Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2010, Qupperneq 24
Stefán Spilar með
Skaganum Framherjinn grjótharði, Stef-
án Þór Þórðarson, hefur ákveðið að leika með ÍA
í fyrstu deildinni á næsta sumri en hann skrifaði
undir eins árs samning við félagið þess efnis um
helgina. Þetta kom fram á heimasíðu Skagamanna.
Stefán Þór tók aðeins fram skóna í sumar þegar
mikil mannekla var hjá liðinu en alls lék hann þrjá
leiki en tókst ekki að skora mark.
Sölvi tryggði Sigur, en kári fékk
rautt Víkingarnir Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen voru fyr-
irferðarmiklir með liðum sínum, Plymouth og FCK, um helgina. Kári
fékk beint rautt spjald í tapi Plymouth gegn Oldham, 4–2, í þriðju
efstu deild enska boltans en Plymouth-menn voru aðeins níu inni á
vellinum eftir að Kára var vikið af velli. Öllu betur gekk hjá landsliðs-
fyrirliðanum, Sölva Geir Ottesen, en hann kom inn á sem varamaður
hjá FCK og tryggði liðinu sigur á Lyngby, 3–2, með marki í uppbót-
artíma.
mOlar
Henderson verður
united dýr
n Ætli Manchester United að festa
kaup á hinum unga Jordan Hend-
erson frá Sunderland verður félagið
að reiða fram
að minnsta
kosti þrjátíu
milljónir punda.
Miðjumaðurinn
efnilegi er sagður
á teikniborði
United fyrir
næsta sumar en
Ferguson hugar
nú að því hvernig hann eigi að leysa
það þegar reynsluboltarnir Scholes
og Giggs leggja skóna á hilluna. Talið
er að tuttugu milljóna punda boð
muni berast í hann í sumar. „Það er
ekki möguleiki að 20 milljónir séu
nóg fyrir Henderson. Þrjátíu væri
allavega eitthvað sem hægt væri að
ræða,“ sagði Steve Bruce um málið
fyrir helgi.
Kylfusveinninn
Klúðraði
n Skotinn Colin Montgomerie, sem
var fyrirliði Ryder-liðs Evrópu í ár,
komst ekki inn í umspil um sigur á
Pro-Am-móti
um helgina
vegna mistaka
kylfusveins síns.
Montgomerie var
að undirbúa sig
fyrir umspilið
þegar honum var
tjáð að við hann
bættust tvö högg
í víti frá sextándu braut. Hafði kylfu-
sveinn hans þá fært til eitt auglýsinga-
skilti en um leið og þau eru sett niður
verða þau hluti af vellinum og má þá
ekki færa þau til. Komst Montgomerie
því ekki í umspilið og fékk Lorena
Ochoa því sigurinn á silfurfati á
Mission Hills-stjörnumótinu.
tiger fallinn
af toppnum
n Englendingurinn Lee Westwood er
formlega orðinn besti kylfingur í heimi
en hann hirti efsta sæti heimslistans
af Tiger Woods í
gær. Tiger hafði
setið á toppnum
samfleytt í 281
viku. Þjóðverjinn
Martin Kaymer
hefði þurft annað
af efstu tveimur
sætunum á Vald-
errama á Spáni
um helgina til að komast í efsta sætið
en hann var langt frá efstu sætunum.
Kaymer lék lokahringinn á sjö yfir
pari og átti aldrei möguleika á sigri.
Hinn 37 ára gamli Westwood er fyrsti
Englendingurinn til að sitja í efsta sæti
heimslistans síðan Nick Faldo náði
efsta sætinu árið 1994.
yaKubu lofar
mörKum
n Nígeríski framherjinn Yakubu skor-
aði laglegt sigurmark fyrir Everton
gegn Stoke í ensku úrvalsdeildinni
um helgina.
Markið var hans
fyrsta síðan í apríl
fyrir Everton en
hann segist vera
að komast í betra
form. „Stundum
vilja skotin
einfaldlega ekki
rata í netið. Það
gerist þegar maður er framherji. Það
var afskaplega ljúft að sjá boltann
í markinu gegn Stoke. Þetta mark
mun gefa mér meira sjálfstraust og
opna flóðgáttir fyrir fleiri mörk. Ég
er í miklu betra formi en á síðasta
tímabili og ætla mér að gera vel á
þessu tímabili,“ segir Yakubu.
24 SpOrt umSjón: TóMas þór þórðarsON tomas@dv.is 1. nóvember 2010 mánudagur
Strákarnir okkar í íslenska hand-
boltalandsliðinu töpuðu fyrir Aust-
urríki ytra í undankeppni EM 2012
á laugardagskvöldið, 28-23. Íslensku
strákarnir bættu leik sinn lítið frá
sigrinum tæpa gegn Lettlandi í síð-
ustu viku og var sigur Austurríkis-
manna nær aldrei í hættu. Mestu
munaði um markvörslu liðanna en
á meðan íslensku markverðirnir,
Björgvin Páll og Hreiðar Levy, vörðu
varla blöðru fór sá austurríski á kost-
um.
Ólafur Stefánsson bar af í íslenska
liðinu og skoraði ellefu mörk, þar af
sex af vítalínunni. Róbert Gunnars-
son var einnig sterkur á línunni og
Akureyringurinn Oddur Grétarsson
átti flotta innkomu í vinstra hornið
fyrir Hannes Jón Jónsson sem átti af-
skaplega slakan leik.
„Það var mjög óvænt og ánægju-
legt hversu vel við spiluðum á móti
Þýskalandi og Íslandi. Ef við höldum
áfram að spila svona vel þá er fram-
tíðin björt,“ sagði sigurreifur þjálfari
Austurríkis, Magnus Anderson, eft-
ir leikinn en Austurríki hóf riðilinn
með því að gera jafntefli gegn Þýska-
landi.
Eftir tvo leiki eru Austurríki og
Þýskaland með þrjú stig í fimmta
riðli, Ísland með tvö og Lettland ekk-
ert. Ísland mætir næst Þýskalandi
tvívegis, fyrst í Höllinni og svo ytra en
úrslitin þar geta farið langt með að
ráða úrslitum um hvort Ísland verði
á EM 2012 eða ekki. Ljóst er að liðið
var langt frá því að sýna sínar sterk-
ustu hliðar í leiknum og á það vægast
sagt mikið inni.
tomas@dv.is
Ísland tapaði með fimm marka mun fyrir Austurríki:
munurinn lá í markvörslunni
Ömurlegt upp á að horfa Ísland þurfti að sætta sig við tap í Austurríki og er nú
eftir á í baráttunni um sæti á Em 2012. MYNd reuTers
„Okkur gengur bara vel. Við erum
búnir með átta leiki í deild, búnir að
vinna sjö og gera eitt jafntefli,“ seg-
ir skyttan öfluga, Arnór Atlason, um
hið stjörnum prýdda danska ofur-
lið, AG Kaupmannahöfn, sem hann
og Snorri Steinn Guðjónsson leika
með. Milljarðamæringurinn Jesper
Nielsen, betur þekktur sem Kasi-
Jesper, er að leggja gríðarlega pen-
inga í liðið og ætlar því stóra hluti.
Mikið og öflugt markaðsstarf er í
gangi og spilar liðið meðal annars
í ermalausum bolum. „Eins og er
eru hlýrabolirnir að halda sér,“ seg-
ir Arnór léttur. „Á meðan við töpum
ekki leikjum og náum langt hlýtur
þetta að vera gott.“
Mikil pressa
AG Kaupmannahöfn er vægast sagt
vel mannað. Í liðinu eru dansk-
ar hetjur á borð við Kasper Hvidt
í markinu og stórreykingamann-
inn Joachim Boldsen. Stórskyttan
Mikkel Hansen, norski landsliðs-
markvörðurinn Steinar Ege, Arnór
og Snorri auk margra fleiri heims-
klassaleikmanna. Pressan er því
eðlilega mikil og Arnór viðurkennir
það fúslega.
„Núna í átta liða úrslitum bik-
arsins á útivelli gegn Bjerringbo
var búið að gera okkur grein fyr-
ir því að við eigum að verða bikar-
meistarar. Það var því bæði mik-
ill fögnuður og léttir eftir leikinn.
Þetta var samt bara eitt skref í átt að
takmarkinu sem er að vinna fyrsta
titil félagsins, á milli jóla og nýárs,“
segir Arnór.
Áhorfendafjöldinn tífaldaður
Með peningum Kasi-Jespers og eld-
móði hefur stjórn AG tekist að búa
til frábæra umgjörð um heimaleiki
liðsins. „Í fyrra vorum við að fá sjö
hundruð manns í húsið en núna
fáum við sjö þúsund. Það er ótrú-
legt að sjá hvað er hægt að gera með
réttri markaðssetningu. Það er mik-
ill eldmóður í stjórninni og í raun
svekkir maður sig á því hver djöfull-
inn hefur verið í gangi þessi fjögur
ár sem ég var hjá FCK,“ segir Arnór
en AG Kaupmannahöfn varð til úr
sameiningu FCK og AG Glostrup.
Arnór er harður á því að það vanti
fleiri menn eins og Kasi-Jesper inn í
handboltann. „Algjörlega. Hann er
búinn að gera undraverða hluti fyr-
ir handboltann í Danmörku. Núna
fyrstu helgina í nóvember erum við
að fara spila í Herning fyrir framan
tólf þúsund manns. Það er bara sér
leikur sem er búið að setja upp. Það
er alveg blússandi gangur í karla-
handboltanum í Danmörku og
áhuginn aldrei verið meiri,“ segir
Arnór Atlason.
TífalT fleiri
áhorfendur
arnór atlason, landsliðsmaður í handbolta, er ánægður hjá nýja danska handknatt-
leiksveldinu, AG Kaupmannahöfn. Milljarðamæringurinn Jesper Nielsen er að búa
til lið sem á eftir að komast langt í meistaradeildinni. Gríðarlega öflugt markaðsstarf
er í gangi hjá liðinu og er heimavöllurinn troðfullur á öllum leikjum.
TóMas þór þórðarsON
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Í raun svekkir maður sig á því
hver djöfullinn hefur
verið í gangi þessi
fjögur ár sem ég var
hjá FCK.
aG Á FLuGi Stórliðið AG Kaupmanna-
höfn er taplaust og stefnir á sinn fyrsta
titil, á milli jóla og nýárs. MYNd reauTers
erMaLausir Allt er gert fyrir
markaðsstarfið og spila leikmenn AG
í ermalausum bolum. MYNd aGKBH.dK