Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2010, Qupperneq 25
Frábær dagur hjá Newcastle Það
verður þjóðhátíð í Newcastle næstu vikuna en Newcastle gjör-
sigraði nágranna sína og erkifjendur í Sunderland í ensku úr-
valsdeildinni í gær, 5–1. Kevin Nolan var maður dagsins en hann
skoraði þrennu í þessum frábæra sigri Newcastle. Shola Ameobi
skoraði hin mörkin tvö. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Sund-
erland fékk varnarmaðurinn Titus Bramble að líta rauða spjaldið
í leiknum en það leiddist Newcastle-mönnum ekki því hann er
fyrrverandi leikmaður liðsins.
dapurt í MiðlöNduM Birmingham-slagurinn
á milli Birmingham og Aston Villa náði aldrei flugi í ensku úrvals-
deildinni í gær. Leikurinn var afskaplega leiðinlegur og var boðið
upp á fá marktækifæri. Seinni hálfleikurinn var þó ívið skárri en
markalaust jafntefli varð niðurstaðan. Nágrannarnir eru því áfram
í tólfta og þrettánda sæti deildarinnar þegar tíu umferðum er lok-
ið. Emile Hesky komst hvað næst því að skora fyrir gestina úr Ast-
on Villa en Ben Foster í marki Birmingham var vandanum vaxinn
og varði góðan skalla hans í horn.
mánudagur 1. nóvember 2010 sport 25
Íslenska kvennalandsliðið í hand-
bolta gerði jafntefli í seinni leikn-
um gegn U20 ára liði Noregs í Mýr-
inni í Garðabæ í gær, 29–29. Fyrri
leiknum lauk með sigri norsku
stelpnanna, 24–22 en leikirnir voru
liður í undirbúningi Íslands fyr-
ir lokakeppni Evrópumótsins sem
fram fer í Danmörku og Noregi í
desember.
Í fyrri leiknum á laugardaginn
var varnarleikur Íslands prýðileg-
ur en sóknarleikurinn að sama
skapi slakur. Í gær var íslenska lið-
ið með undirtökin nær allan leik-
inn en það leiddi í hálfleik, 14–11.
Íslenska liðið var einnig yfir allan
seinni hálfleikinn og hafði forystu,
29–28, þegar Noregur hélt í loka-
sóknina. Jöfnunarmarkið skoruðu
þær norsku þegar fimmtán sek-
úndur voru eftir af leiknum. Það
voru aðeins ellefu norskar stelpur
á skýrslu í seinni leiknum en einn
leikmaður var meiddur og þá voru
þrjár stelpur veikar.
Rakel Dögg Bragadóttir var
markahæst íslenska liðsins í báð-
um leikjunum. Hún skoraði fimm
mörk á laugardaginn, þar af eitt
úr víti, en í gær skoraði hún átta.
Hrafnhildur Skúladóttir átti einn-
ig góðan leik í gær og skoraði sjö
mörk. Markvörðurinn Berglind Íris
Hansdóttir varði ellefu skot í Mýr-
inni í gær en Guðrún Maríasdóttir
varði þrjú skot.
Næsti leikur íslenska liðsins er
gegn aðalliði Norðmanna á æf-
ingamóti í lok nóvember en þar
mætir Ísland einnig hinu feiki-
sterka liði Dana. Liðið leikur einn-
ig við Serbíu og Spán áður en hald-
ið verður á EM þar sem Ísland er í
riðli með Svartfjallalandi, Króatíu
og Rússlandi. tomas@dv.is
Íslensku stelpunum tókst ekki að leggja ungmennaliðið:
Tap og jafntefli gegn Noregi
Hart barist Framarinn Stella Sigurðardóttir í baráttunni í Mýrinni í gær.
myNd EggErT JóHaNNssoN
Manchester United er áfram á beinu
brautinni eftir mikilvægan sigur á
Tottenham í ensku úrvalsdeildinni
um helgina, 2–0. Nemanja Vidic
skoraði fyrra markið en það verð-
ur það síðara sem rætt verður um
á kaffistofunum fram eftir vikunni.
Portúgalinn Nani nýtti sér þá mistök
Herelio Gomes í markinu og skoraði
en Gomes hélt að aukaspyrna hefði
verið dæmd á Nani fyrir að hand-
leika knöttinn. Ekkert var þó dæmt
og gaf Clattenburg leikmönnum
merki um að halda leik áfram. Harry
Redknapp, stjóri Tottenham, var
reiður í garð Clattenburg eftir leik-
inn.
Clattenburg tók völdin
Atburðarásin í kringum mark Nani
var afar sérstök. Fyrst virtist brot-
ið á Nani þegar hann var að sleppa
að marki en rifið var í treyju hans
og hefði Nani líklega átt að fá víta-
spyrnu. Í svekkelsi sínu greip Nani í
boltann en Herelio Gomes í mark-
inu tók boltann af honum og hljóp
nokkra metra með hann áfram og
lagði svo aftur niður. Gomes leit á
Clattenburg dómara sem gaf honum
merki um að halda leik áfram.
Það fattaði hann ekki en aftur
á móti fattaði Paul Scholes það og
hljóp að boltanum og um leið kveikti
Nani á perunni. Nani spyrnti boltan-
um í tómt netið og dæmdi Clatten-
burg mark. Línuvörðurinn kallaði þá
Clattenburg til sín og benti honum
á að Nani hefði gripið boltann með
hendinni. Clattenburg mat það þó
svo að ekki væri hægt að dæma eftir
á þar sem hann sagði boltann áfram í
leik og fékk markið að standa. Mikil-
vægur 2-0 sigur United í höfn.
menn sjá hlutina á ólíka vegu
Tveir elstu knattspyrnustjórarnir í
enska boltanum, Sir Alex Ferguson
og Harry Redknapp, túlkuðu atvikið
á mismunandi hátt. „Þetta var furðu-
legt mark og fyrst vissi enginn hvað
átti að vera rangt. Það er ekki hægt
að kenna dómaranum eða línuverð-
inum um þetta. Dómarinn lét leik-
inn halda áfram því Gomes var með
boltann. Mistökin voru markvarðar-
ins að ætla að taka aukaspyrnu sem
aldrei var dæmd,“ sagði ánægður
Ferguson eftir leikinn.
Harry Redknapp var ekki jafn-
kátur. „Þetta var hendi á Nani. Hann
handlék boltann viljandi og hefði átt
að fá spjald. Allir sáu hann gera þetta
svo það er aukaspyrna. Það er ekki
hægt að ljúga til um það og taka bolt-
ann aftur því þú hefur sett upp á þig
kryppu því þú fékkst ekki víti. Þessi
ákvörðun var hneyksli og dómar-
inn klúðraði þessu,“ sagði Redknapp
reiður eftir leikinn.
Tómas þór þórðarsoN
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
Þessi ákvörðun var hneyksli.
Furðumark frá Nani
Manchester United lagði Tottenham í
stórleik helgarinnar í enska boltanum á
laugardaginn. Portúgalinn Nani skoraði
afar umdeilt mark sem Harry redknapp,
knattspyrnustjóri Tottenham, var vægast
sagt ósáttur við.
Öskuillir Tottenham-menn trúðu ekki
að markið fengi að standa. myNd rEuTErs
aNNar fagNar Nani var ánægður
með markið umdeilda, en markvörðurinn
Herelio Gomes var brjálaður. myNd rEuTErs
Úrslit
Enska úrvalsdEildin
arsenal - West Ham 1-0
1-0 A. Song (‘88)
Blackburn - Chelsea 1-2
1-0 B. Mwaruwari (‘22), 1-1 N. Anelka (‘39), 1-2 B. Ivanovic (‘84)
Everton - stoke City 1-0
1-0 Yakubu Aiyegbeni (‘67)
fulham - Wigan 2-0
1-0 C. Dempsey (‘30), 2-0 C. Dempsey (‘44)
Wolves - man. City 2-1
0-1 E. Adebayor (‘23, víti), 1-1 N. Milija (‘30), 2-1 D. Edwards (‘57)
man. united - Tottenham 2-0
1-0 N. Vidic (‘31), 2-0 Nani (‘85)
Bolton - liverpool 0-1
0-1 M. Rodríguez (‘87)
Newcastle - sunderland 5-1
1-0 K. Nolan (‘26), 2-0 K. Nolan (‘34), 3-0 S. Ameobi (‘45, víti),
4-0 S. Ameobi (‘70), 5-0 K. Nolan (‘75), 5-1 D. Bent (‘90). n Titus
Bramble, Sunderland (‘54)
aston Villa - Birmingham 0-0
staðan
lið l u J T m st
1. Chelsea 10 8 1 1 27:3 25
2. Arsenal 10 6 2 2 22:10 20
3. Man. Utd 10 5 5 0 22:12 20
4. Man. City 10 5 2 3 13:10 17
5. Tottenham 10 4 3 3 11:10 15
6. WBA 9 4 3 2 13:15 15
7. Newcastle 10 4 2 4 19:14 14
8. Everton 10 3 4 3 10:8 13
9. Fulham 10 2 6 2 12:11 12
10. Bolton 10 2 6 2 13:14 12
11. Sunderland 10 2 6 2 9:12 12
12. Liverpool 10 3 3 4 10:14 12
13. Aston Villa 10 3 3 4 9:13 12
14. Birmingham 10 2 5 3 10:12 11
15. Stoke City 10 3 1 6 10:14 10
16. Blackpool 9 3 1 5 13:20 10
17. Wigan 10 2 4 4 7:18 10
18. Blackburn 10 2 3 5 9:12 9
19. Wolves 10 2 3 5 10:16 9
20. West Ham 10 1 3 6 7:18 6
Enska b-dEildin
Barnsley - Hull 1-1
Portsmouth - Nottingham f. 2-1
Hermann Hreiðarsson kom inn á hjá Portsmouth undir lokin.
sheffield utd - Coventry 0-1
Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Coventry og var skipt
út af á 70. mínútu.
reading - doncaster 4-3
Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson voru ekki í
leikmannahópi Reading.
leicester - Preston 1-0
ipswich - millwall 2-0
middlesbro - Bristol City 1-2
QPr - Burnley 1-1
Heiðar Helguson gat ekki leikið með QPR vegna meiðsla.
scunthorpe - leeds 1-4
Cr. Palace - swansea 0-3
Cardiff - Norwich 3-1
derby - Watford 4-1
staðan
lið l u J T m st
1. Cardiff 14 10 2 2 28:12 32
2. QPR 14 8 6 0 26:5 30
3. Swansea 14 8 2 4 20:12 26
4. Coventry 14 7 3 4 21:16 24
5. Norwich 14 7 2 5 20:18 23
6. Reading 14 6 4 4 22:14 22
7. Derby 14 6 3 5 25:17 21
8. Burnley 14 5 6 3 22:16 21
9. Watford 14 6 3 5 26:22 21
10. Portsmouth 14 6 3 5 21:19 21
11. Ipswich 14 6 3 5 17:15 21
12. Leeds 14 6 2 6 23:26 20
13. Nottingham F. 14 4 7 3 16:14 19
14. Millwall 14 5 4 5 18:17 19
15. Doncaster 14 5 4 5 23:23 19
16. Scunthorpe 14 5 2 7 18:21 17
17. Barnsley 14 4 4 6 18:25 16
18. Sheffield Utd 14 4 3 7 9:18 15
19. Leicester 14 4 3 7 17:27 15
20. Hull 14 3 5 6 10:18 14
21. Preston 14 4 1 9 20:30 13
22. Bristol City 14 3 4 7 14:24 13
23. Middlesbro 14 3 2 9 13:24 11
24. Cr. Palace 14 3 2 9 14:28 11