morgunsárið og upp í ein sex stig eða svo þegar hlýjast verður seint í dag. LANdSbyGGðIN Það verður kominn austanstormur með suðurströndinni strax með morgninum og viðhelst í dag. Síðan hvessir austanstormi vestan til eftir hádegi. Norðan- lands hvessir, þetta 8–13 m/s síðdegis en hvassara á sjónum. Rigning eða slydda verður sunnan til og vestan en þétt snjóél síðdegis, norðan og austan til. <5 Mjög hægur vindur 5-10 Fremur hægur vindur. 10-20 Talsverður vindur 20-30 Mjög hvasst, fólk þarf að gá að sér. >30 Stórviðri, fólk ætti ekki að vera á ferli að nauðsynjalausu.vEðRIð MEð SIGGA SToRMI siggistormur@dv.is fyRSTI ALvöRu HAuSTSToRMuRINN! Nú strax með morgninum verður kominn austan- stormur með suðurströndinni og eftir hádegi verður víða stormur vestanlands sem nær hámarki síðdegis. Þessu fylgir slagviðri, slydda og síðar mikil rigning mjög víða. Nú þurfa niðurföll að vera í lagi! ATHuGASEMd vEðuRfRæðINGS !

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.