Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Side 8
8 fréttir 12. nóvember 2010 föstudagur „Bankarnir féllu vegna aðgerða manna og ónýtra eftirlitslaga og nú blasir það sama við hjá Flateyringum, vegna að- gerða manna og ónýtra fiskstjórnun- arlaga,“ er meðal þess sem kemur fram í grein Kristjáns Andra Guðjónssonar, bæjarfulltrúi Í-listans á Ísafirði á bb.is. Í samtali við DV sagði hann að þrjú síðustu fiskveiðiár hafi sjávarútvegs- ráðherra ákveðið byggðakvóta fyr- ir landið allt og honum hafi svo ver- ið skipt niður á byggðarlög. Sumar af þessum heimildum brenni inni og verða ónýttar heimildir sem eru eng- um til gagns. „Þess vegna vil ég benda ráðherra á hvort hann geti ekki náð sér í lagaheimildir til þess að virkja þess- ar heimildir aftur inn,“ sagði Kristján en tók fram að þessi lausn sé til bráða- birgða á meðan undið sé ofan af kerf- inu. Með þessu væri hægt að styðja bæjarfélög eins og Flateyri. Hann bendir á að búið sé að gera ráð fyr- ir þessu í úthlutuninni og að fiskarnir gufi ekki upp úr sjónum. Menn eru uggandi yfir ástand- inu á Flateyri en fyrirtækið Eyraroddi neyddist til að segja upp öllum starfs- mönnum sínum í síðasta mánuði. Sjávar- og útvegsráðherra hef- ur ákveðið að auka aflamark um tólf þúsund tonn til stuðnings við byggð- arlögin. Skilyrðin fyrir þessu er að afl- anum verði landað og hann unninn á staðnum. Aðspurður um aðgerðir ráðherra sagði Kristján að það skipti að sjálfsögðu máli og menn séu þakk- látir. „Ég held að 300 eða 600 tonn séu þó ekki nóg til að halda uppi þokka- legu vinnuárferði á Flateyri. Það þarf að koma meira til,“ segir hann. Það verði að breyta fiskveiðikerfinu svo að byggðirnar hafi eitthver öryggisnet. Kristján trúir því að með vilja góðra manna þá sé hægt að bæta ástandið á Flateyri. „Öll þessi lög, reglugerðir og kvótakerfið, þessu er hægt að breyta. Ég skora á menn að breyta þessu svo að þorp fái að lifa og dafna,“ segir hann að lokum. Kristján Andri Guðjónsson Skorar á menn að breyta fiskveiðikerfinu. mynd KArl Petersson Bæjarfulltrúi á Ísafirði segir ónýttar heimildir engum til gagns: „Gufa ekki upp úr sjónum“ Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri Milestone og núverandi starfsmaður Saga Capital, hefur tek- ið þátt í viðræðum fyrir hönd ríkis- ins um fjármögnun lífeyrissjóðanna á 40 milljarða króna vegafram- kvæmdum. Saga Capital er ráðgjafi ríkisins í viðræðunum. Fréttablað- ið greindi frá því á miðvikudaginn að viðræðurnar væru í gangi og að málsaðilar væru þessa dagana að reyna að ákvarða vexti af láninu. Með peningunum á meðal annars að fjármagna byggingu hluta Suð- urlandsvegar og Vaðlaheiðargöng. Framkvæmdir eiga að hefjast á næsta ári. Heimildir DV herma að Guð- mundur sé helsti samningamað- ur ríkisins í viðræðunum sem farið hafa fram á fundum í fjármálaráðu- neytinu og á vinnufundum utan þess. Viðræðurnar hafa staðið yfir frá því í júlí og munu væntanlega standa yfir töluvert lengur þar sem um stórt og flókið verkefni er að ræða. Í svari frá Saga Capital er staðfest að Guðmundur hafi unnið að samn- ingaviðræðunum fyrir hönd fjár- festingabankans. Athygli vekur hins vegar að Guðmundur er ekki lengur skráður sem starfsmaður bankans á heimasíðu hans en hans var getið á síðunni þar til fyrir skömmu. til rannsóknar hjá ákæruvaldi Guðmundur hefur verið mikið til umræðu eftir efnahagshrunið í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara á málefnum Sjóvár og vegna tugmilljarða gjaldþrots eign- arhaldsfélagsins Milestone. Forstjór- inn fyrrverandi hefur verið yfirheyrð- ur af ákæruvaldinu vegna viðskipta Milestone, meðal annars vegna þess hvernig gengið var á bótasjóð Sjóvár. Milestone skyldi Sjóvá eftir á barmi gjaldþrots og þurfti íslenska ríkið að bjarga tryggingafélaginu frá þroti í fyrra með því að leggja félaginu til meira en 10 milljarða króna. Líklegt þykir að ríkið muni þurfa að afskrifa hluta þeirrar upphæðar þegar trygg- ingafélagið verður selt en Seðlabanki Íslands heldur utan um stærsta eignarhlutinn í félaginu. Björgunin á Sjóvá snérist um að verja hagsmuni viðskiptavina tryggingafélagsins. Hugsanlegt er að ástæðan fyrir því af hverju nafn hans var fjarlægt af heimasíðu Saga Capital tengist þess- ari umræðu um aðkomu Guðmund- ar að starfsemi Milestone og rann- sókninni á félaginu. Guðmundur stýrði bótasjóðnum Guðmundur var heilinn í Mile- stone-samstæðunni og vann mjög náið með Karli Wernerssyni, aðal- eiganda þess, við stjórnunina á félag- inu. Steingrímur Wernersson, hinn eigandi Milestone, gekk svo langt að segja, í yfirheyrslum hjá sérstök- um saksóknara í fyrra, að hann teldi að bótasjóði Sjóvár hafi einfaldlega verið stýrt frá skrifstofu Guðmund- ar í höfuðstöðvum Milestone á Suð- urlandsbrautinni. Guðmundur og Karl hafi tekið við fjárfestingum Sjó- vár eftir að sá starfsmaður Sjóvár sem sá um þær hafi verið látinn fara frá félaginu. Steingrímur sagði meðal annars af þessum ástæðum að Guð- mundur og Karl hafi keyrt Milestone í þrot ásamt Jóhannesi Sigurðssyni, aðstoðarforstjóra Milestone. Guðmundur hefur því farið frá því að stýra bótasjóði Sjóvár og fjárfestingum eins stærsta eignar- haldsfélags útrásarinnar og yfir að gæta hagsmuna almennings á innan við tveimur árum. Hefur unnið náið með Kristjáni Í þessari samningavinnu á milli ís- lenska ríkisins og lífeyrissjóðanna hefur Guðmundur unnið náið með Kristjáni Möller, fyrrverandi sam- gönguráðherra og þingmanni Samfylkingarinnar, en hann stýrir viðræðunum fyrir hönd ríkisstjórn- arinnar. Eftir því sem DV kemst næst reiðir Kristján sig mjög á Guðmund í ferlinu. Guðmundur var starfsmaður fjár- málaráðuneytisins í byrjun þessa áratugar og var meðal annars starfs- maður einkavæðingarnefndar fyrir hönd þess. Á miðvikudaginn greindi DV frá tölvupóstsamskiptum á milli skrifstofustjóra í ráðuneytinu, Þór- halls Arasonar, og Guðmundar árið 2005 þar sem sá fyrrnefndi bað Guð- mund, sem þá var forstjóri Miles- tone, um ráðleggingar um einka- væðingarstefnu, útvistunarstefnu íslenska ríkisins. stjóri milestone semur FYrir rÍKiÐ Fyrrverandi forstjóri Milestone, Guðmundur Ólason, leiðir samningaviðræður ís- lenska ríkisins við íslenska lífeyrissjóði vegna fjármögnunar þeirra á 40 milljarða króna vegaframkvæmdum. inGi f. vilHjálmsson fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is ... fjöldamargir aðrir hafa kom- ið að verkinu, þeirra á meðal Jón Óttar Birgis- son, framkvæmdastjóri Fyrirtækjaráðgjafar bankans ásamt Guð- mundi Ólasyni. vinnur fyrir ríkið Guðmundur Ólason er í vinnu hjá íslenska ríkinu við að semja við lífeyrissjóðina um vexti af lánum vegna 40 milljarða króna vegaframkvæmda. Hann er starfsmaður fjárfestingabankans Saga Capital í dag. Kristján möller Leiðir viðræðurnar fyrir hönd ríkisins. Þorvaldur lúðvík Forstjóri Saga Capital. „Klárt agabrot“ „Það er alveg klárt að þetta er aga- brot af hálfu Þórhalls. Það liggur fyrir að enginn gerði sér grein fyrir því að um Árna væri að ræða og hvað þá að verkið væri hafið,“ segir Aðalbjörn Sigurðsson, formaður Félags frétta- manna, um uppsögn Þórhalls Jóseps- sonar fréttamanns. Aðalbjörn segir að innanhúsreglur RÚV kveði á um að menn megi ekki taka að sér störf sem á einhvern hátt skarist við starf þeirra án þess að láta yfirmenn vita. Starfs- menn megi ekki taka að sér störf sem stofni trúverðugleika RÚV í hættu. Björgvin snýr aftur Björgvin Björgvinsson aðstoðar- yfirlögregluþjónn mun aftur taka við starfi yfirmanns kynferðisbrotadeild- ar lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu. Stefán Eiríksson lögreglustjóri óskaði eftir því við Björgvin að hann tæki aftur við deildinni og sam- þykkti hann það. Björgvin steig til hliðar fyrr á árinu vegna umdeildra ummæla sem hann lét falla í DV. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að Björgvin njóti, og hafi ætíð notið, fyllsta trausts yfirstjórnar lögreglu en hann stýrði rannsókninni á morðinu á Hannesi Þór Helgasyni sem lauk með formlegum hætti í vikunni. Fengu fimm milljóna vinning Karl og kona fengu hvort sinn fimm milljóna króna vinninginn í Happ- drætti Háskóla Íslands á fimmtudag en samtals voru dregnir út vinningar að verðmæti 57 milljónir króna. Kon- an sem um ræðir er búsett í Noregi og segir í tilkynningu frá Happdrætti Háskólans að reynt verði að koma vinningnum til hennar – þrátt fyrir gjaldeyrishöft. Þessu til viðbótar fékk einn eina milljón króna, átta fengu 500 þúsund og 28 fengu 100 þúsund krónur. Ríflega 2.800 skiptu svo með sér tæpum 40 milljónum króna. Bætur fyrir slys í sorpu Hæstiréttur hefur staðfest dóm Hér- aðsdóms Reykjavíkur þess efnis að kona, sem slasaðist þegar hún hugð- ist henda rusli í gám Sorpu í Kópa- vogi árið 2005, fái rúmar tvær millj- ónir króna í bætur. Konan rak sig í steinkant á rampi sem hún hafði ekið upp á með þeim afleiðingum að hún féll rúman metra til jarðar og slasaðist töluvert. Er varanleg örorka konunnar metin 20 prósent eftir slysið. Ekkert handrið var við gám- inn sem varnaði konunni frá falli og þá voru engin viðvörunarskilti uppi. Sorpa áfrýjaði málinu til Hæstaréttar í þeirri von að fá bæturnar lækkaðar en á það féllst Hæstiréttur ekki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.