Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2010, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2010, Blaðsíða 10
10 fréttir 25. október 2010 mánudagur Áform um stöðutöku gegn krónunni 2006 Heiðar Már Guðjónsson, starfs- maður Novators, mælti með því við Björgólf Thor Björgólfsson, eig- anda Novators, Landsbankans og Straums, að hann léti fjármálafyr- irtæki sín taka 100 milljarða króna stöðu gegn íslensku krónunni í febrúar 2006. Sömuleiðis mælti hann með því að skulda- og hluta- bréf íslenskra fyrirtækja yrðu skort- seld, aðallega bréf sem tengdust fyr- irtækjum í eigu Baugs og tengdra aðila. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Heiðar Már skrifaði og kynnti fyrir Björgólfi Thor í London í jan- úar árið 2006 eða fyrir stjórn Lands- bankans á sama tíma. Heimildum DV ber ekki saman um hvar minn- isblaðið var kynnt. Heiðar Már og Ragnhildur Sverrisdóttir, talskona Novators og Björgólfs Thors, segja minnisblaðið hafa verið kynnt fyrir stjórn Landsbankans á meðan aðr- ar heimildir herma að minnisblað- ið hafi eingöngu verið kynnt fyr- ir Björgólfi Thor í London en aldrei fyrir stjórn Landsbankans. Þetta at- riði er mikilvægt þar sem hugsanlegt er að minnisblaðið geti sýnt fram á það hvernig Björgólfur Thor stýrði bæði Samson, Landsbankanum og Straumi frá skrifstofu Novators í London þrátt fyrir að vera ekki form- legur stjórnandi í Landsbankanum. Ýmislegt rennir stoðum undir að síðari túlkunin sé rétt. „Operation Supershort“ Megintilgangurinn með aðgerðinni, sem kölluð var Operation Super- short eða eða Súperskortstöðuað- gerðin á vondri íslensku, var að verj- ast því sem Heiðar Már taldi vera „óhjákvæmilega leiðréttingu“ á ís- lenska markaðnum, meðal annars á gengi íslensku krónunnar sem hefði verið of hátt metin. Með því að taka allsherjarskortstöðu gegn íslensku krónunni og stórum og skuldsettum fyrirtækjum og eignarhaldsfélög- um vildi Heiðar Már að Björgólfur Thor og hans fyrirtæki myndu verja sig gegn hruni krónunnar og græða á því. Í svari sínu við fyrirspurn DV um minnisblaðið staðfestir Heiðar Már tilvist þess. „Þetta minnisblað var sett upp og kynnt fyrir bankastjórn Landsbankans.“ Heiðar Már segist ekki hafa sýnt neinum öðrum minn- isblaðið en bankastjórn Landsbank- ans. Líkt og áður segir kemur þessi staðhæfing Heiðars ekki heim og saman við aðrar heimildir DV. Ragn- hildur Sverrisdóttir segir í sínu svari að minnisblaðið hafi verið kynnt fyr- ir stjórn bankans sem ekki hafi farið eftir þeim tilmælum sem koma fram í því: „Bankastjórum og bankaráði Landsbankans var með þessu minn- isblaði kynnt hver aðsteðjandi hætta væri og hvernig mætti bregðast við henni. Bankinn fylgdi ekki þeim ráð- um.“ Minnisblað Heiðars Más var kynnt um mánuði áður en Jam- es Leitner, bandarískur vogunar- sjóðsmaður og vinur Heiðars, sendi tölvupóst til meðlima í samtökum vogunarsjóða sem heita Drobny og stakk upp á því að hagstætt gæti verið að taka stöðu gegn íslensku krónunni sem væri ofmetin. Á fjög- urra mánaða tímabili eftir að Heiðar kynnti minnisblaðið lækkaði gengi krónunnar gagnvart öðrum gjald- miðlum um í kringum 20 prósent og þeir sem tekið höfðu stöðu gegn krónunni fengu 20 prósenta ávöxtun á fjárfestingu sinni. „Gríðarleg spenna“ Í upphafi minnisblaðsins seg- ir Heiðar Már að bregðast þurfi við þeirri gríðarlegu spennu sem verið hafði á íslenskum fjármálamarkaði. „Spenna á íslenskum fjármálamark- aði er gríðarleg. Leiðrétting er óhjá- kvæmileg. Fyrir 14 mánuðum síðan var krónan 20 prósent lægri en nú er, og fyrir 36 mánuðum síðan voru er- lendar skuldir íslensks bankakerfis innan við þriðjungur af því sem nú er.“ Heiðar rakti frekari dæmi um þá gríðarlegu þenslu sem verið hafði í bankakerfinu á árunum á und- an, meðal annars lántökur upp á 20 milljarða dollara árið 2005 á meðan þjóðarframleiðslan nam 16 milljörð- um króna, og endaði á ályktun: „Ég hef ekki fundið alþjóðleg dæmi um samsvarandi útþenslu.“ Heiðar taldi á þessum tíma að gríðarleg skuldsetning þjóðarbúsins myndi leiða til þess að erlend fjár- málafyrirtæki myndu ekki hafa ótak- markaðan áhuga á því að lána Ís- lendingum fjármuni og auka þannig áhættu sína af íslenska fjármálakerf- inu. Hann taldi jafnframt að íslenska hagkerfið reiknaði ekki með því að erlend fjármálafyrirtækinu myndu vilja draga úr áhættu sinni gagn- vart Íslandi með því að hætta að lána þeim fjármuni. „Íslenskur lána- markaður gerir ráð fyrir endalausri hagsæld, áframhaldandi sterkri krónu og miklum og jákvæðum um- svifum á hlutabréfamarkaði.“ Heið- ar taldi landslagið þvert á móti vera allt annað í raun og veru. „Viðskipta- vinir bankanna hafa lítið hugsað út í áhættuna af því að krónan veikist um 30%, sem er mjög raunveruleg áhætta, eða að vextir í erlendri mynt, eða lánaálögur hækki.“ Það var meðal annars til að bregðast við þessum breytta veru- leika í íslenska hagkerfinu, sem Heiðar áttaði sig á líkt og margir aðr- ir menn í fjármálakerfinu, sem hann kynnti minnisblaðið fyrir eigendum Landsbankans. „Brunaæfing“ segir Heiðar Sjálfur segir Heiðar um tilgang minnisblaðsins í svari við spurn- ingum DV í gegnum tölvupóst: „Í áhættustýringu er nauðsynlegt að gera brunaæfingar. Hvað gerist t.d. ef krónan hrynur um 30%. Í þessu minnisblaði var bent á að FL, Baug- ur, Dagsbrún væru allt samkynja áhætta og því þyrfti að flokka þá sem einn áhættulið, því allir voru með er- lenda fjármögnun og í eigu sömu að- ila, sem einnig höfðu erlenda áhættu. Ef bankinn hefði tekið meira mark á þessum viðvörunum hefðu útlán til tengdra aðila aldrei verið með sama hætti og raunin varð. Það voru eng- ar skortstöður teknar. Þetta er æfing í áhættustýringu og engar skortstöð- ur teknar í krónu, skuldabréfum eða hlutabréfum.“ Í öðrum tölvupósti til DV þar sem Heiðar svarar spurningum blaðsins segir hann: „Ég var alltaf hræddur um að einhverjir aðilar, sem áttu ekki íslenskar eignir, myndu ráðast á kerf- ið, því það var svo brothætt. Minnis- blaðið á að sýna hvar áhættan liggur og hverjar afleiðingarnar verða... Það stóð aldrei til að reyna að framkvæma þessa brunaæfingu. Þó maður kunni að hafa sett upp brunaæfingu þá kveikir maður ekki í kofanum!“ Hvað sem því líður þá sýnir minnisblað- ið að Heiðar Már talaði um það sem raunhæfa hagnaðaraðferð að taka stórar stöður gegn krónunni og ís- lenskum fyrirtækjum og reifaði þess- ar hugmyndir fyrir vinnuveitendum sínum. Ragnhildur segir að Heiðar hafi alltaf sýnt frumkvæði í starfi sínu hjá Heiðar Már Guðjónsson vann minnis- blað í ársbyrjun 2006 þar sem hann mælti með stöðutöku fyrirtækja Björgólfs Thors Björgólfssonar gegn íslensku krónunni og fyrirtækjum tengdum Baugi. Heiðar Már segir minnisblaðið hafa verið brunaæfingu sem aldrei reyndi á. Tals- kona Björgólfs Thors segir minnisblaðið hafa verið kynnt fyrir stjórn Landsbank- ans. Minnisblaðið var kynnt mánuði fyrir árás bandarískra vogunarsjóða á íslensku krónuna. MÆLTI MEÐ 100 MILLJARÐA SKORTSÖLU Á KRÓNUNNI inGi f. vilHjálMSSOn fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is EftiraðDVhafðisambandviðHeiðarMártilaðspyrjahannumminnisblaðið fyrirhelgiléthannfréttastofuStöðvar2hafaminnisblaðiðsemhérerrættum. HeiðarMársagðiblaðamanniDVfráþessaristaðreyndsíðdegisásunnudageftir aðblaðamaðurDVhafðiáttísamskiptumviðhannútafminnisblaðinu.Sagt varfráminnisblaðinuífréttumStöðvar2ásunnudag.HeiðarMárlétStöð2hins vegarfátvöminnisblöð,fráþvííjanúarogmaí2006,enDVhafðiaðeinseittundir höndum:Minnisblaðiðfráþvííjanúar.ÍminnisblaðinufráþvíímaísemStöð2 fékkfráHeiðarisemDVvissiekkiumvarsagtfráþvíaðHeiðarMárhefðisagtað fjárfestingafélagiðNovatortæki50milljarðakrónastöðugegníslenskukrónunni. ÍþessumtveimurminnisblöðumræddiHeiðarMárþvíumsamtalsum150 milljarðakrónastöðutökugegníslenskukrónunni. Heiðar Már stakk upp á skortsölu á hlutabréfum: nFL-Groupfyrir5milljarða nDagsbrúnfyrir2-3milljarða nMosaicfyrir1milljarð nKB-Bankafyrir10milljarða nÍslandsbankafyrir10milljarða. Krísustjórnun Heiðars Más: Straumur, Lands-banki og Samson skortselja ISK, hver fyrir sig sem samsvarar 30 til 50 milljörðum eftir því á hvaða verðum við fáum það gert. 100 milljarða skortsala HeiðarMármælti með100milljarðaskortsöluákrónunnií janúar2006aukskortsöluáhluta-ogskulda- bréfumnokkurrastærstufyrirtækjalandsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.