Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2010, Síða 6
6 fréttir 1. nóvember 2010 mánudagur
Ólafur H. Johnson, skólastjóri og
eigandi Menntaskólans Hraðbraut-
ar, bauðst til að láta af störfum sem
skólastjóri á kennarafundi um miðj-
an maí síðastliðinn vegna mikilla
deilna innan skólans. Á fundinum
var Ólafur meðal annars gagnrýnd-
ur vegna mikillar fjarveru frá skólan-
um og vegna lána og arðgreiðslna út
úr rekstrarfélagi hans. Þetta kemur
fram í fundargerðinni sem rituð var
upp á fundinum og DV hefur undir
höndum.
Fundurinn var haldinn tæpum
sex vikum áður en DV greindi frá
háum lánveitingum og arðgreiðslum
út úr skólanum og að menntamála-
ráðuneytið ætlaði að láta Ríkisend-
urskoðun rannsaka fjármál skólans.
Um 80 prósent af tekjum Hraðbraut-
ar koma frá íslenska ríkinu í gegn-
um þjónustusamning sem skólinn
er með við menntamálaráðuneytið.
Hin 20 prósentin eru skólagjöld
nemendanna.
Síðan umræddur kennarafund-
ur var haldinn hefur Menntaskólinn
Hraðbraut verið talsvert til umfjöll-
unar. Menntamálaráðuneytið hef-
ur látið vinna tvær úttektir um starf
skólans. Ráðuneytið bað Ríkisendur-
skoðun að rannsaka fjármál skólans
og var niðurstaðan úr þeirri athugun
sú að Ólafur hefði tekið tugi milljóna
króna í arð út úr skólanum og lánað
þaðan álíka upphæðir. Jafnframt var
sagt frá því að Hraðbraut hefði fengið
of háar fjárveitingar frá ríkinu. Ráðu-
neytið lét einnig vinna faglega úttekt
á starfi skólans og lágu niðurstöð-
ur úr þeirri úttekt fyrir í síðustu viku.
Niðurstaðan var sú að margt gott
væri um skólann að segja og að að-
hald og kennsla væri til fyrirmyndar.
Það sem helst var gagnrýnt í úttekt-
inni var starf skólastjórans og tals-
verð fjarvera hans meðan á skólaár-
inu stæði.
Kennararnir stóðu
Ólaf að verki
Í fundargerðinni sést hvernig einn af
kennurum skólans, Bjarki Bjarnason,
virðist hafa staðið Ólaf að verki með
því að skoða ársreikninga rekstrarfé-
lags skólans. Bjarki kastaði því fram
sem hann hafði fundið út við skoð-
un á ársreikningum skólans eftir að
umræða hafði farið fram um lág laun
kennara skólans. Eitt tilefni fund-
arins var að ræða um þá staðreynd
að Ólafur hafði neitað að skrifa upp
á aðild kennara skólans að Kenn-
arasambandi Íslands. Þar hafði sá
sem ritaði fundargerðina það með-
al annars eftir Ólafi að skólinn væri
ekki „óendanlega gleiður í launum“
en kennarar Hraðbrautar töldu sig
fá allt að 50 prósent lægri laun en
þeir hefðu átt að fá samkvæmt kjara-
samningum.
Umræddur Bjarki setti þessa um-
ræðu um launamál kennara skólans
í samband við það sem hann hafði
fundið út með lestri á ársreikning-
um skólans. Í fundargerðinni segir:
„Bjarki talar um arð í ársreikningum,
talar um að það sem gengur af fari
beint til Ólafs. Það skipti milljónum.
Hægt hafi verið að lána félagi lán upp
á 50 milljónum. Á sama tíma verið
að segja að skólinn beri sig ekki. Ekki
sé hægt að horfa fram hjá tölum síð-
ustu ára. Lán fór á milli Hraðbrautar
og Faxafens ehf og þeir fjármunir eru
farnir í verkefni sem Nýsir var með
og það er allt farið. Spurning hvort
að rétt sé að lána af fé skólans. Það er
spurning en það var gert svaraði Ól-
afur.“
Í svari Ólafs fólst ákveðin viður-
kenning á því að ekki væri heppi-
legt að skóli væri að lána fjármuni til
fasteignaverkefna. Hann virðist hins
vegar ekki hafa tekið efnislega af-
stöðu til arðgreiðslnanna og líklega
talið þær í lagi. Þetta rímar við það
sem Ólafur segir um slíkar lánveit-
ingar og arðgreiðslur í skýrslu Ríkis-
endurskoðunar en þá tók hann und-
ir þau orð stofnunarinnar að slíkar
lánveitingar væru ekki æskilegar en
að þær hefðu tilheyrt þeim tíma þeg-
ar „viðhorf“ og „hugsunarháttur“ til
slíkra gerninga hefðu verið með öðr-
um hætti í samfélaginu. Ólafi fannst
hins vegar ekkert athugavert við
arðgreiðslurnar í svari sínu til Ríkis-
endurskoðunar: „Skýrt kemur fram
að Ríkisendurskoðun telur ekkert í
þjónustusamningnum, lögum eða
fyrirmælum sem bannar arðgreiðsl-
ur út úr skólanum“. Niðurstaða Rík-
isendurskoðunar var aftur á móti á
þann veg að Ólafur hefði greitt sér
arð út úr skólanum án þess að hafa
fjárhagslegt bolmagn til þess.
Lagði til málamiðlun
Ein af tillögum Ólafs á umræddum
fundi með kennurum skólans var
að stinga upp á því að hann hætti
sem skólastjóri ef kennarnir myndu
samþykkja að sækja ekki um að-
ild að Kennarasambandi Íslands.
Miklar deilur höfðu verið í skólan-
um út af þessu atriði og hafði tveim-
ur kennurum sem sóttu það hart að
Ólafur skrifaði upp á aðild þeirra
að Kennarasambandinu verið sagt
upp. Ólafur hafði sömuleiðis ver-
ið gagnrýndur fyrir mikla fjarveru
frá skólanum en hann hefur dvalið
langdvölum í húsi sínu á Flórída á
síðustu árum.
Hugmynd Ólafs var á þá leið að
hann myndi í staðinn verða stjórn-
arformaður skólans og að fundinn
yrði nýr skólastjóri. Í fundargerð-
inni segir: „Hann mun stíga til hliðar
sem skólastjóri og ráðinn verður nýr
skólastjóri. Hann verður formaður
stjórnar. Þessi tvö atriði 1) að kenn-
arar hætti við að fara í K.Í 2) að hann
stigi til hliðar og í staðinn komi mað-
ur sem er sýnilegur. Ólafur segist log-
andi hræddur við kennarasamband-
ið, en ætlar ekki að tefja fólk í því að
sækja í stéttarfélag. Í huga Ólafs er al-
gjörlega ljóst að ástandið í skólanum
er ömurlegt. Öllum líður illa. Snúa
bökum saman og halda áfram að
styðja við skólann.“
Tillaga Ólafs varð ekki að veru-
leika og leystist fundurinn upp og
endaði án þess að komist væri að
neinni niðurstöðu um aðkomu Ól-
afs að skólanum í framtíðinni né um
aðild kennaranna að Kennarasam-
bandi Íslands. Ólafi tókst því ekki að
fá kennarana til að samþykkja þessa
málamiðlun og er líklegt að það hafi
átt þátt í því að málefni skólans hafa
komist í hámæli í kjölfar úttektar Rík-
isendurskoðunar.
Það er spurning en það var gert
svaraði Ólafur.
Tillaga Ólafs Ólafur bauðst
til þess að hætta í Hraðbraut
gegn því að kennararnir hættu
við að sækja um aðild að
Kennarasambandi Íslands. Hann
sagði skólann ekki hafa efni á að
greiða hærri laun en fékk það svo
í andlitið frá einum kennaranum
að hann hefði veitt lán og greitt
sér arð af skólastarfinu.
ingi f. viLhjáLmsson
fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is
Ólafur h. johnson, skólastjóri og
eigandi Hraðbrautar, bauðst til þess
að láta af störfum ef kennarar skólans
létu ógert að ganga í Kennarasambandið.
Skólastjórinn bar þessa tillögu upp á kenn-
arafundi í maí þar sem sett var fram mikil
gagnrýni á Ólaf. Einn kennarinn spurði
Ólaf til dæmis út í tug milljóna króna lán
og arðgreiðslur út úr skólanum.
ÓLAFUR BAUÐSt
tIL AÐ HÆttA
hLAUP Í gRÍmsvÖTnUm:
BúISt vIÐ
eLdgoSI
Hlaup hófst í Grímsvötnum
senni partinn á sunnudag
og segir Gunnar Sigurðsson,
vatnamælingamaður á Veð-
urstofunni, að meiri líkur en
minni séu á því að gos hefjist í
Grímsvötnum að loknu hlaup-
inu. Þetta er haft eftir Gunnari
á vef Ríkisútvarpsins en þar
sagði hann að búast megi við
því að gosið verði svipað og
þegar jökullinn hljóp fyrir sex
árum.
Hlaupið í Grímsvötnum
árið 2004 hófst á sama tíma og
núna eða um mánaðarmótin
október/nóvember. Hlaupið
náði þá hámarki á fimm til sex
dögum og býst Gunnar við að
svo verði
nú. Ekki
er talin
ástæða til
að rýma
svæði eða
loka veg-
um vegna
hlaupsins.
Gríms-
vötn hafa
verið að búa sig undir gos frá
árinu 2004. „Grímsvötn hafa
verið að undirbúa sig fyrir
næsta gos, eiginlega alveg
síðan í síðasta gosi árið 2004,“
sagði Páll Einarsson jarðeðl-
isfræðingur í samtali við DV.is
fyrr á þessu ári.
Páll Einarsson
Stundum
enginn á vakt
Umdæmi lögreglunnar á Húsavík
nær yfir tæpan fimmtung landsins.
Þar hefur niðurskurðurinn verið
svo mikill að stundum er enginn
lögregluþjónn á vakt. Frá þessu er
greint á vef Ríkisútvarpsins. Haft er
eftir Sigurði Brynjúlfssyni, yfirlög-
regluþjóni á Húsavík, að ef menn
veikist, eða þurfi á orlofi að halda,
þá geti þeir tímar komið þar sem
enginn sé á vakt. Til að spara bensín
hefur lögreglan ákveðið að sinna
síður eftirliti úti á þjóðveginum. Há-
lendiseftirlit hefur verið lagt af og
ekki er ráðið í stöður sem losna.
Samstarf er
uppgjöf
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, segir ákvörð-
un ríkisstjórnarinnar um að boða
stjórnarand-
stöðuna og
aðila vinnu-
markaðarins
til samstarfs
um stefnu-
mörkun í at-
vinnuppbygg-
ingu, vera
uppgjöf af
hálfu stjórnarinnar. Hún sé kom-
in í öngstræti varðandi stefnu í
atvinnumálum. Markmiðið með
samstarfinu er að efla atvinnulíf
og reyna að skapa 3 til 5 prósenta
hagvöxt á næsta ári. Enn fremur
er stefnt að því að skapa að lág-
marki 3 til 5 þúsund ný störf.