Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2010, Qupperneq 23
Bieber þegar hann var kominn á samning og
nú nýtur Bieber góðs af því að hafa sér við hlið
fullorðið fólk sem staðið hefur í sömu sporum
og hann, því Usher, Scooter, lífvörður Biebers
og fleiri þjálfa hann stöðugt og kenna honum
að takast á við frægðina, fylgifiska hennar og
opinbera ímynd hans. Engan þarf að undra í
ljósi þess hverja hann umgengst að hann, þrátt
fyrir að vera afsprengi miðstéttaruppeldis eins
og það er tíðkað í Stratford í Ontario í Kanada
– langa vegu frá Atlanta í Georgíu-ríki – hafi til-
einkað sér ásýnd rappara og talsmáta.
Að sjálfsögðu er Justin Bieber oft til umfjöll-
unar í táningatímaritum og um hann er sagt að
hjartsláttur unglingsstúlkna aukist við tilhugs-
unina um hann, að hann sé „teenage heart-
throb“, eða hjartaknúsari.
Óttalegt krútt
Við hlustun á laginu Baby, af plötunni My
World 2.0, vaknar ósjálfrátt sú spurning hvað
valdi þeim gríðarvinsældum sem Justin Bie-
ber á að fagna – lagið er hvorki betra né verra
en margt annað sem notið hefur vinsælda. En ef
horft er á myndbandið með laginu og eyrunum
gefin hvíld er auðvelt að skilja það aðdráttarafl
sem hann kann að hafa gagnvart ungum krökk-
um – stúlkum – einkum og sér í lagi. Enda hefur
Scooter Braun ekki farið í launkofa með að ung-
ur aldur Justins leiki stórt hlutverk í vinsældum
hans og svo hafði hann einnig þessa björtu og
fínu rödd í upphafi ferilsins. Lagið One Time er
um margt afar ólíkt Baby og má leiða líkur að
því að það sé meira í anda Ushers – R&B-skot-
ið – enda skýtur hann upp kollinum í mynd-
bandinu með laginu.
En unglingsdrengir fara í mútur, röddin
breytist og á stund-
um geta þeir vart
komið út úr sér
einni setningu án
þess að röddin bresti. Við það glímir Justin Bie-
ber nú og hefur viðurkennt að hann þurfi að
syngja eldri lög sín á annan hátt en áður. Hann
hefur fengið sérstakan söngþjálfara til að hjálpa
sér yfir þann hjalla sem röddin glímir við nú um
stundir.
Hvort Justin Bieber tekst að viðhalda vin-
sældum sínum nú þegar hann mjakast yfir á
fullorðinsárin verður tíminn að leiða í ljós, en
ekki má horfa fram hjá mætti markaðssetningar
og digurra sjóða þegar skjóta á nýrri stjörnu upp
í stjörnuhimininn.
Æði fyrri tíma
Sem fyrr segir hefur nánast með reglulegu
millibili brostið á æði í tónlistargeiranum. Með
nokkurri fullvissu má segja að Bítlaæðið hafi
verið hið fyrsta þeirrar tegundar – án efa eru
þeir til sem setja Elvis Presley í fyrsta sætið – en
táningar á öllum tímum hafa átt sér sitt átrún-
aðargoð.
Löngu gleymdar stjörnur liðinna tíma urðu
þess heiðurs aðnjótandi að herbergi ungra
stúlkna voru veggfóðruð með myndum af
þeim. Í því samhengi nægir að nefna söngvar-
ana David Cassidy, Donny Osmond og Gilbert
O‘Sullivan. Donny Osmond var, líkt og Justin
Bieber, afar ungur að árum þegar hann varð
frægur – reyndar fyrst sem einn af Osmond-
fjölskyldunni og síðar einn síns liðs – og má
leiða líkur að því að hans dæmi svipi hvað best
til Justins Biebers; snoppufríður, hreinlegur
ungur drengur með silkimjúka rödd, og þeg-
ar hann söng lagið Donna vildu allar stúlkur
vera Donna. Sennilega vilja allar stúlkur sem
hlýða á lagið Baby vera sú sem Justin Bieber
syngur til.
HÆfileikar
og dugur
Fyrrnefndir þre-
menningar eru nú
fallnir í gleymsku
hjá flestum sem á
árum áður höfðu þá
í hávegum og liðin
er sú tíð þegar fimm-
menningar frá Ed-
inborg á Skotlandi,
The Bay City Rollers,
einokuðu þýska ung-
lingablaðið Bravo og
fleiri af sama toga.
Þó höfðu þeir or-
sakað svipað æði og
The Beatles og verið
nefndir til sögunnar
sem stærsta hljóm-
sveit sögunnar síðan
Bítlarnir sungu sitt
síðasta, þó stærðar-
gráðan væri önnur og líftíminn skemmri.
Æði af þessum toga virðist hafa verið ein-
kenni fyrri hluta áttunda áratugar tuttugustu
aldar og varð síðan fátítt og í reynd óþekkt með
öllu. Því má til sanns vegar færa að afrek ungs
drengs frá smáborg í Ontario sé þeim mun
merkilegra og þó hann hafi notið aðstoðar sér
reyndari manna þegar hann steig sín fyrstu
skref má ekki horfa fram hjá þeirri staðreynd
að Justin Bieber hefur tónlistarhæfileika, að-
dráttarafl og, ekki síst, dug til að láta að sér
kveða í heimi þar sem samkeppni er hörð og
er þekktur fyrir ýmislegt annað en umburðar-
lyndi og þeir hiklaust reknir út á gaddinn sem
ekki skila útgáfufélagi sínu digrum sjóðum.
Hvað sem því líður er óhætt að segja að
viðleitni Justins og móður hans til að gera ætt-
ingjum og vinum kleift að njóta tónlistar hans
á YouTube dró dilk á eftir sér.
Heimild: Wikipedia og víðar
mánudagur 1. nóvember 2010 nærmynd 23
Drengurinn
sem tryllir
stúlkur
Lærifaðirinn
Usher Raymond var ungur að árum þegar hann
kynntist frægðinni, rétt eins og Justin Bieber. Hann
er fæddur árið 1978 í Austin í Texas en fluttist á
táningsárum til Atlanta í Georgíu en hann gerir
enn út frá þeirri borg. Hann var aðeins 16 ára
gamall þegar hann gaf út sína fyrstu plötu, en við
gerð hennar fékk hann aðstoð frá ekki ómerkari
manni en Sean P Diddy Combs. Það var hins vegar
árið 1997 sem hann sló rækilega í gegn með
annarri plötu sinni, My Way. Síðan þá hefur hann
gefið út 5 plötur til viðbótar, þá síðustu á þessu ári,
Raymond vs. Raymond. Seljast plötur Ushers ætíð
sem heitar lummur, en hann hefur alls selt 45 millj-
ón plötur á ferlinum og er í 21. sæti yfir söluhæstu
tónlistarmenn allra tíma í Bandaríkjunum. Hann
ætti að reynast Bieber ágætis fyrirmynd en Usher
leggur mikla áherslu á heilbrigt líferni og metnað
í starfi. Gengur honum helst illa að festa ráð sitt,
en hann hefur meðal annars átt í sambandi við
bresku fyrirsætuna Naomi Campbell og á þrjú
börn úr fyrri samböndum. Enda hefur Scooter Braun ekki farið í laun-
kofa með að ungur aldur
Justins leiki stórt hlutverk í
vinsældum hans og svo hafði
hann einnig þessa björtu og
fínu rödd í upphafi ferilsins.
falla í stafi Stúlkur verða gripnar
æði þegar þær berja Bieber augum.
Ásamt usher, læriföður sínum
Justin Bieber hefur notið leiðsagnar
sér reynslumeiri tónlistarmanna.