Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2010, Qupperneq 22
Síðan Justin Bieber var uppgötvaður fyr-ir tilstilli YouTube árið 2008 hefur gripið um sig nánast Bieber-æði víða um lönd. Bieber fæddist 1. mars 1994 í London í
Ontario í Kanada en ólst upp í Stratford í Ont-
ario. Náunginn sem hnaut um myndbönd með
Bieber á YouTube heitir Scooter Braun og varð
síðar meir umboðsmaður drengsins.
En það var ekkert einfalt mál fyrir Scooter
að finna Bieber eftir að hann sá myndbandið
á You Tube og áður en lengra er haldið er rétt
að kíkja aðeins á forsögu myndbandsins sem
Scooter Braun sá á netinu.
Móðir Justins Biebers, Pattie Mallette, var að-
eins átján ára þegar hún varð barnshafandi af
Justin. Mallette sá sér farborða með því að vinna
ýmis lágt launuð skrifstofustörf og ól drenginn
upp ein síns liðs.
AnnAð sæti í söngkeppni
Þegar Justin óx úr grasi lærði hann á eigin spýtur
að leika á píanó, trommur, gítar og trompet, og
snemma árs 2007, þegar hann var tólf ára, flutti
hann lagið So Sick, eftir R&B-tónlistarmanninn
Ne-Yo, í söngkeppni í Stratford.
Justin Bieber endaði í öðru sæti og móðir
hans setti myndbandsupptöku af flutningnum á
YouTube svo vinir og ættingjar gætu notið þess.
En móðir hans lét ekki þar við sitja heldur hélt
áfram að setja á vefsíðu YouTube myndbönd
þar sem Justin flutti hin ýmsu R&B-lög og vin-
sældir hans á vefsíðunni uxu jafnt og þétt.
Árið 2008 leitaði Scooter Braun dyrum og
dyngjum að myndböndum með allt öðrum
söngvara, eðli málsins samkvæmt var Justin
ekki ofarlega í huga Brauns því hann vissi ekki
einu sinni af tilvist þessa unga tónlistarmanns.
En fyrir slysni smellti Braun á eitt af myndbönd-
um Justins frá fyrra ári og eftir það varð ekki aft-
ur snúið.
LeitAði ráðA hjá guði
En eitt var að sjá myndband á netinu og ann-
að að finna drenginn. Scooter hreifst svo af því
sem hann sá og heyrði að hann lagði upp í leit
að samkomustaðnum þar sem flutningurinn
hafði farið fram. Leitin tók enda í skóla Justins
og þegar upp var staðið komst Scooter Braun í
samband við móður Justins, Mallette. En björn-
inn var ekki unninn.
Mallette hafði efasemdir um ágæti þess sem
Scooter Braun hafði í huga og fór með bæn:
„Guð, ég færði þér hann. Þú gætir sent mér
kristinn mann, kristilegt hljómplötufyrirtæki!“
En eftir að hafa farið með bænir með öldung-
um kirkju sinnar og fengið hjá þeim ráðlegg-
ingar heimilaði Mallette Scooter Braun að taka
Justin, sem þá var þrettán ára, með sér til At-
lanta, í Georgíuríki í Bandaríkjunum, með það
fyrir augum að hljóðrita demó.
Mæðginin fLytjA tiL AtLAntA
Viku eftir að Justin Bieber kom til Atlanta þurfti
hann að sanna sig fyrir R&B-tónlistarmannin-
um Usher. Engum blöðum er um það að fletta
að Usher líkaði það sem hann sá og heyrði því
innan tíðar var búið að ganga frá samningi á
milli Justins Biebers og Raymond Braun Med-
ia Group, fyrirtækis í eigu Scooters Brauns og
Ushers.
Reyndar ku tónlistarmaðurinn og nafni
Bie bers, Timberlake, hafa reynt að tryggja sér
samning við Justin. Timberlake hafði ekki erindi
sem erfiði og náði ekki að yfirbjóða Usher.
Nú voru hjólin farin að snúast og fyrir til-
stuðlan Ushers fékk Bieber áheyrnarprufu hjá
Antonio L.A. Reid hjá Island Def Jam Group og í
október 2008 var undirritaður samningur á milli
Justins Biebers og Island-hljómplötuútgáfunn-
ar.
Þegar þar var komið sögu fluttu Justin Bieber
og móðir hans til Atlanta og Scooter Braun varð
umboðsmaður tónlistarmannsins unga.
pLAtínA á pLAtínu ofAn
Aðeins fimmtán ára gaf Justin Bieber út sína
fyrstu smáskífu, One Time, á heimsvísu og eitt-
hvað hefur verið rétt gert því lagið komst inn á
topp 30 lista í yfir tíu löndum. En Bieber átti eft-
ir að sýna og sanna að hann var ekki „one hit
wonder“ en það eru þeir kallaðir sem koma einu
lagi á vinsældalista og falla síðan í gleymsku.
Justin Bieber fylgdi smáskífunni eftir með EP-
plötunni My World, sjö laga plötu með tveimur
bónuslögum, þann 17. nóvember 2009. Diskur-
inn náði platínusölu í Bandaríkjunum og Bieber
vann sér það til frægðar að vera fyrsti listamað-
urinn sem átti sjö lög af sinni fyrstu stóru plötu á
Billboard Hot 100 listanum.
My World virðist vera fyrri hluti tveggja
platna frumraunar Biebers því 23. mars á þessu
ári kom út My World 2.0. Vinsældir My World 2.0
urðu síst minni en fyrstu plötunnar; hún komst
í fyrsta sæti og á topp 10 lista víða um lönd og
náði platínusölu í Bandaríkjunum.
Til að hnykkja enn frekar á góðum árangri
var smáskífa með laginu Baby, af My World 2.0,
gefin út í kjölfarið, í janúar 2010, og komst hún
inn á topp 10 lista í mörgum löndum.
MikiLvægi twitter og youtube
Löngu áður en EP-platan My World kom út naut
Justin Bieber feykivinsælda á YouTube þar sem
hann laðaði að sér milljónaáhorf. Scooter Braun
velktist ekki í vafa um mikilvægi vefsíðunnar á
þeim tíma og áður en hann tók drenginn með
sér til Atlanta lét hann Bieber búa til fleiri tón-
listarmyndbönd til að setja á síðuna með það
fyrir augum að ná betur til krakkanna áður en
hann léti til skarar skríða.
Enn þann dag í dag er Justin Bieber ötull við
að setja efni á YouTube og hefur auk þess stofn-
að Twitter-aðgang þar sem hann er í sambandi
við aðdáendur sína en í ágúst ku yfir 4,5 milljón-
ir aðdáenda vera tengdir Twitter Biebers.
Engum blöðum er um það að fletta að You-
Tube og Twitter Biebers þjóna öðrum tilgangi
en að vera í sambandi við aðdáendur og hefur
YouTube sannað markaðsgildi sitt fyrir hann því
tónlistarmyndband við lagið One Time fór ekki
að seljast fyrr en eftir að það var sett á YouTube.
í Læri hjá MeisturuM
Justin Bieber er ekki fyrsti tónlistarmaðurinn
sem kynnist frægðinni á unga aldri. Litlum vafa
er undirorpið að það þarf sterka skapgerð til að
standast það álag sem fylgir því að vera orðin
opinber persóna áður en barnsaldri sleppir.
Usher mun hafa verið á svipuðum aldri og
22 nærmynd 1. nóvember 2010 mánudagur
Hæfileikar mega sín lítils ef
ekki fylgir dugur. Tónlistar-
maðurinn Justin Bieber var
vart af barnsaldri þegar hann
var uppgötvaður fyrir tilstilli
YouTube árið 2008. Síðan hefur
gripið um sig nánast Bieber-æði víða
um lönd og stúlknahjörtu taka auka-
slag þegar hann hefur upp raust sína.
Drengurinn
sem tryllir
stúlkur