Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Qupperneq 15
FÖSTUDAGUR 12. nóvember 2010 FRÉTTIR 15 Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. ramb- ar á barmi gjaldþrots eins og lesa má út úr ársskýrslu félagsins fyrir árið 2009. Vandinn samfara gjaldþroti er þó talinn mikill og því verði reynt að halda félaginu á floti um sinn. Stjórn þess fól Capacent fyrir um tveimur vikum að fara ofan í saumana á félag- inu og leggja fram tillögur um framtíð þess. Yrðu að taka yfir skuldir Reykjanesbær er stærsti hluthafinn í Fasteign ásamt Engigerði ehf., félagi í eigu Íslandsbanka og Glitnis. Áform eru uppi um að kljúfa sveitarfélögin frá eignasafni Íslandsbanka og Háskól- anum í Reykjavík en byggingarskuldir háskólans eru afar íþyngjandi fyrir fé- lagið. Samkvæmt heimildum DV hafa runnið tvær grímur á forsvarsmenn flestra sveitarfélaganna innan Fast- eignar og vilja þeir helst fara sömu leið og Garðabær sem ákveðið hefur að nýta sér heimild til að leysa til sín eign- arhlut Fasteignar í Sjálandsskóla. Færu önnur sveitarfélög innan Fasteignar, 10 talsins, sömu leið yrðu þau að taka yfir hluta skuldanna. Helstu lánardrottnar eignarhalds- félagsins Fasteignar eru Glitnir og Ís- landsbanki með um 90 prósent skuld- anna og Landsbankinn (NBI) með afganginn. Umtalsverður hluti skuld- anna, einkum vegna nýbyggingar Há- skólans í Reykjavík, er í erlendri mynt. Erfiðleikar Fasteignar hafa verið mikl- ir eftir bankahrunið og fall krónunn- ar. Leigugjald fyrir þær fasteignir sem sveitarfélög, Íslandsbanki og aðr- ir höfðu lagt inn í félagið er að hálfu leyti tengt gengi erlendra gjaldmiðla. Fasteign neyddist til þess að lækka leigugjald fyrir fasteignir og þar með tekjur sínar um 28 prósent í kjölfar hrunsins. Ætlunin er að leigan hækki aftur um áramótin samkvæmt fyrri áætlunum. Eftir því sem næst verð- ur komist þarf leigan að hækka um mun meira en 28 prósent ef takast á að halda lífi í félaginu. 40 milljarða skuldir Athygli vekur að Fasteign er rekið í evr- um og er ársreikningur félagsins allur færður í þeim gjaldmiðli. Eignir Fast- eignar (EFF) voru metnar á um 200 milljónir evra árið 2008, árið sem gengi krónunnar féll gríðarlega gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Á gengi krón- unnar á miðju árinu 2008 var eigna- safnið virt á um 25 milljarða króna. Í fyrra var eignasafnið hins vegar met- ið á 206 milljónir evra. Það jafngilti um 35 milljörðum á gengi krónunnar á miðju árinu í fyrra. Eignaaukning- in nemur um 3 prósentum milli ár- anna talið í evrum. Stökkið í íslenskum krónum milli ára er hins vegar um 40 prósent. Skuldir félagsins eru á gengi dags- ins í dag um 40 milljarðar króna, eða 255 milljónir evra. Þær höfðu hækkað um 16 prósent milli ára í evrum talið. Sakaðir um spillingu Í apríl árið 2007, þegar Háskólinn í Reykjavík samdi við EFF um að byggja nýjan háskóla við Öskjuhlíðarfót, gagnrýndi Stefán Þórarinsson, þáver- andi stjórnarformaður Nýsis, að ekki skyldi leitað tilboða eða viðhaft forval af einhverjum toga.  Stefán sakaði að- standendur EFF um grófa spillingu. Í háskólaráði HR sátu Bjarni Ármanns- son, þáverandi bankastjóri, sem var formaður ráðsins og einn helsti hvata- maður að stofnun EFF ásamt Árna Sigfússyni bæjarstjóra og núverandi stjórnarformanni EFF. Í háskólaráðinu sat einnig Þór Sigfússon, bróðir Árna bæjarstjóra. Þór var forstjóri Sjóvár á þessum tíma og formaður Samtaka at- vinnulífsins en hefur látið af störfum vegna rannsóknar á afdrifum bóta- sjóðs Sjóvár í höndum hans. Nýbygging Háskólans í Reykjavík hefur reynst EFF þung í skauti. Skuldir vegna hennar einnar eru vart minni en 15 milljarðar króna og allsendis óvíst hvort leigugjald skólans beri þá skuld. Rekstrarfyrirkomulagið og samstarf sveitarfélaga með hákskólanum og Ís- landsbanka getur því bitnað á íbúum sveitarfélaga, til dæmis í Reykjanes- bæ. Þetta hefur raunar Árni Sigfússon, stjórnarformaður EFF, viðurkennt í samtali við DV. Eignirnar til fjármálastofnana Bæjarfélagið Álftanes hefur ekki getað borgað leigu undanfarið rúmt ár, en eignarhlutur þess í EFF er um 7 pró- sent. Ef EFF verður gjaldþrota blasir við að lánardrottnar, Íslandsbanki, Glitn- ir og Landsbankinn (NB), eignast að mestu eignirnar innan félagsins. Þar með yrðu viðkomandi fjármálastofn- anir að óbreyttu eigendur að skólum, íþróttahúsum, sundlaugum og sam- komuhúsum 11 sveitarfélaga víða um land sem og að nýjum húsakynnum HR sem voru formlega tekin í notkun fyrir helgina með viðhöfn. Eignirn- ar myndu með öðrum orðum hverfa úr félaginu til lánardrottna og hlutur sveitarfélaganna yrði að engu. Reykja- nesbær, sem hafði lagt mikið af eign- um sínum inn í félagið og uppfært verð þeirra þegar vel áraði, yrði eftir sem áður að greiða leigu af skólum, íþróttahúsum, samkomuhúsi og öðr- um mannvirkjum á skilmálum lánar- drottna. Ljóst er að togstreita ríkir milli lánardrottna EFF og sveitarfélaganna í þessu tilliti. Lánardrottnar, þar með talinn Íslandsbanki, hafa mestan hag af því að hækka verulega leigutekjur sínar frá bæjarfélögum eins og Reykja- nesbæ. Ljóst er að leigan verður að óbreyttu hækkuð um að minnsta kosti 28 prósent um næstu áramót. Illa stödd sveitarfélög eiga bágt með að fara ofan í vasa útsvarsgreið- enda og sækja þangað hærri leigutekj- ur. Reykjanesbær er við það að verða gjaldþrota. Hann ræður ekki við skuld- ir Reykjaneshafnar og hefur tekið yfir fjármál hennar. Vanskil aukast þar og reynt er að semja við lánardrottna um frystingu afborgana eins og DV hefur greint frá. Fjármálaráðherra hefur gefið sveit- arfélaginu fyrirheit um að Reyknesing- ar geti frestað greiðslu fjármagns- tekjuskatts vegna sölu á HS Orku. Upphæðin nemur að minnsta kosti 800 milljónum króna. Menn velta því fyrir sér hvort Steingrímur J. Sigfússon hafi með þessu gefið fordæmi sem eigi eftir að snúast í höndum hans; að aðrir muni einnig sækjast eftir greiðslufresti á fjármagnstekjuskatti vegna fjárhags- vandræða. Slíkt skellur á endanum á ríkissjóði og almennum skattgreið- endum. Það er kaldhæðni örlaganna að rík- isstjórnin hélt fund sinn í vikunni í Vík- ingasafninu í Reykjanesbæ. Eftir því sem DV kemst næst er Víkingasafnið einnig tæknilega gjaldþrota og getur ekki staðið í skilum hvorki við bæjarfé- lagið né aðra lánardrottna. Ljóst er að Reykjanesbær vill síður tapa hlutafé sínu í EFF. Bæjarfélagið tók út fé í krafti þess að hafa lagt eign- ir inn í EFF á sínum tíma. Þeim pen- ingum var að litlu leyti varið til þess að greiða niður skuldir bæjarfélags- ins. Það þarf því ekki að koma á óvart þótt bæjaryfirvöld reyni að leysa til sín eignirnar aftur gegn yfirtöku lána og skuldbindinga. Samvæmt heimildum DV má búast við tillögu þar að lútandi á bæjarstjórnarfundi eftir helgina. FASTEIGN Á BARMI GJALDÞROTS Eignarhaldsfélagið Fasteign rambar á barmi gjaldþrots. Fari svo taka lán- ardrottnar við öllum eignum félagsins, skólum, íþróttamannvirkjum, sund- laugum og margvíslegum öðrum eignum. Þetta þykir ekki fýsilegur kostur. Eina leiðin út úr vandanum virðist því vera að hækka leigutekjur félagsins af eignum þess til mikilla muna þannig að félagið fari ekki í þrot. Það kann að reynast þrautin þyngri fyrir fjárvana sveitarfélag eins og Reykjanesbæ sem biður um frystingu afborgana á mörgum vígstöðvum. Eftir því sem næst verður komist þarf leigan að hækka mun meira en um 28 prósent ef takast á að halda lífi í félaginu. JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Íþyngjandi skuldir Háskólinn í Reykjavík var formlega tekinn í notkun á fimmtudag í skugga mikilla og íþyngjandi skulda. MYND SIGTRYGGUR ARI Maður á mörgum stöðum við borðið Árni Sigfússon er bæjarstjóri Reykjanesbæj- ar en einnig stjórnarformaður Fasteignar. MYND SIGTRYGGUR ARI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.