Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2010, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2010, Page 12
12 fréttir 1. nóvember 2010 mánudagur Ólafur Stefán Halldórsson var krist- innar trúar fyrstu þrjá áratugi lífs síns en á tuttugasta og níunda ald- ursári tók hann ákvörðun um að snúast til islamstrúar. „Allah opnaði hjarta mitt,“ segir Ólafur, aðspurð- ur um hvað hafi valdið því að hann tók þessa ákvörðun. Þetta eru stór og mikil orð en hann segist varla geta útskýrt það neitt frekar og að lík- lega tæki það hann hálfan daginn að reyna. Hann segir ekkert eitt at- vik hafa haft úrslitaáhrif á ákvörðun hans um að taka upp islamska trú og gerast múslimi. „Ég byrjaði að hugsa um þetta á unglingsárunum en varð ekki múslimi fyrr en 29 ára gamall, svo þetta tók nokkur ár að þróast.“ Nú á dögunum urðu tímamót í lífi Ólafs sem múslima þegar hann hélt í fyrsta sinn Khutbah hjá Félagi múslima á Íslandi. Khutbah er í raun eins og predikun og talaði Ólafur fyr- ir framan söfnuðinn líkt og prest- ar gera í kirkjum kristinna manna. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem Íslendingur heldur Khutbah og pre- dikun Ólafs markar því líka ákveðin tímamót hjá Félagi múslima. Blaðamaður fékk boð á Khutbah og fékk því að fylgjast með frumraun Ólafs í hlutverki predikara. Þar sem blaðamaður er kona var hún beðin um að nota trefilinn sinn sem slæðu og hylja þannig hár sitt í samræmi við reglur um bænahús múslima. Aftast í bænasalnum er búið að stúka af eitt horn og þar eiga konur að biðj- ast fyrir. Þrátt fyrir kyn sitt fékk blaða- maður að fylgjast með predikuninni í sal karlmannanna. Í predikun Ólafs er friðarboð- skapur. Hann fjallar um fyrirgefn- ingu og varar við að rifrildi og slæmar tilfinningar geti eyðilagt mannkynið. Ólafur sagði að athöfn lokinni að hann hefði verið töluvert stressaður en blaðamanni fannst hann standa sig með miklum sóma og þótti ekk- ert gefa til kynna að hann væri ný- græðingur í predikunarstólnum. Hann segist þó alveg geta hugsað sér að halda Khutbah aftur og býst alveg við að til þess komi. Bókstafstrúarmenn eru á móti hryðjuverkum Ólafur segist vera bókstafstrúar- maður. Það felur í sér að hann lifir og hagar sér eftir ströngustu reglum og gildum islamstrúar. Þá er Kóran- inn honum mikilvægur leiðarvís- ir í lífinu. Hann tekur skýrt fram að bókstafstrúarmenn séu á móti allri hryðjuverkastarfssemi og ofbeld- isverkum. Það megi alls ekki rugla saman bókstafstrúarmúslimum og öfgasinnuðum múslimum. Ólafur segist sjálfur aldrei hafa hitt öfasinnaðan múslima eða mús- lima sem viðurkennir það opinber- lega að vera hlynntur hryðjuverk- um eða manndrápum. „Ég er mjög hamingjusamur með að hafa ekki hitt þannig fólk,“ segir hann. Ólafur segir ekkert í Kóraninum ýta undir ofbeldisverk, ekki nema hlutirnir séu gjörsamlega tekn- ir úr samhengi. Hann segir öfga- múslima sem vitna í Kóraninn til að réttlæta ofbeldi, alltaf taka orð- in úr samhengi. Hann bendir á að í Kóraninum sé til dæmis skýrt tekið fram að bannað sé að drepa þá sem eru varnarlausir. „Það þarf að hafa mjög slæman ásetning til að túlka orð Kóransins þannig að réttlætan- legt sé að drepa saklausa borgara.“ Islam er heilbrigður lífstíll Að taka upp islamska trú hafði miklar lífsstílsbreytingar í för með sér fyrir Ólaf. Að hans sögn hafa all- ar þær breytingar þó bara verið til góðs. „Islam er innrammaður lífs- stíll,“ segir Ólafur. „Ég varð á allan hátt miklu meðvitaðri um líf mitt, hvað ég geri, hvað ég set inn í mig og hvað ég læt út úr mér.“ Islömsk gildi snúast mikið um hreinleika og heil- brigðan lífstíl. Ólafur segist í raun fyrst hafa lært að þrífa sig almenni- lega eftir að hann fór að fylgja gild- um islamskrar trúar. „Ég lærði loks- ins að tannbursta mig almennilega,“ segir Ólafur kankvís. Hann segir þónokkra Íslendinga hafa snúist til islamstrúar en hef- ur ekki tölu á hve margir það eru. Þeir einstaklingar eru misvirkir í fé- laginu en Ólafur segir marga þeirra búa erlendis. Þrátt fyrir að hafa lifað sem mús- limi í næstum 30 ár segist Ólafur ekki hafa orðið var við mikla for- dóma í garð múslima fyrr en í seinni tíð. Hann segir hryðjuverkaárásirn- ar 11. september 2001 hafa breytt miklu. Í kjölfar þeirra hafi islam ver- ið stillt upp sem óvini Vesturlanda. Hann segist þó hafa fundið fyrir for- dómum eða jafnvel einbeittum nei- kvæðum áróðri gegn múslimum fyrir þann tíma. Ólafur segir Íslendinga almennt ekki mjög upplýsta um trúarbrögð og það sé ekki skrýtið því lítil áhersla sé lögð á trúarbragðakennslu í grunnskólum. Þá segir hann að bækur í trúarbragðakennslu séu oft uppfullar af fordómum. „Alveg frá krossferðunum á miðöldum hafa ríkt fordómar á Vesturlönd- um í garð annarra trúarbragða en kristindómsins.“ Hann telur að Ís- lendingar hafi nú á dögum jafnvel litla þekkingu á kristindómnum og hvað þá öðrum trúarbrögðum. „Síðustu tvær kynslóðir hafa í raun bara meðvitað reynt að bæla niður öll trúarbrögð.“ Öfgaöfl skjóta rótum Félag múslima á Íslandi er eitt tveggja múslimafélaga hér á landi en hitt fé- lagið heitir Menningarsetur múslima á Íslandi. Ólafur hefur verið virkur í félagi múslima í langan tíma og telur mikilvægt að svona félög séu byggð á íslenskum grunni. „Þetta er íslenskt múslimafélag og íslenskir múslimar hljóta að vera öðruvísi en sádiarab- ískir eða palestínskir múslimar. Það á að vera þannig og er þannig. Það er allt öðruvísi menning hér á landi.“ Fjallað var um það í fjölmiðlum nýlega að fjársterkir erlendir aðil- ar á vegum Menningarseturs mús- lima hafi keypt Ýmishúsið og hyggist koma þar á fót mosku og menning- arsetri fyrir múslima. Þessi ráðahag- ur hefur ekki fallið í góðan jarðveg hjá félagi múslima, en fjársterku að- ilarnir sem um ræðir tengjast hugs- anlega hryðjuverkasamtökunum Al- Haramein. Yfirvöld í Bandaríkjunum telja sig hafa upplýsingar um að Al- Haramein-samtökin hafi fjármagnað ýmsa hryðjuverkahópa og þar á með- al al-Kaída. Salman Tamimi, formaður fé- lags múslima á Íslandi, hefur opin- berlega lýst yfir áhyggjum sínum af þessum hópi múslima sem stendur fyrir Menningarsetrinu. Hann seg- ir þá hafa verið rekna úr félagi mús- lima vegna brota á lögum félagsins um öfga, ofstæki og yfirgang í nafni trúarbragða. Hann hafi tilkynnt þá til lögreglu af ótta við að öfgaöfl væru að skjóta rótum hér á landi. Ólafur segist lítið þekkja til hóps- ins sem keypti Ýmishúsið. Hann segir að eitthvað beri á milli nokkurra að- ila innan þessara tveggja félaga en al- mennt sé vinskapur á milli þeirra og þetta séu mikið sömu fjölskyldurnar í báðum félögunum. Ólafur vill ekki trúa því að hóp- urinn úr Menningarsetrinu tengist á nokkurn hátt öfgasinnuðum mús- limum. Hann telur þó ekki skynsam- legt að fjársterkir erlendir aðilar séu að fjármagna verkefni sem þetta á Ís- landi. Hann fagnar þó að nú styttist í að múslimar fái loksins mosku á Ís- landi og vill helst fá fleiri moskur sem fyrst. Ólafur Stefán Halldórsson tók upp islamska trú fyrir tæp- um 30 árum. Hann segist vera bókstafstrúarmaður og fer eft- ir ströngustu gildum og reglum islam. Hann telur Íslendinga almennt illa upplýsta um trúarbrögð enda sé trúarbragða- kennslu ábótavant á Íslandi. Tímamót urðu í lífi Ólafs sem múslima á dögunum þegar hann hélt í fyrsta skipti athöfn sem heitir Khutbah. SÓlrún lIlja ragnarSdÓttIr blaðamaður skrifar: solrun@dv.is „AllAh opnAði hjArtA mitt“ Það þarf að hafa mjög slæman ásetning til að túlka orð Kóransins þannig að réttlætanlegt sé að drepa saklausa borgara. Hélt Khutbah í fyrsta skipti Ólafurvar29ára þegarhanntókupp islamskatrú. mynd EggErt jÓHannESSon Ungir sem aldnir tóku þátt Karlmennbáðustfyriríaðalsalnumenkonurí lokuðurýmiaftastísalnum. mynd EggErt jÓHannESSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.