Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Qupperneq 6
6 FRÉTTIR 12. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Fór inn í lögreglu- bíl án leyfis Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu á fertugsaldri í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að neita að yfirgefa lögreglubíl sem hún fór inn í án leyfis, og fyrir að slá til lög- reglumanns. Atvikið átti sér stað í miðborg Reykjavíkur í mars en konan sagði fyrir dómi að hún hefði verið stödd á skemmtistað í bænum þegar hún datt og slasaðist á hendi. Fór hún inn í lögreglubíl sem var skammt frá staðnum til að leita sér hjálpar. Kon- an varð ekki við tilmælum lögreglu um að yfirgefa bílinn. Fór svo að hún var tekin út úr bifreiðinni með valdi og sló hún þá til lögreglumanns. Innbrotum fækkar Innbrotum á höfuðborgarsvæð- inu hefur fækkað um 29 prósent frá árinu 2009 og er fjöldi þeirra nú svipaður og 2008. Frá ársbyrj- un til loka október fækkaði inn- brotum í stofnanir og verslanir hlutfallslega mest í samanburði við sama tímabil í fyrra. Á um- ræddum tíma fækkaði innbrot- um á heimili um fjórðung, eða 26 prósent, og enn meira þegar um ökutæki var að ræða, eða 34 pró- sent. Fækkun innbrota er mismikil eftir hverfum eða svæðum. Þess má geta að tilkynningar um innbrot berast lögreglu helst á morgana og klukkan 18 síðdegis. Kuldakast um helgina Afar kalt verður í veðri á Norður- landi á sunnudag samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Þannig ger- ir sjálfvirk spá Veðurstofunnar ráð fyrir um og yfir tuttugu stiga frosti á Norðurlandi og á hálendinu á sunnudag. Gæti frost farið niður í mínus 28 gráður á Blönduósi á sunnudag. Þá er spáð þrettán stiga frosti á Akureyri á sunnudag en átta stiga frosti í Reykjavík. Spáð er snjó- komu á Norðurlandi á laugardag en sólríkt verður þar á sunnudag. Eftir helgi mun hlýna í veðri og gerir Veðurstofan ráð fyrir að hiti verði í kringum frostmark víðast hvar. Samdráttur í sölu áfengis Sala áfengis dróst saman um 8,2 pró- sent á föstu verðlagi í október miðað við sama mánuð í fyrra og um 3,6 prósent á breytilegu verðlagi. Verð á áfengi var 5,1 prósenti hærra í okt- óber síðastliðinum en í sama mán- uði í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Rannsóknarsetri verslun- arinnar. Fataverslun var 7,6 prósent- um minni í október miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi og minnkaði um 4,4 prósent á breyti- legu verðlagi á sama tímabili. Verð á fötum var 3,4 prósentum hærra en í sama mánuði á síðasta ári. Sala á raftækjum jókst verulega. Utanríkisráðuneytið hefur birt 67 skjöl sem varða aðdraganda þess að Ísland fór á lista hinna staðföstu þjóða og hét þar með stuðningi við innrásina í Írak.  Þar kemur fram að stuðnings- yfirlýsing Íslands vegna Íraksstríðs Bandaríkjamanna hafi átt að vera al- gjört trúnaðarmál. Samkvæmt skjöl- unum kom það starfsmönnum utan- ríkisráðuneytisins á óvart þegar listi hinna staðföstu þjóða var lesinn upp í fréttatíma bandarísku fréttastofunn- ar CNN. Listinn var lesinn upp í fréttatíma CNN 18. mars árið 2003. Höfðu þá engin svör borist Íslendingum hvern- ig Bandaríkjamenn ætluðu að nota listann. Kemur fram í minnisblaði al- þjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins að Bandaríkjamönnum hafi ekki virst fullljóst hvernig nota ætti listann. Þá er birt minnisblað þjóðréttarfræðingsins Tómasar H. Heiðars en hann sagði að það væri ekki ótvíræður lagaleg- ur grundvöllur fyrir innrásinni í Írak, í áliti sem hann vann fyrir utanríkisráð- herra og ráðuneytisstjóra. Þá kemur fram í skjölunum að full- trúum ríkjanna sem voru á stuðnings- lista Bandaríkjanna hafi verið boðið í mat heima hjá varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Donald Rumsfield, tæpum mánuði eftir innrásina. Sendi- herrahjón Íslands í Bandaríkjun- um voru viðstödd þennan kvöldverð, Helgi Ágústsson og eiginkona. Utan- ríkisráðuneytið veitir ekki aðgang að öllum skjölunum. Þau eru í heild 92 en aðeins er veittur aðgangur að 67 af þeim. 25 skjalanna eru undanþegin birtingaskyldu samkvæmt upplýsinga- lögum vegna þess að þau eru vinnu- skjöl eða skjöl sem varða samskipti stjórnvalda við önnur ríki. birgir@dv.is Utanríkisráðuneytið birtir skjöl um stuðning við Íraksstríð: Átti að vera trúnaðarmál Kom á óvart Það kom íslenskum stjórnvöldum á óvart þegar Ísland var nefnt í frétta- tíma CNN sem eitt þeirra ríkja sem lýst höfðu yfir stuðningi við Íraksstríðið. Fyrrverandi starfsmaður sendiráðs Íslands í Vín, Guðný Ólöf Gunn- arsdóttir, hefur verið ákærð fyrir fjárdrátt í opinberu starfi. Ákæran gegn henni var þingfest í héraðs- dómi Reykjaness föstudaginn 12. nóvember. Ríkissaksóknari, Val- týr Sigurðsson, ákærir Guðnýju í málinu. Hún er 29 ára gömul og er búsett í Reykjanesbæ, samkvæmt ákærunni. Þetta kemur fram í ákærunni gegn Guðnýju sem DV hefur undir höndum. Fjárdrátturinn átti sér stað í fyrra og dró konan sér féð, rúmlega 50 milljónir króna, meðan hún var starfsmaður sendiráðsins í Vín en einnig eftir að hún hafði hafið störf í utanríkisráðuneytinu á Íslandi. Í fréttum sem sagðar hafa verið í fjölmiðlum um málið kom fram að líklega hefðu peningarnir farið í veðmál á internetinu en sendiráðs- starfsmaðurinn var sagður eiga við spilafíkn að stríða. Guðnýju var sagt upp störfum hjá utanríkis- ráðuneytinu eftir að upp komst um fjárdráttinn í október í fyrra. Málið hefur verið til rannsóknar hjá efna- hagsbrotadeildinni síðan. Millifærði á eigin reikning Í ákærunni segir að Guðný hafi millifært peningana af reikningi ís- lenska sendiráðsins í Vín og inn á eigin bankareikning. Orðrétt segir í ákærunni að Guðný sé ákærð „fyr- ir fjárdrátt í opinberu starfi, með því að hafa á tímabilinu 2. mars til 6. október 2009, í starfi sínu sem sendiráðsfulltrúi í sendiráði Ís- lands í Vín í Austurríki og síðar stjórnarráðsfulltrúi og starfsmað- ur á rekstrar- og þjónustusviði ut- anríkisráðuneytisins, dregið sér og notað heimildarlaust í eigin þágu samtals, 335.768 EUR, með því að millifæra samtals 325.000 EUR í 193 skipti af reikningi nr. […] í eigu íslenska sendiráðsins í Vínarborg hjá Bank für Arbeit und Wirtschaft und Österreichische Postspar- kasse Aktiengesellschaft (BAWAG banka), sem hún hafði prókúru fyr- ir, yfir á eigin bankareikning nr. […] hjá sama banka.“ Þá segir einnig í ákærunin að Guðný hafi ekki tilkynnt að hún væri enn að fá staðaruppbót vegna búsetu sinnar og vinnu í Vín eftir að hún hafði látið þar af störfum. En um var að ræða tæp- lega 11 þúsund evrur sem voru millifærðar til hennar af sama reikningi sendiráðsins og hún hafði dregið sér fé af. Þar seg- ir einnig að hún hafi notað um- rædda upphæð heimildarlaust í eigin þágu. Krafin um endurgreiðslu Háttsemi Guðnýjar er talin vera hegningarlagabrot og er þess krafist að hún verði dæmd til refsingar og til að greiða allan sakarkostnað í málinu. Þá er einnig gerð einkaréttar- krafa í málinu og er þess krafist að Guðný endurgreiði upphæð- ina sem hún er talin hafa dreg- ið sér ásamt vöxtum. Í ákærunni segir að Guðný hafi nú þegar greitt tilbaka tæplega 80 þúsund evrur. Guðný játaði brot sitt eftir að upp komst um fjárdráttinn í fyrra og mun án efa verða tekið tillit til þess við ákvörðun refsingarinnar. Tæplega þrítug kona hefur verið ákærð fyrir að stela rúmum 50 milljónum af reikn- ingi sendiráðs Íslands í Vín. Konan játaði brot sitt þegar upp komst um það í fyrra. Hún millifærði peningana af reikningi sendiráðsins og inn á eigin reikning. Konan er krafin um endurgreiðslu á upphæðinni sem hún dró sér. Guðný játaði brot sitt eftir að upp komst um fjár- dráttinn í fyrra. INGI F. VILHJÁLMSSON fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is ÁKÆRÐ FYRIR AÐ STELA 50 MILLJÓNUM KRÓNA Ákærð fyrir fjárdrátt í Vín Starfsmaður sendiráðs Íslands í Vín hefur verið ákærður fyrir 50 milljóna fjárdrátt. Myndin sýnir Donnenbrunnen-gosbrunninn í Vínarborg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.