Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2010, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2010, Page 10
10 fréttir 1. nóvember 2010 mánudagur Könnun, sem nýlega var gerð meðal Norðurlandabúa, sýnir að 42 af hverj- um 100 Norðurlandabúum eru já- kvæðir eða mjög jákvæðir gagnvart mögulegri sameiningu norrænu ríkj- anna. Að sama skapi eru 58 af hverjum 100 neikvæðir eða mjög neikvæðir gagnvart hugmyndinni um að koma á fót norrænu sambandsríki. Þrátt fyrir þetta þykir stuðningurinn við hugmyndina óvenju mikill miðað við að lítið hefur verið fjallað um hana enn. Könnunin var gerð af greining- arfyrirtækinu Oxford Research og tengist útgáfu bókar sænska sagn- fræðingsins og þjóðfélagsrýnisins Gunnars Wetterberg sem kemur út í dag, 1. nóvember. Bókin ber heit- ið „Sambandsríkið Norðurlönd“, en Wetterberg vakti athygli fyrir meira en ári síðan þegar hann kynnti hug- myndir sínar um norrænt sambands- ríki í sænska dagblaðinu Dagens Nyheter. Bókin og könnunin verða kynnt í Reykjavík í dag í tengslum við þing Norðurlandaráðs sem hefst formlega á morgun, 2. nóvember. Þriðjungur jákvæður Það sem einkum ræður því að nor- rænir borgarar taka vel hugmynd- inni um norrænt sambandsríki og sameiginlega stjórnarskrá og þjóð- höfðinga er ósk um áframhaldandi velferð og meiri áhrif Norðurlanda á alþjóðavettvangi. Hinir, sem leggjast frekar gegn hugmyndinni, óttast að með sambandsríki yrðu lýðræðisleg áhrif skert í nærumhverfi íbúanna og að sameiningin hefði jafnframt nei- kvæði áhrif á sjálfsímynd þjóðarinn- ar. Liðlega þriðjungur Norðurlanda- búa er jákvæður gagnvart hugmynd- inni um að sameina Norðurlöndin í pólitískt sambandsríki. Könnunin sýnir að þeir eru mjög ánægðir með pólitískt samstaf Norðurlandanna; 78 prósent aðspurðra eru annað hvort jákvæðir eða mjög jákvæðir í afstöð- unni til norræns samstarfs og rúmur helmingur, eða 56 prósent, vilja auka samstarfið enn. Aukin alþjóðleg áhrif Hugmynd Gunnars Wetterberg vakti umtalsverða athygli þegar hann birti grein í Dagens Nyheter fyrir réttu ári síðan þar sem hann hvatti Norður- löndin til þess að mynda sambands- ríki. Segist hann aldrei hafa feng- ið önnur eins viðbrögð við skrifum sínum fyrr eða síðar eins og við um- ræddri grein. Wetterberg sagði í greininni að sambandsríki gæti aukið alþjóð- leg áhrif Norðurlandanna til mikilla muna. Sambandsríki þeirra yrði tí- unda stærsta hagkerfi í heimi og yrði til dæmis mun stærra en hagkerfi Rússlands eða Brasilíu en ögn minna en hagkerfi Spánar og Kanada. Þar af leiðandi yrðu áhrif þessa sambands- ríkis á alþjóðavettvangi nánast sjálf- gefin. Undir merkjum sambandsrík- is fengju Norðurlöndin miklu meira vægi innan Evrópusambandsins og ættu mun hægara um vik að halda á lofti norrænum gildum. Einnig ykjust líkurnar á að komast í lykilstöður inn- an ESB til mikilla muna. Í stuttu máli sagt telur Wetterberg að kostirnir séu svo miklir að nor- rænir stjórnmálamenn ættu í fyllstu alvöru að endurnýja Kalmarsam- bandið frá 1397, en þá sameinuðust danska, sænska og norska ríkið undir einum konungi. Sameinuð stöndum vér „Lærdómarnir, sem draga má af fjár- málakreppunni, eru þeir að auka eigi alþjóðlega samvinnu og alþjóð- legt eftirlit. Núverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum virðast vilja stuðla að slíkri samvinnu. Þá verður einnig mikilægara að eiga hlut að alþjóðleg- um samningaviðræðum. Hvert í sínu lagi eru áhrif landanna hverfandi en sem sambandsríki hefðu Norð- urlöndin sjálfsagðan sess við slíkt samningaborð.“ Wetterberg lítur einnig til atvinnu- lífsins og markaðarins og bendir á að sérhvert land sé háð tiltölulega fáum framleiðslugreinum. Hætta steðjar að bílaiðnaði í Svíþjóð um þessar mundir og Finnland lenti í miklum efnahags- hremmingum við fall Sovétríkjanna. Vandamálin grafa miklu frekar um sig þegar og ef sérhvert land þarf allt- af að bjarga sér upp á eigin spýtur. „Í Finnlandi ráða Nokia og timburiðn- aðurinn og iðnaður í Noregi stend- ur á veikum grunni. Með sameiningu yrði fjölbreytni og stöðugleiki meiri og tækifæri ungra Norðurlandabúa yrðu fleiri þegar þeir standa frammi fyrir því að velja sér framtíðarstarf.“ ESB-regluverkið auðveldar Wetterberg bendir á þá augljósu stað- reynd að aðild Norðurlandanna að ESB eða Evrópska efnahagssvæðinu hafi leitt til samræmingar laga- og regluverks sem lúti að efnahagslíf- inu. Þetta auðveldi samruna Norður- landanna í sambandsríki og hafi alls ekki dregið úr nauðsyn þess. Samein- uð Norðurlönd gætu haft víðtækari árhrif á þróun mála í allri Evrópu og ættu auðvelt með að halda norræn- um gildum á lofti. Væru þau sam- einuð og þar með í hópi fimm til sex stærstu hagkerfa álfunnar gætu full- trúar Norðurlanda haft mun víðtæk- ari áhrif en ella. Wetterberg bendir á að með sam- einuðu sambandsríki væri einnig hægara um vik að verja og efla nor- ræna menningu. Markaðurinn fyr- ir norrænar bókmenntir, sviðslist og tónlist yrði miklu öflugri en nú. Hann sér fyrir sér digrari sjóði til þess að efla menningu og listir og að aukinn sam- gangur gæti orðið að frjóum jarðvegi. Hvernig á að setja á fót sam- bandsríki? En hvernig ber að hrinda svo um- fangsmiklum áformum í fram- kvæmd? Wetterberg telur hvorki raunsætt né eftirsóknarvert að koma á einingu Norðurlandanna í einu skrefi enda hafi sérstaða hvers lands gildi í sjálfu sér. Eðlilegast væri að mynda bandalag til að byrja með. Draga yrði sem mest úr hættunni á að eitt landanna yrði undir í samband- inu við hin og koma yrði í veg fyrir að eitt Norðurlandanna gæti beitt hin neitunarvaldi um einstök mál. Wetterberg telur skynsamlegt að löndin fimm kæmu á fót þingi með tveimur deildum. Í neðri deildina yrði kjörið með hlutfallskosningu sem endurspeglaði stærð landanna. Í efri deildina yrði valið eftir öðrum reglum, hugsanlega óháð mann- fjölda. Wetterberg telur að sambands- ríkið ætti að hafa einn þjóðhöfðingja og telur sjálfgefið að Margrét Dana- drottning yrði þjóðhöfðingi sam- bandsríkisins. Í fyrstu telur Wetterberg rétt að takmarka verkefni sambandsríkis- ins við utanríkis- og öryggismál og rammalöggjöf fyrir efnahagslífið. Þá gæti sambandsþingið tekið á sam- eiginlegum viðfangsefnum eins og innflytjendamálum. Einnig væri eðli- legt að sambandsþing hefði afskipti af málaflokkum sem miðað geta að frekari samvinnu og samræmingu. Að þessu leyti telur Wetterberg að Norðurlöndin gætu verrið skrefinu á undan Evrópusambandinu. Ein helsta forsenda sambandsrík- isins er tungan og tungumálin segir Wetterberg. Ein lausn á málinu væri að sérhvert land skyldaði nemendur til þess að læra eitt norrænt tungu- mál annað en sitt eigið, en slíkt hefur lengi tíðkast hér á landi. Gunnar Wetterberg telur ástæðu til að ætla að norrænt sambandsríki sé raunhæfur kostur. Svíar séu ekki eins hrokafullir gagnvart frændum sínum og þeir voru eitt sinn, Norð- menn séu með stöndugasta efna- hagslífið, Finnar standi sig vel í rann- sóknum, tækni og nútímavæðingu og Danir hafi leyst margvíslegan vanda við að umbylta efnahagslífinu. Eins og áður segir kemur ný bók Gunnars Wetterberg út í dag og verð- ur hún kynnt sérstaklega í tengslum við setningu Norðurlandaráðsþings í Reykjavík á morgun, 2. nóvember. SAMBANDSRÍKI NORÐURLANDA Hugmynd um sambandsríki Norðurlandanna nýtur meiri stuðnings meðal Norðurlandabúa en ætla mætti. Ný könnun sýnir að 4 af hverjum 10 Norðurlandabúa styðja hugmyndina. Hún var upphaflega sett fram af Gunnari Wetterberg, sænskum sagnfræðingi, og verður nú kynnt sérstaklega ásamt nýrri bók hans í tengslum við setningu Norðurlandaráðsþings í Reykjavík á morgun. jóHAnn HAukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Samfélagsrýnirinn Gunnar Wetterbergteluraðsamræmtog sameiginlegtregluverkESBogEES auðveldiNorðurlöndumaðsameinastí öflugtsambandsríki. nagandi efasemdir Steingrímur J.Sigfússon,formaðurVG,reifaði hugmyndeftirbankahruniðumaðefnt yrðitilsamstarfsviðNoregumaðtaka uppnorskakrónuístaðþeirraríslensku. Undir merkjum sambandsríkis fengju Norðurlöndin miklu meira vægi inn- an Evrópusambandsins og ættu mun hægara um vik að halda á lofti norrænum gildum. Frá noregi ÞúsundirÍslendingahafa streymtíatvinnuleittilNorðurlandanna, einkumNoregs,aðundanförnu.Innan sambandsríkishefðiÍslandsnotiðmeiri stuðningsfrændþjóðannaíbankahruninu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.