Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2010, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2010, Blaðsíða 22
22 viðtal 25. október 2010 mánudagur Hún hefur það ágætt. Hún varð svo-lítið veik í vetur en er nokkuð stöð-ug í dag,“ segir Steinunn Björg Gunnarsdóttir, móðir Þórhildar Nóttar Mýrdal, langveikrar tveggja og hálfs árs stúlku. Þórhildur Nótt greindist tveggja mán- aða gömul með sjaldgæfan vöðva- og tauga- hrörnunarsjúkdóm sem kallast SMA1. Sjúk- dómurinn er erfiðari viðureignar því yngri sem einstaklingur er þegar hann fær hann og samkvæmt gögnum íslenskra lækna ná fæst börn með sjúkdóminn tveggja ára aldri. Þeg- ar Þórhildur Nótt fékk greiningu var foreldr- um hennar, Steinunni og eiginmanni hennar, Jóni Gunnari Mýrdal, sagt að litlar líkur væru á að dóttir þeirra myndi ná sex mánaða aldri. Það var því stór áfangi í apríl þegar fjölskyld- an fagnaði tveggja ára afmæli heimasætunn- ar. „Við ákváðum að gera þetta almennilega og buðum tæplega hundrað manns til veislu. Þór- hildur eignaðist svo lítinn bróður 16. júní og skírnarveislan hans var öllu minni í sniðum,“ segir Steinunn en fjölskyldan býr á Akranesi.  Allt líkamlegt farið Þórhildur Nótt hefur örlitla hreyfigetu í fram- handleggjum, getur aðeins kinkað kolli og hreyft sig lítillega þegar hún er í vatni. „Annars er allt farið, svona líkamlega séð. Hún er skýr í kollinum en getur ekki talað,“ útskýrir mamma hennar og bætir við að Þórhildur muni byrja hjá talmeina- fræðingi á næstum dögum þar sem hún mun læra tákn og að tjá sig með hnappi. Aðspurð segir Steinunn engar líkur á að líkamlega getan komi til baka. „Ekki eins og staðan er orðin. Krakkar ná miklum árangri ef þau ná færni til að stjórna með hnappi eins og Ragnar Emil hefur gert. Ragnar verður fjögurra ára í júní en hann er einnig með SMA1. Hann hefur náð ótrúlegum árangri og far- inn að stjórna eigin stól. Það er okkar markmið.“  Lítil hreyfing á meðgöngu Litli bróðir Þórhildar heitir Patrekur og er fjög- urra mánaða orkubolti. Mamma þeirra segir mikinn mun á meðgöngu systkinanna. „Löngu áður en Þórhildur fæddist var ég hætt að finna hreyfingar. Ég fann bara eitthvað mjak. Patrekur var hins vegar sparkandi þangað til ég var komin í fæðingu. Fæðingin var líka allt öðruvísi því Þór- hildur hjálpaði ekkert til,“ segir hún og bætir við að Patrekur sé kominn langt á undan stóru syst- ur sinni í hreyfiþroska enda hafi Þórhildur aldrei náð að halda höfði. „Þórhildur er áhugasöm um bróður sinn og finnst voða gott að hafa hann hjá sér í rúminu þar sem þau spjalla mikið saman. Hún vill samt ekkert að maður sé að spyrja hana út í hann. Þá lokar hún bara augunum.“ Alltaf á tánum Þótt Steinunni og Jóni Gunnari hafi grunað að eitthvað væri ekki með felldu þegar Þórhildur kom í heiminn datt þeim ekki í hug að um svo alvarlegan sjúkdóm væri að ræða. „Við héldum að hún væri kannski eitthvað á eftir en hefð- um aldrei trúað að hún væri haldin banvæn- um hrörnunarsjúkdómi. Hún var greind 25. og 26. júní 2008, þá rétt rúmlega tveggja mán- aða. Þá vissum við ekkert um þennan sjúkdóm. Vissum ekki einu sinni að hann væri til,“ seg- ir Steinunn og bætir við að það sé erfitt að lýsa því hvernig sé fyrir foreldra að fá slíkar fréttir. „Slíkt getur enginn ímyndað sér nema upp- lifa það sjálfur. Okkur var haldið á tánum all- an sólarhringinn, allt árið um kring. Við vissum að við gátum misst hana hvað úr hverju. Það gæti gerst mjög hratt. Svona veikindum fylgja miklar sjúkrahúsvistir, bæði á barnaspítala og á gjörgæslu, og við erum nýkomin úr viku inn- lögn af gjörgæslu. Það þarf ekkert nema smá kvef til að koma henni þangað.“  Kúplaði sig út Steinunn var aðeins 25 ára og Jón Gunnar 32 ára þegar Þórhildur fæddist. Hún viðurkennir að hafa þurft að þroskast ansi hratt þegar alvar- leikar veikindanna urðu ljósir. Um leið hafi þau hjónin þurft að gefa ýmsar hugmyndir og vænt- ingar um líf og framtíð dótturinnar upp á bátinn. „Þetta hefur verið rosalegur skóli. Við urðum að kveðja heilbrigða barnið okkar og læra inn á þetta alvarlega veika barn. Það var ömurlegt að sjá aldrei neinar framfarir. Allt færðist aftur á bak í stað þess að færast í rétta átt. Við vorum fjór- ar vinkonur sem eignuðumst börn á svipuðum tíma en Þórhildur er sú eina af þessum börnum sem er veik. Þegar hún greindist fannst mér best að kúpla mig út og taka mér tíma til að sætta mig við hlutina. Ég hélt áfram sambandinu við vin- konurnar en var ekki að velta mér upp úr börn- um þeirra. Það er erfitt að sjá jafnaldra hennar hlaupa um skríkjandi af kátínu en maður lærir að svekkja sig ekki á hlutunum. Við fáum líka margt annað í staðinn. Þórhildur er svo yndis- leg og rosalega mikill karakter. Svo eru líka for- réttindi að fá að vera heima með börnunum sín- um og þurfa ekki að fara frá þeim ungum út að vinna,“ segir Steinunn en þau Jón Gunnar eru með starfsfólk inni á heimilinu frá átta á morgn- ana til klukkan fimm síðdegis. „Við fáum til okk- ar iðjuþjálfa, sjúkraþjálfa, hjúkrunarfræðing og þroskaþjálfa sem hjálpa okkur. Það er því mikill erill á heimilinu og honum getur fylgt álag.“  Rjóðrið þeirra paradís Þórhildur Nótt fer í Rjóðrið, hvíldarheimili fyr- ir langveik börn, eina viku í mánuði. Þann tíma notar fjölskyldan til að ná áttum og lifa eins og venjuleg fjölskylda. „Þessi vika er okkar mögu- leiki til að pústa, hlaða batteríin og komast aðeins út af heimilinu. Þetta er mjög mikil einangrun. Við vorum til dæmis inni með hana í allt sum- ar því það var einfaldlega of heitt fyrir hana úti. Eins má ekki vera of kalt því þá getur hún feng- Þórhildur Nótt Mýrdal er tveggja og hálfs árs stúlka af Akranesi og er haldin sjaldgæfa vöðva- og tauga- hrörnunarsjúkdómnum SMA1. Foreldra hennar, Steinunni Björgu Gunnarsdóttur og Jón Gunnar Mýrdal, grunaði að eitthvað amaði að dóttur þeirra en datt ekki í hug að hún væri haldin banvænum sjúkdómi. Steinunn Björg segir engan geta ímyndað sér að eiga svo veikt barn nema standa í þeim spor- um og hún óttast ástandið í samfélaginu og yfirvof- andi niðurskurð í heilbrigðisgeiranum. Þórhildur Nótt eignaðist lítinn bróður í sumar sem er fyrir löngu kominn fram úr henni í hreyfiþroska þótt hann sé aðeins fjögurra mánaða. Ég veit ekki neitt ömur-legra en að horfa fram- an í saklausa fallega barnið mitt og vita örlög þess en við tökum einn dag í einu og ger- um okkar besta svo hún nái sem mestu út úr lífinu. Hver dagur er sigur Gott að kúra hjá litla bróður Þórhildi finnst voðalega gott að liggja hjá litla bróður sínum. MyNd SiGtRyGGuR ARi JóhANNSSoN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.