Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2010, Qupperneq 8
8 fréttir 1. nóvember 2010 mánudagur
frístundaheimili
á móti klámbúð
Verslunin Adam og Eva er starfrækt fyrir framan frístundaheimilið Glaðheima og frí-
stundamiðstöðina Þróttheima í mikilli óþökk foreldra þeirra barna sem þangað sækja
frístundastarf alla vikuna. Gluggaútstillingar hafa farið fyrir brjóstið á foreldrum
barna og unglinga.
Verslunin Adam og Eva er starfrækt
fyrir framan frístundaheimilið Glað-
heima og frístundamiðstöðina Þrótt-
heima í mikilli óþökk foreldra þeirra
barna sem þangað sækja frístunda-
starf. Gluggaútstillingar þykja ögrandi
og staðsetning verslunarinnar óvið-
eigandi. Rúmlega 50 metrar eru á milli
frístundaheimilisins og verslunar Ad-
ams og Evu.
Foreldrar afar ósáttir
Haraldur Sigurðsson, forstöðumað-
ur frístundamiðstöðvarinnar Kringlu-
mýri, segist ósáttur við útstillingarnar
og segir foreldra afar óánægða með
óheppilega staðsetningu verslunar-
innar. Hann brást við ögrandi útstill-
ingum verslunarinnar fyrir ári og leit-
aði þá ráðgjafar hjá Reykjavíkurborg.
„Þá var í gluggum stillt út gínum í ögr-
andi fatnaði sem hæfði engan veginn
þessu umhverfi þar sem fleiri tugir
barna á aldrinum 6–9 ára dvelja yfir
daginn. Á kvöldin eru hér einnig ungl-
ingar og þetta er þeim ekki hollt held-
ur. Ég brást við og skrifaði eigandanum
bréf þar sem ég bað hann um að stilla
útstillingum í hóf barnanna vegna.
Hann svaraði því bréfi og sagðist eiga
rétt á því að auglýsa undirfatnað sinn
rétt eins og Hagkaup. Við ræddum
þetta fram og til baka og niðurstað-
an varð sú að hann fækkaði gínum
um helming og huldi þær aðeins bet-
ur. Það varð niðurstaðan. Ég gat ekki
aðhafst neitt frekar því ég hafði engar
reglugerðir að styðjast við. Það gilda
sömu reglugerðir hvað varðar innihald
auglýsinga hvort sem birtingarstaður-
inn er verslunarkjarni eða fjölskyldu-
hverfi þar sem börn eru að leik.“
Ræddu við eigandann
Soffía Pálsdóttir, forstöðumaður
æskulýðssviðs ÍTR, segir forstöðu-
menn frístundaheimilanna hafa reynt
að bregðast við rekstri verslunarinn-
ar með viðeigandi hætti. „Við ákváð-
um að það færi best á því að ræða við
eigandann og biðja hann að virða þá
ungu vegfarendur sem eiga leið hjá
búðinni hans. Það þykir okkur eðli-
legast í þessum málum. Mér skilst að
eigandinn hafi brugðist við ábending-
um og hef ekki heyrt af þessum mál-
um síðan.“
Diljá Ámundadóttir, formaður
ÍTR og varaborgarfulltrúi fyrir Besta
flokkinn, segist heyra fregnir af rekstri
verslunarinnar Adams og Evu í návígi
við frístundaheimili í fyrsta sinn. „Ég
fagna því að inni í íbúðahverfum sé
alls konar rekstur og verslun. Ef eig-
andi Adams og Evu vill hafa blómleg-
an rekstur sem kemur að heilbrigðu
og skemmtilegu kynlífi þá skora ég á
hann að stuðla að því án þess að vera
með beintengingu við klám. Klám og
kynlíf er ekki sami hluturinn.“
Viljum ekki þessar ímyndir
Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnars-
dóttir, ráðskona hjá Femínistafélagi
Íslands, segir það mjög miður að þess-
ar búðir séu staðsettar svo nálægt frí-
stundaheimilunum.
„Sérstaklega þar sem útstillingarn-
ar í búðunum eru yfirleitt með mikl-
ar tilvísanir í klám. Klám er ekki það
sama og kynlíf heldur afskræming á
því. Maður hefði haldið að eigend-
ur þessara búða myndu sjá sér hag í
því að breyta útlitinu á búðunum og
aðkomunni og afmá þennan „klám“-
stimpil af sér. Myndir af konum í efn-
islitlum fatnaði og ögrandi stellingum
eru niðurlægjandi fyrir konur og það
er ömurlegt að þetta sé sífellt fyrir aug-
unum á börnum og fólki almennt. Við
viljum ekki að þessar ímyndir móti
hugmyndir barna um kynlíf.“
Bleikt þema í október
Þorvaldur Steinþórsson, eigandi
verslunarinnar Adams og Evu, seg-
ist ekki hafa orðið var við óánægju
foreldra og forráðamanna vegna ná-
vígis verslunarinnar við frístunda-
heimilin. „Við fengum eina ábend-
ingu samt varðandi gluggaútstillingu
fyrir rúmu ári. Það var lagfært. Það
er 18 ára aldurstakmark í verslunina
og því er fylgt vel eftir. Gluggar sýna
einungis undirfatnað og búninga. Til
dæmis höfum við haft bleikt þema í
október. Stutt frá er vínbúð sem sel-
ur áfengi. Ég sé ekki að þetta þurfi að
vera vandamál ef aldurstakmarka og
velsæmis er gætt.“ Þorvaldur segist
ekki halda að honum geti ekki orð-
ið á mistök og honum gæti yfirsést
eitthvað í útstillingum. „Ef einhverjir
hafa athugasemdir þá er það velkom-
ið að beina þeim beint til okkar og við
munum skoða það.“
kRistjana guðBRandsdóttiR
blaðamaður skrifar: kristjana@dv.is
umdeild verslun Verslunin
AdamogEvaerímiklunávigi
viðfrístundaheimiliÍTR.
Við fengum eina ábendingu samt
varðandi gluggaútstill-
ingu fyrir rúmu ári. Það
var lagfært.
LAGERSALA
www.xena.is
Mikið úrval af skóm
á alla fjölskylduna
Frábær verð
no1
st. 36-41 verð kr. 8995.-
no2
st. 36-41 verð kr. 8995.-
no3
st. 36-41 verð kr. 8995.-
no4
st. 36-46 verð kr. 8995.-
Opið virka daga 12-18
laugardag 12-16
„Ég geri mér ekki alveg grein fyrir
því hver þörfin er, hvort hún er mik-
il eða lítil. Það verður bara að koma
í ljós,“ segir Gerður Jónsdóttir, verk-
efnastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands á
Akureyri en ný starfstöð Fjölskyldu-
hjálparinnar opnar þar um miðjan
mánuðinn. „Það er líka alltaf ákveðin
hætta til staðar á svona litlum stöð-
um þar sem allir þekkja alla, að fólk
veigri sér við að koma af ótta við að
einhver sjái það,“ segir hún.
Gerður segir að þörfin sé til stað-
ar á Akureyri eins og á höfuðborgar-
svæðinu og annars staðar á landinu.
„Ég held þó að það sé ekki í sama
mæli og í Reykjavík. Við fengum
miklu minni uppsveiflu en að segja
að það sé enginn hér sem þurfi á
hjálp að halda er bara barnaskapur,“
segir hún.
Starfsemi Fjölskylduhjálparinn-
ar á Akureyri verður með sama sniði
og í Reykjavík. Hún mun sjá um viku-
legar matarúthlutanir en Gerður ger-
ir ekki ráð fyrir að það verði farið út í
fataúthlutanir til að byrja með.
Aðspurð um hvernig gangi að
koma þessu af stað segir hún að það
sé einungis mánuður síðan farið var
að ræða um að opna starfstöðina
fyrir alvöru. Hún hafi fengið lykla
að húsinu afhenta í síðustu viku og
síðan hafi hún mest megnis verið í
símanum. „Það eru margir búnir að
hringja og bjóða fram aðstoð sína
sem sjálfboðaliðar. Það er góð til-
finning að finna hvað það eru margir
sem eru tilbúnir að leggja okkur lið.
Það er gott að finna samkenndina í
samfélaginu,“ segir hún.
gunnhildur@dv.is
Fjölskylduhjálp Íslands opnar á Akureyri í nóvember:
SamhuguráAkureyri
gerður jónsdóttir Verkefnastjóristarf-
stöðvarFjölskylduhjálparinnaráAkureyri.
fundust heilir á
húfi
Björgunarsveitir Slysavarnafé-
lagsins Landsbjargar á Suðurlandi
voru kallaðar út rétt eftir miðnætti
á laugardag vegna tveggja rjúpna-
skytta sem saknað var en þær höfðu
ætlað til veiða við Skjaldbreið. Bíll
þeirra bilaði við Kerlingu en ekkert
símasamband var á svæðinu og gátu
þeir ekki látið vita af sér. Skytturnar
höfðu skilið eftir nákvæma ferða-
áætlun heima hjá sér og fann því
björgunarsveitin mennina fljótt og
hjálpaði þeim að koma bílnum í lag.
Þeir komust því heilir og höldnu til
síns heima.
Gagnrýndi þinghlé
Margrét Tryggvadóttir gagnrýndi
langt þinghlé í Silfri Egils í Ríkisút-
varpinu á sunnudag. Þingið kemur
ekki saman fyrr en eftir hádegi á
fimmtudag en Margrét sagði ríkis-
stjórnina vera komna í öngstræti
með sín mál. Stefna stjórnarinnar
að mati Margrétar hefur ekki leitt til
lausna fyrir samfélagið. Verkefnin
eru það stór að mati Margrétar að
það þurfi að henda sér í þau, en það
sé ekki hægt á meðan þingið taki
sér hlé. Hún sagðist ekki bera traust
til þingsins og sagði að þingmenn
skorti hugrekki.
Upplýsingalög ná
yfir Orkuveituna
Verði frumvarp ríkisstjórnarinnar
um ný upplýsingalög samþykkt
á Alþingi munu þau einnig ná til
einkahlutafélaga í opinberri eigu
eins og til dæmis Orkuveitunnar
að því er fram kemur á frétta-
vef Ríkisútvarpsins. Það þýðir
að það verður auðveldara fyrir
almenning að óska eftir upplýs-
ingum. Frumvarpinu er ætlað að
tryggja gegnsæi í stjórnsýslunni,
upplýsingarétt og tjáningafrelsi.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra sagði að með breyting-
unum muni upplýsingalög ná
yfir alla starfsemi sem fram fer á
vegum einkaréttarlegra lögaðila í
eigu opinberra aðila.