Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2010, Page 14
DÍSILOLÍA
Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 196,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 196,6 kr.
Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 196,4 kr. VERÐ Á LÍTRA 196,4 kr.
Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 197,9 kr. VERÐ Á LÍTRA 197,7 kr.
BENSÍN
Akureyri VERÐ Á LÍTRA 196,3 kr. VERÐ Á LÍTRA 196,3 kr.
Melabraut VERÐ Á LÍTRA 196,4 kr. VERÐ Á LÍTRA 196,4 kr.
Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 196,6 kr. VERÐ Á LÍTRA 196,6 kr.
SLEGIÐ Á HENDUR
ÍSLANDSPÓSTS
Póst- og fjarskiptastofnun, PFS,
hefur hafnað beiðni Íslandspósts
um hækkun á gjaldskrá bréfa innan
einkaréttar. Samkvæmt úrskurð-
inum ætlaði fyrirtækið að velta
kostnaði af afslætti til fyrirtækja yfir
á almenning. „Þá taldi PFS að hag-
ræðið af fyrirhuguðum breytingum
Íslandspósts á dreifingu pósts yrði
ekki metið nema fyrir lægi ítarleg
greining á undirliggjandi kostnaði
fyrirtækisins, fyrirkomulagi afslátt-
ar og fleira,“ segir á pfs.is. Stofnunin
er annars að fara yfir nýja skilmála
og gjaldskrá Íslandspósts – eins og
beðið var um í júní.
SAGT AÐ GÚGGLA
EINKENNIN
n Niðurskurðurinn í heilbrigðiskerf-
inu birtist í ýmsum myndum. DV
hafði tal af stúlku sem varð fyrir því
að yfir hana leið aðfaranótt fimmtu-
dagsins. Henni var ekið á bráðamót-
töku Landspítalans þar
sem hún hitti lækni.
Hann vissi ekki hvað
hrjáði stúlkuna og
sendi hana heim með
þau orð í farteskinu að
hún gæti prófað að fletta
einkennunum upp á leitar-
vélinni Google.
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
ELKO GEGN
KREPPUNNI
n Lofið fær Elko fyrir að segja
kreppunni stríð á hendur og opna
nýja verslun úti á Granda. Um
helgina bar þar að líta góð til-
boð á raftækjum af ýmsu tagi; allt
frá sodastream-tækjum til
uppþvottavéla og ísskápa.
Ánægður viðskiptavinur,
sem DV heyrði af, gerði
góð kaup þegar hann
keypti flatskjá á nið-
ursettu verði. Hann
var hæstánægður með
tilboðin.
LOF&LAST
14 NEYTENDUR UMSJÓN: BALDUR GUÐMUNDSSON baldur@dv.is 1. nóvember 2010 MÁNUDAGUR
VARASÖM HEYRNARTÓL „Af öryggisástæð-
um vill Neytendastofa vekja athygli á innköllun á heyrnartól-
unum 38-2485 og 38-2376 af gerðinni Exible af söluaðilanum
Clas Ohlson AB í Svíþjóð. Nikkelinnihald í vörunni getur valdið
ofnæmisviðbrögðum þar sem það er meira en leyfilegt er,“ segir
á heimasíðu Neytendastofu. Þar segir að viðkomandi vörur hafi
ekki verið seldar á Íslandi svo vitað sé en kunni að hafa borist
með öðrum leiðum. „Neytendastofa hvetur neytendur til að
hætta notkun vörunnar nú þegar,“ segir þar líka.E
L
D
S
N
E
Y
T
I
PENINGARNIR BRENNA
UPP INNI Í BÖNKUNUM
Þeir sem leggja peningana sína inn
á almenna veltureikninga bank-
anna horfa beinlínis á þá rýrna.
Vextir allra bankanna, nema S24,
eru nánast engir.
Verðlag í október hækkaði um
þrjú prósent. Það þýðir að til að
peningarnir hefðu haldið verðgildi
sínu hefði 100.000 króna innistæða
þurft að hækka um 3.000 krónur.
Þeir hækkuðu hins vegar bara um
100 til 250 krónur, miðað við núver-
andi vaxtatöflur bankanna. Und-
antekning er S24, sem býður lang-
hæstu vextina af veltureikningum.
Aðeins þar rýrna peningarnir ekki.
Nánast engir vextir
DV kannaði vexti á debetreikning-
um, verðtryggðum reikningum og
yfirdráttarlánum bankanna. Sú at-
hugun leiðir í ljós að miklu máli get-
ur skipt við hverja þú skiptir. Verð-
bólga hefur hjaðnað jafnt og þétt á
þessu ári. Snemma á árinu mæld-
ist verðbólgan 8 prósent en hún er
nú komin niður í um þrjú prósent.
Samhliða lækkandi stýrivöxtum
Seðlabankans hafa vextir af inn- og
útlánum lækkað.
Þegar hefðbundnir veltureikn-
ingar bankanna eru skoðaðir, þang-
að sem margir Íslendingar leggja
inn launin sín í hverjum mánuði,
kemur í ljós að vextirnir eru nán-
ast engir. Þeir eru lægstir hjá Lands-
banka og Ís-
landsbanka,
aðeins 0,10
prósent.
Það þýð-
ir að inneign upp á 100.000 krónur
hækkar um 100 krónur á ársgrund-
velli. Vegna hækkandi verðlags
rýrna þeir peningar sem þar eru
lagðir inn um 2,8 prósent, miðað við
þá þriggja prósenta verðbólgu sem
spáð var að yrði í október. Þú færð
sífellt minna fyrir peninginn. Þessu
verður vart lýst öðruvísi en svo að
með því að geyma peningnana þína
inni á veltureikningum sértu að
brenna peningunum þínum.
S24 í sérflokki
Arion banki og Byr eru með 0,15
prósenta vexti á almennum veltu-
reikningum en MP Banki 0,25 pró-
sent. Peningarnir sem lagðir eru inn
á banka hjá MP Banka rýrna um
2,7 prósent. S24 er í algjörum sér-
flokki hvað vexti af debet- eða veltu-
reikningum varðar. Þar eru vextirn-
ir 3,45 prósent. Það þýðir að 100.000
króna inneign hækkar á einu ári um
3.450 krónur eða 450 krónur um-
fram verðlag, miðað við að 3 pró-
senta verðbólga októbermánaðar
sé allt árið. Með öðrum orðum er
S24 eini bankinn sem ávaxtar fé á
almennum veltureikningum, þó lít-
ið sé. Þess má geta að S24 er í 100
prósenta eigu Byrs.
Taka skal fram að ef um veruleg-
ar innistæður er að ræða eru vextir
bankanna eitthvað hærri. Oftast er
það þannig að þeir sem eiga milljón
krónur eða meira inni á veltureikn-
ingum fá betri vexti en hjá
Landsbankanum er það til
dæmis þannig að sá sem á
250 þúsund króna inneign
fær 1,55 prósenta vexti á
upphæðina sem er umfram
250
þúsund krónurnar. Þeir vextir eru
þó enn miklu lægri en verðbólgan.
Verðtryggðu peninginn þinn
En hver er lausnin ef þú vilt ekki að
peningarnir þínir rýrni?
Þeir sem eiga peninga sem þeir
þurfa ekki að nota í bráð ættu að
leggja þá inn á verðtryggða reikn-
inga. Þótt vextirnir séu ekki háir er
þó hægt að treysta á að féð rýrni
ekki í verði. Betri vextir fást eftir því
sem peningarnir eru lengur bundn-
ir inni á bókinni. Bundin bók þýðir
að eigandinn getur ekki
tekið út peningana
nema að ákveðnum tíma liðnum.
DV kannaði vexti á verðtryggðum
reikningum sem bundnir eru í þrjú
ár en yfirleitt er hægt að binda pen-
ingana inni á bók í þrjú til sex ár.
MP Banki býður hæstu vextina,
3,25 prósent. Sá sem ávaxtar milljón
krónur á reikningi MP Banka á eftir
þrjú ár 1.100.703 krónur, miðað við
þessa vexti. Inneignin hækkar um
hundrað þúsund krónur umfram
verðlag á þremur árum.
Aðrir bankar bjóða 2,85 til 3,15
Peningar á veltu- og debetreikningum
bankanna rýrna um 2,9 prósent á ári. Að
S24 undanskildum eru vextir af pening-
um á slíkum reikningum nánast engir.
Lausnin felst í að skipta við S24 eða binda
peningana til nokkurra ára inni á verð-
tryggðum reikningum. Jóhannes Gunn-
arsson hjá Neytendasamtökunum gagn-
rýnir bankana harðlega.
BALDUR GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar: baldur@dv.is
Ef það er eini valkosturinn að
binda peningana inni þá
er það ekki ásættanlegt
ástand.
Og þú hagnast S24 er í sérflokki þegar
kemur að vöxtum á veltureikningum. Þar
rýrna peningarnir ekki.
Aðeins 0,1 prósents vextir Þú beinlínis
tapar á því að geyma peninga inni á
veltureikningum bankanna.
Brenna upp Fjárhæðir á debet- og
veltureikningum rýrna um 2,9 prósent á ári.