Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Síða 18
18 fréttir 12. nóvember 2010 föstudagur KÁRI SEGIR STEFÁN HAFA GERT MISTÖK Kári Stefánsson, forstjóri Decode, var ósáttur við umfjöllun DV í síð- ustu viku, er fjallað var um viðtal við frænda Kára, Stefán Hjörleifsson lækni og heimspeking. Stefán sagði í viðtali í októberútgáfu norska lækna- fagtímaritsins Tidsskrift for Den norske legeforening að hann efaðist um forsendur þeirra rannsókna sem væru stundaðar í Decode. Sagði Stef- án að þar væru viðskiptalegar for- sendur sem réðu för, og að talsvert hafi skort á siðferðisvitund fyrirtæk- isins. Var það umfjöllunarefni dokt- orsritgerðar hans í heimspeki. Kári er þessu ósammála og óskaði eftir við- tali við DV þar sem hann gæti útskýrt afstöðu sína, og var fúslega orðið við þeirri beiðni. Gengið í Decode Fyrir þann sem hefur það ekki reynt, er það sérstök upplifun að ganga inn í þetta heimsfræga fyrirtæki. Örygg- isgæslan virðist meiri en á Alþingi Íslendinga og greinilegt að mað- ur verður að eiga erindi til að ganga inn um öryggishliðið. Eftir að erind- ið hefur verið staðfest kemur aðstoð- arkona Kára og fylgir blaðamanni upp á 3. hæð, þar sem íburðarmik- il forstjóraskrifstofan er staðsett. Frá skrifstofunni er glæsilegt útsýni yfir Vatnsmýrina og Skerjafjörð en þegar viðtalið fór fram var erfitt að njóta þess, er geislar vetrarsólarinn- ar fylltu hvern krók og kima. Sólin fór ef til vill illa í Kára, hann sagðist vera nýkominn frá Evrópu og að hann væri úrillur eftir ferðalagið og lítinn svefn. Hann sló þó á létta strengi og tók blaðamann á beinið, allt í góðu glensi. Ljósmyndari DV átti einnig erfitt uppdráttar og fékk að kenna á skotum Kára. Sagðist hann bera litla virðingu fyrir ljósmyndurum og ekki vilja neinar myndir. „Ég ríf bara kjaft hérna á meðan hún [aðstoðarkona Kára] stjórnar þessu öllu.“ Að lokum lét hann þó tilleiðast. Mín hlið skiptir máli Kári kvaðst ósáttur við að fá ekki að útskýra afstöðu sína þegar DV fjall- aði um viðtalið við Stefán Hjörleifs- son. „Mín hlið hlýtur að skipta máli,“ segir Kári, en viðurkennir þó að þetta sé á vissan hátt áhugavert málefni. En hver er hlið Kára? „Ég bauð Stef- áni að koma hingað og gera þessa athugun, ég opnaði dyr fyrirtækis- ins og gaf honum leyfi til að ræða við fólk um afstöðu þess til þeirrar erfða- fræði sem það var að vinna við. Að mínu mati er enda mjög hollt fyrir fólk í okkar geira, að fá hjálp við að setja afstöðu þeirra í samhengi. Það er algerlega rangt hjá Stefáni að ég hafi brugðist illa við niðurstöðum rannsóknarinnar,“ en Stefán hafði einmitt sagt að margt í viðbrögðum Kára hefði ekki verið prenthæft. Siðleysi hjá siðfræðingi Kári heldur áfram: „Það sem málið snýst um er að Stefán kom hingað inn og gerði rannsóknir á fólki. Þegar þú gerir slíkar rannsóknir verður til ákveðinn samningur milli þess sem framkvæmir rannsóknina og þeirra sem taka þátt í henni. Hér fáum við til dæmis leyfi fólks, til að rannsaka eitthvað í þeirra eðli, við gefum þeim loforð um það hvernig við ætlum að nota niðurstöðurnar og við höfum þar með ekki heimild til að nota þær á annan hátt en lofað var. Þú verður líka að gæta þess að það fólk sem tek- ur þátt í rannsókninni meiðist ekki af þátttöku sinni. Stefán talaði við um það bil 20 manns í Decode og setti síðan saman sína athugun á þeim viðtölum. Hann fór síðan í blaða- viðtal og sagði frá því hvað þetta fólk hafi sagt um afstöðu sína til þeirra verkefna sem fyrirtækið væri að fást við. Hann sagði að starfsfólkið hefði verið mjög gagnrýnið á þau verkefni sem það vann að. Ástæða þess að það er slæmt er sú að yfirmenn þessa fólks vissi um hvaða fólk var að ræða. Þarna var Stefán því búinn að koma þessu fólki í erfiða stöðu gagnvart því fyrirtæki sem það vann fyrir. Hann var því að brjóta þetta grundvall- arsamkomulag sem á að ríkja milli rannsakandans og þátttakandans. Þetta má ekki gera, hlutverk rann- sakanda er að sjá til þess að þeir sem taka þátt beri ekki skaða af. Þarna er því siðfræðingurinn sjálfur að brjóta það grundvallarprinsipp, sem hann sjálfur predikar.“ Kári segir jafnframt að það sé rangt hjá Stefáni að De- code virði siðfræðireglur að vettugi. Hafi fyrirtækið í raun verið brautryðj- andi í vísindasiðfræði og afstöðu til persónuverndar. Hafi fyrirtækið eytt í það miklu púðri allt frá byrjun, ann- ars væri rekstrargrundvöllurinn ekki fyrir hendi. Frændi minn og vinur minn Kári segir að Stefán Hjörleifsson hafi farið yfir strikið í rannsókn sinni. Kári setti saman ferskeytlu um sam- skipti sín við Stefán í kringum rann- sóknina, en sá siður hefur löngum tíðkast í fjölskyldu þeirra frænda: Það er flókin leið og löng að leiðréttingu skálka því flestum reynist flísatöng frekar illa á bjálka. Kári segir Stefán hafa gert mistök. „Hann er skýr og skemmtilegur mað- ur, hann frændi minn og ég tel hann vera vin minn, en í þessu tilfelli sak- aði hann okkur um að gera nákvæm- lega sömu mistök og hann gerði sjálf- ur.“ Viðskiptalegar forsendur En hefur Kári í raun svarað gagn- rýninni, að forsendur rannsókna Decode séu viðskiptalegs eðlis? „Öll læknisfræði, hvort heldur á Ís- landi eða í Noregi þar sem Stefán býr, er seld. Þegar þú ferð á slysa- varðstofuna þá þarftu að greiða fyr- ir það. Ég vildi að til væri útópía þar sem ekki þyrfti að borga fyrir nokk- urn skapaðan hlut og allra síst heil- brigðisþjónustu. Við erum þó ekki að taka á móti slösuðu fólki og biðja það um kreditkortið áður en það fær læknisaðstoð. Við bjóðum ein- faldlega upp á þann möguleika að fólk fái að læra dálítið um sjálft sig. Ég veit í raun ekki hvað hægt er að fá í íslensku samfélagi í dag, sem er einhvers virði fyrir þig, án þess að borga fyrir það.“ Siðfræðin Hluti af gagnrýni Stefán sneri að því að tækni- og vísindavæðing- in í læknisfræði væri farin að sjúk- dómavæða samfélagið. Sagði hann Decode vera gott dæmi um slíka þróun, meðal annars með því að veita fólki upplýsingar um þá sjúk- dóma sem það kunni að fá. Fái ein- staklingur að vita að ákveðnar líkur séu á að hann fái tiltekinn sjúkdóm, gæti hann því eytt allri ævi sinni í ótta við sjúkdóminn. Kári leggur áherslu á að eng- inn þurfi að fá slíkar upplýsingar tilneyddur. „Þarna liggur grund- vallarmunurinn í skoðunum okk- ar Stefáns. Að mínu mati er gott fyrir okkur að vita hver við erum. Þekking um sjálfan sig getur að mínu mati aldrei verið hættuleg. Við skoðum breytingar í erfða- mengi og tengsl milli þeirra breyt- inga. Þannig getum við sagt fyrir um líkur á einhverjum sjúkdómum en það sem við erum að fást við er aldrei að öllu leyti víst. Við færum þér líkur, svo þú getir brugðist við. Við getum sennilega aldrei komist á þann stað að hægt sé að segja fyrir um daginn sem þú deyrð. Eina sem við vitum, eina sem er öruggt, er að við munum deyja. Við getum ein- göngu sagt til um líkur á ákveðnum sjúkdómum og við spyrjum ein- faldlega, hversu mikið vilt þú vita sem einstaklingur um sjálfan þig? Við troðum ekki svoleiðis upplýs- ingum upp á neinn.“ björn teitSSon blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is 14 FRÉTTIR 5. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Stefán Hjörleifsson er læknir og doktor í heimspeki. Hann gerði doktorsverkefni sitt í heimspeki um Íslenska erfðagreiningu en svo vill til að forstjóri fyrirtækis- ins, Kári Stefánsson, er föðurbróð- ir Stefáns. Í októberútgáfu norska læknafagtímaritsins Tidsskrift for Den norske legeforening er viðtal við Stefán þar sem hann fer um víðan völl og ræðir meðal ann- ars um verkefnið sitt, en þar setti hann starfsemi deCODE í siðferði- legt samhengi. Stefán vildi ekki gera lítið úr því rannsóknarstarfi sem hefur farið fram hjá deCODE, en hann hafði margt að athuga við forsendur rannsóknanna, en þær telur hann hafa verið viðskiptalegs eðlis. Tæknilegar framfarir búa til sjúklinga Stefáni er siðfræði læknavís- indanna mjög hugleikin. Hann tel- ur að læknisfræðin snúist um þrjá þætti, vísindi, tækni og síðast en ekki síst þurfa læknar að búa yfir siðfræðilegri þekkingu. Þeir þurfa að vita hvað sé rétt að gera, fyr- ir rétta sjúklinginn, á réttum tíma. Stefán segist hafa áhyggjur af því hvernig tæknin er farin að taka siðfræðinni fram. „Vegna tækni- legra framfara eru æ fleiri einstakl- ingar greindir sem sjúklingar eða í áhættuhópi, jafnvel að ástæðu- lausu. DeCODE er fullkomið dæmi um hvernig rannsóknir í lækna- vísindum knýja áfram þá þróun.“ Stefán segir að sú söluvara sem deCODE treystir hvað mest á, sé svokölluð spádómsgreining. Fyr- ir 2.000 bandaríkjadali geta við- skiptavinir fengið sent heim um- slag með útbúnaði til að taka munnstroku sem síðan er skilað aftur í umslagi sem fylgir pakkan- um. Viðskiptavinurinn fær því næst sérstakt heimasvæði á vefsíðu deC- ODE þar sem hann getur séð þá 50 erfðatengdu sjúkdóma sem líkleg- ast er að hann fái. En hvað er svona slæmt við það? Viðskiptin réðu för Stefán segir að margt hafi breyst á Ís- landi eftir að síðari heimstyrjöldinni lauk, þá fyrst hafi Íslendingar kynnst nútímanum sem nágrannaþjóðirn- ar höfðu fyrir löngu kynnst. „Ísland í dag er fyrst og fremst keyrt áfram af voninni um skjótfenginn gróða. Frændi minn, Kári Stefánsson, stofn- aði deCODE með glannalegu sjálfs- öryggi og áhættufé frá Bandaríkjun- um.“ Rétt fyrir doktorsvörn Stefáns var spádómsgreiningunni hleypt af stokkunum og siðferðilegu álitamál- in sem hann hafði bent á lágu ljós fyrir. „Fjárfestar vildu fá hagnað og það strax. Að einhverju leyti var ég lánsamur að spádómsgreiningin hóf göngu sína rétt fyrir vörnina. Þetta lá í augum uppi. Góðir vísindamenn sem höfðu unnið fyrir deCODE spurðu sig að því hvort þeir hefðu selt fyrirtækinu sálu sína.“ Kári brást illa við Spurður um viðbrögð Kára Stefáns- sonar við verkefninu og hvort hann hafi verið viðstaddur doktorsvörn- ina segir Stefán: „Nei, hann var ekki viðstaddur. Og margt í því ferli [við- brögðum Kára] er ekki prenthæft. Þegar ég ákvað að takast á við þetta verkefni spurði ég Kára og hann hleypti mér inn í fyrirtækið og var mjög hjálpsamur. En þegar umfjöll- unarefni verkefnisins komst í um- ræðuna varð hann öskuillur og gerði allt hvað hann gat til að nota sam- bönd sín við íslenska fjölmiðla til að gera lítið úr mér og verkefninu. Ég var hins vegar mjög vel undirbú- inn og verkefnið mitt er vísindalega áreiðanlegt. Munið að ég hef aldrei gagnrýnt rannsóknir deCODE sem slíkar, ég ber mikla virðingu fyrir þeim.“ Fjölmiðlar dönsuðu með deCODE Stefán segir að Íslenskri erfða- greiningu hafi tekist einstaklega vel til í því að fá íslensku þjóðina til að taka undir málstað sinn. „Orð- ræða fyrirtækisins var ótrúlega ná- kvæm. DeCODE spilaði með hina íslensku sjálfsmynd: „Við vitum hver við erum.“ Þetta var auðvitað til að þjóna hagsmunum fyrirtæk- isins, þar sem það þurfti á upplýs- ingum um erfðamengi Íslendinga að halda. Það er hins vegar ótrú- legt hvernig fjölmiðlar gleyptu við orðræðu deCODE og héldu henni fram, að erfðafræði væri svo ná- tengd væntingum fólks um bætta líðan og aðra kosti. Enginn hlustaði á mótrökin.“ BJÖRN TEITSSON blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is Stefán Hjörleifsson er frændi Kára Stefánssonar, forstjóra deCODE. Þegar hann gaf út doktorsverkefni sitt um siðferðilegar spurningar um rannsókn- ir deCODE brást Kári illur við. Stefán segir að viðskiptalegar forsendur séu í öndvegi hjá fyrirtækinu. Viðtal við hann birtist í norsku fagriti. VIÐBRÖGÐ KÁRA EKKI PRENTHÆF Stefán Hjörleifsson ViðtalviðhannbirtistílæknatímaritiíNoregi. DeCODE er full-komið dæmi um hvernig rannsóknir í læknavísindum knýja áfram þessa þróun.“ Kári Stefánsson Brástekkivel viðgagnrýnifrændasíns. 5. nóvember 2010 Kárivar ósátturviðumfjöllunDVísíðustuviku. Kári Stefánsson, forstjóri Decode, segir að fyrirtækið stuðli ekki að sjúkdóma- væðingu samfélagsins. Frændi hans, Stefán Hjörleifsson læknir og heimspek- ingur, fjallaði um siðferðislegar forsend- ur í rannsóknum Decode í doktorsverk- efni sínu í heimspeki. Kári segir Stefán hafa farið yfir strikið í rannsókn sinni og sakað Decode um sömu mistök og hann gerði sjálfur. Ég veit í raun ekki hvað hægt er að fá í íslensku samfélagi í dag, sem er ein- hvers virði fyrir þig, án þess að borga fyrir það. Kári Stefánsson SegirDecodeeinfaldlegabjóðauppáþann möguleika,aðfólkfáiaðlæraeitthvaðumsjálftsig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.